Tíminn - 23.03.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1955, Blaðsíða 7
68. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 23. marz 1955. T Hvar eru skipin Sambandsskip. Hvassafell er á Reyðarfirði. Arn- arfell er á Akureyri. Jökulfell fór frá Akranesi 19. þ. m. áleiöis til Helsingjaborgar og Ventspils. Dís- arfell fór frá Keflavík 19. þ. m. til Vestur- og Norðurlandsins. Heiga íell fór frá Akureyri 18. þ. m. áleiðis til New York. Smeralda er í Hval- firði. Elfrida kemur til Akureyrar á morgun. Troja er í Borgarnesi. Bíkisskip. Hekla fór frá Akureyri siðdegis í gær á vesturleið. Esja fer frá Reykjavík í kvöld með farþega vest ur um land til Akureyrar. Herðu- breið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var í Stykk- ishóimi í gær. Eimskíp. Brúarfoss fór frá Hamborg 21.3. til Siglufjarðar. Dettifoss fór frá New York 16.3. til Reykjavikur. Fjallfoss fer frá Rotterdam 23.3. til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fer :frá New York 24.3. til Reykjavík- ur. Gullfoss kom til Reykjavíkur 20.3. frá Kaupmannahöfn. Lagar- foss fór frá Keflavík 17.3. til Rott- erdam og VentspiLs. Reykjafoss fór frá Hull 17.3. væntanlegur til Húsa- víkur eða Akureyrar í kvöld 22.3. Selfoss fer frá Keflavík síðdegis á morgun 23.3. til Vestmannaeyja og þaðan til Belfast og Dublin. Trölla- foss kom til Reykjavíkur 17.3. frá New York. Tungufoss fer frá Rott- erdam 23.3. t liHjalteyrar óg R- víkur. Katla fer Væntanlega frá Leith í dag 22.3. tíl Siglufjarðar. Úr ýmsum áttum Laugarneskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8 30. — Séra Garðar Svavarsson. Aðalfundur Kvenfélags Hallgrímskirkju verð ■ ur haldinn í Borgartúni 7, föstudag inn 25. marz ki. 8,30 e. h. — Fé- lagskonur mætið vel og stundvís- lega. Hallgrímskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8,30, séra Jakob Jónsson. Sungin Lítanían. Esperantistafélagið Auroro, heldur fund í Edduhúsinu, Lind- argötu 9a, uppi, í kvöid kl. 8,28, Dagskrá sameinaffs Alþingis í dag. 1. Fyrirspurnir. — Ein umr. a. Landshöfn í Rifi. b. Áburðarverð. c. Marshallaðstoð I ágúst 1948. 2. Fjáraukalög 1952. — 2. umr. S. Alþýðuskölar. — Fyrri umr. Leiffrétting. Trúlofunartiikynning Auðar Giií- brandsdóttu^.og Hauks Sveinbjarn arsonar hé*|Í blaðinu í gær hefir reynzt röl^ Tilkynning þessi var send biaðinu í bréfi undirrituðu, og mun hér einhvér hafa verið að þjóna illkvitni sinni í garð ann- arra. Biður blaðið aféökur.ar á mi#- tökunum. SK!»AUT«€KO RIKISINS ____—___—___• k ■ " A M.s. ESJA fer frá Reykjavík í kvöld með farþesa vestur um land Patreksfjarðar, BíldudalS, Þingeyrar, Flateyrar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Ak- ureyrar. Eisenhower andvíg- ur stórveldafundi Washington, 22. marz. Þeir Eisenhower forseti og Know- land foringi republikana á þingi áttu fund með sér 1 dag og ræddu möguleika á fundi æðstu manna stórveld- anna á næstunni, en það mál er nú ofarlega á baugi í bloð- um og meðal almennings bæði austan hafs og vestan. Know land skýrði fréttamönnum svo frá, aðíorsetinn væri mót fallinn slíkum fundi fyrr en Parísarsamningar hefðu vsr- ið samþykktir og Rússar sýnt í verki áhuga sinn fyrir sam- komulagi stórveldanna. Sandgerðisbátar allir á sjó í gær Frá fréttaritara Tímans í Sandgerði. Sandgerðisbátar voru allir á sjó í gær, en ekki var kunn ugt um aflábrögð, þegar blað ið hafði tal af fréttaritara sínum þar síðdegis í gær. — Sandgérðisbátar sækja nú margir 2—3 klst. frá heima- höfn, sem þykir nokkuð lang sótt þar. Landlega var í fyrradag og útlit fyrir að ekki yrði róið aftur i gærkvöldi, vegna vax andi hvassviðris. Fengu bát- arnir talsverðan storm á sjónum í gær. Fréttáflutnmgnr (Framhald af 8. síöu). um stærðar, að skýra ýtarlega væri, þar eð það hefði betra frá þingfréttum. Ákvæði í refsilöggjöfina. Gylfi kvaðst vilja stinga upp á því, hvort ekki væri unnt að setja einhver ákvæði inn í meiðyrðalöggjöfina, er veitt gætu þingmönnum og öðrum einhverja vernd í þessu efni. Hér væri um athyglis- vert mál að ræða, sem snerti mjög almenning og verndun lýðræðis í landinu. Þingfokkarnir ræða málið. Dómsmálaráðherra tók aft- ur til máls og vék þá aftur að máli þessu. Kvaðsf hann sem formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins vilja koma með þá tillögu, að þing- flokkarnir tækju til athug- unar sín á milli, hvað gera mætti til að finna viðunandi lausn á fréttaflutningi frá Al- þingi. Blaðið vili geta þess, að t. d. í Bretlandi og Frakklandi mun sá háttur á hafður, að útdráttur úr þingræðum ligg ur fyrir skömmu eftir hvern þingfund, og er hann sendur blöðunum. Með þeim hætti er fréttamönnum sköpuö mun betri aðstaða til að skýra greinilega frá gangi mála en nú er fyrir hendi á Alþingi Eins er rétt að getá þess, að lausleg athugun hefir leitt í ljós, a.ð þingmenn saka hver annan allmiklu oftar um að hafa rangfært eða misskilið ummæli í þingræðum en slíkr ar rangfærslu verður vart í blöðum. Kynnast fluginu (Framhald af 8. siffu). þar, flugvöllurinn og jafnvel gefinn kostur á að stíga upp í flugvél á vellinum. Hér er um að ræða merkilega ný- breytni og er það vel til fund ið hjá Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra að bjóða unga fólkinu í svo lærdómsrikax kynnisferðir. Hann skilur að forvitnisferðir unglinga út á flugvöllinn, sem raunar eru háskalegar eru sprottnar af á kafri þrá að kynnast fluginu. Þeir, sem þekkja flugmála- stjóra og raunar fleiri vita, að hann er óþreytandi áróð ursmaður fyrir flugið á öll- um vígstöðvum, ef svo mætti að orði komast og lætur því ekki fram hjá sér fara slíkt tækifæri sem gefst til að virkja flugáhuga æskunnar, sem leitar út á flugvöll í háskaferðir, með því að bjóða þessu áhugafólki heim og leyfa því að skyggnast inn í heim flugtækninnar undir góðri leiðsögn. lidklist (Framhald af 1. síðu.) daga og stundum að degin- um til líka. Leikstarfsemi hafði að mestu legið niðri í Vík þar til fyrir tveimur árum, en nú standa kvenfélagið og ung- mennafélagið að leikstarfsem inni og verja ágóðanum til byggingar félagsheimilis. Góð aðsókn. Allar sýningar voru fyrir fullu húsi. Til marks um að sóknina má geta þess, að í Vík i Mýrdal, þar sem íbúar eru um 300, eins og áður er sagt, jsáu leikinn yfir 700 manns. Komu margir langt að til að sækja leiksýningu, meðal annars alla leið aust- an frá Kirkjubæjarklaustri. Leiknum var mjög vel tek ið á Suðurlandi og óskuðu margir eftir fleiri sýningum og víðar. En því var ekki hægt að koma við. Margir leikend ur þurfa að sinna. daglegum störfum og komust ekki að heiman nema um helgar og illa það. Aðrir þurftu að leita burt úr kauptúninu til starfa og uröu að hverfa burt af þeim sökum. Duguaður og áhugi. Ragnhildur, sem unnið hef ir mikið og gott starf við að koma upp þessu leikriti, seg- ir, að ánægjuiegt sé að starfa með fólki, eins og í Vik, þar sem áhugi og dugnaður fer saman og menn líta ekki á Klukkuna, eða telja eftir þann tíma, sem til starfsins fer. Með auknu leiðbeininga- starfi og hjálp eins og nú er komin á fót með starfsemi Bandalags ísl. leikfélaga, verð ur auðveldara fyrir áhuga- samt fólk að koma á fót leik starfsemi, sem orðið getur mörgum til ánægju, ekki sízt á hinum löngu skammdegis- kvöidum. Auflfyétö i Tím*rnm Ölafur Jónsson, scxtiigur Ólafur Jónsson, fyrrverandi tilraunastj óri á Akureyri er sextugur í dag. Bændaklúbb- ur Akureyrar minntist afmæl- isins á fundi sínum í gær- kveldi. Ármann Dalmanns- son flutti þau boð frá stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarð ar að sambandið hefði kjörið Ólaf heiðursfélaga sinn, en í þágu þess hefir hann unnið mikið og merkilegt starf. Flutti Ármann síðan erindi um starf Ólafs. Einnig mæitu fyrir minni hans Steindór Steindórsson menntaskóla- kennari og Árni Jönsson til- raunastjóri. Blöndalsmálið (Framhald af 1. síffu.) Leynt skuldaskilrikjum. Vitnið kvað endurskoðun- arskrifstofu sinni ekki hafa verið annað kunnugt, þar til um sl. áramót, en allt væri með felldu um bókhald fyr irtækisins en samkv. því var hagur fyrirtækisins góður. Um síðustu áramót hefði endurskoðunarskrifstofan hins vegar komizt að raun um, að ýmsum skuldaskil- ríkjum og skjölum varðandi viðskipti fyrirtækisins hefði verið haldið utan við bók- haldið og aldrei í hendur endur skoðunarskrif stof unn - ar komið. Fyrir nokkru síð- an hefði endurskoðunarskrif stofan sent bókhald fyrir- tækisins fyrir sl. ár til Skatt stofunnar, eða mestan hluta þess. Skjölin í vörslu sakadómara. Er þessi vitnisburður end- úrskoðandans lá fyrir, sem virtist benda til þess, að bók hald fyrirtækisins Ragnar Blöndal h.f. hafi verið fals- að að einhverju leyti, úrskurð aði sakadómari að öll gögn varðandi bókhald fyrirtækis ins skyldu tekin í vörzlu saka dómara og væri heimilt að sækja þau í hirzlur, ef nauð syn krefði. Rannsókn málsins fagnað. Dómsmálaráðherra ræddi allmikið um málið og kvaðst fagna því, að nú væri hafin I rannsókn þess og væri það að þakka Hermanni Jónas- syni, sem hefði krafist henn ar sökum ummæla, er birt- ust í flugriti .þónasar Jóns- sonar. Með jm hefðu verið opnaðar dyr til að kryf ja til mergjar sannleiksgildi sögu sagna um stórkostlegt hneyksli í sambandi við f jár þrotabú verzlunarinnar. Væri einkum vel farið, að Hermann Jónasson hefði krafizt réttarrailnsóknar, en ekki höfðað einhliða mál sókn vegna meiðandi um- mæla um sig persónulega og starf sitt sem formanns bankaráðs Búnaðarbankans. Gylfi Þ. Gíslason tók einn ig til máls og kvaðst mjög fagna því að rannisókn væri nú hafin í málinU. Bergur Sigurbj örnsson talaði éinnig og loks tók dómsmálaráð- herra aftur til máls. WV«^''-e-*VWVVV'VSVVV’ /.V.VAWWWAAVyVWVWWiV^ Hjartanlega þalcka ég Öllum þeiai, seii glöddu mig á* *! 90 ára afmæli mhiu. - Infibj. Jéhanjisdéééir, Steí»stá*i. 1.<»WWWWWWWWWWW\aWWWWtfVMJL*"J,lJ,-''L*'J*J«J'L,': Ef*» þykkt, er kemur i stað SAE 10-30 Olíufélagið h.f. SÍMI: 81606 Heydalsvcgiir i (Framhald al 5. síffu). ur þess végna í framtíðinni mjög mikill sparnaður í því að eiga snjólétta og góða. vetrarleið og spara þannig snjómokstur á 2 eða jafnvel 3 fjallvegum, þegar ísa- og snjóavetur geisa. Bæði Hvammsfjörður og GilÁfjíirðiir geta lokaztt vegna ísa meiri hluta vetrar, og á sama tíma er venjulega mjög hætt við miklum snjó, sem teppir fljótlega háa fjall vegi algerlega, svo að sveit- irnar við innanverðan Breiða fjörð og í Stranda- og Húna vatnssýslum geta verulega lið ið fyrir samgönguleysi. Það er þvi höfuðnauðsyn að hraða mjög vegagerð yfir Heydal og aðliggjandi sveitir, ef breið- firzkar byggðir ásamt fleir- um eiga ekki smám saman að falla í auðn og fólki, sem verulega hefir verið afskipt L baráttunni um lífsþægindin, á ekki að flytja sig til þæg- indanna, þar sem þau eru þegar fyrir hendi. Virðingarfyllst. Sigurður Ágústsson, Ásgeir Bjarnason, Hermann Jónas son.“ Þegar vitað var, aö fjár- veitinganefnd gat ekki orðið við þessari ósk, bárum rið fram breytingartillögu við fjárlögin í vetur um aái taka upp kr. 300000,00 til Heydals- vegar og til vara kr. 200000,0« Báðar tillögurnar voru felld- ar. og var varatillagan felld með 25:18 atkv. Á þessum vetri hefir sann azt það, sem fyrr var vitað, að knýjandi nauðsyn er að tryggja breiðfirzkum byggð- um öruggari samgöngur, svo að þær einangrist ekki alveg frá umheiminum. En það er ekki aðeins í þágu þessara héraða að fá auknar sam- göngur á þennan hátt. Snjó- Iéttasta leiðin, sem getur tengt Suður-, Vestur- og Norðurland, er Heydalur og áfram um Dali yfir Laxár- dalsheiði til Hrútafjar|Jar. Holtavörðuheiöin er fann- sækin og þess vegna mjög kostnaðarsamt að tryggja vetrarsamgöngur yfir hana. Það er því ekki neitt sérmál fyrir breiðfirzkar byggðir að fá veg yfir líeydal, heldur mun sú leið einnig í fram- IKbnni tryggja samgöngur milli þriggja landsfjórðunga.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.