Tíminn - 25.03.1955, Blaðsíða 1
Bfcriístofur 1 EdduhfLtí
Fréttaslmar:
81302 og 81303
Afgreiðsluslmi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
39. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 25. marz 1955.
70. blaS.
Ung kona uppvís að stórfelldum
og margvíslegum þjófnaði í húsum
Stal verðmætuni Itlntum í tugataii og af
SHiidurloitustu ger® — Srldi þá í umhoði
fornverzlunar — Tók gcymslu á leigu —
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík boðaði blaðamenn á sinn
fund í gær og skýrði frá víötæku og óvenjulegu þjófnaðar-
máli, sem Njörður Snæhólm og fleiri Ieynilögreglumenn hafa
unnið við að upplýsa að undanförnu. Er það tvítug, gift kona
hér í bæ, sem búin er að játa á sig um 40 þjófnaði, sem allir
eru framdir frá því um áramót.
Það var á laugardaginn var,
að Steinunn Þórðardóttir,
Garðastræti 23, var handtek-
in og grunuð um þjófnað.
Taldi lögreglan nauðsynlegt
að birta nafn konunnar,
vegna þess að hætt er við, að
ekki séu enn öll kurl komin
til grafar í máli hennar og
fleiri muni eiga von á mun-
um úr hennar fórum en vit
að er um eins og sakir standa.
Þrjár kindur gengu
af í illgengri torfu
Frá fréttaritara Tímans
á Fosshóli.
Nýlega hafa sjómenn, er
átt hafa leið um vestanverð
an Skjálfandaflóa séð þrjár
kindur í mjög illgengri torfu
í fjöllunum norðan Víkna.
Er það á Fnjóskdælaafrétti.
Þarna s£ust tvær kindur í
liaust en reyndist ógerlegt
að komast að þeim vegna
svellalaga. Hafa þær síðan
ekki sézt, enda sést ekki í
torfuna nema af sjó. Óttuð
ust menn, að þær hefðu
hrapað. Nú kemur í Ijós, að
þær hafa gengið af og vona
menn, að þær lifi til vors,
enda eru hagar þarna nokkr
ir. SLV.
Kenndi margra grasa.
Nú hefir Steinunn játað
á sig um 40 þjófnaði óg
kenndi margra grasa þegar
lögreglan fór að leita í vist
arverum liennar. Meðal
þeirra muna, er hún hafði
stolið og vitað er um, eru
18 kuldaúlpur allar nýlegar,
barnafatnaður, kvenkápur,
skautar, skíði, kista full af
verkfærum, málverk, skór,
ferðatöskur, segulbandstæki,
svefnpokar, bókahilla. Enn-
fremur hafði konan komizt
yfir mjög fullkcomiö sett af
stjörnulyklum, sem notaðir
eru við bílaviðgerðir og
margt fleira, sem ótaiið er
hér.
Var herbergi lögreglu-
mannsins, sem undanfarið hef
ir unnið að rannsókn málsins
fullt af slíkum munum í gær,
sem verið var að reyna að
merkja svo auðveldara sé að
koma hlutunum í hendur
hinna réttu eigenda.
Keypti nokkur peysuföt.
Enda þótt konan hafi nú
þegar iátað á sig um 40 þjófn
aði þykir fullvíst, að ekki séu
öll kurl til grafar komin enn.
Hefir lögreglan grun um, að
hún sé viðriöin hvarf margra
annarra muna, sem að und-
anförnu hafa verið tilkynntir
(Framhald á 2. siðu.i
Tveir menn féllu með vinnu-
palli í Vestmannaeyjahöfn
Var bjargað uni borð I skip. scm liuiiclió
var við Drangajtikul cr mciiiiirnir uiinu við
Frá fréttaritara Tima:is
í Vestmannaeyjum.
í fyrradag vildi það slys
til við höfnina í Vestmanna
SamkomaFramsókn
armanna á Sellossi
Samkoma Framsóknarfé-
laganna í Árnessýslu verð-
ur miðvikudaginn 30. marz
n. k. í Selfossbíó. Fjölbreytt
skemmtiatriði. Nánar verður
skýrt frá samkomunni í
blaðinu á morgun.
eyjum, að tveir skipverjar
af Drangajökli, er þar liggur,
féllu í sjóinn með vinnupalli,
sem hékk utan á skipinu, en
mennirnir voru að vinna við
skipshliöina á pallinum.
Vélskipið Helgi Helgason
lá við hliðina á Drangajökli
og tók salt til flutnings til
Grindavíkur. Skipstjórinn á
Helga Helgasyni, Páll Þor-
láksson, og menn lvans
brugðu skjótt við og komu
mönnunum tii hjálpar. Létu
þeir lestarstiga niður með
skipshliðinni og lijálpuðu
mönnunum upp. Varð þeim
ekki verulega meint af volk-
inu.
Missti riffilskot
í
ser
Fyrir nokkrum dögum bar
svo við nórður í Aðaldal, að
maður nokkur var að skjóta
kálf. Tókst svo illa til, að
skotið lenti í fót manninum
rétt ofan við hné og fór kúl-
an inn í vöðvann en skemmdi
þó ekki bein. Varð að flytja
manninn í sjúlcrahús og skera
eftir kúlunni.
Kosin 5 manna
þingnefnd til að
rannsaka okur
Neðri deild kaus í dag 5
menn í nefnd samkv. þings
ályktun þeirri, sem sam-
þykkt var fyrir nokkrum
dögum á Alþingi, um skip-
un rannsóknarnefndar til
rannsóknar á okri.
Eftirtaldir þingmenn voru
kosnir hlutfallskosningu og
kom ekki til atkvæða-
greiðslu, þar eð ekki komu
fram uppástungur um fleiri
menn en kjósa átti. Af A-
lista Karl Guðjónsson, af B
lista Skúli Guðmundsson og
Gylfi Þ. Gíslason, af C-lista
Björn Ólafsson og Einar
Ingimundarson.
Fer Smeralda burt
með olíuna?
Eins og kunnugt er, þá
stöðvaði verkfallsnefndin los
un olíuskipsins Smeralda í
Hvalfirði. Er nú ekki annað
sýnt en skipið verði að fara
héðan með þá olíu, sem í því
er, þrátt fyrir tilfinnanlegan
skort á hvers kyns olíum.
Hafa olíufélögin sótt til ríkis
stjórnarinnar um útflutnings
leyfi fyrir olíuna í Smeralda,
og er beðið eftir svari.
Sparifjársöfnun skóla-
barna gengur mjög vel
Þessl mynd er af
barnahópi í cin-
um barnaskóla
Reykjavíkur. Börn
in eru þarna með
sparimerk jabæk -
ur sínar á leið til
kennara síns ti'
að kaupa merki.
sem þau svo líma
inn í bækurnar.
Börnin hafa á-
nægju af þessum
nýja þætti x
starfi skólanna. !
Og kennararnir fá
fjölmörg tækifæri
til þess að ræða
við börnin um ráð
deild og sparnað,
og er það ekki síð
ur mikils virði en
sjálf aurasöfnunin. — Vonandi verður þetta markverða uppeldisstarf aS
því gagni, sem því er ætlað.
Tveir Eyjabátar hætt
komnir vegna vélbilunar
Netin fóru í sknifuna í hafróti við Þrí«
drang og vél hjálparbátsins bilaði þar lika
í fyrradag lentu 2 bátar frá Eyjum í töluverðum hrakn-
ingum. Voru allmargir Eyjabátar að reyna að draga net sín
út af Landeyjarsandi í fyrradag í slæmu veðri og voru netin
orðin flækt af því að liggja lengi í ókyrrum sjó.
bar að um þetta leyti og tókst
skipverjum að koma dráttar-
taug yfir í Fjalar. Var síðan
haldið til Eyja á ný.
. Þegar bátarnir voru
skammt undan Þrídrangl
bilaði vélin í Fanney og voru
um tíma horfur á að hætta
væri á ferðum fyrir bátana
þarna undir klcttunum. En
vél Fanneyjar komst sem
betur fór í lag aftur o>g var
þá enn á ný haldið af stað
til Eyja.
í fyrrakvöld komu bátarnir
(Framhald á 2. síðu >
Þegar vélbáturinn Fjalar
var langt kominn með að
draga net sín, sem voru á 20
faðma dýpi út af sandinum,
fór flækja í skrúfu bátsins og
voru engin tök á því að ná
þeim úr skrúfunni úti í haíi.
Vélbáturinn Erlingur TV.
kom Fjalar þá til hjálpar og
tók hann í drátt áleiðis til
Eyja. En begar skammt var
farið slitnaði dráttartaugin
milli bátanna.
Vélskipið Fanney, sem vai
að koma með mjólk og far-
þega frá Þorlákshöfn til Eyja
Engin skipsferð til
Búðardals um 2 mánaða skeið
Frá fréttaritara Tímans í Búðardal.
Samfelldur ís hefir verið hér út í fjarðarkjafti síðan í
lok janúar og því engin skip komizt hingað. Ofan á það hef-
ir bætzt, að fcrðir á landi hafa verið mjög takmarkaðar, og
nú er svo komið að ýmsan smávarning vantar.
Fundur um kjarnorkumál
Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, verður
almennur fræðslufundur haldinn á vegum Félags
ungra Framsóknarmanna n. k. sunnudag. Fundurinn
verður haldinn í Tjarnarcafé og hefst klukkan 2 e. h.
Á fundinum flytur Þorbjörn Sigurgeirsson, magister
fyrirlestur um kjarnorkumál. Á eftir fyrirlestri Þo-
bjöns verða frjálsar umræður og er mönnum heimilt
að bera fram fyrirspurnir. Atmómvísindi eru nú of-
arlega á baugi, en almenn vitneskja um þau er ekki
mikil að vöxtum enn. Það mun því mörgum leika fcr
vitni á að heyra hvað I þessum málum er að gerast í
dag. Ekki er að efa að erindi Þorbjörns verður hið fróð
legasta.
Að vísu höfðu menn búið
sig undir þetta, og byrgt sig
upp af fóðurvörum og þunga
varningi, enda algengt að
fjörðinn leggi um vetur, og
lítið um samgöngur. En þó
er það nú með alversta móti.
Samfelld innistaða er, og er
búizt við að hey gefist upp
fyrir vorið, þótt miklar fyrn-
ingar séu frá fyrra ári.
í gær kom flugvél hingað
frá Reykjavík með sjúkling
og þótti mörgum hart, að
hún skyldi engan póst eða
annan varning flytja. GÓ.