Tíminn - 23.04.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 23. apríl 1955. 3, Hvaö óttast kommún istar í Kópavogi? Eftir Hannes Jónsson félagsfræðing Fram að þessu hafa það ékki þótt stórtíðindi á lands- mæhkvarða þótt hreppsfé- lagi, sem hefir yfir 1000 íbúa, hvað þá fleiri, hafi með lögum verið breytt í kaupstað tU þess að koma þar á fastari skipan mála svo og til þess að láta íbúana njóta þess hagræðis, sem kaupstaðarréttindin veita svo fjölmennum byggðarlög- um. Alþingismenn hafa séð þörfina á því, að breyta svo fjölmennum hreppum í kaup stað, eins og t. d. Finnbogi Rútur Valdemarsson sá, þeg ar hann flutti sína jómfrú- ræðu á Alþingi 1949 um kaup staðarréttindi tU handa Húsa vík, og sagði, að bæjarrétt- indi væru æskileg fyrir Húsa vík og taldi augljóst að sér- stakar þarfir mæltu með kaupstaðarréttindum þar vegna þess að íbúatalan væri komin á annað þúsund. f dag er íbúatalan í Kópa- vogshreppi á fjórða þúsund, og meirihluti íbúanna á kosn ingaaldri telur það mikið hagsmunamál, að samfélag- ið öðlist þessi réttindi, svo sem 814 áskorunarundirskrift ir þeirra sanna. Mönnum hefir ekki þótt nein sérstök ástæða til þess að gera mikið veður út af því á Alþingi í þau 13. skiptþ sem lög um bæjarréttindi hafa verið samþykkt þar. En nú í 14 skiptið, logar allt í mál- þófi og þrasi um breytingu 14. hreppsfél. í kaupstað. Fylgjendur málsins hafa ekki látið málþóf kommún- ista á sig fá. Þegar málið kom frá nefnd létu þeir sér nægja að tala í 7 mínútur. En komm únistum nægði ekki minna en 7 klst. og 12 mínútur, og odd viti hreppsins hefir á opin- berum fundi lýst yfir því, að hann muni krefjast útvarps umræðna um máhð, þegar það kemur fyrir efri dehd Álþingis Sýnilega er kaupstaðarétt- indamál Kópavogsbúa stór- mál í augum kommúnista. Þeir vilja tefja málið hvað sem það kostar og láta fram gang ýmissa stórmála eins og húsnæðismálsins tefjast vegna málþófs um Kópavogs málið. Af bessu verður ekki dregin cnnur ályktun en sú, að kommúnistar telja Kópa- vogsmálið þýðingarmeira fyrir sig en þau merku um- bótamál, sem fyrir Alþingi liggja nú. En hvers vegna er Kópa- vogsmálið svona stórt í aug- um kommúnista? Það er vegna þess, að Kópavogur er eitt af aðalhreiðrum komm- únista og þeir óttast að það sé nú í hættu, ef tU kosninga kemur. Menn skyldu þó að óreyndu ætla, að jafn kokhraustir menn og kommúnistar eru væru ekki hræddir við kosn- ingar í byggðarlagi, þar sem þeu- hafa fengið að láta ljós sitt skína yfir framkvæmdun um frá því að hreppsfélagið var stofnað. Við hvað eru kommúnistar hræddir, þegar svona er á- statt? Þeir hafa veitt okkur sælu stjórnsemi sinnar síðan hreppsfélagið var stofnað. Þeir eru hræddir v^ð síri eig in verk. Þeir eru hræddir við framkvæmdaleysið, þeir eru hræddir yið fjármálasukkið, sem lýsrr sér í því, að enn hafa ekki verið gerðir upp hreppsreikningar fyrir 1954, enn ekki sanrin fjárhagsáætl un fyrri árið 1955 og fé aus ið í heimildarleysi í ýmsar greinar og vanrækt að greiða annað svo sem fjárhagsáætl unin og hreppsreikningar fyr ir 1953 sanna bezt. Þeri eru hræddir við út- svarsálög arnar, sem eru hærri en í öðrum sambærileg um stöðum. Þeir eru hræddir við skolp lækma, sem renna meðíram húsum okkar Kópavogsbúa, og við viljum ekki hafa þar lengur. Þeir eru hræddir við fullu sorptunnurnar, sem ekki e>'u tæmdar nema endrum og eins. Þeir eru hræddir v^ð vald- nýðsluna sem á þá hefir sann azt í sambandi við hrepps- nefndarfundarsköp, lóðamál- in og byggingarleyfisveiting- arnar. Þeir eru hræddir við margt fleira, en hræddastir þó við heilbrigða dómgreind íbú- anna í Kópavogshreppi. Þeir eru hræddir við heU- brigða dómgreind íbúanna í Kópavogshreppi. Vegna þessarar hræðslu nota þeir nú allar reglur hinn ar maxistisku fræðibókar um pólitíska taktík og dialektik materíalismans til þéss að koma málinu fyrir kattarnef. Þeir halda uppi málþófi á Alþingi og hvar sem málið er rætt. Þeir véfengja áskorunar- undirskriftir 814 íbúa hrepps ins með því að láta bera þær saman við kjörskrá byggða á næstum tveggja ára mann- tali, en vanrækja að semja nýja kjöfrskrá samkvæmt manntali 1954, svo að ekki sé hægt að bera áskorunarund- irskriftirnar saman við hana. Þeir rægja persónulega eins og þeir geta þá einstaklinga, sem berjast fyrir hagsmun- um Kópavogsbúa í máli þessu. Þeir ljúga á opinberum fundum, og eru nú orðnir vottfasrir ósannindamenn fyrir rétti. Þeir reyna með persónuleg um fagurgala og einkav’ðtöl um að beita fyrir sér einföld um sakleysmgjum, sem ekki hafa þekkingu á málinu. Þeir reyna að rugla málið með því að krefjast þess, sem ekki er mögulegt í svipinn, þ. e. sameiningu við Reykjavík, en fella tillögur hreppsnefnd arminnihlutans um það að leita til Reykjavíkur með fyrirspurnir tU þess að upp- lýsa og undirbúa sameiningu við Reykjavík. Er ekki augljóst, hvað bak við liggur En getur Alþingi íslendinga lárið andstæðinga þjóðskipu- lags okkar misbjóða þhig- ræðinu svo til lengdar, getur það látið kommúnist- um haldast uppi slíkt málþóf? Er Kópavogsmálið ekki að komast á það stig, að það sé orðið stórmál á landsmæli kvarða, þ. e. að það sé orðið spurningin um það, hvort minnihluti eigi að hafa að- stöðu til þess að misbeita þingræðinu og misbjóða því með málþófi til þess að meiri hlutanum gefist ekki kostur á að áfgreiða þetta og ýmiss önnur þýðingarmikil mál, er fyrir Alþingi Uggja núna? Hafa augu manna ekki opn ast fyrir starfsaðferðum kommúnista einmitt við af- greiðslu þessa máls? *• < &5riclcj ejiáttur Alþjóðabridgemótinu í Monte Carlo er nú lokið, en nokkuð var skýrt frá tilhög- un mótsins i þætti hér ný- lega. 36 kunnir sp'larar víðs- vegar úr heiminuin tóku þátt í mótinu. Einmenningskeppni móts- ins lauk þanr.ig, að sigurveg- ari varð Hollendingurinn Goudsmith. Harrison Gray, Englandi, var í öðru særi og Belginn Finckelstem í þriðja. Ensku heimsmeistararnir tóku ekki þátt í keppninni, en Bandaríkjamaðurinn Mate sem spilaði á móti þeim í heimsmeistarakeppninni, náði ekki betri árangri en 20. sæti. Schneider, Austurríki, var nr. 14, Bandaríkiamað- urinn Goren, fyrrum heims- meistari, 15. Svisslendingur- inn Besse 16 og SvUnn Wohl- in, sem sigraði á mótinu í fyrra, varð nr, 18. Eini Norð- urlandabúinn sem tck þátt í mórinu auk hans, Svíinn Jannersten, varð nr. 10. Þau spil, sem birt verða hér á eftir, komu fyrir á mófc inu og töpuðust á öllum borð um, þött segja megi, að vinn ingsmöguleiki sé nógu einfald ur í þeim. Slæmri legu var kennt um það, og vissulega gat hún verið betri, en það er önnur saga. A ¥ ♦ * D G 2 9 8 6 2 K 9 5 3 G 7 7 5 K 7 4 G 10 7 2 Á K 8 3 A ¥ ♦ * 9 4 G 10 5 3 Á 8 4 9 5 4 2 A A K 10 8 6 3 v Á D 4 D 6 * D 10 e Su5ur gaf, al’ir á hættu, og opn- | aði á spaða, vestur sagði pass, norð i ur 2 spaða og suður 4. i I Vestur soilaði úr laufa K og skipti síðan yfir í tromp. Suður tók trompin og spihð , er á borðinu ef hjarta K Ugg- ur rétt. Hann spilaði síðan út , laufi til að koma vestur inn ; og reyndi með því að fá gott ! útspil. En vestur var með á ! nótunum og spilað1 aftur ! laufi og suður fékk slaginn | á D. Því næst sphaði hann í sig inn í blindan á tromp og reyndi hjartasvínmgu, sem mistókst, og spilið tapaðist. Rétt er að spila strax tígli frá blindum efrir trompút- spilið. Austur má ekki taka á ásinn, og suður fær slag- inn á D. Því næst spilar hann tígli aftur og lætur vestur efrir slaginn. Vestur á nú ekkert betra útspil en tromp. Blmdur kemst Jnn og siðan er litlum tígli spilað, og þá fellur ásinn. Tígulkóngur er orðinn góður og innkoma er- fyrir hendi með því að trompa lauf. Suður losnar því við hjarta D á tígul K. Já, en ef tígul ás hefði nú verið hjá vestur? Ef svo hefði verið —1 og fyrst þá — var nægur tlmi til að reyna hjarta svín ingu. , * ¥ ♦ A Á 10 7 4 V 7 5 4 2 ♦ K G 5 * 8 4 K 3 2 K D G 8 7 10 7 6 5 3 A D G 9 3 V Á 10 9 8 3 ♦ 643 * 3 A 5 3 ¥ 6 ♦ Á D 10 9 2 * Á K D G 2 I Allir'á hættu. Suður opnaði á eia um ria-li. Norður sagði 1 spaða, suður 3 lauf, norður 3 tígla og suður fimm tíala. Útspil var hjarta kóngur og aftur hjarta. Fuðúr trompaði annað hiariað og áleit að létt væri vinr.á spilið með 5 tígul-, 5 lauf- og 1 spaðaslag. Þess ve?>:ra trompaði hann út og mPaði laufinu. En legan var slæm o? suður tapaði spilinu. Auðvitað var það slæmt að ’iurin skildu liggja þannig, en samt sem áður getur suð- rr unnið með því að trompa annað hjartað, spila síðan tígul Á og einu laufi. Því næst tígli og taka á kónginn og spila laufi frá blindum. Ef austur trompar kastar suður litla laufinu, síðan kastar hann þremur spöðum frá blindum á laufin, og trompar spaðann, sem hann á effcir á hendinni, í blindum. feiaft/w aM ogkostar^bur minna Með því að nota Rinso fáið þér glæstast- an árangur. Það er ekki aðeins ódýrara en önnur þvottaefni, heldur þarf minna af því og einnig er það skaðlaust hönd- um yðar og fer vel með þvottinn, því að hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess að nudd? burfi þvottinn til skemmda. VERNDIÐ HENDUR OG VOTT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.