Tíminn - 18.03.1955, Page 6
6
TÍMINN, föstudaginn 18. marz 1955.
64. blað.
PJÓDLEIKHÚSID
Fædd I gær «
Sýning í kvöld kl. 20.
Aðgöngumiðar að sýningunni, I
sem féll niður á miðvikudaginn, I
gilda kvöld. j
Gulliia hliðið
Sýning laugardag kl. 20.
Péíar og úlfurimi
og
Dimmalluim
Sýning sunnudag kl. 15.
SLEl
LG!
REYKJAVÍKIJR’
Frænka Charleys ;
Gamanleikurinn góðkunni
77. sýning
annað kvöld kl. 8.
Fáar sýningar eftir.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag
og eftir kl. 2 á morgun.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Fndraheimur
Ætlar konan að
deyja?
og
Antigóna
Sýning sunnudag kl. 20.
Japöissk
listdanssýning
Stjórnandi: Miho Ilanayaguis.
Frumsýning föstudag 25. narz
kl 20.
Önnur sýning laug ardag 26. marz
1. 16.
Þriðja sýning laugardag 26. marz
kl. 20.
Hækkað verð.
Aðeins fáar sýningar mögulegar.
Aðgöngumiðasalan cp;n írá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pönt-
I unum. Sími 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Faunsátur
Viðburðarík og aftakaspennandi,
ný, amerisk mynd í eðlilegum lit
um. Byggð á metsöiubók E. Hay-
cox, um ástríðu, afbrýði og ósætt
anlega andstæðinga. í myndinni
syngur hinn þekkti söngvari
„Tennessie Ernie”.
Alexander Knox,
Randolph Scott,
Ellen Drcw.
Sýnd kl. 5 og 9.
i undirdjúpanna
Heimsfræg, ný, frönsk kvikmynd
um heiminn neðansjávar, byggð
á samnefndri bók, sem 'ýlega
kom út í íslenzkri þýðingu.
Aðalstarfsmenn:
Frédéric Dumas,
Dhilippe Caiiliez.
Aukamynd:
Mjög fróðleg kvikmynd um New
York með íslenzku kýringartali
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍO
Biml 1475.
London í hætCn
(Seven Days to Noon)
Spennandi og framúrskarandi
vel gerð úr ~~,ynd frá London
Films, er fjallar um dularfulit
hvarf kjarnorkusérfræðing .
| Aðalhlutverk:
Barry Jones,
Olive Sloane,
Sheila Manahan.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
LífiS kallar
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 7.
NÝJA BfÓ
Sími 1544.
Othello
Sýnd í kvöld kl. 9 eftir ósk
Siðasta inn.
Rússneski 1
Cirkusmn
Bráðskemmtileg og sérstæð
mynd i AGFA-litum, tekin í
frægasta cirkus Ráðstjórnarríkj
anna. Myndin er einstök í sinni
röð, viðburðahröð og kemmtileg
og mun veita jafnt ungum sem
gömlum ósvikna nægjustund.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 5 og 7.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFSRÐI -
BlnU im
Snjallir krakkar
(Punktchen und Anton)
Framúrskarandi skemmtUeg, vel
gerð og vel leikin, ný, þýzk gam
anmynd. Myndin er gerö eftir
skáldsögunni „Punktchen und
Anton“ eftir Erich Kastner, m
varð metsölubók í Þýzkalandi og
Danmörku. Myndin er afbragðs
skemmtun fyrir alla unglinga á
aldrinum 5—80 ára.
Aðalhlutverk:
Sabine Eggerth, Peter Feldt,
Paul Klinger, Hertha Feiler, o.
fL
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4.
Hafnarfjarð-
arbíó
Drotíningin
FiðrMasafniS
og leppalúðinn
Afar spennandi brezk sakamála
mynd. Frábærlega vel leikin.
Bönnuð bömum innan 16 ára.
Sýnd kl. 7.
Aðeins þetta eina sinn.
ími 9184.
TJARNARBÍÓ
Erföaskrú
hershöfðhiff’aœs
r* <>
(SangtSW--
Mynd þessi heíir alls staðar
hlotið gifurlega aðsókn og verið
líkt við kvikmyndina „Á hverf-
andl hveli", enda gerast báðar
á svipuðum lóðuin.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Iwo—
(The Mudlark)
Amerísk stórmynd er sýnir sér-
kennilega og viðburðaríka sögu,
byggða á sönnum heimildum sem
gerðust við hirð Viktoríu Eng-
landsdrottningar.
Aðalhlutverk:
Irene Dunne,
Alec Guinncss
og tli drengurinn
Andrew Ray.
Sýnd kl. 7 og 9.
Blikksmiðjan
GLÓFAXI
HRAUNTEIG H. — Síml 7230
ISverjir erai viiastri
meim?
(Framhald af 5. síðu).
ins. — Þegar menn hafa gert
sér þetta Ijóst, hafa þeir öðl
azt hæfileika til þess að tala
um vinstri stjórn og vinstra
samstarí á raunliæfum grund
velli. Menn sjá þá fljótt, hver
bábilja það er, að tala um að
stofna til vinstrisamstarfs
með mönnum, sem eru í raun
inni andvígir heiðarlegri
vinstristefnu, og eru í þokka-
bót ófrjálsir áhangendur er-
lendra áhrifa, líkt og hirð-
menn Hákonar gamla, er
hann hélt uppi hér á íslandi
á 13. öld, til þess að grafa und
an frelsi landsins og raunveru
legu sjálfstæði þess. Hand-
gengnir menn voru þá lélegir
málsvarar þjóðfrelsisins, og
svo er enn í dag.
í umræðunum um vinstri
samvinnu hafa Framsóknar-
menn. bent á þessi sannindi
um hirðmenn Moskvuvalds-
ins. MeÖan f jöldi kjósenda læt
ur blekkjast til fylgilags við
þá, en lýðræðissinnaðir um-
bótamenn eru margklofnir í
flokkum og flokksbrotum hér
og þar, er tilgangslaust að
ræða um raunhæft vinstra-
samstarf um stjórn landsins.
Meðan þessi misskilningur
um eðli hirðarinnar veður
uppi, og meðan frjálshuga
kjósendur átta sig ekki á því,
að raunhæfasta leiðin til þess
að skapa möguleika til meiri
íhlutunar vinnandi fólks um
stjórnarfar landsins, er að
efla Framsóknarflokkinn, fá-
um við að búa við þau áhrif
gróðastéttanna í þjóðlífinu,
sem vinstrimenn kvarta und-
an. Umbótaöflin í þjóðfélag-
inu eru nægilega sterk til að
ráða stjórnarfarinu, ef þau
standa saman, en sundruð
falla þau, en íhalds og forrétt
indaöfl standa sigri hrósandi.
Það sigurafl mætti vera kjós-
endum minnisstætt, næst þeg
ar þeir ganga að kjörborðinu.
(Dagur.)
Er hægí að semja
við komiminista?
(Framhald af 5. síðu).
Slíkt hefir aðeins þær afleiðingur
að gjaldíð, sem við verðum að
greiða, verður hækkað Er ekki hægt
að stöðva allt þetta tal um samn-
inga í nokkra mánuöi? Er það ekki
greinilegt, að slíkt tal styrkir aðeins
mótaðilann? Skipulagið í Sovétrikj-
unum virðist nú á margan hátt
standa höllum fæti. Ef það svíkur,
þýðir það freisi til handa Rússlandi
og frið í heiminum. Þeir, sem ræða
um samninga, beriast í rauninni
gegn frelsi rússnesku þjóðavmnar
og friði í heiminum.
Isleiidingaþættir
(Framhald af 3. síðu).
sjálfstæða skoðun í almenn-
um málum, og fór þar eftir
eigin dómgreind. Gestrisin
voru þau hjón og greiöasöm,
og virtist það mikil gleði og
nautn að veita öðrum.
Blessuð .sé minning þessara
ágætu hjóna.
Gamall sveitungi.
Eaunamál opinb.
starfsmanna
(Framhald af 4. síðu).
Mér kæmi ekki á óvart þótt
þessi stutta svargrein við
mikilsverðustu rangfærslum
hans, verði honum jafn tor-
melt og okkur opinberum
starfsmönnum skrif hans. —
— Já, ég er frú Barton, svaraði hún stilliíega en með
virðingu, sem nálgaðist hreykni.
Það var komið með hvíta blómvendi eða skeyti, eða þá
að það var hópur skólabarna, eða gamall, haltur maður.
— Mig langaði til að sjá herra Barton, frú, sagði einn
komumanna. Mér datt kannske í hug...., sagði einn vand
ræðalega.
Hún svaraði vingjarnlega: — Langar yður til að sjá hann?
Hún gekk á undán þeim inn í stofuna. Borðið hafði verið ,
tekið brott af miðju gólfinu, og þar lá William á líkbörunum.
Umhverfis hann var raðað fegurstu blómum hússins auk allra
þeirra blóma, sem send höfðu verið. Stundum stóðu þessir
komumenn þöglir um stund yfir líkbörunum, en oftar sögðu
þeir þó eitthvað.
— Svipur hans er fagur og friðsæll .
Hún var rólegri nttna, því að störfin kölluðu að. Hún varð
að annast góðgerðir með Mary, sjá um smurt brauð og kökur,
því að eftir jarðarförina mundi fólkið koma heim til erfis-
drykkju. Hún varð líka að hjápa Henry við að annast ætt-
ingja og venzlafólk, sem kom, og af og til kom Jill meö skeyti,
sem komið hafði, og hún varð að lesa. Það lá nærri að hún
gleymdi sem snöggvast hvert tilefni alls þessa umstangs var.
Þetta var líkast einhverju ættarsamkvæmi, t.d. gullbrúð-
kaupi. Hún ha'fði engan tíma til að hugsa. Allir ættingjar
hennar voru þarna saman komnir þennan dag. William átti
nú engan nákominn ættingja á lífi utan afkomenda sinna
nema eina systur, og hún kom ekki. Jill sagði, að Louise
treysti sér ekki til að koma, því að hún færi helzt aldrei að
jarðarför.
— Það er skrítið, að hún skuli ekki einu sinni geta komið
að jarðarför bróður síns, sagði Rut kuldalega.
— Hún gerir helzt aldrei neitt, sem henni er á móti skapi,
ef hún getur komizt hjá því, sagði Jill. Hún mundi aldrei geta
lýst Louise svo fyrir móður sinni, að hún skildi hana. Gamalt
fólk var svo seint til skilnings á öðrum, hugsaði hún. Það
lifði í sínum eigin heimi en skildi ekki heim annarra nema
að takmörkuðu leyti. Faðir hennar einn hafði ekki verið
bundinn við þann heim einan, sem hann lifði í. Hann skildi
alla og var barn tveggja heima. En hve hún saknaði hans og
syrgði hann. Enginn gæti fyllt skarð hans. Hvað hefði hún
átt af sér að gera, ef hann hefði ekki skiliö, hve einmana hún
var og sent henni þessa tvo engla, Angéle og Germaine? Nú
voru þær í húsi Mary, og hún hugsaði oft um þær. Hún sá
fyrir sér andlit þeirra, sem nú voru að losna við hi.nn stjarfa
óttasvip, er sett hafði mark sitt á andlit þeirra, er þær stigu
á land í þessari álfu. Skyldu börn Mary vera þeim góð? Eftir
skamma stund ætlaði hún aö fara til þeirra og vita hvernig
þeim liði. Hún hafði ekki viljað láta þær klæðast svörtu leng-
ur, ekki einu sinni við jarðarför afa síns. Það var búið að
vera nógu mikið af sorta í lífi þeirra. Hún hafði valið þeim
hvíta kjóla.
— Jæja, sagði móðir hennar. — Látum systur hans eiga.
sig. Fólk hans vildi ekkert fyrir hann gera og það stóð heldur
ekki hug hans nærri meðan hann íifði. Ættingjar hennar
höfðu verið vandamenn þeirra beggja, hugsaði hún. Ætt-
ingjum hennar hafði jafnan getizt vel að William, og á seinni
árum ævi hans höfðu þeir virt hann líka. Þeir voru meira
að segja hreyknir af honum. Tom bróðir hennar hafði keypt
öll blöðin þar sem skrifað var um William, klippt greinarnar
um hann út og safnaði þeim í möppu. Svo kom hann heim
með möppuna og las upphátt.
— Það eru jafnvel greinar um hann í Philadelphíu-blöðun-
um“, sagði hann hreykinn. Svo las hann: „William Barton
var eitt sinn álitinn meðal álitlegustu yngri málara Ameríku".
Það er ekkert um hann i blöðunum í New York. Það var
erfitt að trúa því. En öll héraðablööin fluttu um hann langar
greinar. Rut gaf sér tíma til aö lesa þær allar, en það var
margra daga verk. „Hann lætur eftir sig ekkju“, stóð í grein-
unum. Það var hún, Hún var ekkja Williams.
Svo leið að þeirri stundu, er William var borinn út úr húsi
sínu að morgni þriðja dags eftir andlát hans. Hann mundl
aldrei snúa þangað aftur. Hún fylgdi honum. Tom ók henni
hægt í nýja bílnum sínum á eftir líkvagninum. Þar á eftir
kom löng röð bíla, sem sniglaðist eftir sveitarveginum áleið-
is til kirkjunnar, þar sem hópur fólks stóð og heið. Þetta var
sama kirkjan, sem William hafði aldrei viljað fara til messu
í á sunnudögum í lifanda lífi. En nú kom hann til þess að
leggjast til hinztu hvíldar í ættargrafreit Rutar í skjóli
kirkjunnar. Þar mundi hann liggja og hún síðar verða lögð
við hlið hans.
Húsið var mjög hljótt, Hún hafði hvatt dætur sínar til að
fara heim, þegar erfidrykkjunni var lokið. Það var búið að
þvo allt og lagfæra eftir jarðarförina. Þá sagöi hún við dætur
sínar: — Nú skuluð þið fara heim. Börnin þarfnast ykkar, og
svo getið þið ekki hjálpað mér meira. Þið eruð búnar að gera
vel. Ég hefi Tom iiérna hjá mér“.
— Já, ég verð hér, sagði Tom.
Svo fóru þær Mary og Jill. Tom frændi, eins og þær kölluðu
hann, mundi verðá hjá móöur þeirra um sinn. Hann hafði
nóga menn til að annast bifreiðastöðina sína. En Rut hvatti
Tom brátt einnig til þess að fara. — Ég vil helzt vera hér
ein og ótrufluð, Tom.
— Þú verður mjög einmana, sagði hann.