Tíminn - 18.05.1955, Side 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 18. maí 1955.
úm)t
PJÓÐLEIKHÚSID
Er á tneðatt er
Gamanleikur í þrem þáttum.
Sýning fimmtudag kl. 20.00
. Fædd í gær
Sýning föstudag kl. 20.00
ASeins þrjár sýningar eftir.
Kritarhringurinn
Sýning laugardag kl. 20.00
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðasala-n opin írá kl.
13.15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars selda,4 öðrum.
GAMLA BtÓ
Blmi 147».
Eldshírnin
(The Red Badge of Courage)
Metro Goldvyn Mayerkvikmynd,
gerð undir stjórn Johns Hust-
ons, af kvilcmyndagagnrýnend-
um talin einhver bezta striðs-
mynd, sem gerð hefir verið.
Aðalhlutverk:
Audie Murphy,
Arthur Humicutt.
Sýnd kl. 7 og 9.
'i Bönnuð börnum innan 14 ára.
Pétur Pan
Sýnd kl. 5.
Sala hefst kl. 2.
Sólar megin
götunnar
I>essi bráðskemmtilega dægur-
laga söngvamynd verður sýnd,
vegna ítrekaðra áskorana, aðeins
í kvöld. í myndinni koma fram
margir þekktustu dægurlaga-
söngvarar Bandaríkjanna.
Billy Daniels og
Frankie Laine.
Sýnd kl. 7 og 9.
Teiknimyndir og sprenghlægi-
legar gamanmyndir.
Sýnd kl. 5.
TJARNARBÍÓ
Sjómannuglettur
Hláturinn lengir lífið.
Aðalhlutverk:
Donald Sinden,
Sarah Lawson.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. I |
BÆJARBIÓ
" HAFNARFIRöl -
Ástríðulogi
Frábær, ítölsk, mynd, er fjall-
ar um mannlegar ástríður og
breiskleika.
Aðalhlutvcrk:
Elenora Rossi Drago,
(lék aðalhlutverkið i „Lokaðir
gluggar‘0
Ameteo Naccrai
(bezti skapgerSarleikari ítala,
léiE t. d. í „Síðasta Stefnumótið")
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum.
MBM
Bím3 UM
Föðurhefnd
(Ride Clear of Diablo)
Audie Murphy,
Dan Duryea,
Susan Cabot,
og dægurlagasöngkonan
Abbe Lanc.
Bönnuð börnum innan 14 ára
1 £ýnd kl. 5, 7 og 9.
íleikfeiag:
^RÍYKJAVÍKD^
Kvennmnál kölska
Sýning í kvöld kl. 8.
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7
og eftir kl. 2 á morgun. Sími
3191.
Ekki fyrir börn.
AUSTURBÆIARBÍÖ
Draumadísin nún
(111 See You in My Dreams)
Bráðskemmtileg og fjörug, ný,
amerísk söngvamynd er fjallar
um ævi hins vinsæla og fræga
dægurlagatónskálds GUS KAHN
Aðalhlutyerk:
Doris Day,
Danny Thomas,
Patricia Wymore.
Sýnd kl. 5 og 9.
Söngskemmtun kl 7.
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
TRIPOLI-BÍÓ
í fjötrum
(Spellbound)
Afar spennandi og dularfull,
amerísk stórmynd, tekin af Da-
vid O. Selznick. Leikstjóri Al-
fred Hitchcok.
Aðalhlutverk:
Ingrid Bergman,
Gregory Peck.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sala hefst kl. 4.
Síðasta Einn.
♦♦♦♦•»♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
Hafnarfjarð-
arbsó
Gleymið ekki
eiginkonunni
IMyndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 9.
i
Ævintýri í Tíbet
Amerísk ævintýra- og fjallgöngu
mynd.
Sýnd kl. 7.
►♦♦♦♦♦♦<
NÝJA BÍÓ
Niugaru
Alveg sérstaklega spennandi, ný
amerísk litmynd, er gerist í
hrikafögru umhverfi Niagara-
fossanna. Aðalhlutverkið leikur
ein frægasta og mqst umtalaða
kvikmyndastjarna Bandaríkj-
anna:
Marilyn Monroe,
ósamt
Joseph Cotten og
Jean Pctcrs.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tengill h.f.
HEIÐI V/KLEPPSVEG
Raflagíiip
Viðgerðlr
Dfiiissala
Bourguiba . . .
(Framhald af 5. síðu).
ásamt fosfór, blý- og járnnámum
landsins, sem eru mestu auðlindir
þess. Bourguiba væntir þess, að
þetta ástand verði aðeins stundar-
fyrirbæri, og hann gerir sér það
ljóst, að eins og nú er háttað get
ur Túnis ekki staðið eigin fótum
og þarfnast franskrar efnahags- og
tækniaðstoðar. Síðustu tuttugu ár
in hefir átt sér stað offjölgun fólks
í landinu um leið og matvælafram-
leiðslan hefir minnkað að sama
skapi.
Bourguiba hefir verið of víðförull
til að trúa á þá kenningu, að land
sitt geti eins og málum er háttað
í dag staðið eigin fótum efnahags-
lega. Þess vegna hefir hann haldið
því fram, að ef ekki tækist að koma
á samkomulagi við frönsk stjórnar-
völd, myndi Norður-Afríka lenda
undir yfirráð Breta eða Bandaríkja
manna. Jafnframt hefir hann ávallt
haldið fram þeirri stefnu, að Túnis
beri að skipa sér í raðir vestrænna
þjóða og lítur á þjónustu við Rússa
eða kommúnistaflokkinn sem land-
ráð. Þrátt fyrir allmargar heim-
sóknir til Kairó, er hann ekki gin-
keyptur fyrir kenningum um banda
lag arabiskra þjóða. Hann lítur svo
á, að þjóð sín sé komin lengra á leið
en önnur arabisk ríki.
Upp á síðkastið hefir Bourguiba
lagt minni áherzlu á harða and-
stöðu innan lands og stuðning utan
lands frá heldur en þær vonir, sem
hann bindur við sigur frjálslyndari
afla í Frakklandi, en þar njóta
íhaldsöflin fjárhagslegs stuðnings
frá frönskum innflytjendum í Norð
ur-Afríku.
Bourguiba er gæddur ótrúlegum
skilningi á frönskum stjórnmálum,
ef litið er á menntun hans og bar-
áttu síðustu tuttugu árin. Hann var
hnepptur í fangelsi árið 1934 af
íhaldsstjórninni fyrir þjóðernislega
baráttu sína. Árið 1936 var hann
í samninganefnd við vinstri sam-
fylkinguna í Frakklandi, en var síð
an aftur hnepptur í fangelsi 1938
af hægrisinnuðum stjórnarvöldum
og geymdur í virkiskastala af Vichy
stjórninni, en leystur þaðan af
frjálsum Frökkum árið 1941. Síðan
var hann enn fangelsaður, er Banda
menn komu árið 1943, og aftur lát-
inn laus af Juin hershöfðingja, en
hnepptur í fangelsi af eftirmanni
hans, Mast hershöfðingja.
Eftir fjögurra ára útlegð kom
hann aftur á vettvang 1950 og tók
þátt í samningaviðræðum Francos,
Túnisbúa og M. Roberts Schumans.
Síðan var honum varpaö í fangelsi
af stjórn Pinays og var rekinn í út-
legð. Úr útlegðinni lagði hann á
ráðin með túnisku sendinefndinni í
viðræðum hennar við Mendes-
France. Loks var honum veitt frelsi
á ný, og í þessum mánuði tók Edgar
Faure forsætisráðherra opinberlega
á móti honum á Matignonhótelinu.
Enn er að vísu löng leið ófarin,
til þess að Túnis öðlist algert sjálf-
stæði, þó að samningarnir hafi ver-
ið undirritaðir. En nú er svo komið,
að Frakkar hafa ekki lengur efni á
að hætta á hvaða pólitískar aðgerðir
sem er, og útlit er fyrir, að loks sé
lokið Ódysseifsútlegð þessa forystu-
manns Túnisbúa.
■niidiiiiiiiiiiiiiiiutiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiin
I Gæfa fylgir !
= :
i trúlofunarhringunum frá i
| Sigurþór, Hafnarstræti. - I
I Sendir gegn pöstkröfu |
I SendiS nákvsémt mál =
S ■
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiuiiiiikiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiHiiiiiiiimiua
111. blað.
43.
Ib Henrik Cavling:
KARLOTTA
Birta hélt, aö Karlotta gréti. Hún fór strax að finna til meS
vinkonu sinni. Hún gekk til Karlottu og lagði höndina á
öxl henni. — Fyrirgefðu mér, Karlotta. Mér vár ómögulegt
að standast freistinguna. Það var mín sök en ekki Kurts.
— Jú, aldeilis rétt. Fólk mun ekki verða í neinum vand-
ræðum með að komast að þeirri niðurstöðu, að það sért þú,
sem hafir táldregið þennan saklausa ungling. Rödd Karlottu
var svo háðsk, að henni varð ljóst, að hún grét ekki.
Birtu var ekki ljóst, hvað hún ætti að gera eða segja. Nú
þegar þráði hún að Kurt væri kominn. Hún hafði alltaf
undanfarið orðið meira og meira ástfangin af honum og-
sama var um hann. Að svo væri, var hún alveg viss um nú.
Hvað var það annars, sem Karlotta hafði sagt um að
draga hann upp aö altarinu. Að giftast Kurt mundi vera
hin æðsta hamingja fyrir Birtu, en hún og Kurt voru ásátt
um, að það væri ekki hægt. Kurt varð að taka tillit til fjöl-
skyldu sinnar og hann var hræddur við föður sinn.Birtu hafði
skilizt, að faðir hans væri siðavandur og strangur maður og
talsverður fjölskyldu-harðstjóri.
Birta settist viö hliðina á Karlottu og lagði hendina um
herðar henni. — Ertu reið við mig? spurði hún lágt. ■'
Karlotta lyfti höfðinu og leit á Birtu.
— Nei, sagði hún rólega, það er ég ekki, Birta, en ég er
sjálfri mér gröm og öskuvond út í Kurt.
— Þú mátt ekki vera reið við Kurt, Karlotta. Alveg sama
hvað þú heldur, þá var það ég, sem kom honum til þess.
Karlotta athugaði með samanherptum augum hina fögru,
ungu stúlku. Skyndilega varð henni ljóst, að Birta hafði
til að bera miklu meiri þrótt og skapfestu heldur eri Kurt.
Þaö er náttúrlega einnig hægt að sýna skapíestu á þennan
hátt, hugsaði hún með sér. Birta var ákveðin í að fá notið
elskhuga sins til fulls og það hafði henni líka tekizt. Jafnvel
þótt Kurt hefði óttazt afleiðingarnar, hafði henni samt tek-
izt að fá hann til að láta undan. Karlotta þóttist þess full-
viss, að hann iðraðist þess nú þegar.
— Hvað var það annars, sem þú sagöir um að draga hann
upp að altarinu? heyrði hún Birtu spyrja. Karlotta gat heyrt
á röddinni, að Birta var full áhuga um þetta atriði.
— Vilt þú mjög gjarnan giftast honum?
— Já, Karlotta, það veizt þú að ég vil, en það er aðeina
ekki framkvæmanlegt.
— Ekkert er ómögulegt, sagði Karlotta hörkulega. Hann er
ógiftur, svo að auðvitað getur hann gifzt þér, ef hann sjálfur
vill gera það.
— En hugsaðu um hinn stranga föður hans.
— Hugsar þú um hinn stranga föður þinn?
— Hann er víst ekki nærri eins strangur... .Birta brosti
gegnum tárin.
— Ef faðir Kurts er svona strangur, hefði hann átt að
hugsa um það áður en hann slökkti ljósið, sagði Karlotta
reiðilega. Henni til gremjublandinnar undrunar fór Birta
að skellihlæja.
Birta reyndi að vera alvarleg, þótt hún ætti ekki auðvelt
með það. — Þú mátt ekki reiðast mér, Karloita, en þetta
hljómaði svo hlægilega. Maður skyldi ekki halda, að þú
værir yngsta og fegursta konan í Kaupmannahöfn. Eftir því
hvernig þú talar, gæti maður haldið, að þú hefðir fæðzt fyrir
síðustu aldamót.
— Nú hvernig þá? 1
— Fólk nú á dögum slekkur bara alls ekki Ijósið.
— Eitt augnablik mátti Karlotta ekki mæla.
Þú blygðunarlausa... .hugsaöi hún fyrst, en svo fékk kímni
gáfa hennar yfirhöndina. Henni heppnaöist að mestu að
leyna því, hve henni var skemmt.
— Þú ert í sannleika hryllilegur kvenmaður, Birta, en vin-
kona hennar fann, að ísinn milli þeirra var brotinn.
Það var barið að dyrum og ráðskonan tilkynnti að morgun-
verður væri tilbúinn. Ungu stúlkurnar gengu niður og leidd-
ust. Frú Olsen sendi Karlottu spyrjandi augnatillit um leið
og hún gekk fram hjá. Karlotta gaf henni til kynna, að hún
hefði komið öllu í lag.
Eftir morgunverð drukku þær Karlotta og Birta kaffi í
litlu dagstofunni.
Karlotta hafði fengið hugmynd og hún var f-astákveöin i
að framkvæma hana. Hún var reyndar ekki alveg viss um, að
Henri mundi fallast á hana en um það var nógur tími til að
hugsa — á eftir.
— Þú verður að lofa mér einu, Birta, hóf Karlotta máls.
— Hvað er það?
— Þú mátt ekki hitta Kurt fyrr en eftir samkvæmiö á
morgun.
Birta varð langleit af undrun. — Hvers vegna ekki?
— Þú vilt gjarnan giftast honum, er það ekki?
— Og hvað kemur það málinu við?
— Það er betra að þú vitir sem minnst um það.
— Hvers vegna ertu svona leyndardómsfull yfir þessu?
Auk þess hef ég lofað að hringja í Kurt.
— Ég skal víst bera honum kveðju þína.
— En Karlotta, þú ætlar þó víst ekki....?
— Jú, það er einmitt það, sem ég ætla, sagði Karlotta og
gremjuhrukkur komu á enni hennar.
— Lofaðu mér að koma me$.
Karlotta hristi höfuöiö ergilfeg á svip. — Þú skilur ekki
baun í þessu, Birta litla.
— Nei, það verð ég að játa. j