Tíminn - 09.03.1955, Síða 6
6 " TÍMINN, miðvikudaginn 9. marz 1955. ~ 56. blað.
.-..... ..... —........ 1 \ ' 1 " ................................" ..... ...................... —..... ■- 1 "" 1,1
WÖDLEIKHÖSID
Ætlar konan að
deyja?
Og i
Antlgona
Sýning í kvöld kl. 20.
Gullna hliðið
Sýning fimmtudag kl. 20.
Fœdd í gœr
Sýning föstudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pönt-
unum. Simi 8-2345, tvœr línur.
Fantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Fyrimiyndar
eiginmaður
Frábærlega fyndin og skemmti-
leg, ný, amerísk gamanmynd um
Sævintýri og árekstra þá, sem oft
eiga sér stað í hjónabandinu. —
Aðalhlutverkið þessari mynd
f leikur JUDY HOLLIDAY, sem
íékk Óskarsverðlaun í myndinni
.J’ædd í gær“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÖ
Elskendur á flótta
(Elopment)
Ný, amerísk gamanmynd, hlaðin
fjöri og léttri kímni eins og all-
ar fyrri myndir hins óviðjafnan-
lega CLIFTON WEBB.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍG
— HAFNARFIRÐI -
Innrásin frá Marz
Gífurlega spennandi áhrifarík
mynd eftir samnefndri skáld-
sögu H. C. Wells.
Aðalhlutverk:
Ann Robinson,
Gene Barry.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
•♦♦•> ♦•♦•♦♦♦♦»<
TJARNARBÍÓ
Fiðrildasafnið
(Clouded Yellow)
Afar pennandi brezk sakamála
mynd frábærlega vel leikin.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
PILTAR ef þlð elglð stúlk-
una, þá á ég HRINGANA.
Kjartan Ásmundsson,
gullsmiður, - Aðalstrætl 8.
Slmi 1290. Reykjavík.
ÚR og KLUKKUR. — Við-
gerðir á úrum ok klukkum.
Póstsendum.
JÓN SIGMUNDSSON
skartgripaverzlun
Laugavegi 8
/Í-Tít
iLEDŒEIAGi
30^mK]AVÍKURT
Frænka Charleys
Gamanleikurinn góðkunni.
75. sýning
í kvöld kl. 8.
Áðgöngumiðasala eftir kl. 2 í
dag. — Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Rauða myllan
Hin óviðjafnanlega stórmynd,
sem er talin mesta listaverk, sem
til er á sviði kvikmyndanna.
Myndin fjaliar um ævi listmálar
ans Toulouse-Lautrec.
Aðalhlutverk:
José Ferrer,
Zsa Zsa Gabor,
Colette Marchand.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,10.
GAMLA BIÓ
Bíml 1478.
Laus á kostunum
I (On the Loose)
Áhrifamikil og athyglisverð kvik
mynd um unga stúlku og for-
eldrana, sem vanræktu uppeldi
hennar.
Joan Evans,
Melvyn Douglas,
Lynn Bari.
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Slmi un
Snjallir krakkar
(Punktchen und Anton)
Framúrskarandi skemmtileg, vel
gerð og vel leikin, ný, þýzk gam
anmynd. Myndin er gerð eftir
skáldsögunni „Punktchen und
Anton“ eftir Erich Kastner, m
varð metsölubók í Þýzkalandi og
Danmörku. Myndin er afbragðs
skemmtun fyrir alla unglinga á
aldrinum 5—80 ára.
Aðalhlutverk:
Sabine Eggerth, Peter Feldt,
Paul Klinger, Hertha Feiler, o.
fl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4.
Hafnarfjarð-
arbíó
Vtð straumvötnin
stríðu
(Hvor elvene bruser)
Stórbrotin og áhrifarík, sænsk-
norsk stórmynd.
Aðalhlutverk:
Eva Storm, George Fent,
Elof Ahrle, Alfred Maustad.
Danskur texti.
Myndin hefir ekki verið sýnd áð-
ur hér á landi.
Sýnd kl. 7 og 9.
SERYUS GOLD X
TL/XJT_
Lrx/u—xv—irx^il
nm Mnitnu/ RDniiNn n m
i.
ampep w
Raflagnir — Viðgerðir
Rafteikningar
Þingholtsstræti 21
Sími 8 1556
Þjóðartekjurnar
(Framhald aí 5. slðul.
þær. í þeim þjóðfélögum,
sem sitipulögð eru á svipað-
an iiátt og hið íslenzka þjóð-
félag, rennp. kringum tveir
þriðju þjóðarteknanna til
launþeganna. Afgangurinn
er þá greiðsla fyrir þjónusta
af eignum, svo sem véium,
skipum, útgerðartækjum, hús
ræði o. s. frv.
Sköpun þjóðarteknanna og
skipting þeirra er í rauninni
eitt og sama mál Sjómaður,
sem veiðir fisk fyrir 100 þús.
kr. fær í sinn hlut það afla-
verðmæti, sem hans vinna
skapar. Frá þessum 100 þús.
kr. cregst kostnaður við eldi
neyti, veiðarfæri, notkun
skips o. s. frv., sem eru verð-
mæti, sköpuð af öðrum. Skipa
smiðunum var greitt þegar
þeir þyggðu skipið o. s. frv.
Afgangurinn af verðmæti afi
ans er það verðmæti sem
vinna sjómannsins hefir skap
að. Þegar útgerðin er rekin
treð tapi fær sjómaðurinn
meira en það verðmæti, sern
bann skapar.
Að skapa þjóðartekiur er
ag skipta þeim. Sá sem skap
at þær e‘öa tekur þátt í að
skapa þær,. tekur hlut sinn
þar sem hann tekur laun sin.
Það er siður en svo að þjóð-
artekjurnar séu eins og kaka
sem einhverjir skrifstofu-
mcnn geti skipt milli ein
staklinganna. Með lögum og
samningum má hafa noklcur
-ih'-if á skiptingu þjóðartekn
anna, en ekki rnikil. Flestar
ráðstafanir af pví tagi vaida
því að þjóðartekjurnar
írtinnka.
Líti.isháttar l.duta af þjóð-
artckiunum er skipt upp að
nýju af ríkisvaidi og sveitar-
félögum. Rikið tekur til sín
rúmlega 500 m.iij. kr. Megin-
hluti þessarár upphæðar er
greiðsla vegna félagslegra
tiarfa, þ. e. hún íer til kaupa
á þjónustu stoiísmanna h'ms
opinbera. Þykir í alla staði
hentugra að þjóðin greiði
hana sameiginlega heldur en
að starfsmennirnir innheimti
hjá hinum einstöku borgur-
um fyrir þjónustu sína, með-
fram sökum þess að þjónusta
þeirra er oftlega ekki beint
við almenning, t. d. utanríkis
þjónustan. Þar sem greiðslur
til opinberra þarfa fara að
mestu eftir tekjum og
efnahag, en menn þurfa
opinberrar þjónustu misjafn
lega mikið með, verður hér
nokkur tilfærsla á tekjum
milli manna, nýskipting.
Sú nýskipting, sem á sér
stað fyrir tilhlutan almanna
valdsins, er samt aðallega í
sambandi við hinar svoköll-
uðu milligreiðslur: ellistyrki,
fjölskyldubætur og fram-
leiðslustyrki. En vandkvæði
eru á því að gera mikið að
slíkri nýskiptingu án þess að
áhrifin verði þau að minnka
þjóðartekjurnar. Þegar skatt-
ur af tekjuaukningu hjá ein
staklingunum verður mjög
hár, hætta þeir að vilja leggja
að sér til frekari öflunar.
„Það fer allt í skatta“.
| Tengill h.f.
I IIEIÐI V/KLEPPSVEG
Raflagntr
Viðgerðlr
Efnissala
HJONABAND
— Á ég, endurtók Richard. Á ég að gera þáð afi,
•— Ferðu oft hingað upp á hæðina? sþurði Wílliam.
— Nærri því á hverjum degi, en ég hélt að þú værir hættur
að fara hingað upp, sagði drengurinn.
— Nei, nei, ég fer oft hingað upp á hæðína líka, sagði
William. Hann var nú orðinn þjáður, en hann fann með
sjálfum sér, að næði hann ekki brúninni núna, mundi hann
aldrei ná henni framar. Hann tók á þeim þrótti, sem hann
átti tii. — Höldum áfram, sagði hann. Við skulum ljúka við
þennan síðasta spotta. Ég styð mig við öxl þína, og þannig
getur þú hjálpað mér upp.
— Það skal ég gera, afi, sagði Richard.
Þeir héldu áfram skref fyrir skref. Drengurinn var hreyk-
inn af þeirri aðstoð, sem hann gat veitt afa sinum og reyndi
að stilla ákafa sínUm í hóf og fara ekki fram úr gamla
manninum. William fann grannar herðar drengsins úndir
hendi sinni.
— Sterkur, Richard, sagði hann loðmæltur. — Ég kemst
aðeíns upp með hjálp þinni.
Rut reis á fætur og gekk til dyra, þegar drepið var á dyrnar.
Pósturinn stóð úti fyrir.
— Hér er bréf til þín — frá Hall, sagði hann. — Ég vildi
færa þér það sem fyrst. Hann skrifar víst ekki svo oft nú
orðið. Ég vona, að það færi engar illar fréttir,
— Það var ekkert að siðast, þegar við fréttum af honum,
svaraði hún rólega.
— Það er skrítið, að hann skuli aldrei koma heim frá
þessu fjarlæga landi, hélt pósturinn áfram.
— Það er farandeðli í honum, sagði Rut. Hún vildi ekki
opna bréfið í ásýnd póstsins.
— Já, strauk hann ekki að heiman, þegar hann var strák-
patti? sagði pósturinn hlæjandi.
— Jú, hann gerði það, sagði Rut. Hún gat ekki stillt sig um
að bæta við, þótt hún vildi ekki lengja samtaiið við póst-
inn: „Og hann lagði gjörva hönd á margt, vann vel fyrir
sér og kom heim aftur eins stór og hraustur og hann hefði
alitaf dvalið heima. Hann fór jafnvel norður til Alaska,
— Já, Hall lætur ekki að sér hæöa í þeim efnum, sam-
sinnti pósturinn. Það er annars slæmt, að hann skuli ekki
koma heim og hjálpa ykkur við búskapinn. Herra Barton virö-
ist ekki vera vel hraustur um þessar mundir.
— Nei, hann er lasinn. Það er hjartað. Hann borðar vel
og sefur rólega.
— Fólk, sem þjáist af hjartasjúkdómum, hefir ekki mikið
fjör eða áhuga, sagði pósturinn. — Veit Hall um lasleika
föður síns? Þú ættir að skrifa honum um það, frú Barton.
Kannske kemur hann þá heim.
— Manninum mínum mundi mislíka það mjög, ef ég
skrifaði bömum okkar um heilsufar hans, sagði hún. —
Hann vill ekki, að þau líti svo á, að hann sé þeim byrði
eða að þau hafi skyldum að gegna við hann.
— Jæja, sagði pósturinn. — Vertu sæl, frú Barton, ég
verð víst að halda áfram.
Hún gekk inn í stofuna og settist aftur með bréf Halls í
hendinni. Það kom frá París í Frakklandi. Hann bjó þar
enn með konu sinni og tveim ungum dætrum, Germaine og
Angéle. Hann skrifaði sjaldan, varla oftar en á jólunum eða
fjórða júlí. Þetta bréf hafði hann skrifað á afmælisdegi
mömmu sinnar, sagði hann. Hann sendi einnig tvær smá-
myndir af dætrum sínum, litlum, grannvöxnum telpum. Rut
skoðaði myndirnar vandlega án þess að finna það greinilega,
að þetta væru lifándi verur, komnar frá henni sjálfri. Hún
gat ekki einu sinni borið fram nöfn þeirra og reyndi það
ekki einu sinni. Hinum mánaðarlegu bréfum frá Mimi,
tengdadótturinni, svaraði hún aldrei. Til hvers var það líka,
þegar Mimi gat ekki lesið ensku? Þessi bréf voru stíluð til
Wi’.liams, og hann sagði henni, hvað í þeim væri, og sxðan
svaraði hann þeim.
Hún hugsaði stundum um það með beiskju, að það væri
lund Williams, sem byggi Hall í brjósti, og gerði hann að
bessum útlaga, svo að hann eirði aldrei heima. Jafnvel nú,
þegar William var orðinn gamall og sjúkur, var hann allur
á valdi þessa eirðarleysis. Til dæmis þetta uppátæki hans
núna að fara að klifa upp hæðina. Hún haföi þó sannarlega
gert allt, sem húh gat til þess að gera honum kleift að lif.a
rólegu og áhyggjulausu lífi. — Lif Williams var áhyggjulaust
og erfiðislaust, táutaði hún í barm sinn.
Hún tók bréf Halls, reif það upp, breiddi úr pappírsörkun-
um og tók að lesa það afar hægt:
„Kæra mamma.
Jæja, það er nú ekkert nema gott af okkur að segja, og
ég spjara mig ágætlega. Ég hætti leigubílaakstrinum í borg-
inni og er nú einkabilstjóri amerísks iðjuhölds. Við ókum
um þvert og endilangt England, og síðan yfir Belgíu, Frakk-
land, Sviss og Ítalíu. Nú erum við nýkomnir frá Spáni. Mér
féll iiia að horfa á alla þessa gömlu orustuvelli og stóra
kirkjugarða með hvítum krossum. Við vorum að leita að gröf
sonar húsbónda míns, en hann féll í borgarastyrjöldinni.
Ég þakkaði mínum sæla fyrir að hafa sloppið heiil úr styrj-
öldinni. Nú er aftur farið að tala um styrjöld, en ég vona,
að ég sleppi við hana. Ég fékk nóg síðast og kæri mig ekki
um að fara aftur, svo að þú þarft ekki að óttast um það,
mamma. :
Jæja, mamma. Okkur líður öllum vel. Börnin eru hraust