Tíminn - 27.04.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1955, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, miðvikudaginn 27. anríl 1955. m^mmmmm. i i- —■ m.——, 93. blað. Sybille Schmitz dansaði á eldfjalli frægðarinnar og galt þess á allan hátt 1 Það er mælt, að listamenn lifi örara lífi en aðrir og má vera að það sé satt og að það eigi rætur að rekja til óvenju- legrar skapgerðar. En listamenn eiga líka við það að stríða, að vera einn dag á hátindi og njóta þess og annan dag úti- lokaðir frá störfum, einkum í þeim löndum, þar sem stjórn- málalegt einræði er stöðugt eða hefir gripið inn í til óþurftar um tíma. Kú nýlega birtu evrópisk blöð for síðufrétt af sjálfsmorði þekktrar þýzkrar leikkonu. Porsaga þeirrar fréttar er þannig vaxin, aö hún get ur þjónað sem þverskurður um líf listafólks, þegar illa fer og örlög etanda í móti velgengni. Kona sú, er hér um ræðir, er Sybille Schmitz, er fræg varð á sínum tíma fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Blóðsugan", er var gerð í Berlín á árinu 1932. Sú kynslóð, er nú sækir kvikmynda hús hér, mun að líkindum ekki hafa heyrt þessarar konu getið, svo al- ger hefir þögnin verið um hana siðustu ár, þar til nú að hún brýzt íram úr gleymskunni vegna þess atburðar. Blái engillinn. Um líkt leyti að „Blóðsugan“ var í gerð, stóð frægðarganga annarrar þýzkrar leikkonu fyrir dyrum. Marlene Dietrich hafði þá fyrir skömmu leikið í myndinni „Blái engillinn", sem nú er verið að sýna góðu heilli í Trípólíbíó. Báðar þess ar leikkonur stóðu mjög framarlega á fyrstu árunum eftir 1930. En örlög þeirra hafa verið mjög ólík. Prægð Marlene hefir farið stöðugt vax- andi frá því hún lék í „Bláa engl- inum“, og sama máli gegndi um Sybille í fyrstu. Það, sem ef til vill hefir ráðið mestu um svo ólíkt lífs- hlaup þessara tveggja kvenna, er það, að Marlene gerðist ein í hópi þeirra mörgu, er yfirgáfu Þýzkaland á fyrstu árum nazismans þar. Hefir hún síðan átt góðu gengi að fagna í Bandaríkjunum. 40 svefnpillur. Að kvöldi miðvikudagsins 13. apríl fannst Sybille Schmitz meðvit undarlaus í íbúð kunningjakonu sinnar í Munchen. Hún hafði tekið inn fjöruiíuí svefntöflur og lézt skömmu eftir að hún fannst. Sybille var fjörutíu og sex ára. í kveðju- bréfi getur hún um ástæðuna fyrir sjálfsmorðinu. Segist hún hafa glat að sambandi sínu við listaöfl í Þýzka Útvarpið tJtvarpið í dag: Fastir liðir eins og.venjulega. 20,30 Erindi: Prægasta bros verald ar (Grétar Fells rithöfundur). 21,00 Óskastund. 22,00 Préttir og veðurfregnir. 22,10 Garðyrkjuþáttur: Trjáklipp- ingar 1 skrúðgörðum (Jón H. Björnsson skrúðgarðaarki- tekt). 22,25 Harmonikan hljómar. 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Pastir liðir eins og venjulega. 20,20 Dagskrá Kvennadeildar Siysa vamafélags íslands í Reykja vík, í tilefni af 25 ára afmæli deildarinnar. 21,00 Dagskrá gerð úr ritverkum Helga Pjeturss. Ennfremur tónleikar. 22,00 Préttir og veðurfregnir. 22,10 Sinfónískir tónleikar. 23,00 Dagskrárlok. Árnað heilla Hjónaefni. Nýlega kunngerðu hjúskaparheit sitt ungfrú Jóhanna Jónsdóttir, ísa firði, og Hörður Gunnarsson, raf- virki, Karfavogi 33, Reykjavík. Sjötugur er í dag Pétur Jónsson bóndi á Gautlcndum í Mývatnssveit. Sybille Schmitz — ekki hreinn aríi landi. Þe»si fáu orð eru harmsaga leikkonu, er í einn tíma var hyllt um allt land og út fyrir landamæri þess. En eftir stríðið féll nafn henn ar í gieymsku, þar sem kvikmynda- framleiðendur og leikstjórar töldu sig ekki lengur hafa not fyrir hana. Árekstur við Göbbels. Aðeins fimmtán ára gömul fór Sybille að heiman að leita sér frama. Hún ólst upp í Duren og fór þaðan til Berlínar og varð strax vel á- gengt. Nokkru síðar lék hún í „Blóð sugunni" og var leikur hennar róm aður mjög í þeirri mynd. Fylgdi nú hver sigurinn í kjölfar annars og fór vegur Sybille sem skapgerðar- leikkonu hraðvaxandi. Á árinu 1937 lenti Sybille í árekstri við áróðurs málaráðuneyti Göbbels. Hún þótti ekki nógu arísk (orð, sem nú er far ið að fyrnast yfir) og var henni hegnt með því, að henni var meinað að leika. Ásamt manni sínum fór hún til Austurríkis eftir að svona var komið, og þar tókst henni að fara huldu höfði unz stríðinu lauk. Bjó hún lengst af í litlu fjallaþorpi. Þótt áróðursmálaráðuneyti Göbb- els hefði lýst hana í bann vegna skorts á arískum eigindum, lék hún í einni mynd eftir þetta. Hét íhynd in „Dansinn á eldfjallinu", sém er nokkuð táknrænt nafn um æviferil hennar. Leikurinn í þessari mynd mun vera það síðasta'. stórhlútverk, sem hún fékk til meðferðar. Eftir stríðið kom hún aðeins örsjaldan fram á sjónarsvið'ið. Blöð í Þýzka- landi hafa gagnrýnt hvað eftir ann að það ráðsla- leikstjóra og annarra ráðamanna, að nýta ekki hæfileika SybiUe, en sú gagnrýni var þulin fyrir daufum eyrum. Henni hafði veriö lofað stóru hlutverki í Holly- wood, en það loforð gekk til baka. Til viðbótar við mikil og tíð von- brigði í sambandi við leikstörf herj uðu Sybille ýms vandræði í einka- lífi, sem ekki verða rakin hér. Klakksvík (Framhald af 1. síðu). vík, að varnir þar og virki hafi enn verið styrkt. Þrír gamlir togarar hefta innsiglinguna, og sprengiefni hefir verið sett í þá og undir brvggjurn- ar á staðnum. Einnig hafi veg ir til kaupstaðarins verið teppt ir með hindrunum og virkjum Frá Klakksvík bárust og fregn ir í gær um að Halvorsen hefði verið sýnt banatilræði, maður hefði skotið að honum tveim skotum, en hann hefði ekki sakað og árásarmaður- inn verið handtekinn, en þessi fregn hefir ekki fengið fullkomna staðfestingu. Ræktimarsambönd (Pramhald af 1. síðu). er urðíi fyrír því óhappi aö kaupa vélar, sem reyndust óhentugar eða lítt nothæf- ar fyrir íslenzka staðhætti. c) Sett eru nánari og að ýmsu leyti strangari fyrir- mæli um rckstur vélanna tíl að tryggja betur afkomu þeirra. 121 beltisdráttarvél í landinu. Samkv. upplýsingum frá vélanefnd voru um síðustu áramót alls 121 beltisdráttar- vél í eigu ræktunarsamband- anna. Vélar þessar eru af 3 tegundum: International, Caterpillar og Cletrac. Síð- astnefnda tegundin hefú reynzt óhentug fyrir íslenzka staðhætti, en það eru 12 rækt unarsambönd, sem keyptu hana. Vélaþörf á næstu áriim. Engin ræktunarsambönd eru í 19 hreppum landsins auk nokkuri'a kaupstaða, en undirbúningur er hafinn á sumum þessara staða um vélakaup. Vélanefnd telur, að á næstu árum þurfi að leggja fram fé til kaupa á 35 beltisdráttar- vélum með tilheyrandi verk- færum og áhöldum, svo að jafna megi þann mismun, sem orðinn er milli hinna emstöku ræktunarsambanda, svo og til þess að lyfta undir þau héruð, sem dregizt hafa aftur úr. Er því brýn þörf á, að framhald verði enn um skeið á framlagi úr ríkissjóði til stvrktar vélakaupum. Lögðu blómsvcig á leiði fyrsta for- manns P.F.Í. í tilefni þess að í gær, 26. apríl, voru liðin hundrað ár frá fæðingu Þorleifs Jónsson ar póstmeistara, fór stjórn Póstmannafélags íslands á- samt nokkrum samstarfs- mönnum Þorleifs heitins, í kirkjugarðinn við Suðurgötu, í gærmorgun og lögðu blóm- sveig á leiði hans fyrh' hönd félags síns, — en Þorleifur var einn af stofnendum fé- lags póstmanna og fyrsti for maður þess. Við þetta tækifæri flutti formaður P.F.Í. nokkur þakk arorð og minntist starfs Þor- leifs Jónssonar í þágu póst- mála og póstmannastéttar- innar. Rússar fallast á sendiherrafund í Vín Moskvu, 26. apríl. — Ráð- stjórnin rússneska tók í dag boði Vesturveldanna um að sendiherrar þessara ríkja á- samt fulltrúa Austurríkis skyldu koma saman í Vínar- borg 2. maí n. k. til þess að hefja u n d i!r b úaii n gis vi ðr æ ðu r fyrir fund utanríkisráöherra þessara sömu ríkja, er skyldu þá undirrita friðarsamninga við Austurríki. ) j Bólusetning | ij: í Kópavogs- oj» Seltjarnarnesshrcppnm | gogn mænusótt | i: Þeir, sem vilja láta bólusetja börn sín, 5—12 ára |: i: gömul gegn mænusótt, geri pantanir sínar: |; i; í Kópavogsskóla: | í: Fimmtudaginn 28. apríl kl. 1—3: Fyrir börn austan | 'iji Reykjanesbrautar. |; i: Fimmtudag 28. apríl kl. 3—5: Fyrir börn vestan y | Reykjanesbrautar. | i; f Seltjarnarnesskóla: Föstudag 29. apríl kl. 2—4. |; Pöntunum verður ekki veitt móttaka í síma. |: í: Bólusetningin fer fram í byrjun maí, og verða þá >:; i: aðeins bólusett þau börn, sem pantað hefir verið fyrir. |: i; Bólusetningin verður framkvæmd þrisvar á hverju 2| barni, með einnar til þriggja vikna millibili. Kostnaður >: I við bólusetninguna, öll skiptin, greiðist við pöntun: | kr. 30,00 fyrir 1. barn í fjölskyldu, kr. 20,00 fyrir önnur |: > börn í sömu fjölskyldu. |: II; Verði afgangur af bóluefninu, verða fleiri aldurs- |: || flokkar bólusettir síðar. |; Héraðslæknir. « 5ÍÍ555S55S555555SSSS5S5S5S55S5SS55S555SSSSÍ55S555S555555S5S5Í55555555SS5Í I | I Sumarbústaðalönd I IÁkveðið er að úthluta nokkrum sumar- bústaðalöndum við Hamrahlíð sunnan Vestur |: landsvegar. Umsóknir skulu sendar til skrif- ii: i stofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, fyrir |í| 15. maí n. k. og verða þar gefnar allar nánari | | upplýsingar. Þeim, sem áður hafa sótt um rœkt :;| ii: unarlönd til bœjarms er bent á að nauðsynlegt ill er að þeir endurnýi umsóknir sínar. ||| | . Rœhtunarráðunautur ReyUjavíhur || E. B. Marmquist |: Spörtu Orengjaföt Fermingarföt send í póstkröfu um land allt Útsölustaðir í Reykjavík: Marteinn Einarsson & Co. Laugavegi Haraldarbúð h.f. W55SSÍ B5S5SSSSS55SS55S55SSS55SS55SSS5555SS5SSS555SSSS5SS555555S5S555S5S «55S555555SS55555S3S55S54S5S555S55S55SSS55555S55SSSS55S5SS5555555S9SSS» !Félag íslenzkra bifreiðaeigenda | AÐALFUNDUR | félagsins verður haldinn í Skátaheimilinu við » | Snorrabraut n. k. föstudag 29. apríl 1955, og | | hefst kl. 8,30 e. h. — | | Dagskrá samkvæmt félagslögum. | \ Stjórn F. í. B. 1 rSSSSS$S54SSSSSSSSSSS5ÍSS5C5S5SS5SS555S55S55SSS5S55SSS55SvSSSSSS5SS3S5SSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.