Tíminn - 01.04.1955, Side 2
2
Aldarafmæli frjál rar verzlunar á ísandi.
Timinn
Dr. Þorkell Jóh.a.nrLesson, háskólarektor:
Upphaf frjálsrar verzlunar á Islandi
f Með tilskipun 13. iúní 1787
var ákveðið, að hin gamla
kaupþrælkun skyldi niður
lögð frá 1. jan. 1788. Hefst þá
nýr þáttur í verzlunarsögu.
íslands, fríhöndiunin svo-
nefnda. Stóð svo til þess, er
verzlunin var með öllu gefin
frjáls 1. apríl 1855. Saga
þessa tímabils hefir enn ekki
til hlítar rannsökuð verið,
enda óhægt um vik, því gögn
flest, sem varða tímabil
þetta, eru geymd í dönskum
söfnum. Verður og að fáu
einu vikið hér, sem sögu
þersa varðar.
Það er efalaust, að margjr
tengdu míklar vonir við frí-
höndlunina, en eigi mun of-
mælt, að þær vonir brugðust
mjög. Að vísu brá til betra
fyrst í s.tað, en ýmsar ástæð-
ur ollu því, að hér þyngdist
fyrir fæti eftir fyrsta fjör-
kippinn. Almenna bængt-
skráín um endurbætur á
verzlunarmálum 1795 er ljós
vottpr þessara. vonbrigða.
Hér var óhægt um vik, enda
varð enginn árangur af bæn
arskránni. Því næst gengu
styrjaldartímar í garð, oe
komu þeir eigi aðeins hart
niður á landsmönnum, held-
ur og á kaupmönnum, sem
hér ráku verzlun, en glöggt
vitni um það er, að ýmsir
þeirra. sem byrjuðu að verzla
hér 1788, urðu að gefast upp
á styrjaldarárunum.eða í lok
þeirra. Má þar til nefna að-
alkaupmennina á Akureyri,
L.ynge og Kyhn, Hansteen í
Húsavík og Schram í Höfða-
kaupstað. svo dæmi séu
nefnd. Tilraun, sem Magnús
Stephensen stóð að 1815—
1816 um rýmkun á verzlun-
arlögum, helzt frjálsa verzl-
un, kom fram á sama tíma
og kaupmenn áttu yfirleitt
i ströngustu að stríða vegna
áfalla styrjaldaráranna og
fjárhruns þess, sem varð í
Danaveldi upp úr styrjöld-
inni. Þegar af þeirri ástæðu
vildi stjórnin engar teljandi
breytingar gera. Hins vegar
raknaði heldur fram úr um
hagi verzlunarinnar yfirleitt
um og upp úr 1820, og var þá
þolanlegra ástandið en verið
hafði.
1. maí 1820 æskti stjórnin
álits amtmanna um það,
hvort ekki myndi ráðlegt að
rýmka nokkuð um verzlun-
arleyfi erlendra manna hér
á landi ,en samkvæmt til-
skipun 11. sept. 1816 var
rentukammerinu heimiiað
að gefa erlendum skipum
vegabréf, er heimilaði þeim
að sigla hingað og eiga við-
skipti vð landsmenn sam-
kvæmt reglum, sem giltu um
Jausakaupmenn. Undanþága
þessi átti fyrst og fremst að
gera það mögulegt, að Norð-
menn gætu siglt hingað með
timburfarm, en með friðar-
gerðinni í Wien 1814 hafði
Noregur gengið undan Dana-
veldi og mátti því, að ó-
breyttum ákvæðum verzlun-
arlaganna, engin bein við-
skipti hafa við ísland. í
fyrstu framkvæmdi rentu-
kammerið undanþáguá-
kvæðið þannig, að heimta
svo hátt gjald fyrir leyfis-
bréfin, að n^umast var unnt
að sæta sliku Nú lát stjórnin
í það skin ». að hér kynni að
vera breytinga þörf o® s'-ndi
það líka í verki með kon-
ungsúrskurðj 30. maí 1821,
er heim.ilaði rentu'remmer-
inu að fe’.la niður lestagjöid
af timburförmum frá ,/ t-
löndum", þ. e. Noregi. Kaup-
ir.enn mótmæ'.tu bessu kröft
uglega, Hér var hins vegar
um svo br 'na nauðsyn að
ræða, að eigi ^ar unnt ann-
að en að greiða fyrir timbur-
flutningum til land ins. En
af þessu umtali komst nv
hreyfing á verz'unarmálið.
Frá amtmönnum og f'eirum
hér á landi bárust stiórninni
tillögur um málið. sem ekki
var unnt að ga-nga fram hjá
með öiiu. Stjórnin .skipaði
því nefnd í þetta mál 1834.
Hér verður ekki rætt um
nefnd þessa og störf hennar,
en nokkuð er frá þeim sagt
í ævisögu Bjarna amtmanns
Þorsteínssonar, sbr. Merkir
íslendingar II. bd. Varð lít-
il ' niðurstaða af störfum
þessarar nefndar, enda stóðu
kaupmenn fast gegn öllum
gagngerðum breytingum á
verzlunarlögunum. Þó var
með opnu bréfi 28. des. 1836
rýmkað nokkuð um kjör
lausakaupmanna, enda fór
sigling þeirra hingað heldur
vaxandi síðan. Má reyndar
telja, að til þess styddi
fleira, svo sem vaxandi
frámleiðsla í landinu við
batnandi árferði upp úr
1840.
II.
Fram til þessa, höfðu
landsmenn sjálfir fátt lagt
til þessara mála, þegar .frá
er talin almenna bænar-
skráin 1795 og tillögur
Magnúsar Stephensens 1815
—1816, sem fyrr segir. Nú
verður á hersu nokkur breyt-
ing. Þegar hér er komið,
fram undir 1840, fer þeim
mönnum _óðum fækkandi,
sem alizt höfðu uop við ein-
okunarskipulagið og trúðu
því fastlega, eins og fjöldi
manns gerði undir lok ein-
okunarinnar, að með auknu
verzlunarfrelsi, væri stefnt
í tvísýnu um aðflutninga til
landsins. Dágott dæmi um
þennan hugsunarhátt, sem
kaupmenn reyndar ólu á
löngu eftir lok einokunar-
innar, eru ummæli eins höf-
uðklerks vestanlands og
merki. manns, síra Þorvalds
Böðvarssonar í Holti : Ön-
undarfirði í bréfi til R. K.
Rasks 1816: „Mjög þykjaoss
ískyggilegar þær fréttir, sem
sumir höndlunarmenn okk-
ar hafa látið út berast í sum
ar, þ.e. að jöfur ætlj að leyfa
öllum þjóðum ótakmarkaða
höndlun við ís'and ... þá
vildi ég vera burtu héðan.
E'ræs^o. bótin er.^5 és vona,
að betta sé skakkt hermt og
ekki nema á aðra hliðina.
Mig langar ekki eftir meiri
hönd’unarfríheitum en við
höfum r.otið í sumar og í
fvrra og hefi bá trú, að á ig-
komulag vort að svo stöddu
leyíi þau ekki stærri“. Hin-
ir yngri menn, sem óbundnir
voru af hinum gamla skoð-
unarhætti frá einokunar-
öld, hlutu að líta málið öðr-
um augum. Það brást heldur
ekki; að þegar Baldvin Ein-
arsson hóf að rita um þjóð-
mál í Ármann á Alþingi,
kvað mjög við annan tón, er
minnzt var á bessi efni, og
eigi var Tómas Sæmundsson
og félagar hans í vafa um
nauðsyn þess að létta verzl-
unarhöftunum af með öllu.
Kom og brátt í ljós, hver vilji
þjóðarinnar var í þessu máli.
Á árunum 1838—1840 urðu
alimiklar umræður um verzl-
unina, en i fyrstu snerust
þær einkum að framkvæmd
fríhöndlunarlaganna, en til-
efnið var það, að mjög þótti
þá á bví bera, að einstakir
karipmenn reyndu að ná yf-
irráðum yfir verzluninni á
æ fleiri stöðum, t. d. með því
að kaupa verzlanir af keppi-
nautum sínum og hafa svo
fleiri búðir en eina í hverjum
verzlunarstað, t. d. í Reykja-
v.:k, og á Akureyri, þar sem
Johan Gudmann réð öllu að
kalla.Málið kom fyrri Hróars
kelduþing 1838—39, en eigi
vannst annað á en það, að
rýmkað var enn um aðflutn-
inga á timbri. Hins vegar lík-
aði forgöngumönnum sunn-
lenzka ávarpsins frá 1838
lítt, hversu Hróarskeldu-
þingið tók i óskir þær, sem
þar komu fram um bann við
því að kaupmenn ættu fleiri
sölubúðir en eina í kaupstað
hverjum. Gekkst Þórður
Sveinbjörnsson yfirdómari
fyrir því á fundum embætt-
ismannanefndarinnar 1839,
að kaupmönnum yrði bann-
að að hafa fleiri búðir en
eina í kaupstað hverjum, og
féllst Hróarkelduþingið á
þetta 1840. Hér var litlu á-
orkað, enda lítils beiðst Má
og fara nærri um það, að
Þórður Syeinbjörnsson var
ekki l.klegur til stórræða í
verz'unarmálunum, en um
það kemst hann sjálfur svo
að orði í ritgerð, er hann
samdi um þetta leyti: „Út-
víkkað leyfi til utanríkis-
höndlunar við ísland, eða
að sækja um, að íslands-
höndlun frígefist öllum þjóð
um, meina ég eins óráðlegt
sem gagnlaust uppá að
fara.“
III.
Nú höfðu menn bollalagt
um verzlunarmál íslands í
um aldarfjórðung, allt frá
1815, er Magnús Stephensen
vildi koma fram fullu verzl-
unarfrelsi og til þess. er
Þórður Sveinbjörnsson kom
fram hinni lítilvægu breyt-
ingu á verzlunarlögunum
1840. sem fyrr greinir. Sé til
forgöngumannanna litið,
var um mikla afturför að
ræða, sbr. orð þau sem áður
voru tilfærð eftir Þórði
Sveinbj örnssyni. En sem bet-
ur fór túlka bau ekki viðhorf
hinna yngri manna, og úr
þeirra hóni kom nú fram í
þessum svifum sá hiaðurinn.
er á næstu 15 árum átti að
hafa forgönguna um baráttu
fyrir fullu verzlunarfrelsi og
leiða hana til lykta með full-
um sigri. Sá maður var Jón
Sigurðsson.
Á Hróarskeldubingi 1840
varð íslands kaupmaður
einn, P. C. Knutzon, helzt
til andmæla gegn tillögum
þeim, er frá íslandi höfðu
komið um breytingar á
verzlunarlögunum, en í raun
inni var málinu að verulegu
leyti stefnt gegn honum og
verzlunarháttum hans. Vildi
hann bera allt til baka. sem
fram var fært til stuðnings
tillögum þessum. Þóttust ís-
lendingar ekki mega hjá
sitja með öllu og urðu af
þessu allhvassar ritdeilur í
Kaupmannahafnarblöðum á
árunum 1840—1841. Átti Jón
Sigurðsson mestan þátt í
þersu af hálfu íslendinga,
en af hálfu selstöðukaup-
Wflnna þeir Knutzon og
Wulff. Veitti beim miður i
deilunni, en vörn Jóns Sig-
urðssonar fyrir málstað ís-
lendinga snerist brátt upp í
sókn, er hann krafðist þess,
að verzlunin væri gefin al-
gerlega frjáls. Má kalla, að
Jón Sigurðsson byrjaði
ítjórnmálaferil sinn með af-
skiptum sinum af þessu máli.
Um sama leyti og i likum
anda ritaði Tómas Sæm-
undsson langa ritgerð um
verzlunarmálið, er prentuð
var eftir dauða hans í Þrjár
ritgerðir 1841. Máiinu fylgdi
svo Jón Sigurðsson eftir með
ritgerð sinni Um verzlun á
íslandi í Nýjum félagsritum
1843, þar sem hann rakti
verzlunarmálið frá rótum af
miklum lærdómi, fjöri og
rannfæringarhita. Um þetta
mál höföu ýmsir áður ritað
af góðri þekkingu og skyn-
samlegu viti. Má þar nefna
Skúla Magnússon, Jón Ei-
ríksson, Þorkel Jónsson
Fjeldsted, Magnús Steph-
ensen, Stefán Þórarinsson
og Ólaf Stephensen af hálfu
íslendinga, og auk þeirra
menn eins og C. U. D. Egg-
ers og Carl Pontoppidan.svo
nokkrir séu nefndir En þess-
ir menn rituðu á erlenda
tungu, sneru máli sínu til
konungs eða ríklsstjórnar
og rit þessi urðu fáum kunn
hér á landi, þau sem annars
voru prentuð oa komust út
fyrir múra stjórnardeild-
anna. Ritgerðir Jóns Sigurðs
sonar og Tómasar Sæmunds
sonar voru aftur á móti stíl-
aðar til þjóðarinnar sjálfr-
ar. Og þær höfðu þegar
djúntæk og almenn áhrif.
Með ritgerð sinni Um verzlun
á íslandi, 1843, er áréttuð var
og nokkru aukin með ritgerð
Um féiagsskap og samtök, er
birtist í Nýjum félagsritum
árið eftir, 1844, benti Jón
Sigurðsson á helztu úrræði
til þess að koma verzlunar-
málunum í viðunandi horf.
í fyrsta lagi yrðu menn að
hafa sterk og einhuga sam-
tök um að skora á Aiþingi,
er það kæmi saman, að hefja
IrHllIlig' leu lieyKjavlK IU tyrj.1' raiiucgu. avu U—». i'i U, u Íuw a (Uiuæu u jítiðlai vcfuuuui U lolaíiUi,
ber höfuðborgin annan svip.