Tíminn - 18.03.1955, Síða 3

Tíminn - 18.03.1955, Síða 3
64. blað. TÍMINN, föstudaginn 18. marz 1955. ættir Minning hjónanna Önnu Jónasdóítur og Guðjóns Kristjánssonar . Þeim, sem voru á léttara skeiði ævtnnar um siðustu aldamót og þar á eftir, fer nú óðum fækkandi. Á þeim árum sem síðan eru liðin, bafa orðið meiri breytingar á öllum högum og háttum þjóðarinnar, en áður, síðan land byggðist. Upp úr alda- mótunum fer trú fólks á landið, og möguleika til þess að lifa betra lífi en áður mjög að glæðast. En oft og ■einatt þurfti til þess mikla atorku, dugnað og sjálfsaf- neitun. Einn þeirra manna, sem voru á bezta skeiði um þetta leyti, Guðjón Kristjánsson, er nú nýlátinn. Hann var fædd ur í Skjaldabjarnarvík á Hornströndum 24. júní 1880. Foreldrar hans voru Kristján Loftsson og Ólína Sigurðar- dóttir. Ólst hann upp hjá móður sinni, og manni henn ar er þá var orðinn, Guð- mundi ÞorbergsSyni, til 5 ára aldurs. En þá fluttust þau til Steingrímsfjarðar, en Guðjón fór þá til föður síns og konu hans, Sigríðar Guö- jónsdóttur. Var hann hjá þeim á ýmsum stöðum til 16 ára aldurs. Eftir það fór hann til vandalausra sem vinnumaður næstu árin. Þá var venja, að vinnumenn yæru við sjóróðra vestur við ísafjarðardjúp haust og vor. Var það örðug leið, og löng yfir vegleysur og heiðar, og síðar sjóleiðína yfir Djúpið. Þá voru engir vélbátar enn komnir. Árið 1905 trúlofað'st Guð- jón Önnu Jónasdóttur, ætt- aðri frá Hrútafirði og giftist henni ái’i síðar. Hófu þau búskap í Skjaldarbjarnarvík og bjuggu þar í 18 ár. Eign- uðust þau 9 börn. Með mikl- um dugnað1 og atorku tókst þeim að verða þar vel sjálf- bjarga. Árið 1923 var Guð- jóni sagt upp jarðnæði í Skjaldarbjarnarvík. Fluttist :hann þá til Þaralátursfjarð- ar, norður á Ströndum. Sú jörð hafði þá verið í eyði í jnörg ár. Ekki var þá neitt hús uppistandandi nema ■skemmugarmur, Lítið tún var þar 'én éngj'ar sæmilegar. — JReki vþf þar mik.\ll, bæði viður og margt fleira. Mik- ið var þar um fugl og sel og 'Varð það oft til bjargar. Einnig var fiskur nógur stutt írá landi. Það mátti þó kall- ast mikið áræði að hefja þarna landnám. Áðurnefnda skemmu gerði Guðjón að í- veruhúsi fyrstu tvö árin. Heyskapinn stunduöu hjónin af kappi um sumarið. Reistu þau tjöld á engjunum, og þar hafðist öll fjölskyldan viö. Elstu börnin hjálpuðu til við heyskapinn, en þau yngri önnuðust yngsta barnið, og þeyskapurinn gekk vel. Eftir tvö ár hafði Guðjón komið upp iveruhúsi og einnig öðr- um húsum, sem nauðsyn var ri- Byggði hann öll hús sjálf ur,. og sagaði til þess rekavið sem nóg var af. : Eins ’og áður var sagt var þar mikil veiði, og stundaði Guöjón hana mikið með eldri drengjunum. Hann var af- bragðs skytta, og sagðist oít hafa bjargaö heimilinu frá skorti með því að skjóta sel, en hann var þar ekki frið- aður. Aðdrættir voru mjög erfið’ir. næsti verzlunarstað- ur, Norðurfjörður, og svo ísafjörður. Mátti heita nær ófært að vetri til að ná til sín bjargræði, þótt oft væri gert ef nauðsyn krafði, og þá aðeins borið á baki. Þaralátursfjörður er líf- höfn, leituðu skip oft þar inn í vondum veðrum, og var það bóndanum til hagnaðar á margan hátt. 1947 fluttust þau hjónin til Arnardals við Skutulsfjörð. 1949 til Hnífs- dals, og 1953 til ísafjarðar. Þar andaðist Guðjón 28. okt. 1954, eftir vanheilsu síðustu árin. Kona hans dó í ágúst 1953. Börn þeirra hjóna eru Jón- as trésmiður á ísafirði, Þor- steina gift kona á Akranesi, Guðmundur vélstjóri á ísa- firði, Eiríkur kirkjuvörður og grafari á ísafirði, Kristján trésmiður, ísafirði, Anna gift á Dröngum á Hornströndum, Pálína gift á Munaðarnesi, Ingigerður gift í Keflavík syðra, Guðmundur Óli, tré- smiður á ísafirði. Hann fórst í Hornbjargi sl. vor. Öll eru börnin mesta myndar- og dugnaðarfólk. Þrír synir smið ir mest af sjálfsnámi. Bera þau öíl sterk einkenni for- eldranna um mikinn dugnað og sjálfbjargarþrá. Naut Guð jón oft hjálpar þeirra með aðdrætti og viðskipti. Oft minntist Guðjón með gleði og söknuði veru sinn- ar í Þaralátursfirði. Þar var lífsbaráttan örðugust og þar hafði hann unnið sigur. Kona lians var honum líka einstæð ur förunautur í baslinu, harð dugleg, ókvalráð og eindæma vinnusöm og velvirk. Árið 1938 varð hann að fara frá Þaralátursfirði. Fluttist hann þá aftur til Skjaldarbjarnar vikur, en það var hans æsku heimili og þangað leitaði hug urinn alltaf. Börnin voru þá flest upp- komm, súm farin að heim- an. Búnaðist honum þar vel, gerði miklar endurbætur á húsum og ræktun. Þá naut hann líka hjálpar barnanna sem heima voru. Eftir heims styrjöldina kom los á fólkið, og lögðust þá mörg býli í eyði á Ströndum. Var þá ekki unnt þar að vera, því oft verður að njóta hjálpar nágrann- anna. Einn fósturson ólu þau upp frá barnæsku. Kristján Lyng mó, hann er nú kvæntur sonardóttir Guðjóns. Börn þeirra hjóna og fóst ursonur báru mikla ást og virðingu til foreldra sinna og voru þeim örugg stoð og stytta á efri árum. Guðjón var greindur vel, fróöur og minnugur, glaður og ræðinn, og að öllu hinn bezti í viðkynningu. Heiðar legur í viðskiptum. Aldrei mun hanri hafa þurft á opin- berri hjálp að halda svo sem sveitarhjálp, enda slíkt ekki að skapi hans. Hann hafði (Framhald á 6. slðu). Bðiiaðarmál7 — nýtt rit um iðn- að og iðju Blaðinu hefir borizt 1. og 2. hefti af tímaritinu Iðnaöar- mál, sem gefið er út af Iðn- aöarmálastofnun íslands. Tímaritið er afar smekklegt að ytra útliti og mjög vandað að öllum frágangi. Hitt er þö ekki minna um vert, hversu efni þess er merkilegt og ný- stárlegt íslenzkum lesendum, enda leitast ritið við að ryðja nýjar brautir og boða ný við- horf á sviði tækni og bættra vinnubragða í iðnaði og iðju, er leiði til aukinnar og vand- aðri framleiðslu í þessum at- vinnugreinum. Gegnir blaðið að því leyti sama hlutverki og stofnun sú, sem að því stend- ur. Afgreiösla ritsins er hjá Iðnaðarmálastofnuninni í Iðn skólahúsinu nýja. Prentun blaðsins er með öðrum hætti en menn eiga að venjast hér á landi. Textinn er skrifaður á IMB-rafmag.ns ritvél í skrifstofu stofnunar- innar, en fyrirsagnir teiknað- ar með „LEROY“-leturáhöld- um. Síðan eru teknar ljós- myndir af lesmáli og myndum en efnið flutt af filmunum yf ir á aluminíumplötur og loks er blaðið „offset“-prentað. Ljósahátíð á SvaBbarðsströndr rafmagni á fívern bæ fagnað Svalbarðsstrendingar héldu s. 1. mánudagskvöld töluverfc óvenjulega samkomu, sem þeir kölluðu ljósahátíð, og var tilefni liennar að fagna því, að rafmagn frá Laxárvirkjurr. er nú komið á hvern bæ í hreppnum. Er þessi samkoma ný- breytni c>g ekki vitað til þess, að aðrar byggðir hafi haldið slíka sigurháííð, þótt náð hafi þessum mikilvæga áfanga. Það var hreppsneíndin, sem stóð fyrir fagnaði þessum, sem haldinn var í samkomuhúsi hreppsins. Var það fagurlega skreytt og á allan hátt vand- að vel til samkornumiar. Jó- hannes Laxdal, hreppstjór. í Tungu, flutti aðalræðuna, ei einnig tóku til máls Benedikt Baldvinsson á Dálksstöðum, Guðmúndur Benediktsson á Breiðabólstað og Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri, sem talaði af hálfu gesta, sem voru allmargir Jóhann Kon- ráðsson söng einsöng og ýmis legt fleira var til skemmtun- ar. Allir bæir í hreppnum hafa nú fengiö rafmagn frá Laxá, nema Sigluvík, en þar var byggð heimilisrafstöð fyrir nokkrum árum. Ytri hluti hreppsins fékk rafmagn árið 1946 en 10 bæir í suðurhlutan um í vetur, og var straumnum hleypt á það kerfi nú í febrú- ar. Um 100 manns sóttu IjósahS. tíðina. Kvenfélag hrepns’.ns annaðist myndarlegar veit-- ingar. íslendingum boðið á fræðslu- námskeið UNESCO á Norðurl. Dagana 5.—25. júní næstkomandi verður haldið námskeið á vegum UNESCO-nefnda Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar„ Námskeiðið mun sérstaklega fjalla um alþýðufræðslu á Norðurlöndum. Fjórtán þjóðum er boðið að senda þátttak- endur, þrjá frá hverri þjóð. Fjölbreytt og vandað efni. Efni beggja heftanna er mjög athyglisvert. Ættu allir, sem iðnfyrirtæki eiga, stjórna þeim, hafa verkstjórn á hendi eða á annan hátt eiga hlut að starfsemi þessara atvinnu- greina að kaupa ritið og lesa Annað er varla vansalaust tómlæti. Af efni má nefna: í 1. hefti ritar Bragi Ólafsson,- forstjóri Iðnaðarmálastofnun ar íslands og ábyrgðarmaður ritsins, greinina: Fyrsta starfs árið og einnig: Starfssvið Iðn aðarmálastofnana, en þar er gerð ýtarleg grein fyrir verk- efnum og starfsháttum Iðnað armálastofnunar fslands sér- staklega, og hversu hún hyggst rækja forustuhlutverk sitt 1 bágu iðnaðar og íslenzks atvinnulífs yfirleitt. Þórður Runólfsson ritar í bæði heftin greinar um hversu forða megi slysum á vinnustað og öryggis ráðstafanir og um samband þeirra við aukna framleiðni. Rannsóknir og nýjungar. í seinna heftið ritar Bragi (Framhald á 7. síðu.) Námskeiðið mun verða með þeim hætti, að fyrst er fjög- urra daga undirbúningsnám- skeið á lýðháskóla í Dan- mörku. Síðan verður þátttak- endum skipt í þrj á hópa Mun einn hópurinn ferðast um Danmörku annar um Norog og sá briðii um Svíþjóð. Þessi ferðalög munu taka vikutíma en að þeim loknum koma all- ir þátttakendur saman á lýð- háskóla í Noregi og dveljast þar frá 16.—25. júní. íslendingum er boðið að ssnda þrjá þátttakendur á námskeiðið. Væntanlegir þátt takendur verða sjálfir aS greiða fargjöld frá Kaup- mannahöfn til Noregs eða Svíþjóðar. Dvalarkostnað og önnur ferðalög í sambandi við námskeiðið greiða UNESCO- nefndir landanna þriggja Frekari upplýsingar am námskeið þetta veitir mennta málaráöuneytið, en umsóknir um þátttöku verða að hafa. borizt ráðuneytinu fyrir 26 þ. m. í umsóknum skal greina nafn, stöðu og mermtun um- sækjenda. (Frá menntamálaráðuneytinu) Jörðin Minna-Holt í Höltahreppi í Skagaf j arðarsýslu er til sölu. Tilboðum #■ sé skriað til undirritaðs, sem gefur upplýsingar um jörðina og greiðsluskilmála. Tilboð skulu berast fyrir 1. maí n. k. Siglufirði, 17. marz 1955. JÓHANNES JÓNSSON, Súðurgötu 8. Aldarafmæli frjálsrar verzlunar á íslandi KVÖLDVERÐUR vcrður lialdiim að Ðótcl Borg í tilefnl af aldarafmæli frjálsrar verzlimar á íslandi föstudag'iim 1. apríl n. k. kl. 7,30. Aðgöngiuniðar vcrða seldir mundssouar cftir klukkau 1 í í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- dag. »5S55$55$55554«?55«5$55«5555S$5555$5$55Í555«4«ÍS55«?54!54«»S$S5$5SSSS555S5Í5Í5S5SS5$5$5S55«S5ÍSS5555$S5«1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.