Tíminn - 18.03.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1955, Blaðsíða 8
39. árgangur. Keykjavík, 17. marz 1955. 64'biað. Leyniskjölin frá Jalta vekja heimsathygli, gremju og ólgu Skýrsla sljwrnar Faxa-verksmiðjnimar: Nú talin eina vonin aö gera úr Faxa hraðfrystihús llooscvelt og Stalín vildu Indó-Kína og Kó- rcu undir alþj.stjórn. Hongkong til Kína Washington og London, 17. marz. — Birting útdráttar lir leyniskjölum Jaltaráðstefnunnar, sem haldin var í febrúar 1945, vekur feiknaathygii um allan heim og mælist misjafn- lega fyrir. Það var bandaríska utanríkisráðuneytið, sem lét birta útdráttinn. Brezka stjórnin var birtingunni mótfallin og blaðafulltrúi Eisenhowers tilkynnti í dag, að forsetinn hefði ekki verið spurður ráða í málinu og birtingin væri því algerlega á ábyrgð utanrikisráðuneytisins. Churchill segir margar villur í þeim útdrætti, sem hann hafi þegar séð í blöðum, enda sé hin bandaríska útgáfa byggð á minnis- blöðum bandarískra stjórnmálamanna, sem viðstaddir voru íáðstefnuna. mjög mikinn æsing meðal er lendra sendimanna í Was- hington. Ekki er samt búizt við að sendiherra Breta muni mótmæla birtingunni. Á fundi með biaðamönnum í dag gerðist atburður, sem vel lýsir ástandinu. Einn blaðamannanna gekk hreint til verks og spurði Dulles, hvers vegna hann hefði b';rt útdráttinn. Dulles varð æfur af vonzku og veitti náung- anum ofanígjöf. Stalín og Roosevelt Republikanar í Bandaríkj unum hafa lengi alið á því að skjöl þessi yrðu birt. Síö- asta uppástunga þeirra mun hafa verið sú, að skjöl þessi skyldu fengin í hendur 24 þingmönnum hvors flokks í öldungadeildinni. Demo- krat höfnuðu þessu boði. Hin opinbera frásögn banda ríska utanríkiáráðuneytibins af bhtingunni, er á þá leið, sammála um fiest. Það, sem vekur mesta at- hygli í skjölum þessum, er hve sammála þeir voru yfir Finnska stjórnin neitar kröfum um kauphækkun Helsinki, 17. marz. Verk- fall opinberra starfsmanna heldur áfram í Finnlandi. Engar járnbrautir ganga, póstþjónusta liggur að mestu niðri og 75 skip liggja bund in í höfn. Vei'kfallsmenn segjast alls ekki muni hefja vinnu fyrr en gengið verður að kröfum þeirra. Stjórn Kekkonens neitar að ganga að kröfunum og segir ríkis- sjóð ekki geta borið hærri laun með núverandi tekjum hans. CHURCHILL og STALIN að í gær hafi New York Tim es verið búið að komast yfir eintak af útdrættinum og hafi þá Dulles gefið skipun þegar í stað að skjöluin skyldu birt í heild, og virðist enginn hafa verið spurður ráða um þá ákvörðun. Dulles æfur. Birtingin hefir skapað Fjölbreyttar skemmtamr á sæluviku Skagfirðinga leitt Stalín og Roosevelt, enda hefir Roosevelt lengi verið legið á hálsi í Banda- líkjunum fyrir að hafa látið Stalín leika á sig. Því hafa verið uppi kröfur um að Bandaríkin lýstu yfir ógild- ingu þeirra ákvarðnna og samþykkta, sem Roosevelt gefðt þar fyrir Bandairíkj- anna hönd. Knowland, for- ingi Republikana á þ?.ngi, sagði í dag, er hann hafði lesið skjölin, að Bandaríkja- stjórn myndi hafa fulla á- stæðu til að ógilda þessar skuldbindingar. Einna mesta athygli vekja IWst ii. k. sininiidag og stcndur í átta daga (Framhaid á 7. slðu) Fizllkomin uppgjöf um síldarvinnslu. — Ifrcytingm mun kosta um 10 milj. króna Á fundi bæjarstjómar Reykjavíkur minntist Þórður Björnsson lítils háttar á greinargerð þá, sem bæjarráði hefir borizt um framtíðarhcrfur Faxa-verksmiðjunnar. Var grein- argerðar þessarar getið í fundargerð bæjarráðs, sem til um- ræðu vár. Vítti Þórður það, að borgarstjóri skyldi ekki hafa séð ástæðu til að greina bæjarstjórn sérstaklega frá þessu þýðingarmikla máli. í greinargerð stjórnar verk smiðjunnar segir, að líkurnar fyrir því „að Faxaverksmiðj- an geti séð sér farborða með síldarvinnslu í verksmiðjunni virðist ekki réttlæta þar af leiðandi tilkostnað". Þessi \dð haldskostnaður, þótt verk- smiðjan starfi ekki, mun vera á þriðju millj. kr. á ári. Með þessari niðursiöðu kveður stjórn Faxa í raun og veru sjálf upp dauðadóm yfir verksmiðjunni sem síldarverk smiðju, og það er líka dómur um það ráðleysis-ævintýri, sem Faxaverksmiðjan var. Þá segir í greinargerðinni. að helzta ráðið til að koma Faxa á framtíðargrundvöll sé að breyta verksmiðjunni í hraðfrystihús fýrir togara- fisk. Mundj slík breyting ásamt fiskimjölsvinnslu kosta um 12 milli. kr. en nýbygging slíks hraðfrystihúss um 17 millj. Ef að þessu ráði yrði horfið mundi þurfa að hremsa húsið að þeim mikia vélakostl sem þar er nú fyrir hendi, og veit enginn, hváð við þær yrðx gert. Kvöldúlfur mun vera þessu samþýkkur og nú er iéit að til bæjarins um samþykki Ef að þessu . ráði yrði horfið mundi burfa að breyta stofn samningi verksmiðjunnar.- Landburður í öllum ver ... r . stöðvum við Faxaflóa Varla iiokkur bátur mcð minna en 10—13 lcstir og marglr báiar mcð um og yfir 30 í gær var geysimikill afli í öllum verstöðvum við Faxaflóa og varla til sá bátur, sem ekki kom með um og yfir 10 lestir að landi úr róðri og mikill f jöldi með miklu meira. Allmargir bátar komu með um 20 lestir. Keflavíkurbátar voru allir á sjó í gær, að undanteknum einum, sem ekki gat róið vegna vélbilunar. Voru þeir flestir með 10-15 lestir. Varla nokkur bátur með minna en 10 lestir og fáeinir með hátt upp í 20 lestir og jafnvel yfir það. Afli Sandgerðisbáta var sízt minni. Má heita, að mokafli sé á öllum miðum Faxaflóabáta og beita allir loðnu, sem veiddi er við Reykjanes, Grindavík. Grindavíkurbátar voru aliir á sió í gær og öfluðu mjög vel. Hafa þeir getað sótt sjó reglu legar að undanförnu en Faxa flóabátarnir, þar sem langur (Framhald á 7. síðu) Sæluvika Skagfirðinga hefst næstkomandi sunnudag og stendur að þessu sinni átta daga. Verður mjög til hennar vandað á allan hátt. Tvö leikrit ve?'ða sýnd, Nýársnóttin og Malarakonan fagra. Kvikmynda.sýningar verða alla daga vikunnr, dansleikir í Bifröst fjögur kvöld í röð, og ýmisiegt fleira til skemmtunar. Á sunnudaginn hefst sælu vikan með guðsþjónustu kl. tvö, en um kvöldið sýnir Leik félag Sauðárkróks Nýárs- nóttina, eftir Indriða Emars son. Með aðalhlutvrk fara: Þorsteinn Sigurðsson, Dag- rún Halldórsdóttir, Eyþór Stefánsson og Kristján Skarphéðinsson. Á mánudag inn verður kvikmyndasýning og barnasýning á Nýársnótt inni. Á þriðjudaginn verður sama dagskrá, svo og á mið vikudag. Á fimmtudaginn, 5. dag sæluvikunnar, flytur Jón Þ. Björnsson erindi í Templara húsinu, en gömlu dansarnir verða þar um kvöldið. í Bif- röst verða tvær kvikmynda- sýningar og Nýársnóttm sýnd, og að lokinni sýningu verður dansað. Á föstudag sýnir Gagnfræðaskóli Sauð árkróks sjónleik í Templara húsinu, einnig verður söng- ur þar, og tíansleikur. Kven félag Sauðárkróks sýnir Malarakonuna fögru í Bif- röst, en einnig verða þar k.vikmyndasýn'ingarr, Nýárs- nóttin og dansleikur. Á laug ardaginn verður sama dag- skrá, nema hvað Karlakór- inn Heimir syngur í Sauðár- krókskirkju kl. 11 um kvöld- ið. Á sunnudaginn 26. marz verða kvikmyndasýningar og leikrit, og um kvöldið loka- dansleikur, sem stendur fram undir morgun. Eins og af þessari upptaln ing» sést, verður Sæluvika Skagfirðinga að þessu sinni mjög fjölbreytt og þar verð- ur eítthvað við allra hæfi. Rithönd Jörundar hundadagakonungs í dag kl. 5 fer fram Iistmunauppboð í Listamannaskálanum, en munirnir eru til sýnis í skálanum í dag kl. 10—16. Þarna er margt sérkennilegra og fagurra muna auk margra ágætra málverka eftir ýmsa málara, þar á meðal Kjarval og Ásgrím. Þarna eru þrjú einka- bréf Jörundar hundadagakcnungs, hin einu sem til eru utan British Museum, og sést upphaf c-ins þeirra hér á mvndinni. Þar er og eintak af stjórnarskrárdí'ögum hans, margar gamlar, fagrar og fágætar bækur, fagrir silfurmunir og fleira. Listmunauppboð Sigurðar Bene- diktssonar njóta nú orðið vinsælda og viðurkenningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.