Tíminn - 23.04.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.04.1955, Blaðsíða 5
90. blaS. TÍMINN, laugardaginn 23. april 1955. 9. Laugard. 23. apríl Séra Þormóður Sigurðsson prestur að Vatnsenda Atburðir sem eru til aðvörunar í blaðinu Vxsi var nýlega sagt frá því, að Tíminn segði heldur lítið frá ofríki því á vegum úti, sem kommúnistar halda nú uppi í nafni verkfalls ins og ekki á neitt skylt við raunverulega verkfallsvörzlu. Það er alveg rétt, að Tíminn hefir ekki rætt mikið um þessa atburði, og er ástæðan til þess fyrst og fremst sú, að hann hefir ekki talið það væn legt til að greiða fyrir lausn verkfallsins, sem nú skiptir mestu máli, að leyst verði sem fyrst. Hins vegar er hér vissu lega um mál að ræða, sem nauðsynlegt er að verði geymt en ekki gleymt. Tíminn hefir ekki heldur rætt sérstaklega að sinni ann áð atriði, sem líka er nauðsyn legt að menn muni. Það var uppþot unglinga eftir útifund verkfallsmanna á Lækjar- torgi. Þetta uppþot beindist m. a. gegn Þjóðviljanum og skrifstofum Kommúnista- flokksins. Þar voru nefnilega önnur öfl að verki en þau, sem beita ofbeldinu á vegunum. Þessa atburði hefir Tíminn ekki heldur talið heppilegt að ræða sérstaklega meðan reynt væri að leita sátta í vinnudeil unni, því að undir þeim kring umstæðum er nauðsynlegra að hvetja til samkomulags en æs inga. En það má hins vegar ekki verða til þess, að slíkir atburðir gleymist. En svo aftur sé vikið að ádeilu Vísis, þá er ekki úr vegi að minnast þess, að það eru fleiri aðilar en Tíminn, sem hafa ekki gert hávaða út af ofríkinu á vegunum. Það er m. a. dómsmálaráðherra lands ins. Undir hann heyrir að hlut ast til um, að ofbeldi sé ekki beitt á þeim vettvangi eða öðr úm. Dómsmálaráðherrann hef ir haldið að sér höndum og skal honum síður en svo láð það. Lögregluvald ríkisins er svo veikt, að það verður að sætta sig við, þótt slíkt fram- ferði eigi sér stað. Enginn maður mun hafa bent ljósleg ar á þá hættu, sem fylgir slík um veikleika þjóðfélagsins, en Hermann Jónasson og hefir hann oftlega verið átalinn fyr ir það í málgögnum Sjálfstæð isflokksins, svo að ekki sé meira sagt. Annars er með þessari ábendingu síður en svo verið að halda því fram, að um- rædd vandamál eigi að leysa með lögregluvaldi, þótt hins vegar sé nauðsyn- legt, að lögregluvaldið sé svo traust, að það geti hindr- að, að skrifstofur Þjóðviljans verði eyðilagðar af uppþots- iýð, friðsömum vegfarendum sé varnað að geta farið frjáls ir ferða sinna á þjóðvegunum. . Leiðin til að koma í veg fyr ir slíka atburði eins og þessa. er fyrst og fremst sú, að menn skipi sér ekki undir merki öfga flokkanna. Götuvígin á þjóð vegunum eru lítið sýnishorn af því, sem verða myndi, ef kommúnistar efldust til auk- inna áhrifa hér á landi. Brotnu rúðurnar í sýningar- glugga Þjóðviljans- eru hins vegar tákn þess, sem koma myndi', ef öfgaflokkur til hægri fengi einn völdin í land Séra Þormóður Sigurðsson fæddist að Yztafelli 30. apríl 1903, sonur hjónanna Sigurð- ar Jónssonar bónda og ráð- herra, og Kristbjargar Mar- teinsdóttur. Ættir þeirra hjóna voru þingeyskar í marga liðu. En hinar þekkt- ustu kenndar við þrjá kirkju staði sýslunnar: Reykjahlíð og Skútustaði í Mývatnssveit og Illugastaði í Fnjóskadal og sú fjórða við Hraunkot í Aðal dal. Hann var yngstur sex systkina, fluttist með foreldr um sínum til Reykjavíkur 1917, þá nýfermdur. Stundaði nám fyrsta og annars bekkjar í Menntaskólanum, en þriðja bekk i Gagnfræðaskóla Norður lands á Akureyri. Settist í lær dómsdeild Menntaskólans haustiö 1921 og útskrifaðist þaðan vorið 1924. Hóf nám í Guðfræðideild Háskólans sama haust, stundaði nám í Þýzkalandi veturinn 1925—26, síðan áfram í Guðfræðideild og varð kandidat þaðan vorið 1928. Hann var settur prestur í Þóroddsstaðaprestakalli 17. ágúst sama ár, vígður tveim dögum síðar og veitt brauðið 31. október um haustið. Hélt því til æviloka og þjónaði stundum auk þess nokkrum sóknum nágrannaprestakalla um lengri eða skemmri tíma. Um langt árabil átti hann sæti i hreppsnefnd Ljósavatns hrepps og í stjórn Kaupfélags Svalbarðseýrar. Hann -giftist eftirlifandi eig inkonu Nönnu Jónsdóttur Sig fússonar á Halldórsstöðum í Reylcjadal og konu hans Sig- ríðar Árnadóttur frá Finns- stöðum í Kinn vorið 1930. Varð þeim sex barna auðið og lifa fimm þeirra: Vigdís, gift Sveini Skorra Höskuldssyni norrænunema, Árni, læknis- fræðinemi, Kristbjörg, við nám í Kvennaskólanum að Laugalandi, Sigríður Róthild ur 12 ára og Kolbrún 3 ára. Dreng, sem hét Sigurður Jón, misstu þau hjónin síðastliðið haust. Hann var 5 ára og heilsulaus frá fæðingu. Hann var fallegt barn og naut dásamlegrar. umönnunar og kærleika, bæði foreldra, ömmu og systkina. Séra Þormóður var heilsu- hraustur þa.r til síðast liðið haust, að hann kenndi sjúk- leika í höfði. Kom hann til Reykjavíkur i janúar síðast liðnum til að leita sér lækn- inga. Eftir ítarlega rannsókn á Landsspítalanum var hann sendur til hins fræga skurð- læknis, prófessors dr. med. Eduard Busch 1 Kaupmanna- höfn, er gerði á honum höfuð skurð. Talið var, að aðgerðin hefði heppnat vel, og að hann mundi fá fullan bata. í sama mund og hann var að útskrif ast af sþítalanum og að verða tilbúinn að fljúga heim, veikt ist hann snögglega og var þegar lagður á skurðarborð að nýju: Nokkrum dögum síð inu. Þá myndi slíkur lýður og gerði áðsúg að húsi Þjóðvilj- ans fá að njóta sín. Því eru þessir atburðir, sem hér hafa verið að gerast að undanförnu. alvarleg’ áminning til allra hugsandi manna um að varazt að ljá öfgaflokkunum fylgi sitt. Með því eru þeir að stuðla að því, aðhér skapist réttlaust ríki, þáT^sem ofbeldismenn geti vaðtlFúppi og látið hnef- -VS&SSr ar, þann 26. marz, andaðist hann. Andlátsfregnin barst heim samdægurs. „Dáinn, horf- inn“! Pannig tók Jónas Hall- grímsson til orða, þegar hann frétti lát vinar síns, séra Tómasar Sæmundssonar. Hversu oft hafa ekki þessi orð, þessi „harmafregn“ valdið ást vinum óumræðilegri sorg. Þeg ar fregnin um lát séra Þor- móðs barst til landsins, varð hún mikið sorgarefni. Ekki ein ungis ástvinum hans, heldur einnig öllum er þekktu hann. Öil sóknarbörn hans og aðr ir vinir óskuðu að þeir gætu eitthvað gert til þess að milda sorg eiginkonu og barna. En voru nokkur tök á því? Standa ekki allir magnlausir gagnvart þessum Urðarorðum: „Dáinn, horfinn"! Þessum spurningum má hiklaust svara neitandi. Sorg og söknuður fljúga ekki burt með blænum, þau búa ævilangt í hjörtum ástvina. En innileg samúð, góðar hugs anir og viljinn til hjálpar, vekja ætíð hlýja strauma, er ná hjörtum syrgjenda og létta farg sorgarinnar. Þessir hlýju straumar voru óvenjulega sterkir þar sem ástvinir, ætt- menn og vinir hins látna komu saman til að kveðja hann, bæði á heimili og í kirkju. Sorgardögg glitraöi á hverjum hvarmi og fjöldinn sameinaðist í innilegri bæn um huggun og styrk í and- streymi lifsins. Fleiri sorgir steðjuðu að fjölskyldu séra Þormóðs um sama leyti. Fjórum dögum síð ar en séra Þormóður, andaðist systursonur hans, Helgi Stef- ánsson, Hallgilsstöðum í Fnjóskadal af slysförum, mesti efnismaður, aðeins 28 ára gamall. Það mun langt síðan að jafn djúp hryggö hafi slegið svo fjölmennt frænda- lið og alla íbúa Suður-Þing- eyjarsýslu sem við lát þessara tveggja fi-ænda. Samúðin, sem streymdi til ástvina þeirra beggja bar þess ljósan vott. Helgi var ungur framfara- fnaður í fullu lífsfjöri og við hann tengdar björtustu fram tíðarvonir foreldra, frænda og sveitunga. ann koma í staðinn fyrir rétt inn í skiptum við andstæðing ana. Lýðræðisstjórn og réttarríki tryggj a menn bezt með því að efla frjálslynda umbótaflokka, sem hafna öfgastefnunum til beggja handa. Þau sannindi hafa enn á ný verið staðfest af þeim atburðum, sem hafa gerzt í sambandi við verkfall- ið. Séra Þormóður var enn á góðu aldursskeiði. Hafði verið prestur safnaða sinna í 27 ár og alla ævi hugljúfi þeirra, er af honum höfðu kynni. Bar margt til þess: Hann var prúð ur og af hjarta lítillátur. Góð- gjarn og hjálpsamur. Þótt hann væri dulur, var hann glaðvær og grandvar til orðs og æðis, svo öllum leið vel í návist hans. Frjálslyndur í skoðunum. en um of hlédræg ur. Ekki get ég dæmt um hann sem kennimann í kirkju en þess minnist ég, að fyrir fáum árum, er ég eitt sinn var staddur hjá einu sóknar- barna hans, bændaöldungi í sýslunni, sagði hann mér, að ræður séra Þormóðs væru vel byggðar og rökfastar og ein- att með dæmum úr daglegu lífi. Að sinum dómi væri hann ágætur prestur og ágætúr mað ur og væri það ekki síður mik ilsvert. Sé>a Þormóður hafði mik- ið yndi af kennslustörfum. Hann var ástríkur og um- hyggjusamur heimilisfaðir og óvenjulega heimakær. Þegar hann var fjarri heim- ili sínu, snérist hugurinn all- ur um að afljúka erindum sem fyrst tú þess að komast af stað heim. Kistan með likama hans kom til Reykjavíkur um mið- nætti á skírdagskvöld. Nokkr um klukkutímum síðar var haldiö af stað með hana norður á bíl, komið tU Akur- eyrar seint að kvöldi föstu- dagsins langa og keyrt tU kirkjunnar. Þar var fyrir eig inkona hins látna ásamt Árna, syni þeirra, prestum staðarins og nokkrum vin- um. Á laugardagsmorgun kl. 11 árdegis mættu áður talin ásamt um 30 Ljósvetning- vm, er komu til Akureyrar til þess að fylgja presti sín- um heim síðasta áfangann. í kirkjunni flutti séra Pétur Sigurðsson fagra og hjart- næma bæn, og leikið var á kirkj uorgelið af organista kirkjunnar. Að þessu loknu var lagt af stað austur yfir heiöi. Við túnið á Vatnsenda var staðnæmst, þar mættum yið börnunum og öðru heim- ilisfólki. Ljósvetningar báru kistuna til stofu, stóðu við um stund op sungu sálm. Séra Þormóður var kom- inn heim. Það var sólskin og logn, en sár liarmur á heim- ilinu og á þingeyskum „þjóð- brautum.“ Páskahátíðin, há tíð upprisu hins vaknandi líís, sigurhátíð andans yfir efninu, var að renna upp. ísinn var að leysa af Ljósa vatni, á auðri vik sátu tveir svanir, hljóðir og prúðir, eins og englar. Þeir voru Usta- verk lífsins herra, tákn hms fagra í náttúrunni, vorboðar lifsins. Miðvikudaginn 13. apríl var húskveðja að Vatnsenda að viðstöddu miklu fjölmenni úr öllum sóknum séra Þor- móðs. Séra Friðrik Friðriks- son, prófastur á Húsavík, sr. Björn O. Björnsson, prestur á Hálsi og Baldur Baldvins- son, oddviti á Ófeigsstöðum, héldu ræður. en kirkjukórar sungu sálma og ættjaröar- ljóð, og frú Sigrún Jónsdótt- jr, Rangá, söng einsöng. Síð- an vnr kistan flutt til kirkju að Ljósavatni. Svanirnir sátu eins og verndarenglar á vík- (Frftmhald i ð. bIBu). VÖrubíla- bannið Nú eru komin sumarmál, og enn er ekki byrjað á að út- hluta leyfum þeim, sem óhjá- kvæmilegt er að veita til inn- flutnings vörubifreiða á þessu ári. Og hver er ástæðan? Ástæðan er sú, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Inn- flutningsskrifstofunni og í rík isstjórn hafa allt til þessa ekki viljað veita samþykki sitt til þess, að byrjað yrði á þess um leyfisveitingum, þótt nú sé liðið hátt á annan mánuð síðan tillögur komu fram um að hafizt yrði handa í því efni. Hjá Innflutningsskrifstof- unni liggja fyrir umsóknir úr flestum eða öllum héruðum landsins um innflutning vöru bifreiða á þessu ári. Trúlegt er, ef að vanda lætur, að ekki sé hægt að veita öll þau leyfi, sem sótt er um. En langt er síðan umsækjendur almennt fóru að búast við svörum, hvort sem þau yrðu játandi eða neitandi. Fyrir gjaldeyris- ástandið skiptir það ekki miklu máli, hvort leyfi, sem óhjákvæmilegt er að veita á árinu, eru gefin út mánuðin- um fyrr eða síðar. En fyrir þá, sem þurfa á vörubifreiðunum að halda, skiptir þetta miklu máli. Þeir þurfa að fá leyfin það snemma, að bifreiðarnar geti komið að gagni þann tíma ársins, sem mest er um flutninga og alls konar bif- reiðavinnu um land allt. Þess vegna er hyggilegast, að veita leyfin snemma á árinu. Af drætti á leyfisveitingum stafa margs konar óþægindi fyrir þá, sem í hlut eiga. Margir bíða í óvissu um, hvaða ráð- stafanir þeir geti gert í sam bandi við atvinnu sína, og bíða stundum af því fjárhagslegt tjón. Þessa sögu höfðu margir að segja í fyrra. En þá eins og nú voru ráðherrar Sjálfstæðis manna ófáanlegir til að sam- þykkja úthlutunina í tæka tíð. Svör við umsóknum um vörubifreiðir komust þá ekki til umsækjenda úti um land fyrr en um miðjan september mánuð! Framkoma Sjálfstæðis- manna í þessu máli er á marg an hátt næsta furðuleg. Fyrr og síðar hafa þeir keppzt við að lýsa yfir því í tíma og ótíma, að þeir séu fylgjandi frjálsum viðskiptum. Þeir hafa talið sig hina einu og sönnu boðbera frelsisins í þess um málum og reynt að telja fólki trú um, að hvers konar höft á innflutningi væru öðr um flokkum að kenna. A Al- þingi því, er nú situr, flytja þeir tillögu til þingsályktunar um að gefa frjálsan innflutn- ing á alls konar bifreiðum, þar á meðal vörubifreiðum. FrelsistiIIaga þessi var á sín- um tíma rækilega auglýst f blöðum flokksins. En á sama tíma cru fulltrúar flokksins á Innflutningsskrifstofu og f ríkisstjórn ekki einu sinni fá- anlegir til að veita í tæka tíð leyfi fyrir allra nauðsynleg- asta innflutningi á vörubifreið um, sem menn þurfa á að halda vegna atvinnu sinnar eða til óhjákvæmilegs flutn- ings í byggðum landsins. Það er eins og þessir herrar ímyndi sér, að fólk geti haft atvinnu og lífsframfæri af frelsis- glamri Sjálfstæðisflokksins, og að har þurfi ekkert annað til að koma. Mönnum sé nóg að heyra, að Sjálfstæðisflokk urinn elski frelsið, þótt fram kvæmdin sé allt önnur en vænta mátti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.