Tíminn - 01.04.1955, Qupperneq 11

Tíminn - 01.04.1955, Qupperneq 11
Tíminti Aldarafmæli frjálsrar verzlunar á ísandi. 11 því til framgangs fyrirtæk- isins. fundur sá haldinn, sem ráð- gerðu rhafði verið( og ég hefi nú skýrt frá. Þessi fundur var fjölmenn ur. Tíminn var haganlega valinn, tíð og færð góð, og áhugi manna fyrir málefn- inu hafði stórum aukizt og útbreiðst, frá því um haust- ið, og það, sem mest var um vert, að hinar beztu stoðir voru nú runnar undir það. Hin fyrsta gerðabók kaupfé- lagsins var nú tekin upp og mun hún bera með sér, hvað fram fór, þó skal drepið á það, sem ég man: Lagafrumvarpið var lítið rætt. Um það man ég ekki fullglöggt, hverjir höfund- arnir voru, eða hvort nokk- ur annar en Jón á Gautlönd- um ieit á uppkast mitt. Að lögunum samþykktum var valin stjórnarnefnd. Einum rómi var til formanns kjör- inn dbrm. Jón Sigurðsson \ Gautlöndum, og lít ég svo á, sem fleiri gera, að Kaupfé- lag Þingeyinga hafi með því vígst þeirri hamingju, er aldrei hefir yfirgefið að. og sem eg vona að ekki geri það enn um langan tíma. Á fundinum voru hluta- bréfin undirskrifuð af félags stjórn og þeim útbýtt í allar áttir. Pöntunarskrárnar frá sveitunum voru nú allar komnar, í einu og sama formi, og skyldi gerast úr þeim ein aðalskrá, til út- sendingar. Á þessum fundi réðist ég til allra framkvæmdarstarfa fyrir félagið, sem ég sá þó að hlaut að hafa mikiö og margt í för með sér, svo sem það: að leggja niður búskap á mikilhæfri jörð og flytia til Húsavíkur; því þó ekki gæti til fulls oröið af þeim flutningi fyrr en hús væri komið upp, varð að koma að því, ef allt gengi þolanlega fyrir mér og félaginu. — Ég sá ekki undanfæri. Ekki örlaði á því hjá nokkurum manni, svo ég vissi til, að hann vildi tak- ast þetta starf á hendur. Sú óttaþrungna alvara, sem, viðtengd áhugann, lá í loftinu umhverfis mig, — um framtíð mína og félags- ins —, risti djúpt hjá mér i þessum orðum Jóns föður- bróður míns á Þverá: „Mikið tekst á hendur frœndi minn!“ Ræðan var stutt, enda man ég hana gleggst frá fundinum. Annað er það, í heimferð minni daginn eftir, sem mér er eins minnisstætt. Leið min lá yfir Laxá, og ekki vegur að komast það, nema á skíðum yfir linfrosna jakastýflu. Fylgdarmaður minn var reyndur að óvar- færni í ferðum, og mér leizt miður vel á förina. Mér líð- ur seint úr minni, hve hrylli- leg var sú hugsjón, aö ná- lægt 400—500 krónur, sem ég liafði í vösunum frá fundar- mönnum, upp í vörupantan- ir, hyrfu þarna niður með mér, og má ske til eyðilegg- ingar fyrirtækinu. • Ég veit hvað ég hefi orð- ið feginn að standa á hörð- um austurbakka árinnar. Og þetta hvarflar nú fyrir mér sem draumspá, en ráðn- ing mín er þannig: Jaka- leiðin hefir máske verið 30 faðmar. Það hefir löngum litið tvísýnt út með fjárhag félagsins á hinum 30 starfs- árum þess, — straumiða und ir. Á þessum dögum hefir ráöizt breyting á lögum fé- lagsins, og su*nu, sem aldrei hefir breytt verið fyrri, t. d. inngönguskilyrðinu. Þetta bendir til þess, að félagið hafi nú fastara undir fram- göngu sínni en áður, eins og ég komst með fyrstu sam- lagspeninga þess á bakkann 21. Febrúar 1832. Með þeirri alvarlegu ósk og von, að ráðning mín reyn ist rétt, og hlýjum hug til þeirra, sem, fyrri og seinna, hafa unnið að því og vinna að því í einlægni, skal ég nú enda þessar línur. Þær urðu fleiri en ég ætlaði að þyrfti, til þess að tengja saman þessa drætti úr djúpi endur- minninganna, sem ég hefi strikað undir, þeir hverfa mér seinast.“ * Selstöðuverzlanirnar höfðu verið að mestu einráðar um verzlunina, þar til verzlun- arféélögin, sem áður voru nefnd, kornu við sögu. Þegar þau féllu úr fatinu, varð það til þess að auka verzlun hinna erlendu verzlana að nýju. Kf. Þingeyinga var því stofnað á mjög heppilegum tíma, til þess að halda áfram sókninni, þegar eldri félög- in urðu að láta undan síga. Með stofnun Kf. Þingey- inga var stigið gæfuríkt spor fyrir framtíðarheill sam vinnustefnunnar í landinu. Þegar verzlunarstjóri dönsku verzlunarinnar á Húsavík sá, að samtök bænd anna í héraðinu voru líkleg til lífs, en ekki aðeins dæg- urfluga, eins og margir höfðu haldið, sagði hann fé- laginu stríð á hendur. Voru það eðlileg viðbrögð hús- bóndaholls marms, vegna fyrirtækis, er hann yeitti forstöðu. Leikurinn var ö- jafn. Annarsvegar var fjár- sterkt, gamalgróið fyrir- tæki með alla aðstöðu betri, að því undanteknu, að til- gangur þess var sá að græða sem mest fé handa erlend- um eigendum, án tillits til afkomu héraðsins. Þar að auki fylgdi þessari verzlun, eins og öðrum selstöðuverzl- unum, ýmsir gallar á um- gengnismenningu og verzlun arsiðferði. Var það arfleifð eldri tíma. Hinsvegar var félagsskap- ur eignalítilla bænda, sem hvorki áttu stofnfé að heit- ið gæti, né reynslu í verzl- unarrekstri. Þess styrkur lá í óvenjulegum samtakamætti og vilja til að sigra og verðá óháður valdi verzlunarinnar. Stríðið þjappaði félags- mönnunum fastar saman, og lauk með algerðum sigri þeirra. Brátt voru önnur kaupfé- lög stofnuð að fyrirmynd Kf. Þingeyinga, einkum á Norðurlandi. Framanaf voru félögin rekin sem pöntunarfélög, en höfðu ekki opna, sölubúð. Sum þeirra tóku þó fljótlega upp söludeildir, en héldu einnig pöntunarstarfsemi áfram. Kaupfélag Eyfirðinga tók uop Rochdale fyrirkomulag- ið 1906, og úr þyí önnur fé- lög að þess dæmi. Við þá skipulagsbreytingu efldust félögin mjög, og samkeppni þeirra við selstöðuverzlan- irnar varð umfangsmeiri en áður, einkum eftir að þau fóru að byggja sláturhús, koma á gæðamati á land- búnaðarvörum, svo að þær urðu útgengilegri á erlend- um mörkuðum heldur en áð- ur hafði þekkst. Þúóðhátíðin 1874, þegar landið fékk löggjafarvald og fjárforræði, hafði mjög vekjandi áhrif á hugi manna. Litið var til framtíð- arinnar bjartari augum en áður. í Þingeyjarsýslu var margt fróðleiksfúsra ungra manna; þeir urðu hrifnir af hinum frjálslyndu stefnum, sem þá voru að ryðja sér til rúms í álfunni. Og þegar þeir kynntust því, sem gerðist í samvinnumálum nágranna- landanna, hafði sú þekking samskonar áhrif á hugi þeirra eins og gróðrarskúr á valllendi á heitum vordegi. Samvinnan varð þeim hug- sjón, sem þeir urðu að vinna fylgi meðal fólksins í land- inu. Til þess að létta það verk og styrkja aðstöðu kaupíélaganna, álitu þeir nauðsynlegt að félögin stofn uðu samband sín á ntilli, Þeir gengust því fyrir sameigin- legum fundi kaupfélaga, sem haldinn var á Akpreyri 9. júni 1892. Tilgangur fund- arins var að koma á sam- bandi og samvinnu milli fé- iaganna á Norður- og Aust- urlandi. Fundurinn var hinn merkasti og gerði ýmsar samþykktir um hagsmuna- mál og samvinnu félaganna. Næsti fundur var haldinn 1 Reykjavík 26. júlí 1893. Ræddi hann lagafrumvarp fyrir væntanlegt samband, um vöruvöndun og gæðamat vara, ásamt ýmsu fleiru. Sendi og félögunum áskor- un um að gerast aðilar að sambandsstofnun o. fl. Hann ákvað næsta fund, er alþingi kæmi næst sam- an. Sá fundur var haldinn 1895 í Reykjavík. Þá var stofnað fyrra sambandið, Þingmannasambandið svo- kallaða. Þetta samband varð skammlíft, en þó mikilsvert. Það stóð að útgáfu „Tíma- rits kaupfélaganna“, er kom út 1896 og 97. Birti það merkar greinar um framtíð- arfyrirkomulag félaganna. 20. febrúar 1902 var stofn- að samband þingeysku fé- laganna. Þetta samband hef- ur dafnað til þess dags og orðið kaupfélögunum ómet- anleg lyftistöng í þróun þeirra og störfum. Samtímis því, sem kaup- félögunum fjölgaði og al- menningur í vaxandi mæli öðlaðist skilning á mikilvægi samtakanna fyrir eigin af- komu, drógust selstöðuverzl- anirnar saman og týndu töl- unni, þar til sú síðasta hætti 1933. Hallgrímur Kristinsson var kaupfélagsstjóri Kf. Eyfirð- inga frá 1902, og þar til hann varð forstjóri Sambandsins. Það varð hans hlutskipti að byggja upp bæði þessi mesfu fyrirtæki samvinnumanna. Hallgrímur var mikill hug- sjónamaður og hafði í huga miklar áætlanir um fram- tíðarbyggingu samvínnufé- laganna og Samhandsins. Margar þeirra hafa komizt í framkvæmd nú á síðustu ár- um. Hallgrímur lézt 1923. Áhrif hans á verzlunarsögu iandsins á þessari öld voru mikil og verða varanleg. I að var hugsjón a’lra góðra íslendinga að gara verzlunina innlenda. Þessu takmarki er náð að mestu. Dr >gstan þátt í þessu verki átti fólkið, sem sameinaði krafta sína í kaupfélögunum og öðrum sainvinnufélögum landsins. Samvinnuhugsjónin hefur átt og á marga afburðamenn, sem unnið hafa þjóðinni ó- metanlegt gagn á sviði verzlunar og menningar. Þeir hafa átt sinn stóra þátt i því að gera hugsjónir trautryðjandans og foringj- ans mikla, Jóns Sigurðsson- ar forseta, að veruleika. Fyrir hundrað árum var þjóðin snauö af veraldar- auð. Arðurinn af striti hennar fór til að byggja upp atvinnuvegi annars lands. Ef óvænta erfiðleika bar að höndum, var hún sökum alls- leysis varbúin að mæta þeim. Menn og skepnur urðu að deyja drottni sínum úr harðrétti. Allur búskapur og tækni var á frumstigi. Skól- ar fáir og fátæklegir og erf- itt fjnir æskuna að afla sér menntunar o.s.frv. í'ú er útlitið annað. Nú er unnið afl úr fossanna skrúða. Stærðar floti vélknúinna skipa sækia á fiskimiðin og giæsilegur kaupskipafloti plægir heimsins höf. Menn þeysa á nokkrum kiukku- tímum milli landshorna og heimsálfa með bílum og flugvélum. Árlega er stórum flákum mýra og móa breytt 1 rækt- að land, og fegurstu blóm og suðræn aldin ræktuð við j arðhita. „Brauð veitir sonum móður- moldin frjóa,, menningin vex i iundi nýrra skóga.“ Hugsjónir hafa rætzt. Hvernig verður um að litast að 100 árum Jiðnum? SICLUFJ ’isMMlj. KÓPMKtW tCllSSIAÐlR '""'"‘T " — iM wmm* . • c i'i ffeHDllT TffeD .. ' i •• [-■Mt1ii.il. ....

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.