Tíminn - 14.04.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 14. apríl 1955.
83. bla&
6
PJÓDIEIKHÖSID
Fœdd í gœr
Sýning í kvöld kl. 20.
Gullna hliðið
Sýning laugardag kl. 20.
Aðeins tvær sýnlngar eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20. Tekið á móti pöntun-
um. Sími 8-2345, tvær línur. —
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Gullni hauUurinn
(Golden Hawk)
Afburða skemmtileg og spenn-
andi, ný, amerísk mynd eðli-
legum litum. Gerð eftir sam-
nefndri metsölubók, „Prank
Yerby“, sem kom neðanmáls 1
Morgunblaðinu.
Rhonda Flemlng,
Sterling Hayden.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÖ
Btrnl 147».
Á örlugastundu
(Lone Star)
Stórfengleg bandarísk kvikmynd
frá MGM.
Aðalhlutverk:
Clark Gable,
Ava Gardner,
Broderick Crawford.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn innan 14 ára fá ekki aSg,
NÝJA BÍÖ
Sími 1544.
Paradísarfuglinn
(Bird of Paradise)
Seiðmögnuð, spennandi og ævin
týrarik litmynd frá Suðurhöfum
Aðalhlutverk:
Louis Jourdan,
Debra Paget,
Jeff Chandler.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Peningar
að heiman
(Money from home)
Bráðskemmtileg ný amerísk
gamanmynd í litum.
Aðalhlutverk hinir heimsfrægu
skopleikarar
Dean Martin og Jerry Lewis.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÖ
- HAFNARFIRÐI -
Æsleu tí 'villigötum
Mjög spennandi og viðburðarík,
ný, dönsk kvikmynd, er fjallar
um æskufólk, sem lendir á villu-
götum.
Aðalhlutverk:
Ib Mossin,
Birgitte Bruun.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
UEIKFÉIAG
reykjavíkur
Frænka Charleys
Gamanleikurinn góðkunni.
Sýning í kvöld kl. 8.
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldir eitir kl. 2.
Sími
AUSTURBÆJARBÍÓ
Alltaf rúm fyrir
einn
(Room for one more)
Bráðskemmtileg og hrífandi, ný,
amerísk gamanmynd, sem er
einhver sú bezta, sem Banda-
ríkjamenn hafa framleitt hin
síðari ár, enda var hún valin til
sýningar á kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum í fyrnn^^^^^^
Aðalhlutverk:
Gary Grant,
Bet Drake,
og „fimn. oráðskemmtilegir
krakkar".
Sýnd kl. 5 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Bimi nn
Líhnandi hönd
(Sauerbruch, Das war mein
Leben)
Framúrskarandi, ný, þýzk .ór-
mynd, byggð á sjálfsævisögu
hins heimsfræga þýzka kurð-
læknis og vísindamanns, Ferdi-
nands Sauerbruchs. Bókin, sem
nefnist á frummálinu „Das war
mein Leben“, kom út á íslenzku
undir nafninu „Liknandi hönd“
og varð metsölubók fyrir síðustu
jól.
Aðalhlutverk:
Ewald Balser.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hafnarfjarð-
arbíó
Síml 9249.
Rödd blóðsins
9249
Hrífandi, frönsk, kvikmynd erð
'eftir hugmynd hinnar frægu
þýzku skáldkonu Ginu Kaus. —
Myndin fjallar um efni, sem öll-
'um mun verða ógleymanleg.
Aðalhlutverk:
Annle Ducaux,
Corinne Luchalre.
Myndin hefir ekki verið ýnd
áður hér á landi.
Danskur skýringatextl.
Sýnd kl. 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
Simi 8444
Örœfaherdeldin
(Desert Legion)
Alan Ladd,
Arlene Dahl,
Richard Conte.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Amerísk
leikritagerð
(Framhald af 5. síðu.)
Member of the Wedding", sem vakti
geysilega athýgli á Broadway. Mér
skilst, að hann fari þar sömu braut
ir og Tsjekovske. Annað skáld hins
nýja stíls, Truman Capote, hefir
náð talsverðri hylli leiklistarunn-
enda.
Þegar amerískir leikgagnrýnend-
lb Henrik Cavling:
KARLOTTA
ur leitast við að skýra leikbókmennt
ir samlanda sinna, kennir metnað-
ar vegna hins hraða framgangs
amerískrar leikritagerðar. Margir
þeirra eru, og með fullum rétti, stolt
ir vegna þeirra áhrifa, sem amerísk
leikritagerð hefir valdið. En amerísk
ir gagnrýnendur eru jafnframt fúsir
til að viðurkenna afrek annarra.
Við verðum oft varir við þá tilfinn
ingu meðal Ameríkumanna, að raun
verulega hafi amerísk leikritagerð
aldrei átt sér eins djúpar rætur og
leikrit Ibsens, að O’Neill sé ein-
ungis skuggi hins mikia Strindbergs,
að víðátta og lífskraftur Shaws sé
Ameríkumönnum framandi og að
hin djúpa innsýn Frakka eigi sér
enga hliðstæðu í leikmenntinni á
Broadway. Það er virðingarvert, þeg
ar menn, sem dæma þann ávöxt,
sem vaxið hefir á þeirra eigin landi,
eru réttsýnir og gera miklar kröfur.
Sjálfsgagnrýnin er nauðsynleg til
þess að verkin megi fara batnandi.
En í öllum sínum áhuga fyrir fram
gangi amerískrar leikritagerðar
hafa sumir amerískir gagnrýnendur
beinlínis rýrt gildi leikritagerðarinn
ar í augum samlanda sinna. Því að
enginn mun neita því, að amerísk
leikritagerð hefir á síðustu þrjátíu
árum verið gædd miklum lífskrafti,
og haft á ýmsan hátt gagnleg áhrif
á leiklistina í Evrópu.
Eins og kunnugt er, hafa einhv.rj
ir hinna vinsælustu gamanleikja
þessarar aldar komið frá banda-
rískum skáldum. Og ekki má gleyma
öllum þeim aragrúa léttra söng-
leikja, sem okkur hafa borizt þaðan,
en þeir út af fyrir sig væru efni í
sérstaka grein. Yfirleitt má segja,
að amerísk leikritagerð einkennist
af frumleik og skilningi á þeim
möguleikum, sem leiksviðið veitir.
Og þess einkenni hafa haft varan-
leg áhrif á leikritagerð og leiksviðs-
tækni Evrópumanna.
Fuska knattspyrnan
(Framhald af 4. sfðu.)
Leicester 37 10 10 i 17 65-80 30
Sheff. Wed. 39 6 10 i 23 55-97 22
1 i. deild.
Blackburn 39 22 4 13 113-76 48
Leeds Utd. 39 21 6 12 63-50 48
Luton Town 37 20 7 10 77-49 47
Birmingham 36 19 8 9 77-37 46
West Ham 37 18 9 10 71-59 45
Rotherham 36 20 4 12 80-60 44
Stoke City 3517 9 9 59-40 43
Notts County 37 19 4 14 69-65 42
Bristol Rov. 37 17 7 13 70-62 41
Middlesbro 38 18 4 16 67-74 40
Swansea 36 15 7 15 77-71 37
Bury 37 14 8 15 69-66 36
Fulham 36 13 10 13 68-69 36
Liverpool 37 14 8 15 79-82 36
Nottm. Forest 37 15 5 17 51-55 35
Lincoln City 37 11 9 17 62-74 31
Hull City 37 11 9 17 42-60 31
Doncaster 37 13 5 19 53-84 31
Port Vale 37 9 11 17 39-63 29
Plymouth 39 10 7 22 53-80 27
Ipswich 37 10 4 23 52-86 24
Derby County 39 6 9 24 49-78 21
| VOLTI
jjjgl aflagnir
| afvélaverkstæði |
|| afvéla- og
I ® * aftækjaviðgerðir 1
s s
1 1
! Norðurstíg 3 A. Sími 6458.;
áMmiiiiimianuummMmiiiuiHiiwninnnuiiimuaal
í eldhúsið. Karlotta skalf af reiöi. — Farðu, farðu, ef
mammaþín.... ' '
— Mamma er uppi á lofti, sagði hann hraðmæltur.
Karlotta, ég elska....
— Æi, þegiðu. Hættu þessu rugli. Karlotta var hrædd.
Hún var sem sært dýr. Eina hugsun hennar var sú, að
reyna að sleppa brott. George reyndi að grípa hana, er hún
smaug framhjá honum, en hún komst fram og hljóp upp
stigann. ■(. ;r i í (ÍJÍSá &'Xi
Hún þreifaði sig áfram í myrkum ganginum að herbergi
sínu. Þegar þangað kom, kveikti hún ljósið, lokaði dyruti
um og hallaði sér upp að hurðinni. Það var enginn lykiil
í skráargatinu, svo að hún gat ekki læst. Sér til léttis heyrði
hún, að George elti hana ekki. Smátt og smátt varð hún.
rólegri og dró að lokum gamla þvottaborðið fyrir hurðina.
Svo settist Karlotta á rúmstokkinn. Þótt herbergið væri
svo fátæklega búið, að ógerlegt hefði verið að finna nokk
urt herbergi líkt því í Börstrup, þótti henni vænt um þetta
hæli. Hér var hún ein og laus við fólkið. Aðeins Sörensen ’
forstöðumaður heimilisins hafði heimsótt hana hingað. Það
var af ótta við endurtekna heimsókn hans, sem hún gerðí'
þá varúðarráðstöfun á hverju kvöldi að draga þvottaborðið
fyrir dyrnar.
Þannig sat Karlotta í hnipri á rúmstokknum fulla klukku
stund. Smátt og smátt tóku hugsanir hennar venjulega
stefnu. Hún fann hvorki til reiði né haturs, aðeins ótta.‘
Oft hafði hún sagt það við sjálfa sig síðustu vikurnar, að
enn gæti ástandið ekki versnað, en þó hafði það sífellt versn-«
að. Það virtust engin takmörk fyrir því, sem á hana var
lagt. Karlotta hugleiddi kjör sín af mikilli alvöru. Ein hugs
un sótti sífellt að henni. Hún var ekki ný, en til þessa hafði
hún hrundið henni frá sér, því að henni fannst það of mik-.
ill heigulsháttur að gefast upp. En nú fannst henni það ekki
standa í veginum lengur. Lífið hafði reynzt henni þannig,
að henni var sama, hvað fólk mundi hugsa eða . segja ura
hana á eftir.
Hið eina, sem enn aftraði henni, var hugsunin um Bruns
lyfsala og Birtu dóttur hans í Börstrup. En aðeins einni
klukkustund eftir að Karlotta hafði setzt á rúmstokki,nn,
virtist henni sú hindrun ekki lengur til fyrirstöðu heldur.
Þegar ákvörðunin hafði verið tekin, hvarf henni allt
ráðaleysi. Nú var að láta til skarar skríða. Hún reis á fsétur
og gekk að borðskriflinu. Úr tösku sinni dró hún hálfskrif
að bréf. Síðustu kvöldunum hafði hún eytt við að skrifa
Birtu þetta bréf. Það var nákvæm frásögn á því, sem á daga
hennar hafði drifið, harmsaga ungrar og foreldralausrar
stúlku. Kalotta hafði sagt henni frá Frakkanum, töskunnl
og þjófnaðarákærunni, og síðan hvað á dagana hafði drifið
eftir að hún kom á heimili Sörensens forstöðumanns stúlkna-
heimilisins. Þessi frásögn hafði verið skrifuð án tára. Kar-
lotta áleit, að hún hefði úthellt síðustu tárum sínum nótfl
ina, sem hún dvaldizt i klefa lögreglustöðvarinnar.
Karlotta skrúfaði hettuna af lindarpennanum. Hann
hafði verið eign föður hennar, og Karlottu fannst sem eitfl
hvað af styrk hans rynni til sín, þegar hún handlék þenn
an penna. Karlotta las síðustu línurnar, sem húri hafði
skrifað. Það var þó ekki nauðsynlegt, því að hún mundi þær
vel. Hún var komin að heimsókn Sörensens, en þar hafði
hún hætt vegna þess, að hún veigraði sér við að færa þá
sögu í letur. En nú skyldi það gert. Karlotta hélt áfram:
„2. júlí 1938. Klukkan 8 að kvöldi í herbergi mínu. Kæra
Birta. Dropinn, sem ég minntist á fyrr í bréfinu, hefir nú
fyllt bikarinn, og ég hef ákveðið að gefast upp. En þar sem
álit þitt og foreldra þinna er hið eina, sem ég læt mig ein-
hverju varða, verður þú að fá vitneskju um öll þau atvik,
sem valda því, að ég kveð lífið. Ég er viss um, að þú og
fjölskylda þín munu skilja mig, og ég veit, að þið teljið
ekki þetta örþrifaráð ungrar og örvilnaðrar stúlku til syndar.
Ég var þar komin síðast í bréfinu, er Sörensen húsbónd
inn hér barði að dyrum hjá mér. Ég get því miður ekki læsfl
dyrunum. Klukkan var farin að ganga tíu, og ég var hátfl
uð. Frú Sörensen var á safnaðarfundi, og Georg var víst
ekki heima heldur. Ég hafði óttazt Sörensen frá því ég kom
hingað. Það voru augu hans, sem ég óttaðist. Ég hafði það
á tilfinningunni, að hann horfði á mig græðgisaugum, og
ég hef svo oft séð þetta tillit hjá karlmönnum. Ég reyndi
að telja mér trú um, að þetta væri ástæðulaus ótti og ímynd
un, en þegar hann kom inn þetta kvöld, sá ég, að svo hafði
ekki verið.
Sörensen settist á rúmstokk minn og sagði smjaðurslega,
þegar hann sá, að ég var hrædd, að hann þyrfti að ræða
alvörumál við mig. Til allrar óhamingju hafði ég þetta
sama kvöld þvegið eina náttkjólinn minn og var aðéins í
ullartreyju. Auðvitað dró ég ábreiðuna alveg upp að höku,
en ég gleymi aldrei tilliti hans, þegar hann horfði á bera,
handleggi mína. Þetta var versta martröð. Svo fór h'ann
að spyrja mig um fortíð mína. Hann fór að spyrja mig
um karlmenn, sem hann gerði ráð fyrir að ég hefði þékkt..
Svo fór hann að reyna að draga ábreiðuna frá hálsi míiW
um, og þegar ég sá drættina kringum munn hans, vissi ég
hvað í vændum var. Hann var reiðubúinn að beita valdi,
ef ég vildi ekki láta undan með góðu. Ég var sem lömuð af
skelfingu.
Birta, aldrei hafði mér komið til hugar, að ég ætti eftir