Tíminn - 01.04.1955, Side 1

Tíminn - 01.04.1955, Side 1
29. árgangur. Reykjavík, 1. apríl 1955. Aukablað. FRJÁLS VERZLUN Eftir Eystein Jónsson, fjármálaráðherra í dag eru liðin eitt hundrað ár síðan verzlunin var gefin frjáls á íslandi. Sá atburður mun jafn- an talinn einn hinn mesti í sögu þjóðarinnar. Þennan dag ber að nota, til þess að festa sér í minni, hve þýðingarmikill sigur vannst, þegar viðskiptaánauðinni var af landsmönnum létt. Erlendir menn tóku vörur landsmanna við því verði, sem þeim sýndist. Erlendir menn fluttu tii landsins þær vörur, sem þeim hentaði og settu á þær verð eftir sínu höfði. Þeir, sem réðu verzluninni, höfðu ráð land ■■ manna blátt á/ram i hendi sér. Skömmtuðu mönnum það, sem þeim þóknaðist. Allar bjargir voru bannaðar. Engar vendegar framfarir mögulegar á meðan svona stóð. Fólkið var lamao. Allt framtak drepið í dróma. Menh komust ekki lengra en verzlunarherrarnir vildu, og þar við sat. Verzlunaráþjánin herjaði, sem banvæn plága á landsmenn um margar aldir. Beztu mönnum þjóðarinnar var Ijóst, að engu verulegu varð umþokað, fyrr en þessi meinvætt- ur væri af dögum ráðinn. Jón Sigurðsson setti verzlunarfrelsi og stjórnfrelsi hlið við hlið í bar- áttu sinni. Sigurinn vannst 1. apríl, þegar verzlunin var gefin frjáls. Þar með var landsmönnum opnuð leiðin, til þess að taka viðskifti sín í eigin hendur og skifta við aðrar þjóðir svo sem bezt hentaði. Að sjálfsögðu tók það nokkurn tíma, að lands- menn næðu tökum á að notfæra sér frelsið. En það tók þó ekki lengri tíma, en við mcdti bú- ast. Nú sjáum við svo glöggt, að ekki verður um villst, að þeir, sem fastast héldu því fram, að verzlunarfrelsið væri frumskilyrði allra fram- fara, höfðu rétt fyrir séð. Þegar verzlunarfrelsið var fengið þurfti að finna heppilegar leiðir, til þess að notfæra sér það, svo að fullu gagni kæmi fyrir landsmenn. Þá kom fljótlega fram sú hugmynd, að fólkið ætti sjálft að taka viðskiftin í sinar hendur, til þess að tryggja hag sinn. Jón Sigurðsson, sem manna bezt skildi verzl- unarmálið, boðaði nauðsyn verzlunarsamtaka al- mennings í Nýjum Félagsritum 1872. Hér fór sem oft endranær, að Jón Sigurðsson reyndist framsýnn og hollráður. Félagssamtök almennings í verzlunarmálum, samvinnufélögin, hafa orðið að meginþætti í við- skiftalífi landsmanna. Sú þróun varð mjög víða um landið, að verzlunarsamtök almennings leystu gömlu selstöðuverzlanirnar af hólmi. Hið fyllsta frelsi í viðskiftum, almenningi til handa, er i þvi fólgið, að verzlunin sé gerð að þjónustu í þágu almennings, en ekki rekin í gróða- skyni. Að þessu marki ber að keppa. Ekki með vald- boðum né bönnum, heldur með þvi að sýna í verki gagnsemi og yfirburði samvinnunnar í viðskipt- um. Koma þarf á sannvirðisviðskiptum í öllum greinum framleiðslu og viðskipta, með frjálsum samtökum undir merki samvinnunnar. Vérzlunarfrelsið, sem fékkst fyrir 100 árum, • vom i þvi fólgið, að landsmenn fengu frelsi til þess að skipta við aðrar þjóðir að eigin vild. Menn tala nú orðið um frjálsa verzlun i nokk- uð annarri merkingu en áður, Þegar menn ræða nú um frjálsa verzlun, hafa menn i huga viðskipti, sem ekki eru háð innflutnings- og gjaldeyrisleyf- um yfirvalda. Takmarkið á að vera haftalaus verzlun. Verzl- unarhöft eru neyðarúrræði. Afleiðing þess, að ekki tekst að halda jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Landsmenn verða á hinn bóginn að gera sér grein fyrir, að það er ekki nægilegt að segjast 'vilja hafa frjálsa verzlun og lýsa þvi yfir á hátið- um og tyllidögum. Eigi verzlunin að vera frjáls, verða menn að hafa skilning á þvi, hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að haftalaus viðskifti geti staðið stundinni lengur. Forustumenn i þjóðmálum og trúnaðarmenn hinna öflugu stéttarsamtaka verða einnig að eiga skilning og þrek, til þess að beita sér fyrir þeirri ste-fnu i atvinnu- og fjárhagsmálum, sem verður að vera undirstaða frjálsra viðskifta. Bcrvn ástandið í verzlunarmálum nú sarnan við þcð. sem var fyrir 100 árum, og við höfum sanr.ar.ega ástæðu til þess að gleðjast og halda há+'ð. Sr.m1 höfum við enga ástæðu til þess að láta okk- ur aHt lynda eins og það er. Langt frá því. En þess er gott að minnast, að þjóðin hefur það á sinu * vcJdi c.ð koma því i lag, sem áfátt er. Frá minu ? :óv,arm.iði er leiðin auðrötuð, enda vörðuð glæsi- legum afrekum. Eflum samvinnu i viðskiftum. Gerurn verzlunina að þjónustu í þess orðs beztu merkingu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.