Tíminn - 23.03.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, miSvikudaginn 23. marz 1955. 68. blað. ermálaráðuneytiö brezka snýst gegn manni úr leyniþjónustunni Það hefir vakið mikla athygli í London, að brezka her-' :málaráðuneytið hefir bannað útkomu bókar, sem nefnist .„Búrið í London“. Það er einn af kunnustu mönnanum í brezku leyniþjónustunni frá stríðsárunum, sem er höfund- ur bókarinnar, Alexander Scotland, offursti. Ekki lét her- málaráðuneytið sitja við það eitt, að banna útkomu bókar innar, því það fyrirskipaði húsrannsókn á heimili Scotlands. Að baki þessara ráðstafana liggia iöinu öfl og þau er bönnuðu út- iomu bókarinnar „Svipa hákakross ::ns“, sem fjallaði um hryðjuverk nazista á stríðsárunum. Bannið á þeirri bók var byggt á eftirfarandi: 1. Bókin getur haft slæmar £.f- eiðingar, hvað það mál brezku stjórnarinnar snertir, að komá fót- unum undir Þýzkaland að nýju. 2. Hún getur móðgað bandaríska stjórnmálamenn og forustumenn varnarmála, sem vilja treysta Þýzka íand án mikillar andstöðu. 3. Hún getur eflt aridþýzku hreyf :inguna í Frakklandi, þar sem mikil jndúð á endurreisn Þjóðverja er ríkjandi. Offurstinn og herfræðileg launmál. Hver og einn, sem fer til starfa . leyniþjónustunni brezku, verður ið sverja eið að því, að birta ekki neitt um starf sitt, né annað, sem nann verður vitni að í starfinu, nema að til komi leyfi yfirvald- mna. Það var þvi þess vegna, sem lögreglan hafði rétt til að gera hús rannsókn hjá Scotland offursta, eftir að hann hafði lýst yfir þeirri Útvarpið líltvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. '13.15 Erindi bændavikunnar: a) Hpmtíðarhorfur iandbún- aða|Jps (Arnór Sigurjónssjn). b) i-T’Wbiiiumar í matjurtum (Ingólfur Davíðsson magister.) c) Fjárskipti (Sæmundur Frið- riksson framkvstj.). .38.55 íþróttir (Atli Steinarsson biaða maður). 20.30 Erindi: Stríðið milli Japara ög Rússa 1905 (Baldur Ejarna son magister). .‘il.OO Óskastund (Benedikt Grón- dal ritstjóri). P.2.fD Útvarp frá Jánslagakeppni S. Ki T. : !3,2W)agskrárlok. '&tvaia?ið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. 3.15Erindi bændavikunnar: a) Útflutningsverzlun landbún aðarafurða (Helgi Pétursson framkvæmdastjóri). b) Áburðarnotkun (Björn Jó- hannesson jarðvegsfræðingur). c) Menntun sveitafólks og bún aðarfræðsla (Gunnar Bjarna- son ráðunautur). !0.20Daglegt mál (Árni Böðvars- son cand. mag.). !0.25 Kvöldvaka bændavikunnar: a) Form. Búnaðarfél. íslands, Þorsteinn Sigurðsson, flytur á- varp. b) Benedikt Gíslason frá Hof- teigi flytur sagnaþátt: Gömul I kynni. c) Magnús Guðmundsson les i kvæði. j d) Björn Sigfússon háskóla- bókavörður talar um heiðarbúa á landnámsöld. ’ e) Fulltrúar á síðásta búnaðar þingi taka lagið í baðstofu þjóðkórsins. — Páit ísólfsson j fagnar komumönnum. f) Ragnar Ásgéirsson ráSunaut ur flytur erindi: Skáld og bóndi. g) Formaður Stéttarsambands' bænda, Sverrir Gíslason bóndi,; flytur kveðjuorð. 22.20 Sinfónfskir tónleikar (plötur). B3.15 Dagski'árlok. ÍMWMmWmlm /V v v ■' '’.o'• v Y.'i* v v/* '' ■■ý ■ v ||Íj|^ ■pí&ííW^Í p w Alexander Scotland velt hann of mikið? ákvörðun, að láta minningár sínar á þrykk út ganga. Leynilögreglu- menn hreinsuðu íbúð offurstáns af öllum einkabréfúm, bíaðaúrkíippum og því, sem offurstanum gat orðið til stuðnings. En nú hefir offurst- inn haldið því fram, að í bók sinni ræði hann hvergi um herfræðiieg launmál og sé því bannið við henni gripið úr lausu lofti. Fjallað um þýzka stríðsg’læpamenn. í september í fyrra tilkynnti off- urstinn, að hann hefði ákveðið að gefa út bókina „Búrið í London“. Lét hiann þess einnig getið, að stór hluti hennar fjallaði um þýzka stríðsglæpamenn með Kesselring hershöfðingja i broddi fylkingar Bókin var send til yfirvaldanna til yfirlesturs, en þau kváöu svo á að útgáfa hennar skyldi bönn- uð, þar sem í henni væri fjallað um mál, sem enn heyrðu til laun- málum. Svaraði þá offurstinn því, að þetta væri ekki rétt. Sagði hann að hvergi væri minnzt á önnur mál í bókinni, en þau sem hann hefði fjallað um sem opinbert vitni við stríðsréttarhöld. Ráðuneytið létti samt ekki banninu f bók- inni. Var nú skrifað fram og aftc.r um máiið, en ekkert gekk i því að fá banninu aflétt. Tók offurstinn þá bókina til yfirvegunar að nýju og breytti nokkrum köflum til að vera viss um, að hvergi væri hreyft við launmálum. Lét hann síðan handritið ganga til útgefanda, sem tók það strax til prentunar. Var þá brugðið við og húsrannsóknin gerð og offurstanum jafnframt til- kymit, að kæmi bók hans út í Englandi eða erlendis, myndi "'iin sóttur til saka fyrir eiðrof. í þýzka hernum. Það var ekki fyrr en á útmán- uðum 1947 að fólk fékk í rauninni að vita, hvers konar ævintýramað- ur Scotland offursti var. Var bað í réttarhöldunum yfir Kesselriug Kom það í ljós við vitnisburð off- urstans, að hann hafði verið í her Þjóðverja í heimssytrjöldunum báð um og stöðugt unnið í þágu leyni- þjónustunnar brezku. Verjandi Kess elrings mótmælti frámburði offarst- ans, á þeirri forsendu, að hann hefði ekki hugmynd um, hvað fram hefði farið innan þýzka hersins. Varð lítið úr frekari mótmælum, þegar hið andstæða kom fram og olli framburður offurstaris nierfu um það, að Kesselring var dæmdur til dáuða. (Síðan var dðihnum breytt í æyilangt fangelsi og íiú hefir Kesselring verið náðaður). Það vakti því ekki svo litla athygli, þegar fregnirnar bárust um það, að Scotland ætlaði að gefa út bók um störf sín í leyniþjónustunni. Ráðuneytið komst fljótt að raun um, að minnst af bókinni fjallaði um störf hans sjálfs í þýzka aern- um, heldur að mestu urn mjög at- hyglisverðar yfirhéyrzlur á ýmsum Þjóðverjuro, sem hann stjórnaði í lok stríðsins. Rógtsr (Framhald af 1. síðu.) Framsóknarmönnum. Ekki skal hér fullyrt um ástæðu fyrir þessu siðlausa frumhlaupi Þjóðviljans, en víst er að það er ekki sprott ið af áhuga fyrir lausn vinnu deilunnar. Ein kjarnorku- sprengingin enn í Nevada New York, 22. marz. Enn ein kj arnorkusprengj a var sprengd í Nevada-oðimörk- inni í dag. Fundust jarðhrær ingar í borginni La Vegas, sem er í 150 km. fjarlægð. Helikoptervéi hlaðin her- mönnum, sem voru klæddir sérstokum varnarklæðum gegn áhrifum sprengingar- innar, flaug yfir staðinn, þar sem sprengingin var . gerð strax eftir að hún átti sér stað . ]\ýr bátur á sjó í FáskrúðsfirSi Einhvern næstu daga verð ur settur á sjó nýr og vand- aður fiskibátur, sem byggður er í Fáskrúðsfirði fyrir Horn firðinga. Verður báturinn um 35 lestir að stærð. Þegar smíði þessa báts er lokið verða byggðir minni bátar og ef til vill stærri vélbátur á árinu. Góð aðstaða er til bátasmíði í Fáskrúðsfirði og hafa áður verið byggðir þar stórir og vandaðir fiskibátar. myn dir Glerdýrasafnið Vesturheimur hefir á síðari ár- um bætt tveimur nöfnum við skrá góðra leikritahöfunda: Arthur Mill- er og Tennessee Williams. Báðir eru þessir menn ungir og þeir glíma við áþekk viðfangsefni í verk um sínum. Þjóðleikhús íslendinga hefir sýnt sitt leikritið eftir hvorn svo að íslenzkum leikhúsgestum hljóma þessi nöfn ekki ókunnug- lega í eyrum. — Austurbæjarbíó sýnir nú eitt þekktasta verk Tennessee Wili'ams, Glerdýrasafnið (uppnefnt Bæklaða stúlkan af skáldum kvikmyndahúss ins), en leikrit þetta var leikið í útvarpið fyrir nokkrum árum. Tennessee Williams er skáld nútím ans. Hann tekur persónur sínar úr hinu tækniþróaða og taugatrufl aða menningarþjóðfélagi, sem í dag skelfur I skuggum sinnar eigin vetnissprengju. Hann litast um á þeirri skammdegislegu og ótryggu öld númer tuttugu og honum sýn- ist það skálmöld heldur ófrýnileg og börn hennar sveipuð þykkum hjúpi sjálfsblekkingar og ótta, Tennessee Williams setur ekki upp neina messiasargloríu né vandar um við persónur sínar. En hann sál- greinir þær, sviptir hulunni utan af raunveruleikanum og hvetur fólk til að kveðja skæðasta fylgi- kvilla menffiingárinnar, lífslygina. Skáldið stendur því eins konar hundavakt úrkynjaðri og vályndri veröld og predikar mönnum leit- ina að sannleika og heilbrigðu lífi. Þessi var tónninn í Sumri hallar, svona var hann í Kleppsvagninum (A Streetcar named desire) og þann ig er hann í Glerdýrasafninu. En það síðast nefnda vírðist þó standa sál höfundar síns næst, þar gætir innileika og angurværðar, auk þess sem sólríki er þar í mesta lagi. — Kvikmyndunin hefir heppnazt furðu vel, enda er valiim leikari £ hverju hlutverki. Þau Jane Wyman, Kirk Douglas, Gertrude Lawrence og Arthur Kennedy skila gervum sín- um þannig, að til stórverka má teljast, því að svo jafn og góður samleikur sést ekki oft meðal Holly woodbúa. Kirk Douglas þarf ekki einu sinni að gretta sig til að ná hinu rétta andrúmslofti leikritslns, enda streymir það hlýtt og sann- færandi til kvikmyndahússgesta. Sem sagt: Gott! V. A. TILBOÐ óskast í Chevrolet vörubifreið módel 1941 og Renault fólksbifreiö, módel 1946, báðar eign bæjarsjóðs Reykja víkur. Bifreiðirnar verða til sýnis í porti Áhaldahúss bæjarins við Skúlatún næstu daga. Tilboð verða opnuð að viðstöddum bjóðendum í skrifstofu minni, Ingólfsstræti 5, laugardaginn 28. þ. m. kl. 11. Bæjarverkfræðingiiriiui í Reykjavík Jarðarför konu minnar KRISTJJiiU BENEDIKTSDÓTTUR BLÖNDAL fer fram fájpómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 24. marz kl. 2. Lárus H. Blöndal. ........... iiiiiimiii1 ■wmiiih iiiwMaapngnwMnwMaMOMB Móðir okkar PÁLÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Stökkum, Rauðasandi, 22. marz. Kristín Pétwrsdóttir, Valborg Pétwrsdóttir, Hólmfríðwr Pétwrsdóttir, Gwðjón Pétursson. SKARPHÉÐINN AÐALBJARNARSON andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 15. þ. m. jarðar- förin hefir farið fram. — Þökkum starfsfólki Sólvangs frábæra hjúkrun í veikindum hans. Vandamenn. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Pefer Jackson. Í67 ' „Ég*éf hfifcddiir um , að éfi ficti ckki boÖið ' þér firiö, því að éfi hefi svariö pess eið að drepa þifi“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.