Tíminn - 25.05.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 25. mai 1955. iio. Diatb Morgunblaðið birtir 12. þ. m. grein eftir Svein Jónsson á Egilsstöðum um roforku- mál Austurlands. Þessi mál hafa þegar verið rædd nokkuð í blöðum. DeU- ur Austfirðmga um þau nú, þegar framkvæmdir eru að hefjast, hafa vart aðra þýð- ingu, en skemmta ónefndri persónu, og eru síst líklegar að greiða fyrir framkvæmd- um. En þar sem Egilsstaða- bónda er um margt sýnna en söguritun eftir reglu Ara fróða, þá verður naumast hiá því komizt að rifja stuttlega upp helztu punkta í meðferð málsins síðustu misserin. 1. Við myndun núverandi ríkisstjómar sumarið 1953, var samið um miklar og skipulagðar framkvæmdir í rafmagnsmálum. Þingmenn Múlasýslna tryggðu að fram kvæmdir eystra yrðu með þeim fyrstu. Nánari tilhögun var þá ekki ákveðin. Síðustu árin hafði Raforku málskrifstofan framkvæmt víðtækar athuganir á fall- vötnum eystra og unnið að áætlunum og samanburði. Skilyrði reyndust hvergi upp á það bezta, en víða sæmi- leg. Heima fýrir hafði Fjórð- ungsþingið forustu, fylgdist með undirbúningi og ýtti á efÞr föngum að honum yrð1 hraðað. Þingmenn Austfirð- inga höfðu stöðugt samband við Raforkumálaskrifstofuna. Þeir höfðu ævinlega samflot um þessi mál, því þeim var ljóst að þau voru sameigin- leg íyrir fjórðunginn og að allt tog og hreppapólitík hlaut að verða tU óþurftar. Haustið 1953 lagði raforku málastjóri fram áætlanir um lausn raforkumála á Austur- landi. Virkja skyldi Grímsá eða Fjarðará í 1350 kw orku- veri og leiða um mið Hérað (Eiðaþinghá og Velli) og firð- ina frá Seyðisfirði tU Reyðar fjarðar. Sérstök nefnd var nú kos- in eystra til að fylgjast með þessu stóra máli ásamt þing mönnunum og hófust fundh þessara aðila í október. Á fyrsta fundi greindi Ey- steinn Jónsson frá því. að tryggt væri að virkjun eystra yrði í fyrstu röð þeirra raf- orkuframkvæmda, er stjórn- arsáttmáhnn gerði ráð fyrlr. Að þessu sinni var aðeins rætt um virkjun Grímsár eða Fjarðarár, enda töldu sér- fræðingar enn sem fyrr, virkjun Lagarfoss allt of dýra sökum geysilegs stíflukostnað ar. Nefndin ræddi og athugaði alveg sérstaklega orkuþörf Austurlands, komst að þeirri niðurstöðu að 1350 kw yrði of lítið og sett« fram kröfu um 2100 kw v*rkj un. Sérfræðmgar raforkumála tóku málði til sí nað nýju og skUuðu áliti upp úr áramót- um. Voru þeirra tillögur nú, að virkja Grímsá í 2400 kw, og töldu virkjun hennar nokkru hagstæðari en Fjarðarár. Nú var það og tekið fram, að sérfræðingar sæju leið til að virkja Lagarfoss í 3500 kw með ódýrri grjótstíflu í>ó fylgdi sá fyrirvar1, að ýmis atriði þyrftu nánari at- liugunar við. Þingmenn að austan urðu á eitt sáttir um að beita sér íyrir virkjun Lagarfoss á þessum grundvelli, í því Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingism. Raforkuframkvæmdir á Austur- landi og „söguritun" Sveins trausti, að áætlanir stæðust. Að vísu yrði virkjunin 8 millj. kr. dýrari en sú, er sér fræðingarnir mæltu með í Grímsá, en gæfi líka mun meiri orku. Fengu þeh setta lagaheimild um virkjun foss ins, en áður voru tU heimild- ir um vhkjanir Grímsár eða Fja'ðarár. Stóðu svo málin í þann mund, er þingi lauk á út- mánuðum 1954, að fullvíst var talið, að þessi háttur yrði á haíður og Lagarfoss virkj- aður. 4. Áður en raforkumálaráð- eða ríkisstajórnin segði sið- asta orðið um tilhögun fram kvæmda, komu ný viðhorf til sögu: 1. Fyllri athugun sérfræð- inga á aðstöðunni við Lagar- foss leiddi í Ijós, að fyrri virkjunaráætlun var ekki framkvæmanleg, m. a. vegna óhóflegrar vatnsborðshækkun ar, sem setja mundi brú og flugvöll í hættu og valda fleiri spjöllum á Héraöi. Hins vegar var tahð fært aö virkja fossinn án stíflu í 3500 kw., en sú vhkjun yrði um 6 millj. kr. dýrari en áður var talið, svo verðmunur á 2400 kw í Grímsá og 3500 kw í Lagarfossi yrði nærri 14 millj. kr. 2. Sérfræðingar greindu nú frá því, að ýmsar tæknilegar nýjungar gerðu fært að leiða raímagn til Austurlands um öræfin frá Laxárvirkjun. Mæltu þeir eindregið með þessari lausn. Þingmenn, raforkunefnd og Austflrðingaí- yflrleítfc tóku þessari tillögu með mikilli tor tryggni. Veður eru hörð á ör æfum og þótti mönnum í mik >ð ráðist að treysta orkuflutn- ingi svo langa vegu um regin fjöll. Raforkumálaráðherra hélt tvo fundi með fulltrúum Aust firðinga til að ræða hin nýju viðhorf, á Egilsstöðum mið- sumars og í Reykjavík ( sept embermánuði. Héldu sérfræðingar fast fram línuleiðinni en Aust- firðingar andæfðu. Niðurstað an varð sú, að þeir síðar- nefndu óskuðu enn eftir virkj un Lagarfoss, en raforku- málaráðherra hét að ákveða ekki línuleina, án samráðs við fulltrúa þeirra. Aðrar leiðir vcru ekki rædd ar á þessum fundum. 5. Eftir fund'na hélt raforku málaráðherra áfram viðræð um við raforkumálastjóra og sérfræðingana og í ríkisstjórn 'nn.i. Raforkumálastjóri benti m. a. á þessa annmarka á virkj- un Lagarfcss. 1. „Bezta“ virkjun fossins er fullvirkjun hans í ca 14 þús. kw, en mundi líklega kosta um 100 milljónir með aðallínum og hafa margfalda þá orku, sem þörf væri á. 2. Slík vúkjun kemur ekki til greina nú, og getur ekki orðið ákveðin nú til fram- kvæmda síðar, þar sem 1—2 ára rannsóknir aí Jaendi sér- fræðinga eru ennþá ógerðar, áður en ákvörðun kæmi til greina. 3. Litla vhkjunin í Lagar fossi er óhóflega dýr miðað við aðra möguleika, sem fyrh hendi eru og mundi spilla hag kvæmustu fullvirkjun sxðar. Þetta viðhorf kom einnig mjog fram innan ríkisstjórn arinna'. Þar \ar ekki mögu- legt að fá camþykkta virkj- un Lagarfoss, hvorki þá smærri né stærri. Raforkumálastjóri og hans menn héldu mjög fram lín- unni. Böntu þeh á að hennar hlutverk yrði eigi aðeins að flytja Austfirðingum rafmagn í næstu framtíð, heldur og að sameina tvö notendasvæði og skapa með því möguleika til stærri og hagkvæmari vJrkj unarframkvæmda, er stundir liðu. 6. Rafcrkumálaráðherra hafði fullan hug á að sameina sjón armið Austfirðinga um mynd arlegt orkuver heima fyrir og raforkumálastjóra og hans manna um samtengingu byggðarlaganna. Og efth að hafa haft samráð við þing- menn Austfirðmga, og sent menn til fundar við nefnd þeirra á Egilsstöðum í des. sl., beitti hann sér fyrir þeim ákvörðunum, er nú hafa ver ið teknar. Virkjun Grímsár í 2400 kw og línu írá Laxá, er lögð verði í beinu íramhaldi af virkjun inni. Þá fékkst fram í því sam- bandi að ákveðnar voru aðal orkuveitur 1*3 allra þorpa og kaupstaða á svæðmu frá Vopnadrð’ hl Djúpavcgs. Línur út frá þessum veit- um um nalægar sveitir noma eftir þvl. sem nánar ve'öur ákveðið. Síðan hefir r afork umála- skrifstofan unnið kapjjsam- iega að undirbúningi íiam- kvæmda, sem svo munu hefj ast af íulJum kraftí í sumar. Þetta er í höfuðdráttum saga málsms á lokastigi und- irbúnmgsins. Sveinn á Egilsstöðum hefir lsngi haft afskipti af raf- magnsmálum, en aðeins við og við orðið samstiga öðrum raönnum og þá oft með þraut um. Fyrir nokkru hafð1 hann hug á v'rkjun Eyvindarór eða Miðhúsaár, að því er upplýst var á Egilsstaðafundi í jan. sl., og ekki mótmælt. Aðrir hugsuðu þá hærra og stefndu að heUdarvirkjun fyrir fjórð- ungmn og réðu þau sjónar- mið. Haustið 1953 samemaðist raforkunefnd Austfjarða um kröfu um 2100 kw orkuver í fjórðunginum. Og síðar er sér fræðingar létu uppi að virkja mætti Lagarfoss, var nefndin enn einshugar. En strax og hreyft var línu leiðinni, skarst S. J. úr leik, emn nefndarmanna, og vUdi þegar láta vhkjun Lagarfoss eða annarra fallvatna á Aust- urlandi lönd og leið. Er bros legt að sjá tUburði hans við að breiða nú yfir þetta meö því að segjast hafa viljað fá loforð um virkjun fossms síðar. þ>að vissu allir, er að þessum málum unnu, og Sveinn líka, að grundvöll skorti alveg th þess að hægt væri að taka slíka ákvörðun. S. J. var því að vinna gegn raforkuveri í Austfirðmga- fjórðungi, emn allra raforku nefndarmanna, sem alla tíð lögðu höfuðáherzlu á að hvað sem línuleiðinni liði, þá yrði að byggja viðunandi raforku ver í fjórðungnum til öryggis. Þeirri stefnu raforkumála- nefndarinnar fylgdu og þing menn Múlasýslna allan bar- áttutímann og árangur af baráttu þeirra og nefndarinn ar er sá, að Austurland fær ekki línu ema um öræfm norð an, heldur emnig 2400 kw raforkuver við Grímsá, og er það orkumeira ver en raf- orkunefndin, þ. á m. S. J., krafðist haustið 1953. S. J. segir, að raforkunefnd Austurlands hafi mótmælt Grímsárvirkjun á fundi sín- um í desember, en ekki sam- þykkt hana. í samþykktmni segir: „Nefndin getur því aðeins fallizt á að iaforkuþörf Aust urlands verði leyst með leiðslu frá Laxá, að einnig verði gerð verulegt vatnsorkuver á Aust urlandi.“ Hér er saraa stefna mörkuð og áður. Þegar þetta er samþykkt, veit nefndm, að stóra Lagar fossvirkjunin gat ekki orðið ákveðm af ástæðu, sem að framan gremir og að htla Lagarfossvirkjun hafði ekki fylgi í ríkisstj órninn1. Þetta var ems og á stóð sama sem að krefjast Grímsárvirkjunar ásamt línunni og það var S. J. aunðvitað vel ljóst eins og öðrnm, þótt hann reyni nú eftir á að sýna máUð í röngu Ijósi. Barátta S. J. fyrir því, er hann kallar „skynsömustu leiðina,“ hefst þó fyrst af full um krafti, þegar réttir aðilar, ríkisstjórnín og sérfræðmgar, hafa sagt lokaorðið, eftir að hafa ráðfært sig við forsvars menn Austfirðinga. Verður sú saga ekki rakin hér, en aðems bent á örfá atriði í ritum hans, er þrí- vegis hafa prýtt síður Morg- unblaðsms síðan ákvarðanir voru teknar. í fyrstu grem S. J. er stað- hæft að 2400 kw virkjun sé alJsendis ónóg, jafnvel þó von sé viðbótarorku frá Laxá strax á eftm — En ári áður reisti sami maður kröfu um 2100 kw ! í sömu grein segir: „Við gefc um ekki látið bjóða okkur að bíða eftir rafmagni í 5 ár að óþörfu.“ — í 3. grem segir hms vegar: „í fjórða lagi feng ist raforkan emu til tveim ár um fyrr inn í fjórðunginn.“! Er þá ímyndaður biðtími orðinn 1—2 ár í stað 5 ára áöur. Þannig er samkvæmn- in í skrifum þessum. í 3. grem segir ennfremur: „Nú hefir Grímsá verið vatns laus síðan í október 1 haust eða ca. 5 mánuði og 'getur vel orðið það 2—3 mánuði til —“ (Alls 8 mánuði !!!). Auðvifcað bera sérfræðingar raforkumálasfcjórnarmnar á- byrgð á öllum tekniskum undirbúningi vúkjana og það er þeirra að segja til hvers megi vænta af fallvötnun- um. Þessar fullyrðíngar S. J. um vatnsleysið í Grímsá verða á hinn bcgmn gott sýnishorn af málflutningi hans, þegar þær eru bornar saman við skýrslu raforkumála,stjóra um vatnsmagn ármnar, sem birt er hér í tyaðinu í dág. Niðurstaða raforkumála- stjóra er sú, að ekki hafi ver ið um meiri vatnsþurrð' að ræða í Grímsá í vetur, én reiknað hafi verið með að varadísilstöðvarnar, sem frá upphafi hefir verið gert ráð íyrir, yrðu að vera viðbúnar að taka. En til frekari vitnisburðar um málfærslu S. J„ er rétfc að upplýsa, að samkvæmt skýrslu raforkumálaskrifstof unnar, sem gremargerð raf- orkumálastj óra byggist á, kemur fram að vatnsþurrö, sem máli skipti fyrir orku- verið, komi ekki til grema nema í febrúarmánuði og marzmánuði, en S. J. segir ána vatnslausa í 5 mánuði. Minna mátti ekki gagn gera! Það er örðugt að bægja frá sér þehri hugsun, að svona skrif séu af öðrum toga en ást á málefninu. Og það er hætt við að við- fangsefni Austfiröinga í raf- orkumálum riæsta áfangann hefou crðið önnur, en þeim eru nú búm, éf þannig hefði verið á spilunum haldið af þeirra hálfu alriiennt síðasta áratuginn. Heilaarstefnan er mórkuð. Virkjun Grímsár, Laxárlina og aðalorkuveitúr iriiili'^fpþná fjarðar og Djúpayog's eru ákveðnar. Tengmgin við Norðúrlands kerfið eykur stórurn öryggi fyrir nægri orku í. framtíð- inni, með því að gefa hag- kvæmari virkjunáýrriöguleika, sem fyrr segir. Lagarfoss keppir við önnur fallvötn, og virkjun Grímsár nú, héfir engin áhrif á þau úrslit, er byggjast munu einvörðungu á faglegum forsendum. Vmna þarf að dreifingu ork unnar um bvggðir fjórðungs ins, svo sem auðið er, en styðja þá til annarr.a bjarg- ráða í raforkuöflun, er sam- (Frambald á 7. síðul. Aðalf undur Bytffiintiusamvinnufélags Reykjamkur verður haldmn föstudagmn 27. þ. m. í Naustinu (Súð- inni) kl. 5 e. h. DAGSKRÁ: Samkvæmt félagslögum. SXJÓRNIN, SÍ*b

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.