Tíminn - 25.03.1955, Blaðsíða 7
70. blaff.
TÍMINN, föstudaginn 25. marz 1955.
7
Hvar eru skipin
Sambandsskip.
Hvassafell er á Seyðisfirði. Jök-
ulfell fór frá Akranesi 19. þ. m.
áleiðis til Helsingjaborgar og Vents
pils. Helgafell fór frá Akureyri 18.
þ. m. áleiðis til New York. Smer-
alda er í Hvalfirði. Elfrida var vœnt
anlegt til Akureyrar í gœr. Troja
fcr frá Akranesi í gær til ísafjarð-
ar og Bolungarvíkur. Jutland fór
frá Torrevieja 23. þ. m. áleiðis til
Austfjarðahafna.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Hamborg 21.3.
til Siglufjarðar. Dettifoss fór rrá
New York 16.3. Væntanlegur til
Reykjavikur 26.3. Fjallfoss fór frá
Rotterdam 23.3. til Hull og Reykja
vikur. Goðafoss fer frá New York
25.3. til Reykjavíkur. Gullfoss fer
frá Reykjavík kl. 20 í kvöld 24.3.
til Leith og Kaupmannahafnar. Lag
arfoss fer frá Rotterdam 24.3. til
Ventspils. Reykjafoss kom til Ak-
ureyrar 24.3. frá Húsavík. Selfoss
fór frá Keflavik 23.3. til Vestmanna
eyja og þaðan til Belfast og Dubl-
in. Tröllafoss kom til Reykjavíkur
17.3. frá New York. Tungufoss fór
frá Rotterdam 23.3. til Hjalteyrar
og Reykjavíkur. Katla fór frá Leith
23.3. til Siglufjarðar.
Ríkisskip.
Hekla var væntanleg til Reykja-
víkur í nótt að vestan úr hringferð
Esja var í Vestmannaeyjum síð
degis í gær. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á suðurleið. Skjaidbreið er
í Reykjavik. Þyrill var á ísafirði í
gærkvöldi.
Úr ýmsum áttum
Frá skrifstofu borgarlæknis.
Farsóttir Reykjavík vikuna 6.—
12. marz 1955, samkvæmt skýrslum
31 (29) starfandi læknis:
Kverkabólga 46 (75) kvefsótt 179
(195), iðrakvef 37 (20), inflúenza
711 (902), hvotsótt 1 (2), hettu-
sótt 126 (166), kveílungnabólga 14
(15), taksótt 2 (2), rauðir hundar
5 (12), kíkhósti 1 (0), hlaupabóla
3 (2), ristill 1 (0).
Menntamál.
Fyrsta hefti af 28. árgangi Mennta
mála er nýkomið út. Dr. Broddi
• Jóhahnesson hefir nýlega tekið við
ritstjórn tímaritsins, sem nú hen»'
verið klætt í nýja kápu, gerða af
- Stefáni Jónssyni. Ritið hefs'; á
grein um Davíð Stefánsson sextug-
an, eftir ritstjórann. Af efni má
. nefna Vangefin börn eftir Jónas
B. Jónsson, Ný lög um kennara-
menntun í Danmörku eftir rit-
stjórann, Staðtölufræði í þágu skóia
eftir Jónas Pálsson, Hófleg íhalds-
semi eða nýjungagirni eftir ritstjór
ann, Brezkir skólar eftir Sigurð
■ Gunnarsson, Að norðan eftir
Snorra Sigfússon. Margar fleiri
greinar eru í ritinu ásamt fréttum
er kennara varðar. Afgreiðslu og
innheimtu annast Pálmi Jósefss .n.
Dagskrá Alþingis í dag.
Efri deild:
1. Prófessorsembætti í læknadeild
háskólans, frv. — 3. urnr.
2. Landshöfn i Rifi, frv. Frh. 2.
- umr.
3. Læknaskipunarlög, frv. — Frn
einnar umr.
4. Barnavernd oy ungmenna í;\
•— 1. umr.
Neðri deild:
1. Dýralæknar, frv. — 2. umr.
2. Ríkísborgararéttur, frv. — Frh
S. umr.
3. Fásteignamat, frv. — 3. umr.
4. Heydalsvegur, frv. — 1. jmr.
5. Aðbáö fanga í Reykjavík, þál-
tíll. — FrU. einanr umr.
Gjöf.
Þsuon 33. þ. m. barst Krabba-
weinafálagi íslands 3800 króna gjöf
til Mimríingar um Guðbrand Guð-
brandsson, hreppstjóra frá Veiðl-
leysu í Árneshreppi. Gjöfin er frá
bðrnum og barnabörnum hans.
Krabbameinsfélagið færir gefend-
unum kærar þakkir.
Mjélkuii'búiS
(Framhald af 8. slðu).
Stjórnarkosning.
Úr stjórn átti að ganga sr.
Sveinbjörn Högnason og Sig-
urgrímur Jónsson í Holti, en
voru báðir endurkosnir. Auk
þeirra eru í stjórninni Egill
Thorarensen, formaður, Dag
ur Brynjólfsson og Eggert Ól-
afsson Endurskoðandi var
kjörinn Eiríkur Jónsson
Eftir fiíndarhlé sagði Stof-
án Björilsson, framkvæmda
st j óri m j ólkursamsölunnar,
frá rekstri hennar.
Fitumagn og mjólkur-
vöndun.
Eftir það ræddi Gretar Sím
onarson, forstjóri mjólkurbús
ins, um reksturinn. Skýrði
hann frá því að sá hreppur,
sem hefði hæsta meðalfitu í
mjólk, væri Hrunamanna-
hreppur, með 4,0% og væri
það mjög gott. Sá hreppur
sem hefði sýnt mest hreinlæti
og vöndun i meðferð mjólk-
ur væri Landmannahreppur
Styrkur tíl tilrauna.
Þá voru bornar fram og
samþykktar nokkrar ályktan
ir. Eftirfarandi tillaga var
samþykkt samhljóða, borin
fram af Degi Brynjólfssyni:
„Með tilliti til starfsemi
þeirrar, sem rekin er í Laug
ardælum í þágu mjólkurfram
leiðslunnar, og þess að ekk-
ert rekstrarfé fæst til búsins
úr ríkissjóði, leyfi ég mér að
sækja um allt að 40 þús. kr.
styrk til tilraunanna frá
Mjólkurbúi Flóamanna á
þessu ári.“
Nýr austurvegur.
Þá var Porin fram af nokkr
um mönnum og samþykkt
samhljóðá eftirfarandi álykt
un:
„Aðalfundur Mjólkurbús
Flóamanna haldinn aff Sel-
fossi 23. marz 1955 skorar á
Alþingi þaff er nú starfar
aff láta nú þegar hefja fram
kvæmdir á austurvegi svo
sem lög nr. 32 frá 15. apríl
1946 mæla fyrir en hefir
veriff vanrækt aff fram-
kvæma síðustu níu árin.
Jafnframt skorar fundurinn
á ríkisstjórnina að taka upp
á næstu fjárlög f járveitingu
til austurvegar."
Plutningsmenn tillögivnnai'
voru Sigmundur Sigurðsson.
Ólafur Ketilsson, Helgi Har-
ddsson, Björn Einarsson Páll
Diðriksson, Gísli Bjarnason og
Finar Gestsson.
Skattmat húpenings.
Þá var að lokum samþykkt
samhljóða eftirfarandi tillaga
frá Þorsteihi Sigurðssyni:
„Aðalfundur Mjólkurbús
Fióamanna haldinn að Sol-
fossi 23. márz 1955 mótmælir
eindregið beirri gífurlegu
hækkun á skattmati búpen-
ings, er ríkisskattanefndui
hefir ákveðið. Telur fundur
inn þessa miklu hækkun mjög
óréttmæta, þar sem búpen-
ingurinn er framleiðslutæki
Fyrir því skorar fundurinn á
rikisskattáhefndina að færa
skattmatið’ til réttlátara
verðs.“
Að síðustu flutti formaður
lokaorff, þákkaði 25 ára sam
starf og hvatti til aukinnar
sóknar.Gat" hann um ýmsar
framtiðaráSetlanir.
Frá HúnvetnineaféluffiuB.
Dansskemmtun í Tjarnarkaffi
niðri kl. 8,30 í kvöld.
Heimsókn í skóla . .
(Framhald af 5. síöu).
er samin fyrir hvert stig. Þar er
greinilega tekið fram, hvað nemand
inn þarf að tileinka sér til þess að
ljúka stiginu og fá leyfi til að fær-
ast upp í næsta stig fyrir ofan.
Standist hann prófið er allt i lagi
og hann færist upp. Falli hann. þá
verður hann að sitja eftir næsta ár
í sama bekk. Nemandinn verður að
fá minnst einkunnina 50 í öllum
prófgreinum. Hæst er 100. Þó geta
atvik leitt til þess að nemandi sé
færður upp, þótt hann sé lítið eitt
undir í einni grein eða svo. Þeim,
sem falla, er gefinn kostur á að
sækja sumarskóla i 6 vikur til að
reyna að ná sér upp í fallgreinum.
Tekst það oft. 6—8 bekkir eru starf
andi á sumrin í borginni í þessum
tilgangi.
Þegar börnin koma fyrst í skólann
í 1. bekk, eru þau um 6 ára að aldri.
Þau hafa þá nær því öll verið áður
í dagheimilum, Kindergartens. Þar
eru þau flokkuð í 3—4 flokka, A, B,
C o; D eftir því sem starfsstúlkum
þar virðist þau hafa hæfileika og
starfsgetu til að bera. Þær hafa
fengið í hendur eyðiblöð fyrir hvert
barn. Útfylla þær það og senda í
þann skóla, sem barnið á að sækja.
Þar er börnunum raðað saman eft
ir þessari flokkun, þannig að saman
séu þau börn, sem eru svipuð að
getu og hæfileikum. Og þessi stefna
er ríkjandi gegnum alla námsbraut
ina eftir því sem við verður komið.
Þó er þess gætt, að gera ekki meira
en brýn nauðsyn krefur í því að
flytja börn milli bekkja. Þegar kem
ur hærra upp, koma fleiri atriði til
greina við skiptingu í bekki. T. d.
koma erlendu málin til sögunnar í
8. bekk. Þá taka mörg börn frakk-
nesku og önnur taka bæði frönsku
og latínu, en sum læra ekkert erlent
tungumál. Þarna myndast 3 flokkar.
Þeir sem taka eitt tungumál, 2 tungu
mál eða 3 tungumál. Þeim er svo
skipt í bekki eftir einkunnum, ef
börnin eru nægjanlega mörg til þess.
Mörg börn, sem byrja á frönskunni,
hætta ef til vill við hana á næstu
árum, og eru þá færð til samkvæmt
því. Þau eða aðstandendur þeirra
hafa þá komizt að þeirri niðurstöðu,
að ekki sé vert að hugsa til háskóla-
náms. En mér skilst, að unglingar
hér læri ógjarnan erlent tungumál,
nema þeir hafi í huga æðra nám.
Þá er þeim einnig raðað nokkuð
saman, sem eru hneigð fyrir hljóm
list, og einnig að því er sneitir
handavinnu.
í daghcimilum smábarna er eng-
inn lestur kenndur, og ekki þekkj-
ast einkaskólar smábarna í lestri á
undan skólagöngu. Það myndi þykja
fjarstæða að láta sér dett slíka
skóla í hug. Þess vegna er gert
ráð fyrir því, að börnin kunni ekk
ert í lestri, þegar þau koma í fyrsta
bekk barnaskólanna. Þar er því alls
staðar byrjað á byrjun í lestri. Og
er þá viðhöfð orðaaðferðin. Börnum
er í upphafi kennt að þekkja orðin
og að geta lesið þau þannig. Þessi
aðferð er undantekningarlaust not
uð við byrjun kennsiu í lestri í þess
ari borg og mér er sagt, að sama
gildi um allt Kanada. Orðin eru
sett í samband við myndir í kennslu
bókunum. í fyrstu bók eru 15 orð,
í næstu koma fyrir 17 ný orð . s. frv.
Til aðstoðar við kennslu er fjöldi
myndaspjalda og teikninga. Þannig
er haldið áfram þar til börnin haía
fengið ttlsverðan orðaforða, sem
þau geta lesið. Þá er venjulega kom
ið nokkuð fram yfir jól fyrsta vetur
inn. Þá er tekið til »eð stafina,
hljóð þeirra og iengsl «s *ö a þeirra
Eá' það í byrjun einkum *ert á þana
hátt, að fyrsti cða siíasti stmfur
þekkti-a orSja er skeyktur hamsn
við eða aftan við (tonUr Jiekkt erð.
Nöfn atafa eru lærð stðar. Keaaslu
bækur í lestri eru allar nákvæm-
lega byggðar upp í samræmi við
þessar aðferðir. Það kemur fljótt í
ljós, að börn hvers bekkjar eru oft
mismunandi dugleg í lestrarnáiiii
Þá skiptir kennarinn þeim venju-
lega í 3 flokka eftir framförum og
nefnir flokkana 1., 2. og 3. flokk
eða fífla, sóleyjar og fjólur eða
fugla og dýranöfnum. Kexmarii.n
æfir þá hvern flokk fyrir sig. Kem-
ur hann þá upp að kennaraborði
eða töflu. Taka börnin sér þá sæti
á þar til ætluðum litlum stólum eða
tylla sér á gólfið. Hin gaufa í bók-
um sínum á meðan. Þessi flokka-
skipting er oft undirstaða undir
skiptingu barnanna í bekki næsta
ár.
Þrátt fyrir elju kennara og ástund
un i lestrarkennslu verður reyndin
hér eins og víðar þekkist, að nokk
ur hópur barnanna lærir seint að
lesa og eru alla ævi jafnvel treglæs.
Ég átti tal um þetta við skólastjóra.
Þeir sögðu, að í flestum tilfellum
bæri ekki að sakast um þetta við
kennara eða aðstandendur barna.
Það væri aðstaða og umhverfi. sem
gerðu sitt í þessu efni. Mörg börn
væru þannig gerð, að þau hefðu
enga löngun né þörf fyrir að lesa.
Öllu uppeldi þess, skemmtunum og
hvers konar þörfum væri þannig
fullnægt, áð aldrei kæmi til kasta
lestrarkunnáttu barnsins. Aðstæð-
urnar sköpuðu enga þörf fyrir barn
ið að kunna að lesa. Því fyndlst a'5
það kæmist allra sinna ferða án
þess.
Frh.
| Gæfa fylgir I
"| trúlofunarhringunum frá \
\ Sigurþór, Hafnarstræti. - 1
I Sendir gegn póstkröfu I
| SendiS nákvæmt mál |
■iiiiiiliiiiiliiiiiiiiililiiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii*
M0T0R 0IL
Ein þylekt,
er hemur i stað
SAE 10-30
Olíufélagið h.f.
SÍMI: 81601
llÖ ,
M.s. Drooning
Alexandrine«
fer frá Kaupmannahöfn í dag
25. marz áleiðis til Færeyja
og Reykjavíkur. Hins vegar
mun skipið snúa við í Fær-
eyjum verði verkfallið í
Reykjavík ekki lest 30. þ. m.
og ferðin héðan 2. apríl fell-
ur á niður.
SKIPAAFGREIÐSLA
JES ZIMSEN
Erlendur Pétursson
Aðstoöarráðskona
óskast
Staða aðstoðarráðskonu í Kleppsspítalanum er laus
til umsóknar 1. júní næstkomandi. Húsnæði getur
fylgt á staðnum. Umsóknir um stöðuna sendist til
Skrifstofu ríkisspítalanna, Ingólfsstræti 12, sími 1765.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
©ARSHATIÐ
Knattspyrnufélags Reykjavíkur
verður haldin sunnudaginn 27. þ. m. kl. 9 síðdegis
i Sjálfstæðishúsinu.
SKEMMTIATRIÐI:
1. Hinn þjóðkunni leikari og KR-ingur Haraldur Á.
Sigurðsson, skemmtir.
2. Hjálmar Gíslason: Skemmtiþáttur.
3. Da»s.
Aðft«i*iuini‘éar seldir í afereiffslu Sa.meinaffa Guíu-
skipaféláféiiis', Tryg-gvagötu 2$, sí**i 3025.
Stjém KR