Tíminn - 04.06.1955, Page 4
TÍMINN, laugardaginn 4. júní 1955.
123. blað.
Ben.jamln Eiríksson:
Póstgiro eða bankarnir
Fyrir nokkrum dögum sá ég. laun þeirra inn á reikning,
í blöðunum grein þess efnis,
að Neytendasamtökin ætluðu
að beita sér fyrir því, að sett
yrði upp póstgiro-kerfi á ís-
landi. Ennfremur hefur kom-
ið fram þingsályktunartillaga
á alþingi sem gengur í sömu
átt.
Þótt peningaviðskipti þjóð-
arinnar standi á tiltölulega
háu stigi, þá er það samt svo,
sem þeir síðan gætu tekið út
af. Að sjálfsögðu er þetta
mikilvægt spor í þá átt að
koma á umstangsminni
greiðsluvenjum. Flestir menn
verða að inna af hendi mán-
aðarlega ýmsar fastar greiðsl-
ur: iðgjöld, skatta, húsaleigu,
rafmagn, síma, greiðslur af
lánum o. s. frv. Allt þetta væri
auðvitað einfaldast að greiða
að greiðsluvenjur þjóðarinn- með' ávísunum, sem síðan
ar eru mjög gamaldags, ó-
þarflega gamaldags miðað við
það, að þjóðin hefur nú
banka, sparisjóði, póst
síma.
í Ameríku er ástandið
þannig, að flest fyrritæki
greiða laun með ávísunum,
annað hvort beint til laun-
þega eða afhenda þau banka
eða viðskiptastofnun, þar sem
starfsmaðurinn hefur pen-
ingaviðskipti sín. Starfsmað-
urinn sér þá aldrei laun sín
öðruvísi en í sambandi við út-
væru póstlagðar.
Almenningur eyðir ótrúlega
miklum tíma í að ganga á
og milli skrifstofa í Reykjavík
| til þess að borga einstaka
reikninga eða taka út pen-
inga, og verða oft að bíða eftir
afgreiðslu. Þetta mál mætti
leysa með þvi að almenning-
ur notfærði sér betur þjón-
ustu peningastofnananna, og
að þær tækju að sér að auka
þjónustu sína við almenning.
Bezta leiðin til að koma breyt
ingunni á væri sennilega sú,
tekt úr þeim banka, sem hann að fyrirtækin tækj u upp á því
hefur reikning sinn hjá.
Greiðslur, sem hann þarf
svo að inna af hendi, innir
hann af hendi aðallega með
ávísunum. Mánaðarlegum
greiðslum gefur hann út ávís-
un fyrir, sem hann póstlegg-
ur. Ekki hafa þó allir banka-
reikning. En flestir bankar í
Bandaríkjunum taka við
greiðslum fyrir rafmagn, gas,
síma o. þ. h., svo og sköttum.
Það þarf oftast ekki annað
en fara inn í næsta banka til
þess að greiða svona reikn-
ínga.
Hér á landi eru bankaávís-
anir tiltölulega lítið notaðar,
að þeim hafa menn þó mikið
hagræði og mikinn tíma-
sparnað. Fyrirkomulagið hjá
ríkissjóði er t. d. þannig, að
opinberir starfsmenn eiga í
rauninni að koma inn til rík-
isféhirðis hinn fyrsta hvers
mánaðar og sækja laun sín.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að
koma þessu við, þegar um er
að ræða menn úti á landi, en
þá munu þeir margir hafa
umboðsmenn, sem taka laun-
in fyrir þá. Þetta fyrirkomu-
lag er því mjög á þann hátt
eins og ef póstur, símaávís-
anir og bankar væru ekki til.
Þá fæ ég ekki séð, hvers
vegna almannatryggingarnar
eru ekki yfirleitt greiddar með
ávísunum og sendar viðkom-
andi í pósti. í Þýzkalandi var,
a. m. k. fyrir stríð, póstþjón-
ustan svo fullkomin, að sér-
stakir bréfberar inntu greiðsl-
ur innan tiltekins hámarks
af hendi í beinhörðum pen-
ingum.
Ég heyrði fyrir nokkrum ár-
um, að fyrirtæki hér í Rvík
hefði tekið upp á því að
greiða starfsmönnum sínum
með ávísunum á viðskipta-
banka sinn. Bankinn hefði
síðan fært í tal við þetta fyr-
irtæki, að betta ylli bankan-
um svo mikilli fyrirhöfn og
starfsmönnum hans svo miklu
umstangi, að hann fór þess á
leit við fyrirtækið, að það
hætti þessu, sem og var gert.
Þetta virðist benda til að
sumir bankar líti svo á, að
almenningur eigi ekki kröfu
á svona þjónustu af þeirra
hálfu.
Nýlega var einnig sagt frá
því í blöðunum, að stórt fvrir-
tæki hér í bænum (S.Í.S.)
hefði tekið upp á því, að
greiða starfsmönnum sínum
laun þeirra með ávísunum,
og jafnvel með því að leggja
að greiða starfsfólki sínu með
ávísunum, eða leggja kaup
þess inn á reikning hjá pen-
ingastofnun, sem hver starfs-
maður fyrir sig tilnefnir.
En einfaldast og kostnað-
arminnst fyrir þjóðina myndi
vera að bankar og sparisjóð-
ir beittu sér fyrir umræddum
breytingum á greiðsluvenj-
unum, og væri þá póstgiro-
kerfið óþarft. Og til þess að
gera það, þurfa þeir ekki að
taka nema 30—40 ára stökk.
Það þyrfti meiri samvinnu
milli banka og sparisjóða um
allt land, en nú er. Og að
sjálfsögðu þyrfti að koma á
„clearing“-kerfi milli pen-
ingastofnananna.
Þá myndi einnig vera til
bóta, ef póstgiro-kerfið yrði
ekki tekið upp, að leyfa póst-
inum að taka við sparifé alls
staðar \ landinu þar sem
bankar ^ru ekki — eða spari-
sjóðir. Pósturinn hefur hvort
eð er alltaf nokkurt fé undir
höndum. Og peningana mætti
ávaxta fyrirhafnarlítið í rík-
istryggðum skuldabréfum, eða
á annan einfaldan og örugg-
an hátt.
Skrifað í apríl, 1955.
Gagnfræðaskóla
Akraness slitið
Gagnfræðaskólanum á
Akranesi var slitið 31. maí.
Voru þá brautskráðir 18 gagn
fræðingar. Sjö nemendur luku
landsprófi miöskóla.
_ Skólastjórmn, Ragnar Jó-
hannesson, flutti skólaslita-
ræðu. Ræddi hann um há-
vaða og ókyrrð, sem mjög
einkenndi daglegt líf í nú-
tima þjóðfélagi, áhrif þeúra
á sálarlíf unglmga og að-
ferðir til að draga úr þessum
vágestum í skólum.
Þá gaf hann allýtarlega
skýrslu um starf skólans sl.
vetur. 140 nemendur sóttu
skólann. Heilsufar var með
lélegra móti, enda varð að
loka skóla um vikutíma vegna
inflúenzu. — Félagslíf var
með nokkrum blóma og nem-
endur ötuhr við ýmis félags-
störf.
Hæsta einkunn hlaut Emil
ía M. Jónsdóttir, ágætiseink-
unn 9,02.
DAGSKRÁ
{ 18. Sjómannadagsins
Laugardagur 4. júní
Kl. 16,30 Björgunarsund og stakkasund í Reykjavikurhöfn.
kl. 17 00 Kappróður skipshafna í Reykjavikurhöfn.
Sunnudagur 5. júní - Sjómannadagur
kl. 08,00 Fánar dregnir að hún á skipum.
kl. 13,00 Sjómannafélögin mæti með félagsfána og sjómenn safnist sam-
an til hópgöngu við Borgartún 7.
kl. 13.30 Hópgangan leggur af stað áleiðis tú Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna. Skrautbúið víkingaskip mannað eldri sjómönnum og
stafnbúum í fornmannabúningum fylgir göngunni. Einnig
trillubátur frá Happdrætti DAS. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
göngunni. — Þess er vænzt, að aldraðir sjómenn, sem ætla sér
að fá far með víkingaskipinu mæti tímanlega.
kl. 14,00 Hátíðahöld Sjómannadagsins hefjast við Dvalarheimili aldraðra
sjómanna og verður þeim útvarpað:
1. Minnst drukknaðra sjómanna.
a) Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur: Þrútið var loft
með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur.
• b) 3iskup íslands, hr. Ásmundur Guðmundsson, minnist
drukknaðra sjómanna — þögn —. Um leið er lagður blómsveigur
á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði.
c) Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, sygur: Alfaðir ræður,
með undirleik Lúörasveitarinnar.
2. Ávörp flutt:
a) Fulltrúi ríkisstjórnarinnar: Ingólfur Jónsson, ráðherra,
vegna fjarveru sjávarútvegsmálaráðherra. — Lúðrasveit Reykja
víkur leikur: Lýsti ,sól.
b) Fulltrúi útgerðarm.: Ásberg Sigurðsson, framkvæmdastóri,
ísafirð1. Lúðrasveitin leikur: Gnoð úr hafi skrautleg skreið.
c) Fulltrúi sjómanna: Þórhallur Hálfdánarson, skipstj. Hafnarf.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: íslands Hrafnistumenn.
3. Afhending verðlauna og heiöursmerkja: Form. fulltrúaráðs
Sjómannadagsins, Henrý Hálfdánsson. — Lúðrasveit Reykja-
vikur leikur: Ó, Guð vors lands.
4. Söngkór Kvennadeildar SVFÍ syngur. Söngstj. Jón ísleifsson.
Sjómannakonur annast veifingar í sölum hússins. Leikin létt lög með-
an Vcitingar standa yfir og verður þeún útvarpað um gjallarhorn.
Sjómannadagsblaðið og merki Sjómannadagsins verður til sölu um
daginn. Óskað er eftir sem flestum börnum og unglingum til að annast
söluna. Afgreiðsla í Verkamannaskýlinu við höfnina frá kl. 9 á sunnudags-
morgun.
IS.V.R. annast fólksflntninga til og frá Miðhænum
jj eftir þörfum.
Dansleikir:
1. Dansleikir fyrir meðlimi aðildarfélaga innan Sjómannadagsins verða
sunnudagmn 5. júní kl. 21,00 i eftirtöldum húsum:
Sj álfstæðishúsinu, skemmtiatriöi.
Hótel Borg, gamanvísur.
Tjarnarcafé, gamanvísur.
Röðull, skemmtiatriði.
Aðgöngumiðar að ofantöldum dansleikjum verða afhentir með-
Þmum aðildarfélaga Sjómannadagsins í skrifstofu Happdrættis Dval—
arheimilis aldraðra sjómanna, Austurstræti 1, í dag kl. 9—22 og á
morgun (sunnudag) kl. 9—11 og 15—16. Tekið á móti aðgöngumiða-
pöntunum í sxmum 82075 og 7757.
2. Auk þess verða almennir dansleikir á eftirtöldum stöðum og á sama
tíma:
■Vi
Dvalarheimili aldraðra sjómanna
Breiðfirðingabúð
Þórscafé
Ingólfscafé.
Aðgöngumiöar að þessum dansleikjum verða seldir við innganginn 1
viðkomandi húsum frá kl. 17 á sunnudag. , _t
i,
: