Tíminn - 18.03.1955, Side 5

Tíminn - 18.03.1955, Side 5
64. blað. TÍMINN, föstuðaginn 18. marz 1955. S Föstud. 18. marz Er hægt að semja við Sovétríkin? Grein eftír Salvador de Madariaga Hve lengi á íhaldið að fagna? Morgunblaðið ræðir í for- ustugrein sinnr í gær um möguieika fyrir myndun svo kallaðrar vinstri stjórnar. Undanfarið hefir Mbl. verið nokkuð skelkað vegna þess, að þeirri skoðun hefir verið að vaxa fylgi, að slík stjórn væri nauðsynleg. Mbl. hefir að sjálfsögðu verið Ijóst, að völd sín nú byggir Sjálfstæð isflokkurinn ekki á vaxandi Jyig'i^ heihujr á sundrungu vinstri aflanna. Strax og eitt hvað verulega drægi úr þeirri sundrungu, væru völd íhalds ins búin. Það er því skiljanlegt, að geigur grípi aðstandendur Mbl. í hvert skipti, sem þeir dttast, að unnt verði aö mynda umbótastjórn. Þann geig hefir líka glöggt mátt kenna á skrifum Mbl. að nndanförnu. í gær bregður hins vegar svo við, að Mbl. virðist ótt- ast þennan möguleika minna «n áður. Það þykist sjá, að •sundrungin til vinstri sé enn svo rnikil, að íhaldið þurfi •ekki neitt að óttast. í fögn- uöi sínum yfir þessu segir Mbl., að menn horfi „með undrun og fyrirlitningu“ á „loddaraskapinn, fálmið og ••sundrungina“ hjá vinstri flokkunum! Þvi miður eru þetta engar í'kjur. Vissulega, mættu þessi ummæli Mbl. verða vinstri mönnum, alvarleg áminning um það astand, sem nú rík- ir í málum þeirra. Hvað lengi ætla vinstri menn að láta Mbl. og önn- ur íhaldsöfl vera fagnandi yfir þessu ástandi? Það er spurning, sem hver Irjálslyndur umbótamaður verður áð svara af fullri ein- lægni, Fyrst er bezt að gera sér ljóst. hvað veldur þessu á- standi. Lýðræðissinnaðir sós- ialistar eru klofnir milli ’þriggja fjándsamlegra flokka, Alþýðuflokksins, Þjóövarnar- flokksins og Sósíalistaflokks- ins. í síðastnefnda flokkn- um hafa svo einræðissinnar, som taka fyrirmæli annars staðar frá, náð yfirráðunum. Af þessu stafar það, að þessi v-nstri öfl eru nú sundruð og óstarfhæf. Af þeim ástæðum hafa Framsóknarmenn ekki átt um aðra kosti að velja undanfarið en samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn eða stjórn leysi. Eigi verulegar úrbætur að fást á þessu ástandi, þarf tvennt að gerast. Annað er það, að allir umbótamenn, sem ekki eru sósíalistar, fylki sér undir merki Framsókn- arflokksins og geri hann þann ig langtum öflugri en hann nú er. Hitt é'r það að lýðræðis sinnaðir sósíalistar, sem nú Skiptast milli þriggja flokka, renni saman í eina samstæða heild. Til þess, að þetta síðara geti orðið, þurfa lýðræðis- sinnar í Sósíalistaflokknum að yfirgefa þann flokk. Slík hefir orðið niðurstaðan er- lendis, þar sem lýðræðissinn ar hafa um stund unnið með kommúnistum, Nú um sein- Eigum við að semja áður en ,'ið undirritum eða eigum við að undir- rita áður en við semjum? Það er spurningin, eins og segir í Ham- let. En þetta er þó aðeins spurn- ing fyrir þá, sem álíta að ein- hvern tíma, fyrr eða seinna, komi að því að við verðum neyddir til að fara samningaleiðina. Þetta val er hins vegar vandalaust mörgum Evrópumönnum einfaldlega vegna þess, að þeir vilja alls ekki semja. Orðtakið, sem mr. Bevan vill festa okkur í minni, er: „Við skulum ræða við Rússana*. En í rauninni er orðtak þetta jafn rangt og þau orðtök, sem við eigum að venjast frá kommúnistunum sjálfum. Því að vissulega höfum við ekki þá að- stöðu, að við yfirleitt getum rætt við Rússa, jafnvel þótt við kysum að svo væri. Við getum jú rætt við kommúnistíska áróðursmenn, en það eru annars konar viðræður en við höfum áhuga íyrir. Orðtakið „Við skulum ræða við Rússana" er ætlað til að tendra samúöarhug gagnvart Móður Rússlandi, ferju- mönnunum á Volgu, rússneska ball ettinum og samherjum okkar, sem vörðu Stalingrad. Orðtakið á að íá okkur til að gleyma því, að þeir sem við i rauninni megum tala við, eru sömu mennirnir og í dag loka rússnesku þjóðina inni í hinum geysimiklu fangabúðum, sem við nefnum Sovét-Rússland. Hvernig vitið þið þetta? spyrja fylgjendur orðtaksins. Getið þiö full yrt, að rússneska þjóðin standi ekki að baki stjórnar sinnar? Við full- yrðum það vegna þess að enginn fær leyfi til að yfirgefa Rússland, án þess að einhver verði eftir heima sem gisl, vegna þess að allir, sem reyna að flýja eiga það á hættu að bíða bana í rafmögnuðum gadda vírsgirðingum, eða á jarðsprengju- svæðunum við landamærin. Einnig vegna hinna skammarlegu eftiröp- unaraðferða, sem gegnsýra aliar opinberar skoðanir bak við járn- tjaldið. Þess vegna munu Rússar sjálfir líta á orðtakið „við skulum ræða við Rússana“, sem bragð, ætl- að til þess að skerða frelsi þeirra sjálfra, og sama er aö segja um aðrar þjóöir bak við járntjaldið. Því að orðtakið þýðir raunveru- lega ekki það, sem orðin segja. Það er nefnilega ein af hinum venju- legu lygum kommúnista, sem þeir breiða sjálfir út til þess að skapa glundroða á Vesturlöndum, og því er þegar tekið fegins höndum af glundroðaseggjum Vesturlanua, ýmsum sósíalistum. Það er eftir- tektarvert, að sjá sósíalistana í Bret landi, Frakklandi, Þýzkalandi, Belgíu og Ítalíu, koma þegar hlaup andi á móti hinum háu herrum frá Moskvu, strax og þeir sýna hinn minnsta áhuga á samningum. Ráðamennirnir í Moskvu eru harö- skeyttustu atvinnurekendur og arðræningjar, sem sögur fara af, þó ef til vill að und- anskildum nazistunum. Enginn, er athugað hefir sögu vora, mun neita eftirfarandi staðreyndum: / fyrsta lagi er fjárhagslíf Sovét- Mikið er nú rætt um það,! S hvort halda beri í náinni fram-! ! tíð fund æðstu manna stórveid- I í anna til þess að freista þess að i j ná samkomulagi um ágreinings- j jmál. Almcnnast virðist sú skoð-j j un ríkjandi, að slíka tilraun beri j jað gera strax og Parísarsamn-j j ingarnír hafa verið staðfestir. j I Ýmsir eru þó vantrúaðir á þetta = ! og er spánski sagnfræðingurinn | S Salvador de Madariaga í þeirra! j hópi. Hefir hann nýlega ritað j j grein um þetta og þykir rétt j j að birta hana hér til þess að j j kynna sjónarmið þeirra, er þann j jig líta á málin. j j Salva-lor de Madariaga hefirj í verið landflótta síðan Franco i í kom til valda, en áður var hann = S prófessor, sendiherra og aðal- S S fulltrúi Spánar á þingum þjóða ? I bandalagsins. Hann Iiefir ritað! jfjölda bók.a um sagnfræðileg ogj j heimspekileg efni og er talinn í j jfremstu röð fræðimanna á sínuj j sviði. j Rússlands byggt upp á því, að ekki séu færri en tíu milljónir þræla, eða verkamanna, sem eru alger- lega réttlausir og eru notaðir sem þrælar. í öðru lagi að Sovét-Rússland hefir komið á sameignarfélögum, verzlunarsamningum, verðlagssamn incum, og alls kyns öðrum samn- ingum og reglurn, sem settar eru í því skyni að sjúga allt, sem hægt er út úr öðrum Austur-Evrópuþjóð um. Slíkt hefir ekkert nýlenduve’di vogað sér að gera hingað til. Um þessar staðreyndir er óþarft að ræða. Þær ættu að bægja þeirri hugsun frá sérhverjum sósialista, að unnt sé að „semja“ við Rússa. En þær gera það ekki. Margir sós- íalistar virðast hafa þær skoðanir, að svo lengi, sem þeir sjálfir geti setið að sínum krásum, megi verka mennirnir í Kolyma og Vorkula verða þrælar áfram, og þjóðunum í Austur-Evrópu megi blæða út. Um þessa hluti er jafnvel ekki hugsað. Það er gott og blessað að semja, en um hvað á að semja? Enn hefir enginn getað svarað því. Hvað vilja Rússar gefa eftir? Og hvað vilja þeir fá í staðinn? Um það verðum við að geta okkur til. Við getum til dæmis ímyndað okk- ur að menn myndu óska eftir frið- aryfirlýsingu frá Rússum. En við skulum athuga hvers virði slíkur friður er. Hvað verðum við að borga fyrir þann frið? Hvað geta Vest- urlönd boðið Sovét-Rússlandi upp á? í fljótu bragði virðist það ekki vera nema eitt, nefnilega að við- urkenna yfirráð Rússa yfir hálfri Evrópu. Ef sósíalistarnir gera sér þetta ekki ljóst, hvað eru þeir þá að hugsa? Við önnur tækifæri hefi ég bent á hvers vegna ég óttast að jafnvel Churchill geri sér þetta ekki Ijóst, ótti sem sannaðist m. a. í nokkrum orðum í ræðu hans þann 11. maí 1953, þegar hann sagði: „Ég er ekki á þeirri skoðun, að vandamálið um varanlegan frið milli Sovétríkjanna og Vesturlanda sé óleysanlegt". Athugið orðin nán- ar. Það er ekkert nefnt um írið og öryggi fyrir Austur-Evrópu, aóuns fyrir Sovétríkin. Slík lausn á vandamálum austurs og vesturs myndi tákna algjöran sigur Sovét-Rússlands í kalda stríð inu. Lausn sú myndi sýna andkomm únistum í öllum heiminum fram á það, að stórveldin eru fús til að fórna vinum sínum til að fá frið fyrir óvinunum. Til þessa mætti ef til vill einnig nefna fleiri orsakir en hér hefir verið gert. Svo skammarlegir og óhugsaðii- samningar myndu einnig skjota loku fyrir jákvæðan árangur til handa Vesturlöndum, en komtn- únistar fengju hins vegar gott her fang. Tök kommúnistaleiðtoganna á hinum kúguðu þjóðum yrðu fast- ari. Andspyrnuhreyfingarnar bak við járntjald myndu deyja út. Og livað fengju Vesturveldin svo í stað inn? Ég gæti hugsað mér, að það yrði samningur um að ráðast ekki á Vesturlöndin, svo og loforð um, að áróður kommúnista skyldi stöðv- aður á Vesturlöndum. En kommún- istar hafa ekki fengið orð fyrir að vera orðheldnir. Molotoff undir- ritaði hátíðlegan samning um, að Rússar skyldu ekki ráðast á balt- nesku löndin skömmu áður en þau voru innlimuð. Stjórn hans varpaði pólsku heimavarnarmönnunum í lífstíðar fangelsi, þegar þeir komu opinberlega fram í dagsljósið sam- kvæmt tillögu Anthony Edens, og var heitið griðum af rússnesita ofurstanum Ivanov, sem þá var fulltrúi Zukoffs marskálks í Vars á Loforð frá Sovétrikjunum nr einskis nýtt, og það er hið eina, sem við gætum fengið út úr samningsumlsit unum. Og við hverja á svo að semja? Vit- anlega við æðstu mennina. Þá nátt úrlega við Malenkoff. Já, en vitið þér ekki, að hann er ekki lengur einn af æðstu mönnunum? Æðsti maðurinn í dag er Bulganin mar- skálkur, en til að segja sannleik- ann, þá er það ef til vill fremur Krutseff, en þó gengur sá orðrómui að það sé alls ekki Krutseff, heldur einhver annar, sem enginn veit nafn á. Churchill og Eisenhower ættu fyrst að reyna að komast að því, hver æðsti maðurinn er. Allt umtalið um samninga er árangurslaust erfiði. Jafnvel þott menn gerðu ráð fyrir þvi, að viðtöl við kommúnistaleiðtogana gætu komið einhverju til leiðar, hvtis vegna þá að opinbera það, að við höfum áhuga fyrir því að semja? (Framhald & 6. siou.' ustu helgi, héldu t. d. vinstri jafnaðarmenn í Finnlandi flokksþing, þar sem þeir á- kváðu að hætta samstarf inu við kommúnista, en þeir hafa haft mjög náið bandalag við þá undanfarin 10 ár, m. a. sameiginleg fram boð. Nú eru þeir orðnir upp- gefnir á þessu, líkt og orðið hefir hér á landi með menn eins og Jónas Haralz, Her- mann Guðmundsson og Áka Jakobsson. Gerðist þetta tvennt, að Framsóknarflokkurinn efld- ist, og lýðræðissinnaðir sósíal- istar rynnu saman í eina starf hæfa heild, myndi ánægju- brosið fljótt hverfa af andlit um íhaldsburgeisanna yfir sundrungunni til vinstri. Þá ætti jafnframt að skapast að staða til þeirra framfara og félagslegra umbóta, sem ekki verður komið fram í sam- vinnu við Sjálfstæðisflokk- inn. Félag heimilisstofn- enda í uppsiglingu í ráði mun ■að stofna fé- lag ungra heimilisstofnenda hér í bænum. 3tofnfu.ndu.Tinn verður haldmn sunnudag'inn 20. marz kl. 2 e. h. í Aðalstræti 12. Tilgangurinn meö stofn- un þessa félags er að ungir heimilisstofnendur geti sam einazt um raunhæfar athug- anir til lausnar á húsnæðis- vandræðum þeirra, sem og önnur sameiginleg málefni. Ætlunin er að á fundinn mæti ungt fólk, sem er i þann veginn að stofna heim ili svo og þeir, sem þegar hafa stofnað heimili en hafa ennþá ekki tryggt hús næði. Hverjir eru vinstri menn? Þeir, sem tala um vlnstra samstarf, verða að gera sér grein fyrir því, hverjir eru vinstrimenn. En á því er nokk ur misbrestur. Stafar hann mestmegnis af því, að komm únistum tekst í þessu efni að villa á sér heimildir og rugla réttan skilning á hugtökum. Skiptingin í vinstrimenn og hægrimenn á rót sína að rekja til franska þingsins á dögum stjórnarbyltingarinnar miklu. Þeir, sem vildu breytta stjórn arhætti, fylktu liði vinstra megin við þingforsetann, en þeir, sem vildu óbreytt ástand, röðuðu sér hægra megin við hann. — Á 19. öldinni setti þessi mynd úr franska þing- inu svipmót á stjórnmálabar áttuna, og farið var að kalla þá vinstrimenn, sem vildu breyta efnahagsástandinu og jafna auðskiptinguna, og um leið tryggja mannréttindi og fullt frelsi til handa öllum borgurum. — Hægri menn voru varömenn hins gamla þjóðskipulags, þeir börðust á móti breyttu efnahagsskipu- lagi og vildu halda í forrétt- indi, sem í rauninni jafngiltu því, að hinn almenni borgari væri ófrjáls. En þegar kommúnistar komu til sögunnar, tókst þeim að rugla þessar glöggu línur. Þeir gerðust vinstrimenn að því leyti, að þeir vildu bylta efnahagskerfinu, en þeir voru jafnframt andvígir þeim frels ishugsjónum, sem til þess tíma höfðu verið leiðarljós vinstri- manna. Undir vinstristefnu kommúnista vantaði því aðra meginstoðina, frelsishugsjón- ina. í því efni voru þeir þeir og eru enn hinir argvítugustu hægrimenn. Ef kalla á komm únista vinstrimenn, má alveg eins kalla fasista og nazista því heiti. Fasistar voru aldrei fylgjandi óbreyttu efnahags- skipulagi. Þeir gjörbreyttu því, og mátti kalla þá vinstri menn fyrir bau afrek. En þeir vildu afnema allt frelsi og gerðu það, þar sem þeir kornu því við. Þeir áJttu bví ekki skilið að heita vinstrimenn, og þeim tókst heldur ahlrei að festa þann stimpil á sér. En kommúnistum hefir tekizt sá leikur furðanlega vel. Vinstrimenn í raun og sann leika eru ekki aðrir en þeir, sem vilja jöfnum höndum rétt Iáta arðskiptingu í þjóðfélag- inu og sem mestan jöfnuð á milli einstaklinga og stétta, eftir því sem verðleikar segja til um, og fullt og óskorað frelsi í andlegum efnum. Full mannréttindi, eins og þau orð eru túlkuð um vestrænan heim. En hið andlega frelsi er í augum hins vestræna manns svo mikils virði, að hann vill ekki fórna því fyrir nokkurt efnahagslegt öryggi á papp- irnum. Vestrænir menn vilja flestir heldur taka á sig nokk ura áhættu í sambandi við efnahagsmál hins frjálsa þjóð skipulags, en að tryggja sér fastan málsverð fangaklef- ans. En í kommúnistaríki framselja menn rétt sinn sem frjáls vera fyrir ávísun á máls verð og rúm, og loforð um að- göngumiða að hvíldarheimili í hárri elli. Það er því hin mesta kór- villa að kenna kommúnista við vinstristefnu. Þeir standa alls ekki undir slíku heiti. í raun og veru er stefna þeirra að flestu leyti hin argvítug- asta hægri stefna þjóðfélags- (Framhald á 6. Biðu). i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.