Tíminn - 25.03.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 25. marz 1955. 70. blað. Séra Þórarlnn Þór: REYKHÓLAR Til forna voru Reykhólar höfuðból. Þeir eru það ekki lengur í sama skilningi og áður. Þegar fjölmennast var þar í tíð Bjarna Þórðarson- ar voru þar um 50 manns. Við seinasta manntal voru heim liisfastir á Reykhólum 48 manns, en verkaskipting er xiú ólík því sem áður var með al þessa fólks og flest orðið öðru vísi en þá. Seinast bjó Bjarni Þórð- arson stórbúi á Reykhólum, en eftir hann bjuggu niðjar hans og síðan aðrir, sem leigu liðar. Árið 1940 keypti ríkið Reykhóla og var þá skipuð Reykhólanefnd, sem vera skyldi ráðgefandi um fram- tíð staðarins, en þá voru uppi hugmyndir um að reisa hann við og gera hann aftur að höfuðbóli í öðrum skilningi. Siðan hafa miklar breyting ar orðið á. Árið 1946 var ákveðið að setja þar upp tilraunastöð í jarðrækt, eina af fjórum á landinu, fyrir Vesturland. Var þá Reykhólalandi skipt og fékk tilraunastöðin 150 ha lands útmælt og afskorið og eitthvað af eyjum, sem til- greindar voru. Hefir hún að vísu seilst til afskipta og um- ráða yfir meira landi og íieiri réttindum, og kem ég að því seinna. — Var þá byggt veglegt hús undir þá starfsemi og hafnar fram- kvæmdir af miklum krafti undir stjórn hins ötula til- raunastjóra, Sigurðar Elías- sonar, og hefir þeim verið haldið áfram linnulaust síð- an svo árangur er nú þegar farinn að koma í Ijós og eykst væntanlega með hverju árinu sem líður. Læknisbústaður hafði ver- ið reistur á Reykhólum árið 1930 og læknir setið þar síð- an. Árið 1948 var ákveðið að flytja prestssetrið frá Stað á Reykjanesi að Reykhólum og var reist prestseturshús á árunum 1948—1949. En árið 1947 hafði staðurinn allur verið mældur upp og gerður af honum skipulagsuppdrátt ur. Er það greinilegt að ráða menn um allar þessar fram- kvæmdir, hafa hugsað sér að á Reykhólum myndaðist sveitaþorp, sem yrði miðstöð héraðsins í ýmsum greinum. Þar var gert ráð fyrir barna- skóla og gagnfræðaskóla, nýrri kirkju, flugvelli o. fl. Bóndinn á Reykhólum, Tó- mas Sigurgeirsson, sat þann hluta staðarins, sem ekki var úthlutaður tilraunastöðinni, þangað til fyrir fáum árum, að tekið var af honum með samningi mikill hluti lands- ins, sem svo var úthlutað til embættismanna og annarra, sem tekið höfðu sér bólfestu á staðnum og reist sér hú.s. Árið 1947 var lokið við að ge'-a sundlaug og allstórt hús við hana og var það verk ung mennasambands Norður- Breiðfirðinga. Hefir það hús verið notað síðan til barna- kennslu á vetrum og fyrir heimavist. Um þessar mundir voru Reykhólar í miklum upp- gangi. Skólastjórinn reisti hús, og landið var allt að heita má, ræst fram og mik- il nýrækt hafin. Tók þá fólk að flytjast að og taka sér heimilisfang á Reykhólum. Nú eru á Reykhólum 9 íbúð- arhús, 3 verkstæði í sam- bandi við þrjú þeirra, eitt verzlunarhús fyrir útibú kaupfélagsins í Króksfjarð- arnesi og svo kirkjan, sem er nær eitt hundrað ára gam- all hjallur, og orðin óhæf til messugjörða. Núi í nokkur ár hefir eng- inn flutzt inn til Reykhóla, en ein fjölskylda farið burt aftur. Það er komin eins kon ar stöðnun í uppbygginguna og nú heyrast raddir um hvað gera eigi eiginlega við Reyk- hóla. Um eitt skeið meðan stóð á þararannsóknum á Breiðafirði og líkur þóttu til að farið yrði að vinna verð- mæt efni úr þara, var helzt talað um Reykhóla sem mið- stöð þeirrar starfsemi. Hugðu margir gott til þess, en því miður varð ekkert úr fram- kvæmdum. Eitt sinn var tal- að um heymjölsverksmiðju og fleiri greinar iðnaðar komu mönnum í hug. Það þótti sem sé auðséð að þorps- myndun á Reykhólum mundi ekki geta orðið nema í sam- bandi við einhvern iðnað. Ekkert hefir samt orðið úr þessu og ekki líkur til að svo verði í náinni framtíð. Á Reykhólum eru níu rjöl- skyldur. Eins og núi er hátt- að er tæpast lífvænlegt fyrir fleiri og verður svo meðan ekki skapast atvinnumögu- leikar í sambandi við varan- legan iðnaðarrekstur eða nýja framleiðsluháttu. Það verður heldur ekki séð að nein nauðsyn beri til þess að þorp myndist á Reykhólum og ástæðulaust að ætla að knýja það fram, fyrr en það verður eðlileg afleiðing breyttra viöhorfa. En það er margt eftir að gera, mikið af nauðsynlegum framkvæmd- um í samræmi við og í áfram haldi af þeim framkvæmd- um, sem þegar hafa verið gerðar, en stöðvast í bili. í sambandi við þær, er líklegt að nægileg atvinna verði fyr- ir þá iðnaðarmenn, sem setzt hafa hér að og fleiri, líka ut- anaðkomandi. Skal nú vikið nokkuð að því. ^ ____ KIRKJAN: Eins og aður er sagt er kirkjan á Reykhólum ónýtt hús, enda nær eitt hundrað ára. Hún er svo illa farin, að í skafrenningi á vetrum snjóar inn í hana og verður að moka snjósköflum úr kór og af altari fyrir messu. Ekki er heldur viðlit að sitja í henni á vetrum ef nokkuð vindar að ráði vegna súgs. Er ástandið í þeim efn um eins hörmulegt og það get ur verið. Öll önnur hús eru ný og allt er yfirleitt nýtt hér, nema kirkjan, hún ein er gömul og til skammar. Öll hús eru hituð með hverahita, kirkjan ein er alls ekkert upp hituð. Enda væri líka mesta firra að ætla að setja hita- lögn í þennan hjall, sem ekki getur staðið mikið lengur. Ríkið á kirkjuna en hefir ekki haldið henni við, enda er það nú orðið ekki hægt. Hins vegar er nú hreyfing meðal safnaðarins um að fá kirkjuna yfirtekna af ríkinu og reisa nýja kirkju. Var gerð um það samþykkt á safnað- arfundi í haust er leið. Gerir söfnuðurinn sér vonir um að geta reist nýja kirkju fyrir 1100 ára afmæli þeirrar gömlu iárið 1957. .Væntir hann sér góðs af hinum nýja kirkju- byggingarsjóði og á seinustu fjárlögum var ákveðið aö greiða 50 þúsund króna álag á kirkjuna. En það er aðeins byrjunargreiðsla og væntum við á næstu fjárlögum við- bótarupphæð, sem nægja mun, því ríkinu er ekki ann- að sæmandi en að sjá þessu máli farsællega borgið eftir margra ára vanrækslu. SKÓLAHÚS: Á skipulags- uppdrætti af Reykhólum er gert ráð fyrir tveim skólahús um, barnaskóla og gagnfræða skóla eða miðskóla. Ekkert bólar á hvorugum þeirra enn og er þó barnaskólamálið orð ið knýjandi. Nú er kennt í sundlaugarhúsinu við ófull- nægjandi skilyrði. Eðlilegast væri að sem flestir, helzt all- ir hreppar Austur-Barða- strandarsýslu sameinuðust um einn heimavistarbarna- skóla á Reykhólum. Hefir það verið til umræðu en engar raunhæfar framkvæmdir eru hafnar enn Fyrir flestra hluta sakir er eðlilegast að slíkur barna- skóli sé á Reykhólum. Þar er kennaralið nægjanlegt á staðnum, jarðhitinn gefur góða upphitun og þar er sundlaugin, svo nokkuð sé nefnt. Nægilega stórt heima- vistarbarnaskólahús á Reyk- hólum gerir líka kleift að framkvæma fræðslulögin. Fyrir nokkrum árum var í þrjá vetur haldinn þriggja mánaða unglingaskóli og reyndist mjög sæmilega þótt tíminn væri of stuttur. Þótti foreldrum gott að geta komið börnum sínum, rétt eftir ferminguna, í þennan skóla meðan lítið var að gera heima við um háveturinn, en vildu síður senda þau lengra burt og enn síður í kaupstaðina. Lá gildi þessa skólahalds jafnvel enn meira í þessu at- riði en því, sem þau lærðu i fræðunum, því á svo stuttum tíma gat það vitanlega ekki orðið mikið. Annað, sem slík ir skólar hafa sér til gildis er, að einangrun unglinga á af- skekktum sveitabæjum, frá öðrum unglingum, er þeim bætt upp, og eykur skólavist- in víðsýni þeirra og félags- hyggju og kcnnir þeim meiri alhliða umgangsvenjur, og verður það allt með eðlilegra og betra móti en ef þau hefðu farið í kaupstaðina, þar sem breytingin er of snögg vegna gerólíks umhverfis og ó- þekktra og oft óhollra á- hrifa. Er þetta viðhorf vitan- lega enn í fullu gildi og rétt- mæti svona sveitaskóla tví- mælalaust mikið. Þó varð að hætta við þetta skólahald á Reykhólum, mest vegna hús- næðisskorts. Nú hefir verið talað um að koma upp gagnfræðaskóla í sýslunni. Er þá augljóst að hann á hvergi heima nema á Reykhólum eins og gert er ráð fyrir í framtíðarskipu- lagi staðarins. Gilda þar sömu rök og fyrir barnaskól- anum, kennaralið, jarðhiti og svo er hér enn sveit en ekki þorp og ýmislegt fleira mætti telja, sem gerir þennan stað æskilegan öðrum fremur. Nú er þess ekki að vænta að í bráð verði reist tvö skóla hús og kirkja. En með komu barnaskólahússins mundi (Framhald á 6. s!5u). Oddviti Hóiahrepps hefir beðið um að eftirfarandi greinargerð væri birt í baðstofunni: „Starkaður! Viltu gera svo vel og birta eftirfarandi línur í baðstofu- hjali Tímans. Samkvæmt beiðni þinni mun ég takmarka mál mitt svo sem unnt er. í greinum þeim, sem birzt hafa í Tímanum um niðurskurð sauðf j > v- ins á Kálfsstöðum og Kjarvalsstöð- um, hefir min nokkuö verið getið. Eftir forsögu málsins, gat ég bú.zt við að svo yrði. Ég hafði þó hugsað mér að taka ekki til máls, en bjóst við að þeir, sem um málið rituðu, myndu halda sig innan þeirra tak- marka í frásögn og rithætti, sem sæmilegt gæti talizt. Nú hefir nokk uð brugðið á annan veg. í 32. og 34. tölublaði Tímans, 9. og 11. febrúar s. I. sakar Dalakarl ein- hverja sveitunga mína og sjálfsagt mig líka um, að hafa borið ljúgvitni í niðurskurðarmálinu. Og eítir mér hefir hann þau ósönnu ummæli, að ég telji útilokaða smitun milli Hlíðar og Hóla, þott samgangur sauð fjár milli bæjanna hafi átt sér stað. Vegna þessara ummæla þykir mér hlýða að skýra opinberlega frá því, er ég sagði um þessi mál við trún- aðarmann sauöfjárveikivarnam.a Guðmund Gíslason, er hann var hér á ferðinni s. 1. haust. Guðmundur lagði þá spurningu fyrir mig, hvar ég teldi mesta smit- hættuna út frá Hlíð. Ég svaraði honum þvi, að ég yrði að álíta, að smithættan væri mest í hjarðirnar á Kálfsstöðum og Kjarvalsstöðum, en það yrði líka að gera ráð fyrir því, að veikin gæti verið komin um allan fram Hjaltadal, Hólar ekki undanskildir, en éir treystist ekki til að benda á neinn bæ öðrum fremur sem sýktan. Ég tók ennfremur fram. að veikin gæti verið komin á bæina norðan Kjarvalsstaða, vestan Hj.tlta dalsár og jafnvel ofan í Viðvíkur- sveit. 1‘essa skoðun mína byggði ég á eftirfarandi atriðum: 1. Guðmundur bóndi á Hlíð hafði skýrt mér frá, að bæði árin 1953 og 1954 hefði hann heimt allt 'iitt sauðfé, bæði haust og vor úr landi Hlíðar, Kálfsstaða og Kjarvais staða og enga kind vantað, hvorki lömb né eldra fé. Enginn bændanna á þessum þremur jörðum rekur fé sitt til afréttar. Af þeSstt er ljóst, að Hlíðarféð hefir verið sérstak- Iega staðbundið. Þar fyrir verður ekki fullyrt, að engin kind hafi farið út fyrir takmörk þessara jarða einhvern tíma að sumrinu. 2. í aðalsamanrekstri rúniuga s. I. vor var sameiginleg smölun í landi umræddra jarða og rekið ion. á Kálfsstöðum. Það er tæplega hægt að framkvæma svo smölun, að féð mæðist ekki. Nú er það vitað, að smitið berst frá kind til kindar við öndun. Það er því augljóst mál, að mjög mikil hætta er á smitun, þeg- ar mótt fé er rekið í þéttan hóp eða inn í rétt. — Og í þessari rétt var sýkta kindin frá Hlíð, sem fannst við niðurskurðinn. En auk þessa samanrekstrar, sem ég hefi talað um hér að framan, var fyrr að vorinu tvisvar sinnum rekið inn fé á Kálfsstöðum og í bæði skiptin var þar fé frá Hlíð, í annað skiptið margt. Hvort fé frá Kjarvalsstöðr.m var þar, veit ég ekki. Það má segja, að lönd þessara samliggjandi jarða sé opið fyrir um ferð sauðfjár. Og þó að ég telji, að f járstofn sá, sem fluttur var hingað við fjárskiptin 1950, sé mjög mikið staðbundnari en sá, sem fyrir var, er þó víst, að nokkurt fjárrennsli á sér stað um þessi lönd og þá jafn- hliða möguleikar til smitunar. Það er því ómögulegt að segja um, hvert veikin getur verið komin innan þess svæðis, sem samgangur við HÍiðar- féð hefir getað átt sér stað. Eins og fyrr segir ásakar Dalakarl einhverja ónafngreindá sveitungá mína og mig um það, að hafa borið ljúgvitni í þessu máli. Þetta er grá- lega mælt. Það lýsir hvorki dreng- lund né karlmennsku að skríða bak við gervinafn og kasta þaðan órök- studdum svívirðingum til annaria. En hér verður ljúgvitnan:ál ekki rætt frekar. Að endingu vil ég taka fram, að ég hef sömu skoðun og í haust um smitun frá Hlíð. Það verður að ráð ast sem vill, hvort fleiri en Dala- karl geta heimfært það undir að bera Ijúgvitni, að skýra rétt og satt frá staðreyndum". Oddviti Hólahrepps máli sínu. hefir lokið Starkaður. Félag íslenzkra iðnrekenda Almennur félagsfundur verður haldinn í Þjóð- leikhússkjallaranum, föstudaginn 25. þ. m. kl. 12 á hádegi. Til umræðu verða kaupgjaldsmál og fleira. Félagsstjóniin TRAUST HERKi Hvar á ISLANDI, sem þér verzlið, munið þér finna þetta vörumerki frá einni þekktustu matvöruverksmiðju Evrópu. Þegar þér biðjið um IIONIG Súputeninga, Makkarónur, Spaghetti, Súpur, Búðinga o.fl., getið þér treyst þvi að kaupa góða vöru á sanngjörnu verði. &2L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.