Tíminn - 18.03.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1955, Blaðsíða 1
Bkrifstofur i EdduhtSri Préttasímar: 81302 og 81303 AfgreiSslusími 232S Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 39. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 18. marz 1955. 64. blað. Verkfall t óif werkalýðsf élaga hóf st í Rvík og Hafnarfirði í nótt Samningafundir stóðu yfir í nótt, en allmikið virtist enn bera á milli Verkfall það, sem tólf verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafn- arfirði höfðu boðað á miðnætti í nótt, hefðu samningar ekki tekizt fyrir þann tíma, hófst eins og tilkynnt hafði verið, þar eð samningar höfðu ekki tekizt þrátt fyrir langa samn- ingafundi að undanförnu. Sáttafundir stóðu í fyrrinótt og hófust aftur kl. 3 í gær og var búizt við að þeir stæðu í alla nótt, en þegar blaðið fór í prentun um miðnættið hafði ekki gengið svo saman, að nokkrar líkur væru til þess að deilan leystist á þessum sólarhring. Fulltrúar á aðalfundi Mjólkursamsölunnar í gær. — (Guðni Þórðarson tók myndina). milljónir lítra mjólkur sl. ár Tiittugastf afSalfundur samtakanna hald- íiui í gær. — Nú vill enginn kanmast við þátt töku I mjólkurverkfallinu frsega Aðalfundur Mjólkursamsölunnar var haldinn í gær í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjavík. Séra Sveinbjörn Högnason, formaður samtakanna, stjórnaði fundi c*g skýrði frá starfsemi þessa mikla afurðasölufyrirtækis, sem á síðasta ári seldi meira en 19 milljónir mjólkurlítra. Þessi fundur var 20. aðal- fundur Mjólkursamsölunnar. Var hún stofnuð með lögum fyrir 20 árum og gerðu Sjálf- stæðismenn og aðrir andstæð ingar samvinnusamtaka mjög harða hríð að þessu mikla nauðsynjamáli landbúnaðar- Fólk reyradi að ffhamstraf’ nokkrar vörutegyndir í gær Það bar nokkuð á þvi í gær, sð fólk „hamstraði“ nokkrar vörur, sem það ótt- aðist að gengju til þurrðar þegar eftir að verkfall skyllí á. \ar þó „hömstrun“ sumra varanna gersamlega ástæðu laus. Mest bar á því, að fólk væri að reyna að krækja sér í kaffi, og var svo* komið, að brennt og malað kaffi var ekki orðið til í nokkurri búð í miðbænum og vafalaust lítið í öðrum búðum. Kaffibirgðir eru nú nær engar til í landinu, en kaffi farmur væntanlegur með skipi næstu daga, en hann teppist að sjálfsögðu í höfn- inni, ef verkfallið stendur lengi. Þá greip það um sig sums staðar, aö nauðsynlegt væri að birgja sig upp af fiski, því að hann mundi ekki fást í verkfallinu. Mátti sjá hús- mæður gera mikil fiskinn- kaup. Ótti við þurrð hans næstu dagana mun þó ástæðulaus. Einnig mátti sums staðar sjá bifreiðarstjóra vera að taka benzín, jafnvel með tunnur í ferðum. Benzínaf- greiðslurnar munu lokast fljótlega, því að ekki verður hægt að flytja til þeirra. Þá er ekkert gaman á ferðum fyrir þá, sem hafa olíukynd ingu og gleymdu að fylia geyminn hjá sér í tæka tíð, því að síðustu olíubílarnir vóru fylltir kl. 8 í gærkveldi og löjíðu þá af stað í síðustu ferðirnar. ins að skipuleggja afurðasöl- una. Var þá stofnað til hins illræmda mjólkurverkfalls, sem enginn vill nú helzt kann ast við að hafa staðið að, allra sízt þeir, sem fyrir 20 árum æstu mest til andstöðu gegn því að bændur gætu skipað mj ólkursölumálum %ínum í það horf, sem reynzt hefir til mikilla hagsbóta jafn fyrir neytendur sem bændur. (Framhald á 2. siðu.l ísinn rekur að landi aftur Frá fréttaritara Tímans á ísafirSi Með vaxandi vestanátt I gær færðist ísinn fyrir Vest fjörðum aftur nær landi og um leið noröar, svo að nú er ísbreiðan 4—5 sjómílur undan landi. Bátar frá ísa f'rði og næstu verstöðvnm reru vestur á Patreksfjarð arflóa til þess að forðast ís inn. Aðalfundur Fram- sóknarfél. Akraness Framsóknarfélag Akra- ness heldur aðalfund sinn í bæjarþingsalnum að Kirkju braut 8 á sunnudaginn kl. 4 síðdegis. Auk venjulegra að- alfundarstarfa mun Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri, flytja yfirlitserindi um stjórnmálaviðhorfið. Félög þau, sem í verkfall- inu eru, eru þessi: Dagsbrún, Iðja, járniðnaðarmenn, bif- vélavirkjar, blikksmiðir, skipa smiðir, múrarar, málarar, tré smiðir, flugvirkjar, Hlif og Iðja í Hafnarfirði. Annríki við höfnina. I gær var mikið annríki í bænum, því að verið var að reyna að Ijúka ýmsum nauð synlegum störfum fvrir verk fallið. Einkum var annríkið mikið við höfnina, þar sem reynt var að afgreiða sem mest af vörum. Skipin stöðv ast eitt af öðru eftir því sem þau kama til Reykjavíkur. Flugferðir allar innan lands leggjast niður þegar í stað, en talið er, að erlendar flug- vélar verði afgreiddar og Loftleiðir fái að koma hér við í Ameríkuflugi ef engir far- þegar verða teknir hér. Jeppa stolið í fyrradag var jeppa stol- ið og fannst hann um kvöld ið við Úlfarsá í Mosfellssveit. Ekki voru neinar skemmdir á jeppanum, en þjófurmn hefir tekið ýmsa smáhluti úr honum. Sáttanefnd ríkisstjórnarinn ar heldur nú fundi með deilu aðilum og eru sáttafundir í Alþingishúsinu. Bæjarráð úthlutaði íbúðum í heim- ildarleysi Á fundz bæjarstjórzzar Reykjavíkur í gærkveldi bar Þórðiir Björnsson fram fyrírspzzrn vegzza þeirra 16 fbúða, sem tilkymit hefir verið, að bæjarráð hafi selt og úthlutað í nýjum húsum í BiVstaðahverfi. Spurði Þórðzir borgarstjóra, hvaðan bæjayráðz hefði komið heímild tzl þessarar úthlutunar. Benti hann á, að ekki væri sjáanlegt, að bæjarstjórn hefði falið bæj arréiSi að ganga frá þessari sölu og úthlzztun, en það valð væri ótvírætt í hönd- zzm bæjarstjórnar. yið út- hlzztzzn fyrri íbúða í Bú- staðahverfi hefði bæjar- stjórn samþykkt slíka heim ild til bæjarráðs. (Framhald á 2. si5u > Verhfallsmálin á bœjarstjórnarfundi: Nauðsynlegt að tryggja kaupmátt launanna Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær bar kjaradeil- una og verkfallsmálin nokkuð á góma og báru kommúnistar fram tillögu þess efnis, að bærinn semdi þegar við þá starfs- menn sína, sem boðað hafa verkfall og gengi að öllum kröf- um þeirra, en gengi síðan inn í þá hcildarsamninga, sem síðar yrðu gerðir. unarkröfur að venju bornar fram og við það miðaðar að slegið væri af þeim í samn- ingum. Nauðsyn bæri til að beina lausn kaupdeilunnar í þá átt að tryggja kaupmátt launanná, tryggja rekstrar- grundvöll atvinnuveganna og vinna gegn milliliðakostn.tði, gera þær ráöstafanir, að kaup hækkun næði tilgangi sínum. Samþykkt þessarar tillögu miðaði ekki í þessa átt, og því sæti hann hjá við atkvæða- greiðsluna. Tillögu þessari var vísað frá með dagskrártillögu frá borg- arstjóra. Þórður Björnsson greiddi ekki atkvæði um tillögu þessa. í umræðum um málið lýsti hann því yfir, að hann gæti ekki samþykkt tillögu komm únista um að gengið yrði þeg ar að öllum kröfunum, sem nær eingöngu eru kauphækk- unarkröfur. KaUphækkun væri ekki einhlít og gæti orð- ið að engu fyrir verkamenn, enda væru þessar kauphækk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.