Tíminn - 25.05.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.05.1955, Blaðsíða 1
Ritetjórf: í>órjLrlrm t órarlnsaoa Útgefandi: rramfióknarflokJniri nn 39. árgangur. Bkriístoíur 1 Edduhósi Préttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusíml 2323 Auglýsingasími B1300 Prentsmiðjan Edda Reykjavík, miðvikudaginn 25. maí 1955. 116. blað. Frá aðalfundi Áburðarverksmiðjunnar h.f. Framleidsðanorðinrúmlega 19000 smál. gjaldeyrissparnaður 26 millj. Samþykkt að leita fjárfestingarleyfis og lánsfjár til fosfór- og kalíverksmiðju og byggja geymslur Áburðarverksmiðjan h.f. hefir frá því að hún hóf starf og til þessa dags framleitt um 1900 lestir Kjarna-áburðar og sparað þjóðinni 26 milljónir kr. í erlendum gjaldeyri. Hún hefir þegar náð fullum framleiðsluafköstum á ótrúlega skömmum tíma, og helztu byrjunarörðugleikar við rekstur slíkrar verksmiðju virðast vera yfirstígnir. Þessar upplýsing- ar komu fram í yfirlitsræðu Vilhjálms Þór, formanns verk- smiðjustjórnarinnar á aðalfundi fyrirtækisins, sem haldinn var í skrifstofu verksmiðjunnar í Gufunesi í gær. Vilhjálmur Þór setti fund- inn, bauð stjórn og hluthafa velkomna. Var hann síðan kjörinn fundarstjóri, en fund arritari Pétur Gunnarsson, f ramkvæmdast j óri. Formaður verksmiðjustjórn ar, Vilhjálmur Þór, flutti síð- an yfirlitsræðu um rekstur- inn. Hann sagði, að nú gæfist færi á að lita yfir fyrsta fram leiðsluáfangann. Þann 7. marz 1954 hefði fyrsti áburðarpok- ínn verið fylltur, en þar með hefði ekki verið hafin reglu- bundin íramleiðsla. Langan tíma þyrfti jafnan til að ná þeirri samstillingu véla og tækni, sem nauðsynleg væri í svo margbrotinni efnaverk- smiðju. Væru dæmi til, að fullt framleiðslustig í verk- smiðjum af þessari gerð næð- ist ekki fyrr en eftir 2—3 ár. Byrjunarerfiðleikar yfirstígnir. Hér hefði allt gengið bet- ur, sagði formaðurinn, en þó hefði verið um byrjunarörð- ugleika að ræða, t. d. að kristalla-kornin í áburðin- um hefðu verið of smá og leirhúðunin ónóg, svo að tvennt væri nefnt. Nú væru þessir erfiðleikar yfirstignir, áburðurinn geymdist nú vel og hlvpi ekki í köggla, og I ekki mundi ástæða til að kvarta yfir kornastærðinni. Framleiðslugetan fullkomin. Það væri líka hægt að hrósa happi yfir því, að verksmiðjan hefði svo fljótt komizt á fullt framleiðslustig. Lofað hefði verið að hún framleiddi 18 þús. smálestir á ári með 360 daga starfrækslu, eða 1500 lestir á mánuði og 50 lestir á dag. Þegar hinn 15. apríl 1954 komst framleiðslan upp í 59 lestir á dag, og meðalfram- leiðsla sem mánaða, sept.— febrúar í vetur varð 1543 lest- ir á mánuði. fljótt fullri framleiðslu kvaðst formaður ætla, að einkum mætti þakka þrennu: Dr. Charles Owen Brown, Framh. á 2. siðu. Forsetahjónin koma til Osló í dag NTI5. — Ósló, 24. maí. — í fréttasendingu sinni á enrku í dag ,skýrði norska frétta- stofan frá því, að íslenzku forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þór- hallsdóttir kæmu til Ósló á mofgun á skipinu Gullfoss í opinbera heimsókn ti! Nor- egs. Tveir norskir tundur- spillar munu fara til móts við skipíð og fylgja bví sein- asta spölinn inn Óslófjörð. Borgin verður flöggum skreytt þá 3 daga, sem for- setahjónin dvelja í borginni. Þau munu búa í konungshöll inni sem gestir Hákonar kon ungs. Síðan munu forseta- hjónin fara í ferðalag til Þrándheims og Stiklastaða og ferðast víðar um Noreg f boði norsku ríkisstjórnarinn ar. Lá við stórbruna í hrað- frystihúsi á Vopnafirði Frá fréttaritara Tímans í Vopnafirði í gær. Laust fyrir kl. 8,30 í morgun kom upp eldur í vélasal hrað- frystihúss kaupfélagsins hér. Atvik voru þau, að drifvél í rafvélasamstæðu braut úr sér bullu. Þeyttist bulluhausinn út úr vélinni öðrum megin, en bullustöngin hinum megin, hvort tveggja af miklu afli. í sömu andrá gaus upp eldur í vél'nni, og stóð hún í björtu báli. Einnig loguðu þiljur og loft umhverfis hana. Slökkviíækíð dugði. Vélamaður var staddur þarna skammt frá í vélasaln um, og réðst hann þegar á eldinn með slökkvitækj um. Tókst honum fljótlega að kæfa hann, en véUn er talin ónýt. Aðrar skemmdir urðu vonum minni. Fullvíst er talið, að hefði vélamaðurinn ekki verið staddur i vélasalnum, eða handslökkvitækið í ólagi, hefði þarna orðið stórbruni með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. KB. Vilhjálmur Þór. Þakkir færðar. Bandaríkjamaðurinn Har- old Van Ness annaðist gang- setningu verksmiðjunnar og var verksm'ðjustjóri reynslu mánuðina en síðan tók við verksmiðjustjórn Ernst Rein- muth, þýzkur efnaverkfræð- ingur. Með Van Ness unnu íslenzku verkfræðingarnir Jó hannes Bjarnason og Run- ölfur Þórðarson, og aðstoð- armaður Ernst Reinmuth var Gunnar Ólason, efnaverk- fræðingur. Kvaðst formaður vilja flytja öllum þessum mönnum heila þökk. En fleiri þyrfú að minnast með þakk- læti í huga. Að verksmiðjan náði svo Fyrirlestrar Fyrirlestraferð Eysteins Jóns sonar, ráðherra, um Vestfirði Eins og áður hefir verið skýrt frá, er Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, nú í fyrirlestraferð um Vestfirði á vegum miðstjónar Framsóknarflokksins. S. 1. sunnudag flutti hann erindi um stjórnmálastefnur og stjórnmálaviðhorf í sam- komuhúsinu á Patreksfirði. Prófessor Seamus O'Duile- arga flytur tvo fyrirlestra í í háskólanum um írskar þjóð sögur, sagnamenn og þjóð- sagnasöfnun og verða þeir n. k. miðvikudag og föstudag í l. kennslustofu. Fyrirlestr- arnir verða fluttir á ensku og er öllum heimill aðgangur. Fjölmenni var á fundinum. Að lokinni ræðu ráðherrans komu fram fyrirspurnir, sem hann svaraði í fundarlok. í gærkveldi átti ráðherrann að flytja annað erindi sitt í þessari ferð á Bíldudal, en næstu fundir verða sem hér segir: Á Þingeyri í samkomu- húsinu þar kl. 8 síðd., fimmtu- daginn 26. maí á Flateyri, laugardaginn 28. maí kl. 8,30 síðd. Á Suðureyri mánudag- inn 30. maí. í Bolungarvík þriðjudaginn 31. maí og á ísa- firði miðvikudaginn 1. júní. Frjálsar umræður og fyrir- spurnir verða alls staðar að loknum erindunum. Skólavist í Noregi Félaginu Noregur—ísland hefir verið falið að velja 2—■ 3 unga menn tjl ókeypis skóla vistar í Noregi. Er hér um að ræða skólavist á búnaðar- skólanum á Voss næsta haust og er námstíminn 2 vetur, og við Statens Fiskerfagskole Aukre vsð Molde, en þangað geta komizt einn eða tveir piltar. Félagið veitir nánari upplýsingar um skólavistina. Ákveðið að stofna alhliða bú- fjárræktarstöð í Eyjafirði Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Samband nautgriparæktarfélaga Eyjaf jarðar hélt aðalfund sinn 10. maí s.l. að Hótel KEA. Þar var tekin ákvörðun um það að kaupa tvær jarðir ofan við Akureyri og setja þar á stofn búfjárræktarstöð, sem aðallega beiti sér að kynbótum nantgripa. Halldór Guðlaugsson í Hvammi, formaður félagsins, skýrði frá því, að síðasti aðal- fundur sambandsins hefði falið stjórninni að athuga möguleika á því að setja á stofn búfjárræktarstöð á veg- um sambandsins. Tvær jarðir keyptar. Þessar athuganir hefðu leitt til þess, að sambandinu gæfist nú kostur á kaupum á jörðunum Lundi og Rangár- völlum, báðum rétt ofan við Akureyri og á bæjarlandinu. Var samþykkt á fundinum einróma, að. fela stjórninni að festa kaup á jörðum þessum og setja þar á stofn búfjár- ræktarstöð, aðallega með til- liti til kynbóta nautgripa, en einnig í sauðfjárrækt, ef (Pramhald á 7 slfiui.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.