Tíminn - 15.03.1955, Blaðsíða 4
Þorstein.n Jónsson, Úlfsstöðum:
Nýjungar
Orðið er frjálst
í hugsun
i.
Enn má það nýjung teljast,
sem dr. Helgi Pjeturss hélt
íyrst fram fyrir meira en 40
árum, að undirrót drauma sé
samband sofandans við ein-
hvern vakanda. Hefir þessi
skoðun hans, sem er undir-
staða merkilegri skilnings á
lífinu en fram hefir komið áð
ur, átt að fagna furðulitlu
fylgi af hálfu hinna lærðu
manna hér, og má þó segja,
að hún liggi mjög Ijóst fyrir
og sennilega. Skal hér fyrst
geta 'æss henni til stuðnings,
að margir munu nú telja sann
að, að slíkt samband (hugs-
anaflutningur) eigi sér stund
um stað manna á milli. En þó
eru það sjálfir draumarnir,
sem styðja hana enn betur.
Þegar maður sofnar, þá er
hjá honum ekki um að ræða
sjálfrátt vitundarstarf. Sof-
andi maður sér ekki né heyr-
ir það, sem gerist umhverfis
hann. Hann hefir gleymt sér
eins og stundum er komizt
að orði. En þrátt fyrir þetta
starfsleysi eigin vitundar
hans og skynfæra, er draum-
ur hans starf og líf. í draumi
er um að ræða sýnir, heyrnir
og atburði. Og hið eftirtektar
verða er, að þessar sýnir,
heyrnir og atburðir, sem ber
fyrir hinn sofandi mann, eru
jafnan nokkuð annað en það,
sem hann hefir séð og heyrt
í vöku. Það, sem ber fyrir
hinn sofandi mann og hon-
um í fljótu bragði finnst, að
verið hafi eitthvað kunnugt
sér, var jafnan í rauninni
meira og minna fráJbrugðið
hinu vökukunna, og verður
sú staðreynd óskiljanleg,
nema litið sé á eins og Helgi
Pjeturss gerði. Það, sem ber
fyrir hinn sofandi mann,
snertir að visu við ýmsum
minningum hans úr vökunni.
En undirrót draumskynj ana
hans er ekki þær minningar,
heldur nokkuð, sem sambands
vera hans raunverulega sér og
heyrir. Og sé nú á svefnhvíld
ina litið frá þessu sjónarmiði,
þá verður einnig þar allt auð
skildara en áður. — Með því
að tala um endurnæringu af
því einu að liggja og sofa, er
í ruaninni um engan skilning
að ræða á því, sem svefninn
veitir. Með svefninum og hvild
inni hlýtur að eiga sér stað
einhver magnan, sem engu
síður er einstaklingnum að-
fengin en efnanæring líkama
hans. Með fæðunni fær lík-
aminn byggingarefní sitt og
það, sem hann þarf til hita
og hreyfiorku. En þaðan get-
ur honum naumast verið kom
ið þetta, sem byggir og gerir
líkama hans að þeirri furðu-
vél, sem hinn lifandi einstak
lingur er. Og hvað er þá eðli-
legra en að ætla, að með svefn
inum veitist það, sem til þess
þarf ? — Það er lögmál, að ekk
ert geti átt sér stað án sam-
bands við annað. Samband
hlutanna er undirrót þeirra.
Og þarna má segja, að þetta
lögmál birtist sérstaklega fag
urlega. Líf jarðarinnar er til
orðið fyrir samband við líf-
heima annarra hnatta og
byggist á því. Og það er með
aðstreymi þess magns, að til
sofandans berast þessar skynj
anir frá íbúum stjarnanna,
sem verða honum að draumi.
II.
Eftir því, sem ég bezt vit,
þá er hún með öllu ókunn
hin raunverulega orsök þess,
að lifendurnir hljóti að eld-
ast og deyja, og væri það því
nokkur nýjung, ef takast
mætti að bregða þar yfir ljósi
aukins skilnings. Að vísu rná
þar telja eitthvað í skilnings
átt, að komizt hefir verið að
þeirri niðurstöðu, að gömlun-
in verði samfara því, að lík-
amsfrumur hins aldraða
manns hætti að geta tekið á
móti nægjanlegri næringu.
Samkvæmt athugunum virð-
ist gömlunin vera undarlega
lík því, sem verður hjá svelt-
andi. Sveltandi maður kvað
verða sljór og gleyminn á
það, sem gerist, þó að hann
hins vegar muni vel það, sem
áður gerðist, meðan hann
ekki svalt. Og svo sem kunn-
ugt er, þá er hinum aldraða
manni líkt farið. Hann man
ágætlega margt af því, sem
gerðist í æsku hans og með-
an hann var í fullu fjöri, en
á það, sem síðar gerðist, verð-
ur hann ónæmur og gleym-
inn. En þó að þannig megi á-
lykta að gömlunin verði fyrir
næringarskort eða getuleysi
líkamsfrumanna til að taka
á móti nægri nseringu, þá er
því eftir sem áður ósvarað,
af hverju það getuleysi staf-
ar, þegar aldur færist yfir,
og skal nú vikja að því, sem
ég þykist sjá þar lengra fram
en áður hefir séð verið.
Það er undirstöðuatriði að
gera sér ljóst, að þróun lífs-
ins hefir orðið fyrir söfnun
minninga. Hver einstakur er
nokkurs konar söguágrip af
því, sem komið hefir fram við
ætt hans allt frfá upphafi lífs
ins á jörðinni, og er það af
skorti á yfirsýn, ef mönnum
getur ekki skilizt á þann veg.
Hinar tvær kynfrumur, sem
standa að upphafi hvers nýs
fjölfrumungs, bera með sér
frá foreldrum hans ættminn
ingar tegundarinnar, líkt og
mannlegir einstaklingar venj
ur og mál síns þjóðfélags, og
hlýtur einstaklingurinn þann
ig í fyrstu að vera einungis
það, sem hann á ætt til. Og
það er í þessum farvegi ætt-
minninganna, sem ég þykist
Á þeim 29 árum, sem veð-
urstofan hefir starfrækt jarð
skjálftamæla hafa aldrei
mælst eins margir jarðskjálft
ar og á síðastliðnu ári. Aðal
ástæða þess er sú, að veður-
stofan fékk á árunum 1951
—52 nýja mæla, sem eru
miklu næmari en þeir, sem
notaðir voru áður.
Alls mældust um 500 jarð-
hræringar á árinu og af þeim
áttu um 150 upptök sín í
meira en 500 km fjarlægð
frá Reykjavík.
Langmest tjón af jarð-
skjálf á árinu varð í Alsír 9.
september, þar sem 1600
manns fórust, en mjög mikið
tjón varð einnig í Grikklandi
30. apríl en þar fórust 24
menn, á Filippseyjum 2. júlí
og Trinidad 4. desember.
Þetta eru þó ekki þeir jarð
skjálftar, sem mælarnir sýna
mesta. Samkvæmt mæling-
um varð mesti jarðskjálfti
ársins 29. apríl í Kaliforníu.
Olli hann nokkru tjóni í Vest
ur-Mexiko. Jarðskjálftarnir í
Alsír og Grikklandi, sem
mestu jtóni ollu, koma sem
12. og 13. í röðiimi.
sjá fram á frumorsök þess, að
líkamsfrumur hins gamla
manns hætta að geta tekið
á móti nægjanlegri næringu
sér til viðhalds. Krafturinn.
sem getið var um hér að fram
an, að fari til þess að byggja
lifendurna og einkum er veitt
móttaka, þegar sofið er, verð-
ur með tímanum ófullnægj-
andi til að notfæra sér til
þeirrar byggingar þá næringu,
sem frá fæðunni kemur. En
ófullnægjandi verður hann
af því, að hann skammtast
að miklu leyti eða ákvarðast
af ættminningum einstak-
lingsins en ekki samkvæmt
æviminningum hans eða þeim
þroska, sem lífsreynslan færði
honum. í þessu er falin frum
orsök gömlunarinnar. Hún er
falin í því, að lífsmögnunin
veitist ekki, nema þá að
nokkru leyti, samkvæmt því,
sem ávannst með lífi einstak
lingsins, heldur aðeins sam-
kvæmt þeim kynarfi, sem að
honum stóð. Gömlunin verð-
ur þannig fyrir árekstra
tveggja meginlögmála. Ann-
ars vegar er lífsviljinn, sem
er sá, að einstaklingarnir
bæti æ við sig fullkomnum
vexti. En hins vegar er tak-
mörkun eða ihaldssemi kyn-
arfsins, sem veldur því, þótt
enginn geti losnað við hann
fremur en sjálfan sig, að lífs
gerfið getur aldrei til fulls
samlagað sér hið æviáunna,
svo að það hlýtur smám sam-
an að verða þar umfram og
svo að byrði, sem dregur til
þess að lokum, að einstakling
urinn hlýtur að deyja og
skipta-um ham. Gamall mað-
ur, sem deyr, deyr því til þess
að geta á öðrum stað byggt
sér nýjan líkama og ekki ein
ungis samkvæmt ættminn-
ingum sínum eða kynarfi,
heldur einnig samkvæmt sín
um æviminningum vituðum
og óvituðum og til þess að
geta í framlífi sínu, sem á
engan hátt er óefnislegra en
frumlíf hans var, þegið frá
æðri stöðvum þá lífsmagnan,
sem samkvæm er hans ævi-
áunna þroska.
Hér á landi komu engir
miklir jarðskjálftar á árinu,
enda þótt mælarniir sýndu
um 350 hræringar. Mestir
voru jarðskjálftarnir 29. okt.
en upptök þeirra voru um 10
fcm í norðvestur frá Hvera-
gerði. Þann dag fundust úm
60 hræringar í Hveradölum,
en mælarnir sýndu enn fleiri
kippi.
Alls er kunnugt um, að jarð
skjálftar hafi fundist ein-
hvers staðar á landinu 22
daga ársins, þar af þrisvar á
Norðurlandi en 19 sinnum á
Suðvesturlandi.
Á árinu var settur upp jarð
skjálftamælir á Akureyri og
hefir hann komið að miklum
notum við ákvörðun á upp-
tökum jarðskjálfta. Nokkrir
jarðskjálftar hafa átt upp-
tök í norðvesturhluta Vatna
jökuls m. a. við Grímsvötn 17.
júlí, þegar Skeiðarárhlaupið
ctóð sem hæst og tveir jarð-
skjálftar 22. desember áttu
upptök r.álægt Eiríksjökli. Ef
ekki heíði verið jarðskjálfta
mælir á Akureyri hefði ekki
verið unnt að ákveða upptök
(Framhald ft 6. slðu).
Jarðskjálftar 1954
Dvalarheimili sjómanna gefur
verið tilbúið innan tveggja ára
fi'á fiindi fulltniaráfSs Sjómannadagsms
Aðalfundur Fulltrúaráðs
Sjómannadagsins í Reykja-
vík og Hafnarfirði var hald-
inn sunnudaginn 6. marz
1955.
Stjórnin var öll endurkjör
in, en hana skipa Henrý Hálf
dánsson, Þorvarður Björns-
son og Pétur Óskarsson. Vara
menn í stjórn eru: Sigurjón
Einarsson, Theódór Gíslason
og Bjarni Bjarnason.
í byggingarnefnd Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna
voru kjörnir: Henrý Hálfdáns
son, Þorvarður Björnsson,
Bjarni Bjarnason, Garðar
Jónsson og Hallgrímur Jóns-
son. Varamenn í byggingar-
nefnd eru Tómas Sigvalda-
son og Karl Karlsson.
Formaður minntist Einars
Þorsteinssonar fyrrv. skipstj.,
sem nú er nýlátinn, en hann
átti sæti í Sjómannadagsráði
frá upphafi.
Gaf formaður síðan skýrslu
um störf stjórnarinnar og
byggingarnefndar. Gjaldkeri
las upp og skýrði hina ýmsu
reikninga sjómannadagsins
og Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna.
Eignir Sj ómannadagsins
eru nú 5,2 milljónir króna.
Byggingu Dvalarheimilis-
ins miðar nú vel áfram og
hefir þegar verið unnið að
byggingunni fyrir rúmar 4
milljónir króna, þar af á s. 1.
ári fyrir tæpar 2 milljónir.
Lokið er nú við að fullgera
bygginguna að utan og að
múrhúða að innan allar hæð
ir nema kjallará og' rishæð
og standa vonir til.að verkið
geti haldið áfram án telj-
andi iántöku. Sótt hefir ver-
ið um framhaldsbyggingar-
leyfi fyrir annarri vistmanna
álmu og samkomuhúsi og er
ætlunin, ef það Ieyfi fæst; áð *
byggingin verði fullgerð að 2'
árum liðnum og geti þá tek- , :
ið til starfa, en rékstrargrund
völlur fyrir dvalarhéimilið
er ekki fyrr en þessar bygg- •
ingar eru komnar til víðböt- ■
ar. . -
Alls hafa nú verið gefnar
76 herbergisbjafir til* Dvalar
heimilisins en’ f" heimilinu
fullgerðu geta orðið állt áð '
200 herbergi. — -
Tekjur Sjótnannadagsins
urðu árið 1954 um kr. 1,5
millj., þar af styrkir frá ríki
o gbæ 350 þús. kr. Tekjur af
happdrætti 500 þús. gjafir
um 400 þús. Tekjur áf Sjó-
mannadeginum 1954 og fjár
öflun á hans vegum urðu 176
þús. kr. Áætlað er að tekjur
af happdrætti frá byrjun og
til aprílloka þetta ár muni
nema um 1 millj. kr.
Happdrættið hefir gengið
mjög vel og allir miðar hafa
selst, en þeir erú nú 30 þús.,
en 1. maí n. k. hefst happ-
drættistímabil og vérður mið
um þá fjölgað úpp í 50 þús.,
enda verða þá vinningar aukn
ir að miklum ‘ihun éða. upp
í verðmæti að upphæð um
2,2 millj. kr. Meðal vinningá
verða þá 3 íbúðir. 13 bílar,
(Frambald á 7. síðu.)
Bezta leiðin til að kaupa
beztu blöðin
Gillette
niáíniliylki
10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ
Bláu Gillette Blöðin
Þér borj*ið aðeins fyrir blöðin.
Málmbylkin kosta ekkert
Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyrirhafnar.
Bláu blöðin með heimsins beittustu egg eru al-
gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sér-
stakt hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleiri
rakstra og betri með því að nota ....