Tíminn - 08.05.1955, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, sunnudaginn j. maí 1955.
103. blað.
PJÓDLEIKHÖSID
j
I Krítarhringurinn |
Sýning í kvöld kl. 20. |
Fáar sýningar eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. Tekið á móti pönt-
. unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
GAIVSLA 3Í0
Sími 147».
Póter Pan
Ný bráðskemmtileg litskreytt
teiknimynd með söngvum, gerð j
af snillingnum VValt Disncy í
tilefni af 25 ára starfsafmæli
hans. — Hið heimskunna ævin-
týri „Pétur Pan og Wanda“ eftir
enska skáldið J. M. Barrie, sem
myndin er byggð á, hefir komið
út í íslenzkri þýðingu.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
. Montana .
Geysi spennandi ný amerísk
mynd í eðlilegum litum, er sýnir
baráttu almennings fyrir lögum
og rétti, við ósvífin og spillt yfir
völd, á tímum hinna miklu gull
funda í Ameríku.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
Töfrateppið
Skemmtileg og spennandi ævin-
týramynd í litum.
Sýnd kl. 3.
TIARNARBÍÓ
LEIKFÉIA6
REYKJAVÍKUR'
I
Kvennamál Isölska
Norskur gamanleikur.
(<
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. —
Sími 3191.
Ekki fyrir börn.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Salka \ alka
Hin áhrifamikla og umtalaða
kvikmynd, byggð á sögu Halldórs
Kiljans Laxness.
i — Xslenzkur texti —
Sjnd kl. 7 og 9,15.
Aðeins örfáar sýningar.
Lækkað verð.
Siriðstrumbur
lndíánunna
Hin geysi spennandi og viðburða
ríka ameríska kvikmyndí litum
um blóðuga bardaga við Indíána
í frumskógum Plorída.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5.
ISesturinn minn
Hin afar spennandi og ein vin
sælasta kvikmyndin með
Roy Rogers.
Sýnd aðeins í dag kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
TRtPOLI-BÍÓ
Korsíkubófarnir
(The Bandits of Corsica)
Afar spennandi, ný, amerísk
mynd, er fjallar um ástir, blóð-
hefnd, hættur og ævintýri.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Sala hefst kl. 1.
Ástríðulogi
(Seusuallta)
Aðalhlutverk:
Elenora Rossi Drago,
Amedco Nazzari.
Bönnuð börnum lnnan 1S ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Stjörmidans
(Variety Girl)
Sýnd vegna fjölda áskorana
Sýnd kl. 3 og 5.
♦♦♦♦ ♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦<
BÆJARBÍÓ
- HAFNARFIRÐI - i i
Ditta mannsburn
Stórkostlegt listaverk, byggt á
skáldsögu Martins Andersen
Nexö, sem komlð hefir út á
íslenzku. Sagan er ein dýrmæt-
asta perlan í bókmenntum Norð
urlanda. Kvikmyndin er heil-
steypt listaverk.
Tove Moes.
Ebbe Rode.
Sýnd kl. 7 og 9.
Pcningar
að hciman
Sýnd kl. 5.
Sími 9184.
HAFNARBÍÓ
Slmi S444
Forboðið
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Geimfararnir
Allra vinsælasta skopmyndin,
sem hér hefir verið sýnd með
ABBOTT og COSTELLO
Sýnd kl. 3.
Fjársjóður Afríku
(African Teasure)
Afar spcnnandi mynd með frum
skógadregnum BOMBA.
Barnasýning kl. 3.
Hafnarfjard-
arbíó
Glcymið ekki
eiginkonunni
Afbragðsgóð þýzk úrvalsmynd,
gerð eftir sögu Juliane Kay, sem
komið hefir í Familie Journal
undir nafninu „Glem lkke ær-
ligheden. Myndin var valin til
sýningar á kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum í fyrra. |
Myndin heflr ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 7 og 9.
Tarzan ósigrandi
Ný Tarzanmynd.
Sýnd kl. 3 og 5.
NÝJA BÍÓ
Kjólar í heildsötu
(I can gct it for you wholesale)
Fyndin og skemmtileg, ný am-
erísk gamanmynd um ástir,
kjóla og fjárþrot.
Aðalhlutverk:
Susan Hayward,
Dan Dailey,
George Sanders.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Allt í lugi lagsi!
Grínmyndin sprellfjöruga með:
ABBOTT og COSTELLO
! Sýnd kl. 3.
Dómkirkjan í
Covenlry
(Framh. af 4. síðu.)
ekkert undarlegt að almenningur
geti ekki þegar í stað sætt sig við
kirkju, sem á svo margan hátt er
frábrugðin hinum venjulegu róm-
önsku eða gotnesku kirkjum.
Á nýju kirkjunni eru hvorki hvolf
þök eða turn. En það mun vera
vegna þess að turn gömlu kirkjunn
ar á að standa milli hins gamla og
nýja, því að nýju kirkjuna á að
byggja hornrétt á hina gömlu. Hægt
verður að ganga inn í nýju kirkj-
una við rætur gamla turnsins, en
auk þess, sem turninn skilur að
gamalt og nýtt, er aðskilnaðurinn
markaður af stórri glerhlið hússins,
sem er skreytt 65 myndum heilagra
manna og engla, en skreytingu henn
ar gerði John Hutton í nútíma stíl.
Þegar inn fyrir kemur í hina nýju
kirkju, opnast víðáttumikill geym-
ur hennar. Nýja kirkjan er næstum
sjö metrum hærri undir þak en sú
gamla var. Að innan er kirkjan ólík
því sem við eigum að venjast um
kirkjur, bjartari öll og opnari. Þar
sjáum við ekki hinn venjulega súlna
skóg baðaðan í ljósi frá lituðum
rúðum kirkjuglugganna. Hinir fræg
ustu yngri listamanna Bretlands
eiga að sjá um skreytingu kirkjunn
ar að innan, en þeir eru myndhöggv
arinn Henry Moore og málarinn
Graham Sutherland. Hinn síðar-
nefndi á að gera teikningar af
stærsta gobelinvefnaði í heimi, 20
metra háum og rúmlega 13 metra
breiðum, hinni ofnu altaristöflu á
austurveggnum.
Það er ytra útlitið, sem sérstaklega
brýtur í bága við gamlar brezkar
venjur í kirkjubyggingum. Húsa-
meistarinn viðurkennir fúslega, að
hin turnlausa kirkjubygging, sem
er svipuð á lengd og gamli kirkju-
turninn er á hæð, beri keim af há-
tfðabyggingunni, sem reist var fyrir
Bretlandshátíðina. Múrveggirnir
eru ekki sléttir heldur í nokkurs
konar bylgjum 'og líta út úr fjar-
lægð eins og rauður fáni, sem biakt
ir fyrir vindi. Hinir mjóu gluggar
ná frá gólfi til lofts. Annað nýnæmi
er kapellan, sem stendur við hlið
sjálfrar kirkjubyggingarinnar —
hún er í lögun eins og krossfara-
tjald. Það á að tákna sérstöðu
hinnar kristnu kirkju og koma í
stað miðaldarústanna, sem frá ár-
inu 1945 hafa gegnt hlutverki kirkju.
í dag eru þarna til kveðjur höggnar
í marmara og aðrar steintegundir,
sem borizt hafa frá kirkjum, sem
hlutu sömu örlög og dómkirkjan í
Coventry.
Þessi sérstæða dómkirkjubygging
bíður nú aðeins leyfis stjórnarvald
anna til að geta risið af grunni. En
æðstu menn bæjarins spyrja enn
sjálfa sig: Er þetta sá rétti tími
til að hefjast handa? Eigum við
ekki fyrst að leggja höfuðáherzlu á
miðbæinn, Breiðgötuna, og strætið
kring um miðtorgið, þar sem öll
umferð, sem til borgarinnar kemur,
fer um, og svo líka um nýju íbúðar-
húsahverfin. En Coventrybúar hafa
önnur áform í huga en uppbygging
una. Þeir hafa langt um fleira á
prjónunum, því að nú sem stendur
er borgin ein af miðstöðvum
brezkrar bifreiða- og þrýstilofts-
flugvélaframleiðslu. Búizt er við,
að íbúatala borgarinnar verði orðin
360 þúsund manns árið 1970, því að
35.
Ib Henrik Cavling:
KARLOTTA
ins:, en bá hafði hún minnzt orða gömlu barónessunnar um
Holstbatten barón. að hann gæti lagt saman tvo og tVo en.
kannske ekki mikið hærri tölur.
Karlotta hafði fyrir löngu komizt að raun um það,; að
ekki var minna talað um fólk í hópi hins svo kallaða fina
fólks. Það var ekki síður ástæða t‘l að vera varkár þar en
annars staðar.
Holstbatten barón reis á fætur og fylgdi Karlottu fram
gegnum stofurnar. í minni dagstofunni fundu þau Birtu
og Kurt. Það lék varla vafi á því, að hann var á hraðfara
sigurgöngu til Bútu. Þau sátu saman í hægindi, og Birta
kippti snarlega að sér hendi, sem ungi greifinn hafði haldið
um, er þau komu.
— Nú verðum v‘ð að hraða okkur heim, Birta, sagði Kar-
lotta og leit hvasst á Kurt. Hann hafði risið á fætur.
— Nú skal ég segja þér, Karlotta, hvaða ráðagerðir við
höfum á prjónunum, sagði Kurt. — John Graham fylgir þér
heim í bífreið þinni, en ég ek Birtu — ég meina ungfrú Brun
— heim til Börstrup og tek Graham heim með mér aftur.
Hvað segir þú um þetta?
Karlotta las bæn í augum Birtu, en i þessu efni varð engu
um þokað. Hvað mundi Henri hugsa, ef hann fengi að vita
slíkt? Nei, þetta var ekki hægt.
— Ég er hrædd um, að þú verðir að bíða með frekari sam-
vistir við Birtu þangað til síðdegis á morgun, sagði hún
rólega, en bætti svo við með áherzlu: — En gerðu mér þann
greiða að koma einn í heimsókn næst.
Það var auðheyrt á rödd Karlottu, ag það var tilgangslaust
að reyna að telja um fyrir henni, enda skildi Kurt það þegar.
— Hjarta Grahams mun bresta, þegar hann kemst að
raun um það, að tilfinningar hans í þinn garð eru ekki
gagnkvæmar, sagði Kurt.
— Þá skaltu láta vera að segja honum það, sagði Karlotta
kuldalega. — Komdu nú, Birta. Okkur veitir ekki af því að
fá góðan fegrunarblund fyrir morguninn.
Á heimleiðinni duldist Karlottu ekki, að vinkona hennar
var þykkjuþung. — Fékk hann ekki einu sinni tækifæri
til að kyssa þig? sagði hún glaðlega.
— Nei, þú sást nú um það.
— Hvaða vitleysa, Birta. Þú hlýtur að skilja það, að ég
sem nýgift kona get ekki fallizt á slika ráðagerð sem þessa.
— En við erum ekki allar nýgiftar.
Karlotta hló og reyndi að vera glöð í bragðL
— Vertu nú ekki súr lengur, Birta. Hann kemur vafalaust
að heimsækja þig aftur á morgun. En viljir þú hlíta mínum
ráðum, lætur þú bera honum þau boð, að þú sért ekki
heima, en ég tel vonlítið, að þú getir sýnt slíka staðfestu.
Birta var orðlaus af undrun. Litlu síðar sagði hún þó:
— Ætti ég að láta ljúga því til, að ég væri ekki heima, þegar
Kurt kemur að heimsækja mig? Þú getur vart verið með
öllum mjalla, Karlotta.
Karlotta varð fyrri í rúmið. Hún var þreytt og það var
gott að leggjast til hvílu. Þetta hafði verið undarlegt kvöld.
Svo kom Birta inn úr baðherberginu. Hún fleygði af sér
baðkánunni og settist á stól. Hún er ekki svo ólagleg, hugsaði
Karlotta og horfði á nakinn líkama hennar. Birta líktist
liðugu dýri.
— Geturðu enn gert úr þér núll? spurði Karlotta, sem
ætíð hafði verið síðri í leikfimi en vinkona hennar.
Birta hló. — Já, svo feit er ég vonandi ekki orðin enn þá'.
Svo lagðist hún á gólfteppið og sveigði hælana að hnakka.
Hún gerði það liðugt og auðveldlega eins og ballettmær.
— Það er gott, að Kurt sér þig ekki eins og þú ert núna,
sagði Karlotta hlæjandi.
— Hvað heldurðu að hann mundi segja? spurði Birta og
greip náttkjól sinn. — Heldurðu, að honum mundi lítast vel
á mig?
— Ég held, að hann mundi ekkert segja. Hann mundi lík-
lega steypast á hausinn af ósköpunum.
Litlu síðar, þegar bær höfðu slökkt ljósið, hvíslaði Birta:
— Karlotta, sefur þú?
— Nei, en ég er alveg að sofna.
— Heyrðu, Lotta, ég er alveg viss um, að ég elska Kurt.
— Hvers vegna heldurðu það? spurði Karlotta syfjulega
og velt.i sér á hina hliðina.
— Ég er nefnilega sjálf alveg að því komin að steypast
á hausinn.
stöðugt streymir fólk til bæjarins
vegna verksmiðjanna, sem þar eru.
Það er því augljóst, að borg, sem á
slíka íbúafjölgun í vændum, verður
að byggja upp af framsýni.
Og það er eðlilegt, að borg, cem
svo lengi hefir verið í rústum, vilji
ryðja til og koma skipulagi á margt
áður en hafizt er handa um bygg-
ingu dómkirkju. En frá fjárhags-
legu sjónarmiði stendur ekkert í
vegi fyrir því að kirkjubyggingin
geti hafizt. Fjár til byggingarinnar
hefir þegar verið aflað, m. a. frá
útlöndum. Coventry-búar þurfa alls
ekki að færa þungar fórnir, eins
og í þá daga, þegar hinn góði engill
þeirra, Lady Godiva, reið gegnum
gamla Coventry í Evu-klæðum ein-
um saman í því skyni að fá hinn
stranga eiginmann sinn til að létta
hinar þungu skattabyrðar þegna
sinna. í dag situr Lady Godiva
hest sinn í hjarta borgarinnar,
steypt í bronse, og allt um kring
hinn fagra engil tekur Coventry
borgin nýia á sig lögun. Langt yfir
höfði hennar myndast rákir eftir
þrýstiloftsvélar á vorhimninum. En
spurningin er, hve langt verður V
þangað til Coventry fær hina nýju
dómkirkju sina, sem á ytra borði ;
tilheyrir þeim tíma, sem við stund- ...
um nefnum „straumlínuöldina", en ■
að innan verður þrungin þeim anda,
sem slíkum musterum heyrir til.