Tíminn - 08.05.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1955, Blaðsíða 4
fl. TÍMINN, sunnudaginn j. maí 1955. 103. blaff, X Coventry á sér stað dálítið óvenjuleg barátta um kirkjubygg- :tngu. Borg þessi varð mjög hart úti :aótt eina í nóvember 1940, þegar þýzkar árásarflugvélar heltu uprengjuregni yfir hana, og eftir jpað notaði Göbbels orðtakið „coven íryaður" yfir þann stað, sem svo .'ið segja var við jörðu jafnaður. í ímræddri árás hrundu 4300 hús til grunna og um 50 þúsund hús .•skemmdust meira eða minna. 100 þúsund manns af þeim 250 þúsund ura, sem byggðu borgina, urðu heim flislausir. Eldar geisuðu um alla miðborg- : na og hin fræga dómkirkja borgar : nnar, Michaelskirkjan, fékk einnig :iinn skerf af eyðileggingunni. Eld- ■ iprengjurnar féllu á blýþak kirkj- ínnar, eldurinn smaug inn úr því og læsti sig í sperrubitana, en meðan :i öllum þessum ósköpum stóð hélt klukkan í turninum áfram að slá iimaslög með reglulegu millibili, sem hljómuðu yfir hinn brennandi bæ. Fáir lögðu trúnað á það, að kirkjan væri í hættu og brunaverð- : r kirkjunnar, fjórir menn, áttu fullt fangi með að bjarga þeim dýrgrip- om út, sem þeir höfðu afl til að bera. :?egar árásarnóttin var á enda, stóð auð kirkjan undir berum hímni, en Jiundrað metra hár kirkjuturninn gnæfði við himin. í allri nekt sinni virtist turninn enn hærri en hann :: rauninni var. Uppbygging borgar- innar er nú vel á veg komin, en við kirkjurústunum, sem meðan á stríð ínu stóð voru nokkurs konar tákn baráttunnar við Þjóðverja, hefir ekki verið hróflað, og enn þá stend ur sviðinn trékrossinn á hinu fornfá Jega steinaltari. Og þannig mun .aann standa til eilífðar, því að það á alls ekki að byggja hina gömlu kirkju upp á ný. Ákveðið hefir verið að byggja nýja kirkju við hlið hinn :ir gömlu, og það er það, sem hið bögla stríð stendur um í dag. Vafi BóknrLenntir — listit Hið þögla stríð bygginguna urn dómkirkju- í Coventry Útlitsteikning Basil Spence af hinni fyrirhuguðu dómkirkju. leikur á, hvort vinna við hina nýju kirkju muni hefjast í ár, eða hvort enn muni verða dregið að hefjast handa. Uppdrættir að kirkjunni voru full gerðir fyrir nokkrum árum síðan. Við verðum að bíða róleg, segja hin ir vísu menn borgarinnar, og athuga okkar gang áður en við hefjum kirkjubygginguna. En kirkjunnar menn eru ekki á því að gefast upp. Kirkjustjórnin og húsameistarinn, Skotinn Basil Spence, sem biða í óþolinmæði eftir að geta hafizt handa, hafa snúið sér beint til stjórn arinnar með málið. Kirkjubyggingin mun hvorki taka vinnukraít eða byggingarefni frá endurreisnarstarf inu í borginni. Við kirkjuna munu ekki vinna venjulegir byggingar- verkamenn, og ekki á að byggja hana úr steypu eða múrsteini, held ur rauðum sandsteini. Enginn stjórnenda borgarinnar hef ir lagt fram aðrar ástæður fyrir seinkun kirkjubyggingarinnar en þær, að hún myndi tefja fyrir end urreisn borgarinnar sjálfrar. Samt geta menn ekki varizt þeim grun- semdum að fleira liggi bak við and stöðu þeirra. Ef til vill er það aðeins hinn algengi ótti við hið nýja og óvenjulega. Það er ekki aðeins að uppdrættir Basil Spence séu svo óvenjulegir, að Coventry-búar muni verða lengi að sætta sig við breyting una frá c.ömlu kirkjunni, heldur eru uppdrættir hans svo sterkt mótaðir af nútímabyggingastíl, að varla get ur talizt nema eðlilegt að tll mikilla deilna drægi út af uppdráttasam- keppninni um kirkjubygginguna ár- ið 1951, en um samkeppnlna var deilt harðlega bæði I Coventry sjálfri og utan hennar. Kirkju Spencers var lýst sem heiðinni kirkju bæði utan og innah." Einn Coventrybúl kvað hana vera mitt á milli geysistórs kvikmyndahúss og venjulegs sláturhúss. Annar ræddl um berserksgang, og enn annar um það, að sömu tilhögun yrðl að hafa í sambandi við orgel og organista og oft tíðkast 1 stórum kvlkmynda húsum, nefnilega að orgelið kæml upp úr gólfinu, þegar athöfnin hæf ist, en sigi síðan niður aftur að henni lokinni. Og sálmabækurnar gætu menn fengið með þvi að stinga einu pennyi í sjálfsala 1 anddyrlnu. Basil Spence er einn af'náfn- kenndustu nútíma húsameisturum Stóra-Bretlands. Hann var einn þeirra, er sá um byggingu Royal Festival Hall fyrir Bretlandssýning- una, sem ennþá stendur i öllum sln um glæsileik á suðurbakka Thames. Hann fæst einnig við byggingu kjarnorkustöðva. Hann tók gagnrýn inni rólega, bæði vegna þess að hon um fannst ekki úr vegi að menn miðuðu við hið gamla, þegar kirkju byggingar væru annars vegar, og svo vegna þess að hann var sann- færður um að hafa lagt trúarlegt inntak í teikningar sínar. Kirkjunnar menn með biskupinn, dr. Neville Gorton i broddl fylking- ar, studdu húsameistarann. Hvers vegna skyldum við ekki einnig fylgj ast með tímanum, þegar um kirkju byggingar er að ræða? Klrkja heil- ags Páls var einnig nýlunda á sinnl tíð, og fólk varð að vénjast hehni vegna þess að þá voru Englehdlngar ekki vanir hvolfþökum. Það er alls (Frn-mh. á 8. slffu.) MÁLMSMURNINGUR HVAÐ ER LIQUI-MOLY? LIQUI-MOLY er málmurinn Molybdenum Disul- fide (MOS2) í fljótandi ástandi. Vísindalegar til raunir hafa sannaff afdráttarlaust að Molyb- denum mmnkar núningsmótstöðuna, að Molyb- denum sameindm bindst við málmflötinn og myndar samfellt slitlag sem þolir allt að 225000 punda núningsþrýsting á ferþumlung og 1100° Wta á C. án þess að gefa sig slitlag þetta leysist ekki upp þótt á það sé hellt brennisteinssýru. HVAÐ GERIR LIQUI-MOLY? Af ofangreindu leiðir, að LIQUI-MOLY er bezta smurningsefnið, sem framleitt hefir verið til þessa. Það mwnkar núningsmótstöðuna, vernd- ar gegn sýrutæringu, ver legur gegn úrbræðslu, útilokar þurrræsingu, auðveldar gangsetningu og eykur endmgu vélarinnar að miklum mun. HVERNIG ER LIQUI-MOLY NOTAÐ? 1 dós (315 gr.) af Liqui-Moly nægir saman við 4 til 6 lítra af smurolíu og þennan skammt þarf ekki að endurnýja fyrr en eftir 3000 mílna (4800 km.) akstur. Á þessu tímabili skal skipta um olíu eins oft og þörf krefur, án þess að bæta Liqui-Moly við. HVAÐA SMUROLÍU Á AÐ NOTA? Nota má hverja þá tegund af góðri smurolíu er menn helzt kjósa, en vegna eðlis síns eýkur Liqui-Moly smurningshæfni hverrar tegundar af olíu sem er. Engin olía er svo góð að Liqui-Moly auki ekki öryggi vélarinnar gegn sliti og skemmdum. Nofið LIQUI-MOLY á allar vélar . JSt'i sending af öllum tetfundum LIQUI-MOLY nýkomin íslenzka-verzlunarfálagið h.f. Sími 82943 — Laugaveg 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.