Tíminn - 09.03.1955, Page 4
6
TÍMINN, migvikudaginn 9. marz 1955.
56. blað.
Björn Egilsson, Sveinssíöðum:
Ahrifa Hólaskóla hefir mjög gætt í þjóðlífinu
Þegar ég nú er kominn,
heim að Hólum í hópi sveit-
unga minna, þykir mér hlýða
að mæla nokkur orð fyrir
minni þessa staðar. Fyrst ber
að þakka skólastjóranum, að
hann gaf okkur kost á að fara
þessa skemmti- og kynnisför.
Þetta var vel hugsað, meðal
ánnars vegna þess, að bænd
ipr og búalið á þess oft lítinn
ítost áð ferðast sér til skemmt
íinar á þeim tíma ársins, sem
gveitafólkið hefir kallað bjarg
ræðistima. Sérstaklega má
þessi för vera okkur til
skemmtunar, sem sjaldan eða
aldrei höfum komið að Hól
um og aldrei setið á skólabekk.
Ég hef til dæmís tvisvar kom
vetri, þegar skólinn hefir
ið hér áður, í hvort tveggja
ekipti að sumri, en aldrei að
vetri, þegar skólinn hefir
starfað. Hér er vissulega
margt að sjá, en þð hlýtur
gesturinn að skynja miklu
meira en það, sem augað sér
á líðandi stund.
Fótatak þeirra 36 manna,
sem borið hafa biskupsskrúða
á þessum stað, er nú hljóðn-
að. En við heyrum samt óm
aldanna. Það eru hinar sögu
legu minningar, sem tengdar
eru við Hóla í Hjaltadal. Ljúf
astar eru minningarnar um
þann mann, sem reisti þenn
an stað, hinn fyrsta biskup á
Hólum, Jón Ögmundsson. Þá
var friður í landi og hann
kenndi kristna trú af eldmóði
og innleiddi svo mikla trú-
rækni, að
„fólkið þusti heim að Hólum
hjörtun brunnu sem á jólum“
eins og Matthías kemst að
orði. Kirkja var sótt að Hól
um um langa vegu, valda-
menn komu þangað til þess
að ráða ráðum sínum og sízt
má gleyma þvi, að umkomu
lausir menn og snauðir áttu
þar jafnan athvarf. Það mátti
segja, að leiðir allra Skagfirð
Inga lægju að Hólum. Þeir
fundu og viðurkenndu, að þar
var héraðsheimili og báru á
tungu orðin: Heim að Hólum,
sem notuð eru óbreytt enn í
dag.
Og Hólar voru meira en hér
aðsheimili á liðnum öldum.
Þar voru höfuðstöðvar kirkj
unnar á norðurlandi. Þar var
menntastofnun og menningar
miðstöð varðandi allt ísland
og nægir í því efni að minna
á upphaf prentiðnar á ís-
landi.
Aldir liðu og Hólastaður reis
og hneig með þeim mönnum,
sem fyrir stóðu á hverjum
tíma.
En svo kom hinn mikli öldu
dalur á nítjándu öldinni. Bisk
up var ekki lengur á Hólum
og stólseignir voru seldar. Skól
inn var afnuminn og hús stað
arins eyddust, önnur en
kirkjan. Auðunnarstofa var
rifin, sem vafalaust hefði get
að staðið ennþá og þá verið
langsamlega elzta hús á land
jnu.
En líftaug staðarins brast
ekki. Orðtakið „Heim að Hól
um“ lifði á niðurlægingartím
anum. Ómur aldanna hljóðn
aði ekki. Minningar sögunn
ar höfðu mikil völd í hugskoti
manna.
Og nú er komið 1953 og Hóla
staður hefir enn á ný hlotið
þá reisn, sem flestir munu á-
nægðir með. Gesti þarf ekki
að leiða hjá garði þótt tignir
séu, heldur má það vera metn
Ræða flutt að Hólum 23. janiiar 1953 —
aðarmál að sem flestir njóti
þess að litast þar um.
Ég get hugsað mér að þeir
menn, sem hófu endurreisn
Hóla um 1880 hefðu helzt kos
ið, að þar yrði aftur biskups
stóll og lærður skóli, en þess
var enginn kostur. Það var
séð fyrir menntun stúdenta
annars staðar. Biskupinn
hafði setið í Reykjavik um
langa hríð og Reykjavík slepp
ir ekki svo glatt því, sem hún
hefir til sin tekið, þótt ekki
væri hún þá það stórveldi í
landinu, sem hún er nú.
Með stjórnarskránni 1874
kom landssjóður og lands-
reikningur, sem tákn þess, að
þjóðin hafði náð þeim áfanga
í sjálfstæðismálinu, að mega
sjálf stjórna sínum innan-
landsmálum að verulegu
leyti. Nálega engir skólar voru
til, nema menntaskólinn í
Reykjavik og umbóta var þörf
á öllum sviðum. Búnaðarskóli
á Hólum var því hagrænt at
riði, varðandi alla þjóðina.
Endurreisnarmennirnir
völdu þessa leið, sem reynzt
hefir happadrjúg.
Vissulega má segja, að í góð
um búnaðarskóla felist Guðs
dýrkun. Þar eru kennd hin
fornu sannindi: í sveita þíns
andlits skaltu þíns brauðs
neyta. Þar er kennt að rækta
jörðina, með samstillingu
huga og handar og starf rækt
unarmannsins gerir hann að
göfugri manni.
Ég hygg, að það sé skrum
laust að segja, að Hólaskóli
hinn nýi hafi verið góður
skóli og áhrifa hans gæti mik
ið I þjóðfélaginu, þótt ekki
verði það með tölum talið. Sú
heppni hefir verið með, að
starfsmenn hans, skólastjórar
og kennarar, hafa verið vand
anura vaxnir á hverjum tíma.
Þessir menn hafa sett sinn
svip á skólahaldið og markað
spor á staðnum. Ég mun ekki
rekja þá sögu nú, en vil þó
minan á tvennt.
Hið fyrra er, vatnsveitur
þær, er Jósef Björnsson stóð
fyrir á sinni tíð og vafalaust
hafa átt þátt í að skapa þann
mikla áhuga, er um skeið var
ríkjandi meðal bænda, að
rækta engjalönd með áveitu
vatni. Þessara framkvæmda
sér lítil merki nú, að því er
ég hygg, enda urðu þær að
víkja fyrir öðrum ræktunar-
aðferðum. Þrátt fyrir það voru
þær merkilegar og báru vott
um lifandi áhuga umbóta-
mannsins.
Hitt, sem ég vildi riefna, er
skógrækt Sigurðar Sigurðsson
ar, sem gleður gestsins auga,
þegar komið er heim á stað-
inn.
Ég hef stundum verið að
hugsa um, hvað það er undar
legt að fjórir skólastjórar á
Hólum, hafa komið úr Þing-
eyjarsýslu: Hermann Jónas-
son, Sigurður Sigurðssonn,
Steingrímur Steinþórsson og
Kristján Karlsson. Hvernig
stendur á þessu? Liggja hér
að einhverjir duldir þræðir,
eða er þetta bara tilviljun?
Hvað sem um það er, þá er
hitt ekki tilviljun, það er stað
reynd, að í Þingeyjarsýslu er
nú fjölmargt f mikilhæfum
gáfumönnum og svo hefir
þð verið mann fram af manni.
Það er mikil gæfa fyrir okkur
Skagfirðinga, að hafa mátt
njóta starfskrafta þessara
manna.
Kristján Karlsson mun
setja sín spor á Hólastað, eins
og hinir. Ég mun ekki ræða
það nú, vegna þess, að hann á
eftir að stíga skrefið fullt.
Hann er ekki gamall maður
og ég vona að hann verði lang
lífur og eigi margt ógert. Krist
ján er vinsæll af nemendum
sínum og annað vil ég nefna,
sem hefir vakið athygli hvar
vetna. Hann hefir rekið skóla
búið á Hólum með hagnaði á
sama tíma, sem flest eða öll
hin ríkisbúin hafa verið rek
in með tapi. Ég tel það mjög
mikilsvert, að skólastjóri bún
aðarskóla, sé svo mikill hag
fræðingur, að til fyrirmyndar
megi telja.
Yfirmenn kirkjunnar á ís-
landi hafa ekki aðsetur á Hól
um nú á tímum. Samt sem áð
ur eiga menn erindi þangað
sér til sálubótar. Það sem mest
er um vert á staðnum, er Hóla
dómkirkja. Hún er sá helgi-
dómur, arfurinn frá 18. öld.
Hún er nú 190 ára gömul og
196 ár síðan smíði hennar var
hafin.
Og nú kem ég að því, að
ég get búizt við, að fáir eða
engir, sem orð mín heyra, séu
mér sammála um og er ég þó
ekki einn með mína skoðun.
Hinn helgi dómur Hóladóm-
kirkju, er í því fólginn, hvað
sjálft kirkjuhúsið er gamalt.
Þar er máttur bænarinnar
meiri en annars staðar. Þær
athafnir, sem fara fram i
kirkju skapa launhelgar henn
ar og því meiri sem oftar eru.
— Þess vegna skyldi þess gætt,
ef unnt er, að flytja ekki
kirkju úr stað og endurreisa
hana ávallt á sama grunni.
— Þetta orsakast af þvi að
andinn mótar efnið og maður
inn getur bæði helgað og van
helgað umhverfi sitt með at-
höfnum sínum.
Andinn mótar að vísu allt
efni. Það má segja, að skyn-
heimur vor allur, hafið blátt,
fjöll og dalir, sé hugsun Guðs.
Þetta er allt til orðið fyrir
hina miklu orku, sem lögmál
in skóp og lögmálum stjórnar
frá eilífð til eilífðar.
Engum líðst það til lengdar
að brjóta lögmálin. En hafi
menn brotið lögmálin, þá er
gott, að leita launhelga Hóla
dómkirkju.
Ég vil enda þessi orð með
því, að árna Hólaskóla allra
heilla í nútíð og framtíð. Ég
vil óska þess, að þeir menn,
sem fyrir dyrum standa á
Hólastað á komandi tíð, verði
göfugir menn og hjartahrein
ir. Ég óska að þeir verði vold
ugir og valdi sínu beiti þeir
með hinum hvítu töfrum.
RO BOT
^ tékknesku
hcimilisvélarnar
nýkomnar.
* +* >M
iM / $*,f ..
rxíTf|í?;>í;fll|
fí\ * 1:
LœkjjargÖtu 2
(Nýja Bió-húsinu).
ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss
íslendingaþættir
(Pramhald af 3. síðu).
viðræðum og léttur í máli, og
hvers manns hugljúfi.
Með Grími Jóhannssyni er
geuginn drengur góður, sterk
u» islemkur meiður, sein óx
upp við heimafenginn afU, í
harðbýlli en fagurri fjaiia-
byggð „við bjarta vatnið
fiskisæla,“ á harðindaárum
síðasta fjórðungs nítjándu
aldar, án þess að andleg eða
líkamleg korka næði úökum
á honum.
Gott er að minnast slíkra
manna. T. Eyj.
K3ÚKLINGA SÚPUTENINGAR
■ttpur, *6»ur o*
! tnnan m*t, gefa matnum
, ijúffengt a( efUr»óltn«jrv«rt
j bragð.
\ BlOJie OM Ma smekVleg*
gtöe m«a 80 tenlngum. ......
ReynM htfl ityTVjamB
kjökllngaeeyfli mefl H
afl mylj* einn tentng Ot
I glaa Bf HEITU retnl. VerBur I
\ uppáhakk hjá aUri fjölskyldunnt
Biðjið kaupmann yðar ran
HONIG
Súputeninga
Fást í glösum og désmn
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Cgyert HriMjáhMcn & Cc. k.tf.
Skrifstofustúlka
óskast til starfa sem fyrst hjá verzlunarfyrirtæki á
Norðurlandi. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Ennfrem
ur nokkur kunnátta í bókfærslu. — Umsóknir með
upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
Samband ísl. samvinnníélaga,
DEILD I.
iSSSSSf3SS3SS33S5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SS3SSSSSSSS35S3S
2 prentara og
1 handsetjara
VANTAR OSS NÚ ÞEGAR.
Launakjör samningsatriði.
Prentsmiðjan EDDA h.f.
íS5SSSSSSSSSSSSSSSSSS$SSSS35SSSS3SS33SSSSSS3S5S35SSS35SS5SSS35353SSSSSSS»
S3S3ðaS3SSS333SSSS33SSSSS3SSSSSSSS33333SSSSSSS333SSSS3S3S3S3SS3SS33a»3t
HEF OPNAÐ
úra- og skartgripaverzlun
að Laugavegi 84, Reykjavík.
Aðeins þekktar og góðar úra- og klukkutegundir.
Sendi gegn póstkrefu.
Sigmar S. Jónsson.