Tíminn - 27.04.1955, Blaðsíða 5
93. blað,
TÍMINN, miSvikudaginn 27. apríl 1955.
5,
Miðvihud. 27. apríl
E=; ■ .
Samstarf um
vinnufriðmn
Horfur eru nú á því, þegar
þessar línur eru ritaðar, að
verkfallinu ljúki nú í vikunni.
Vissulega er líka tími til þess
kominn, þar sem það hefir
senn staðið í sex vikur og
tjónið, sem af því hefir hlot-
ist, skiptir orðið tugmilljón-
um króna. Tap verkamanna
eitt skiptir mörgum milljón-
um króna.
Því ber vissulega að fagna,
ef sættir nást, og það alveg
eins þótt einhver skuggi
kunni að hvíia yfir lausninni.
Flest er betra en að láta
vinnuaflið fara tíl einskis. En
jafnframt er líka nauðsynlegt
sð reyna að læra af reynsl-
unni og gera ráðstafanir til
þess að slík ótíðindi endur-
taki sig ekki á nýjan leik.
Fyrir forgöngu Framsókn-
armanna hefir þegar verið
stigið verulegt spor í þá átt,
þar sem er hin fyrirhugaða
samstarfsnefnd vegna kaup-
gjaldsmála. Hugmyndin um
skipún slíkrar nefndar var
fyrst borin fram á seinasta
flokksþingi Framsóknar-
manna. en þeir Karl Krist-
jánsson og Páll Þorsteinsson
fiuttu svo tillögu um hana á
þingi í vetur. Alþingi hefir nú
samþykkt þá tillögu og ber
að vænta þess, að nefndin
verði því fljótlega skipuð, en
í henni verða tveir fulltrúar
frá Alþýðusambandinu og
tveir fulltrúar frá Vinnu-
veitendasambandinu. Verk-
efni nefndarinnar er að „afla
árfega hverra þeúra upplýs-
inga, sem hún telur sig þurfa,
um afkomu atvinnuvega
landsms og hag almennings,
til þess að leita megi rök-
studds álits nefndarinnar,
begar ágreinmgur verður um
kaúp og kjör, eða ætla má,
að til slíkt ágreinings komi“.
f ágætri framsöguræðu er
Kárl Kristjánsson flutti um
tillöguna á Alþingi, komst
harin m. a. svo að orði, eftir
að- hafa rætt um það tjón,
sem verkföllum er samfara:
„En hví ekki að nota reynsl
una og afstýra því, að aftur
brenni? Hví ekki að athuga í
bróðerni, hvað helzt mundi
geta komið í veg fyrir vinnu
kjaraófrið, verkföll og verk-
bönn?
Öllum er að verða ljóst að
ofríkið getur hefnt sín á
hvcj’a hliðina sem það er
framið.
Arðrán er ekki aðeins ó-
réttmætt heldur háskalegt
fyrir atvinnulífið, hvort sem
vinnuþeginn eða vmnuveit-
andmn er arðrændur.
Það þjóðfélag, sem lætur
arðrán viðgangast, þrífst ekki
en þjáist eins og maður, sem
gengur með skæða meinsemd.
Þegar skipti á þjóðartekj-
unum með því að ákveða kaup
og kjör þá er það hagfræði-
legt rökhyggjudæmi, sem
reikna þarf og reikna rétt.
Þetta er skylt og hægt að
gera í menningarþjóðfélagi,
sem heÞr þyggt sig upp fé-
lagslega, eins og íslenzka
þ.fóðfélagið og heldur hag-
skýrslur.“
-Karl benti ennfremur á
það í ræðu smni, að hefðu
þær upplýsmgar, sem nefnd-
Ráðstefnan í Bandung
Verður hún upphaf að nánari samvinnu lituðu
þjóðanna í Asíu og Afríku?
Mánudagurinn 18. apríl 1955 get-
ur átt eftir að verða talinn merk-
isdagur i sögunni. Þann dag kom
saman í borginni Bandung á Vest-
ur-Jövu fyrsta ráðstefnan, sem
haldin hefir verið af þjóðum Asíu
og Afríku eingöngu. Þótt það hafi
hvergi komið fram opinberlega, var
tilgangurinn, sem lá að baki þess-
arar ráðstefnu, fyrst og fremst sá
að fylkja saman hinum lituðu
þjóðum og draga úr yfirráðum
hvíta kynstofnsins, sem verið hefir
mestu ráðandi í heiminum sein-
ustu aldirnar.
Ráðstefnan stóð í tæpa viku og
vart verður sagt, að árangur henn
ar sé mikill, þegar litið er á sam-
þykktir hennar. Þær eru flestar al-
menns eðiis og orðaðar á þann veg,,
að flestir eða allir munu geta veitt
þeim fylgi sitt. Þrátt fyrir þetta
getur ráðstefnan átt eftir að verða
örlagarík á þann hátt, að með
henni hafi verið stigið fyrsta spor-
ið til að samfylkja lituðu kynþátt-
unum og tryggja þeim vaxandi yfir
ráð.
Maðurinn, sem átti frumkvæðið
að ráðstefnunni, var fyrst og íremst
Nehrú, forsætisráðherra Indlands.
Hann fékk það samþykkt á fundi
Colomboríkjanna svonefndu (þ. e.
Indlands, Pakistan, Ceylon, Burma
og Indónesíu), sem haldin var síð-
ast liðið haust, að boðað skyldi til
ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja til
að ræða um ýms sameiginleg hags-
munamál þeirra. Samkomulag náð-
ist um, hvaða ríkjum skyldi boðið.
í Afríku var boðið sent öllum þeim
ríkjum, sem hafa hlotið sjálfstæði
eða eru í þann veginn að öðlast það,
eins og Gullströndin og Súdan.
Suður-Afríka var þó útilokuð og
var kynþáttadeilunni þar borið við.
í Asíu var boðið sent öllum ríkis-
stjórnum, nema stjórnum ísraels,
Kóreuríkjanna tveggja og For-
mósu. ísrael var ekki boðið vegna
deilunnar við Arabaríkin, en Kóreu
ríkjunum var sleppt vegna inn-
byrðisdeilu þeirra. Formósu var
hafnað með þeirri forsendu, að hún
væri ekki sérstákt ríki.
Þá var ekki heldur boðið því ríki,
sem ræður yfir mestu landflæmi í
Asíu, Sovétríkjunum. Var það rök-
stutt með því, að stjórn þeirra hefði
aðsetur í anparri heimsálfu. Óeðli-
legt hefði þó ekki verið að bjóða
Rússum, þar sem Asíumálin hljóta
að skipta þá miklu meðan þeir ráða
yfir stærsta landinu i Asíu. Raun-
verulega ástæðan til þess, að þeim
var ekki boðið, var tvímælalaust
sú, að boðendur ráðstefnunnar
vilja láta þá draga sig úr Asíu,
alveg eins og Bretar og Frakkar
hafa þegar að mestu leyti gert
það. Þetta var hins vegar ekki
sagt berum orðum, heldur notuð
formsástæða til þess að halda þeim
utan við ráðstefnuna.
Niðurstaðan varð sú, að alls var
boðið 29 rikjum. Ráðstefnuna sóttu
milli 2000—3000 fulltrúar og að-
Nehrú, sem var aðalhvatamaður
Bandungráðstefnunnar,
stoðarmenn þeirra. Meðal fulltrúa
voru ýmsir helztu leiðtogar þessara
þjóða.
Tilgangur Nehrús með ráðstefn-
unni var augljós. Það hefir ekki
dulizt að undanförnu, að fyrirætl-
un hans er sú að fylkja saman
þjóðum Asíu og Afriku og fá þær
til að taka upp hlutleysisstefnu í
deilum Sovétríkjanna og Vestur-
veldanna. Jafnframt hefir hann
stefnt að því að reyna að slíta
tengslin milli Kína og Sovétríkj-
anna og draga Kína þannig inn í
hina fyrirhuguðu blökk Asíu- og
Afríkuríkjanna. Bandungráðstefn-
an var af hálfu Nehrús hugsuð
sem einn leikurinn í þessu tafli.
Hafi Nehrú ekki gert sér það
ljóst áður, hefir ráðstefnan vafa-
laust sannfært hann um það, að
það er ekkert áhlaupaverk að koma
þessari stefnu hans fram. Milli
Asíuþjóðanna sjálfra er mikill á-
greiningur og er þar skemmst að
minna á viðsjárnar milli Indlands
og Pakistan. Mörg Asíu- og Afr-
íkuríki vilja líka hafa áfram nána
samvinnu við hvítu þjóðirnar. Nið-
urstaðan varð því sú, að Nehrú
tók þann kost að reyna ekki til
þess að fá ráðstefnuna til að fall-
ast á hlutleysisstefnu sína. Hann
valdi sér í staðinn þá vinnuað-
ferð að hafa sig lítið í frammi,
vinna hins vegar meira í kyrrþey
og reyna að hindra að til nokk-
urs alvarlegs ágreinings kæmi á
ráðstefnunni. Til þess að ná því
marki, vann hann það til að fall-
ast á ályktanir, er raunverulega
ganga gegn hlutleysisstefnu hans.
eins og t. d. þá að ríki megi hafa
með sér varnarbandalög, en Nehrú
hefir jafnan fordæmt slík banda-
lög. Nehrú kaus heldur að slaka
til en að láta þetta óskabarn sitt,
bandalag Asíu- og Afríuþjóða,
deyja í fæðingunni.
Nehrú má þvi vafalaust þakka
það, hve ráðstefnan fór friðsam-
lega fram og að fullt samkomu-
lag varð um allar ályktanir, þótt
þær séu hins vegar flestar loðnar
og almenns eðlis. Með því 'hefir
verið lagður grundvöllur að því, að
samstarf þessara þjóða geti hald-
izt áfram, þótt hins vegar verði
ekki ályktað af því, hvort hug-
mynd Nehiús rætist eða ekki.
Næst Nelsrú var Chou En-lai, for-
sætis- og utanríkisráðherra Kína,
sá fulltrúinn á ráðstefnunni, er
mest athyg'i var veitt. Hann
hafði sömu aðferðina og Nehrú, þ.
e. að láta lítið á sér bera og vera
hinn samningafúsasti í a’lri til-
lagnagerð. Fyrir ráðstefnuna höfðu
ýmsir spáð þvi, að Chou En-lai
myndi nota hana til áróð-
urs gegn Bandarikjunum og til að
fá stuöning við þá kröfu, að Pek-
ingstjómin íen;i sæti Kína í S. Þ.
Chou En-lai forðaðist þetta hins
vegar nær alveg. Hann minntist
aðeins lauslega á það, sem hann
kallaði yfirgang Bandaríkjanna, í
einni ræðu, og i sömu ræðu talaði
hann einnig um nauðsyn þess, að
„frelsa" Formósu. Að þessu und-
anskildu, forðaðist hann ádeilur. í
Iok ráðstefnunnar birti hann svo
þá yfirlýsingu, að stjórn hans væri
fús til að ræða við Bandaríkin um
Formósu. Slikt var að vísu ekki
nýtt, því að Rússar hafa áður bor-
ið fram tillögu um slíkar viðræð-
in á að afla, legið fyrir í
tínka tíð, t. d. í fyrrasumar,
væri vafasamt að nokkuð
hefðí til yfirstandandi verlc-
falls komið.
Um nefndarskipunina sjálfa
sagði hann:
„í nelfndina þurfa vitan-
lega að ýeljast góðir menn,
réttlátir hg glöggir.
Engirin vafi er á því að
bæði samtök atvmnurekenda
og vsrkafýðs- og launþega-
samtökin:..hafa slíkum mönn
um á áðttíkipa, ef þau vilja
kveðja þ'l; til málanna. En
það verðlj;þau einnig að gera
í tæka tíð eða með öðrum
orðum: hafa þá alltaf á verði
um vinnufriðinn, eins og til-
lagan gerir ráð fyrir.“
Það er vel. að Alþingi hef-
ir nú falhst á þessa nefndar-
skipun. Með henni er stórt
spor stigið til að tryggja
vinnufriðinn. Eftir að nefnd
in er tekin til starfa, á það
jafnan að geta legið fyrir,
hvort kaupkröfur egi rétt á
sér með tUliti til getu atvinnu
veganna. Sú vitneskja á að
geta verið vinnufriðinum bezt
trygging, ef annað er með
felldu í þjóðfélaginu.
Kotelawala, forsætisráSherra Ceyl-
on, er mælti einna ákveðnast gegn
nýlendustefnu kommúnista.
ur Bandarikjanna og Kína, sem
fleiri þjóðir tækju þátt i. Banda-
ríkin höfnuðu þá þeirri tillögu,
nema stjórn Chiang Kai Sheks tæki
einnig þátt i viðræðunum. Þessi
tillaga Rússa og Chou En-lai felur
það í sér, að Bandaríkin vinna það
til fyrir viðræður við Pekingstjóm
ina að hætta að viðurkenna stjórn
Chiang Kai Sheks, án þess að fá
fyrirfram nokkra tryggingu fyrir
þvi, að þessar viðræður beri ein-
hvern árangur. Ef Bandaríkin
fengju hins vegar fyrirfram trygg-
ingu fyrir vopnahléi á Formósu-
sundi, myndi aðstaða þeirra til við
ræðnanna verða allt önnur.
Það hefir vafalaust verið rétt að-
ferð hjá Chou En-lai að fara sér
hægt á Bandungráðstefnunni. Ef
hann hefði haldið uppi hörðum
árásum á Bandaríkin, hefðu full-
trúar vinaþjóða þeirra svarað hon
um í sömu mynt. Jafnframt hefði
það verið andstætt Nehrú, sem
vildi hafa friðar- og samkomulags-
blæ á ráðstefnunni. Aðferð sú, sem
Chou En-lai valdi, var áreiðanlega
bezta áróðursaðferðin, sem hann
gat beitt, þ. e. að sýna sátta- og
samkomulagsvilja. Hitt er svo ann-
að mál, hve einlæglega hann hefir
verið meintur.
Eins og vænta mátti var mikið
rætt um nýlendustefnur og mikið
deilt á hina gömlu nýlenduyfirrað.
sem enn væru hvergi nærri úr sög-
unni. Þyngstu ádeilurnar í um-
ræðunum um nýlendukúgunina,
beindust þó gegn hinni nýju ný-
lendustefnu, kommúnismanum. Með
al þeirra, sem deildu harðast á
kommúnismann f þessu sambandi,
voru fulltrúar Ceylons, Tyrklands,
Siams, Pakistans, íraks og Irans.
Þeir bentu á, að síðan síðari heims
styrjöldinni lauk, hefðu vesturveld-
in átt þátt í því að losa 609 milj-
ónir manna undan nýlenduyfirráð-
um og riki eins og Indland, Pakist-
an, Ceylon, Burma, Indonesía, Fil-
ippseyjar, Suður-Kórea, Laos, Kam
bodía, Líbýa, Ethiopía og Súdan
hefðu þvi öðlazt frelsi sitt. Á 6ama
tíma hefðu hins vegar hundruð
milj. manna komizt undir nýlendu
kúgun vegna yfirgangs kommún-
ista. Meðal þeirra ríkja, er sættu
þessari nýju nýlendukúgun,
væru Lettland, Eistland, Lit-
háen, Pólland, Tékkóslóvakía, tJng-
verjaland, Búlgaría, Rúmenía,
Albanía og Austur-Þýzkaland í Ev-
rópu og Tibet, Mongólia og Norður-
Kórea í Asíu. Það væri þessa nýju
nýlendustefnu, sem þyrfti fyrst og
fremst að varast, en hún beitti ekki
aðeins beinu ofbeldi, heldur hvers
konar áróðri og skæruhernaði til
að brjóta niður viðnám frjálsra
þjóða. Fulltrúi Tyrklands benti sér
staklega á, að ekki dygði nein hlut-
leysisstefna til að verjast yfirgangi
þessarar nýju nýlendustefnu, og
væri fall Tékkóslóvakíu þar til við-
vörunar. Benes hefði trúað á hlut
leysisstefnuna og hún hefði orðið
honum og öllum hinum lýðræðis-
sinnuðu stjórnmálamönnum Tékkó
slóvakíu til falls.
Ef til vill hefir það orðið einn;
áhrifaríkasti þáttur Bandungráð-
stefnunnar, að hún hefir vafalaust
glöggvað þjóðir Asiu og Afríku bet-
ur á hinni nýju nýlenduhættu, er
felst í kommúnismanum.
Eins ög áður scgir, marka sam-
þykktir Bandungráðstefnunnar
ekki ntin tímamót, þar sem þær
eru allar miðaðar við að geta hlot-
ið stuðning sundurleitra aðila. Þær
ná til margra mála, eins og frið-
armála, mannréttindamála, menn-
ingarmála og efnahagsmála. Mesta
athygli vekur að sjálfsögðu 6am-
þykktin um friðarmálin. Þar segir
m. a., að þjóðirnar eigi ekki að út-
kljá deilumál sin með vopnavaldi
og að leggja beri megináherzlu á
almenna afvopnun og eigi bann
við kjarnorkuvopnum að vera þátt-
ur í henni. Þó er viöurkenndur rétt
ur þjóða til að hafa varnir og vera
í varnarsamtökum, ef slíkt þyki
nauðsynlegt frelsi þeirra. Slík vam
arsamtök mega þó ekki vera í þágu
neins stórveldis.
Meginþýðing Bandungráðstefn-
unnar felst vafalaust í því, að þar
komu saman margir helztu raða-
menn Asiu- og Afríkuþjóð&nna.
(Framhald a 8. gum.)
Setti niður á
somardaginn fyrsta
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
Farið er að setja niður
kartöflur á Akranesi. Ólafur
Ásmundsson á Háteig á Akra
nesi setti kartöflur niður í
garð sinn á sumardaginn
fyr.stn. Garðrækt er mikil á
Akranesi og hefir svo verið
frá fornu fari, enda þar land
gott til ræktunar. Einkum
er ræktað þar mikið af kar-
töflum og Akraneskartöflur
frægar fyrir gæði. Með auk-
inni byggð hefir heldur dreg
ið úr kartöflurækinni á Akra
nesi, því garðarnir voru og
eru einkum á rúmgóðum lóð
um í kringum ibúðarhúsin.
Auk þess eru allstór kartöflu
ræktarlönd innan við bæinn,
sem koma eiga i stað garð-
anna, sem byggt er í.