Tíminn - 04.06.1955, Page 6
7
TÍMINN, laugardaginn 4. júní 1955.
123. blað.
t .
Lj
PJÓDIEIKHÖSID
Fædd I c/«er
Sýning í kvöld kl. 20.00
Síðasta i;inn.
Fœdd í yœr
Sýning að Selfossi,
mánudag kl. 20,00.
Er á meffan er
Sýning sunnudag kl. 20.00
Fáar sýningar eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá Ki.
13,15—20,00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvœr línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
GAMLA BÍÓ
Endur
eyðimerUurinnur
(The Living Dcrert)
Heimsfræg verðlaunakvikmynd,
er Walt Disney lét taka í litum
af hinu sérkennilega og fjöl-
breytta dýra- og jurtaríki eyði-
merkurinnar miklu í Norður-
Ameriku. — Þessi einstæða og
stórkostlega mynd, sem er jafnt
fyrir unga sem gamla, fer nú'
sigurför um heiminn og er alls
staðar sýnd við gífurlega að-
sókn, enda fáar myndir hlotið
jafn einróma lof.
Sýnd annan í hvítasunnu
kl. 5, 7 og 9,
Sœgammurinn
(Captain Pirate)
Douis Ilayward,
Patricia Medina.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIO
Trompásinn
(The Card)
Bráðskemmtileg brezk gaman-
mynd, aðalhlutverk leikur snill-
ingurinn
Alec Guiness.
Glyiiis johns,
Valerie Hobson,
Petu’-- Olark.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 1 e. h.
BÆJARBÍÓ
í
í
BCA!rNA%FiRBB -
HÞœgurlaga-
sUáldið
Bráðskemmtileg músik og gam-
anmynd.
Aðalhlutverk:
Louis Michele Renhard
Maria Gariand.
Myndin var sýnd allt síðast liðið
sumar í einu stærsta kvikmynda
húsi Kaupmannahafnar. — Hin
vinsælu dægurlög „Stjörnublik“
og „Þú ert mér kær“ eru sungin
í myndinni. Lögin fást nú á plöt
um hjá íslenzkum tónum, sung
in af Alfreð Clausen og Jóhanni
Möller. — Myndin hefir ekki
verið sýnd áður Mér á landi.
Sýnd kl. 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
Btaú HM
A norðurslóðum
Afbragðs spennandi, ný, amer
ísk litmynd, byggð á skáldsögu
eftir James Oliver Curwood, er
gerist nyrzt 1 Kanada og fjall
ar um harðvítuga baráttu, karl
mennsku og ástir.. I
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuö börnum innan 16 ára.1
SLEIKFELAG,
^REYKJAVlKUR^
Inn og ist
nm gliiggann
Skopleikur í 3 þáttum eftir
Walter Ellis
(höf.
Góðir eiginmenn sofa heima.)
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðásala opin í dag kl.
4—7 og á morgun eftir kl. 2.
Sími 3191.
Mesti hlátursleikur ársins.
Meðal leikenda: Guðbjörg Þor-
bjarnandóttir, Sigríður Hagaiín,
Árni Tryggvason og Haukur Ósk
arsson.
AUSTURBÆJARBÍð
Freisting IteUnisins
(Die Grosse Versuchung)
Mjög áhrifamikil og spennandi,
ný, þýzk stórmynd. Kvikmynda
sagan hefir komið út í íslenzkri
þýðingu. Kvikmynd þessi hefir
alls staðar verið sýnd við mjög
mikla aðsókn og vakið mikla at
hygli, ekki sízt hinn einstæði
hjartauppskurður, sem er fram
kvæmdur af einum snjallasta
skurðlækni Þjóðverja.
Aðalhlutverk:
Dieter Borsche
(lék lækninn í „Holl lækni“)
Ruth Leuwerik,
(einhver efnilegasta og vinsæl-
asta leikkona Þýzkalands um
þessar mundir).
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aukamynd kl. 9. Ný aukamynd
um sland tekin á vegum varn-
arliðsins til þess að sýna her-
mönnum, sem sendir eru hingað.
♦♦♦♦
TRIPOLI-BiÓ
Aðeins 17 ára
(Les Deux Vérités)
Frábær, ný, frönsk stórmynd,
er fjallar um örlög 17 ára gam-
allar ítalskrar stúlku og elsk-
huga hennar.
Leikstjóri: Leon Viola.
Aðalhlutverk:
Anna Maria Ferrero,
Michel Simon,
Valentine Tessier.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Aðgöngumiðasala eftir kl. 4.
♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦(
Hafnarfjarð-
arbíó
Pétur Pan
Ný, bráðskemmtileg iitskreytt
teiknimynd með söngvum gerð i
eftir hinu heimskunna ævintýri .
J. M. Baryes, sem komið hefir j
út í íslenzkri þýðingu. — Wait
Disney gerði myndina í tilefni
af 25 ára starfsafmælí sínu.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9249.
I
NYJA BIO
Gullnir draumar
tGoIden Glil)
BráBSkemmtileg og viðburðarík
ný amerísk músíkmynd í lltum.
Skemmtimynd sem öllum mun
skemmta.
Aðalhlutverk:
Milzi Gaynor,
Dale Robertson,
Dennis Day.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
*
Síðasta sinn.
Pckmgstjúrnin . . .
(Framhald af 5. síðu).
og með nýlendusniði. Kínverjarnir
hafa ekki kosningarétt.
„— Meðal ábyrgra aðila í Hong
Kong eru ekki uppi neinar kröfur
um breytt stjórnarfar", segir nýlega
í opinberri tilkynningu frá brezkum
yfirvöldum. Ekki eru heldur í
vændum neinar meiri háttar stjórn
arfarsbreytingar þar“.
/ þessari sömu tilkynningu er
Hong Kong nefnd „útvirki frelsis-
ins“. í henni er Hong Kong borin
saman við Vestur-Berlín og kölluð
„gluggi til vestræns lýðræðis".
Stjórnmálaloga gætir Hong Kong
hlutleysis. Þar verzla jöfnum hönd-
um kommúnistar og andkommúnist-
ar. Bretar hafa kallað þetta dæmi
um samstöðu þessara tveggja afla.
„— Hér“, segja Bretar, „— við
bæjardyrnar hjá hinu kommúnist-
iska Kína, er Kínverjum velkomið
að koma og sjá með eigin augurn
þróun hins frjálsa heims, og bera
það, sem þeir sjá, saman við það,
sem þeir aftur finna, þegar þeir
koma til baka inn fyrir landamær-
in“.
Svo að aftur sé vitnað til brezkra
sjónarmiða, segir enn í brezkri til-
kynningu: „— Hong Kong er mikil-
væg fyrir allan hinn vestræna heim
sem viðskiptamiðstöð, og þaðan
breiðast áhrif til landsvæða, þar
sem fátt er enn öruggt eða stað-
fast“.
Bandarískir embættismenn hafa
Stundum drepið á það, að ef stað-
festa og öryggi er það, sem Bretar
sækjast eftir, þá ættu þeir að geta
stúðlaö að því með að styðja stefnu
Bandaríkjanna varðandi Quemoy
og Matsu. Bandaríkjamenn líta svo
á, að þessar eyjar séu ekki síður
mikilvægar til að auka staöfestu og
öryggi, með því að þær draga stór-
um úr hættunni af kommúnistiskri
árás á Formósu. Bandaríkjamenn
benda einnig á það, að ef þessar
eyjar falla til kommúnista, minnkar
allmjög öryggi og staðfesta Breta í
Hong Kong.
Árum saman hefir verið litið á
Hong Kong sem brezkt virki. Um
20 þús. brezkra hermanna hafa þar
aðsetur sitt auk flugliðs og öflugs
flota. Eyjan yrði engan veginn auð-
tekin.
Margir hernaðarsérfræðingar
draga þó í efa, að Hong Kong verði
varin án hernaðaraðstoðar Banda-
ríkjanna. Þeir benda einnig á það,
að ef Formósa félli fjandmönnum
Bandaríkjanna í hendur, væri það
alvarlegt áfall fyrir vamarlínu
þeirra á Kyrrahafi, sem gerir mögu-
legan stuðning við Hong Kong.
Því er það, að margir bandarískir
ráðamenn eiga erfitt með að átta
sig á afstöðu Breta gagnvart strand
eyjum eins og Quemoy og Matsu.
Hong Kong er heldur ekki annað
en strandeyja, segja þeir.
tlllllllllllllUlllllllllllllllllllHlllllllltÍlllllUlllltlfllllllllll
\ i
!*> Henrik Cavling:
KARLOTIA
!
SUMARDRAGTIR
DRENGJASPORTFÖT
DRENGJAJAKKAFÖT
PIN-UP og TVINK
heimapermanent
Sent í póstkröfu.
Vesturgötu 12 - Sími 3570 i
IIIIIIIIIIIIUIIMIUIIUIUIIIIHIIUIIIIIUIIIUUIUIIIimUHIUB
14 karata og 18 karata
TRÚLOFUNARHRINGAR
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦
litla, sagði hún. — Enn er tU hér í heimi nokkuð, sem kallað
er sómavendni og heiðarleiki, þótt vinir þínir nazistarnir
vilji sem minnst af slíkum hugtökum vita. Hvað gengur
eiginlega að þér, ég skil ekkert í þér nú orðið og það get ég
sagt þér, að foreldrar þínir heima í Börstrup gera það ekki
heldur. Það eru aðeins íáeinir dagar síðan ég talaði við föðrjr
þinn í símann. Hann harmar mjög, ef þú ferð inn á þá hraut,
sem allar horfur eru á að þú viljir nú hverfa inn á.
— Á eiginkona -ef til vill ekki að fylgja manni sínum?
— Að vissu marki. En þú ert ekki Þjóðverji, Birta, heldur
Dani. Láttu Þjóðverja eina um sín viðfangsefni og láttu þá
sjálfa handsama njósnara, sem ónáða þá. Það getur orðjö
þér dýrt spaug, ef þú ferð að fást við slíka hluti. Og alveg
án tilhts til þess, þá er slíkt athæfi mjög ókvenlegt.
Það var síðasta röksemdin, sem hafði mest áhrif á Birtu.
— Hvað á ég þá að segja við Kurt, ef hann hringir í kvöld?
— Segðu honum, að John Graham sé ekki í Danmörkú.
Segðu honum svo vafningalaust, að þú viljir ekki koma nærri
svona verkefnum og aö þeir verði aö bjarga sér sem hezt
þeir geta án þinnar aöstoðar. Síðustu orð Karlottu voru ekki
alveg laus við hæðni, en Birta var svo sokkin niður í sínar
eigin hugsanir, að hún veitti því ekki athygli.
— Komdu hingað og búöu hjá mér, sagði Karlotta, þá
skal ég fljótlega koma þessum grillum úr kollinum á þ,ér.
Birta hafði einungis hrist höfuöiö. — Því miður er það
ekki hægt, Karlotta, svaraði hún.
— Hvers yegna ekki?
Birta hikaði við.
— Kurt segir, að þú sért óvinur —. á pappírnum. Stöðu
Kurts vegna get ég ekki....
Jafnvel þótt Karlotta reiddist, gat húh ekki stillt sig um
að hlæja.
— Dálaglegt og í sannleika sagt samboðið „þriðja ríkinu“.
Við höfum verið vinir frá barnæsku og þekktumst löngu áður
en nazisminn var pppfundinn, en nú megum við ekki þekkj-
ast lengur, þar eð við af tilviljun höfum gifzt mönnum s>tt
úr hvorum herbúðum. Þú hlýtur að sjá, Birta, að þetta gengur
geðveiki næst.
En Birta hafði einungis hrist höfuðið.
— Og þá hafði Karlotta látið spurninguna fjúka: — Elskar
þú Kurt alltaf jafn heitt?
Það fór ekki fram hjá Karlottu, að Birta hikaði andartak
áður en hún svaraði.
— Já, ég elska manninn minn, en.,..
— En hvað, Eirta?
Birta hafði verið treg til að segja fleira, en loks fékk
Karlotta hana þó til að halda áfram: — Kurt á vingott við
margar konur í Berlín.
Karlotta hefði orðið enn meira undrandi, ef hún hefði
heyrt Birtu staðhæfa hið gagnstæða, engu að síður þótti
henni þetta illt v*nkonu sinnar vegna.
Birta og ég hefðum betur hlustað á aðvaranir Henris,
hafði hún hugsað meö sér. Harni haföi alltaf rétt íyrir sér,
þótt það kæmi síðar í ljós.
— Hvernig veiztu það?
— Hvernig veit maður þess háttar? Er það ekki nokkuð,
•sem við konur hljótum að taka- eftir.
— Aldrei hef ég tekið eftir neinu slíku, hafði Karlotta
vogað sér að segja. .
— Þú ert nú líka gift Henri. Slíkt gæti aldrei fyrir hann
komið. Kurt er ekki svo skynsamur, én hánn er nú líka svo
ungur.
— Iðrar þig þéss, að hafa gifzt Kurt?
Birta hafði aftur hikað við að svara.
— Nei, ekki held ég það. Ég get ekki þn Kurts verið. Ég
vil heldur eiga hánn með öðrum en vera án hans.
— Er ekki sú afstaða nokkuð svipuð hlutskipti þræls’ns?
— Má vera, Karlotta, en við eigum þess ekki kost að ,um-
skapa sjálfa okkur.
Fimm vikum. efÞr hernám Danmerkur var það eina tungl-
skinslausa nótt, að lítil könnunarflugvél slangraði um í loft-
inu eins og fugl, sem orðið hefir fyrir skoti. Það var líka
skotið á flugvélina. Þetta var lítil ensk flugvél, sem hafði
verið send á tilteknum tíma og til ákveðins staðar í Norður-
Þýzkalandi til að sækja enskan njósnara. Og þessi njósnari
var John Graham, er um þriggja vikna skeið hafði sent upp-
lýsmgar frá Þýzfcaiandi þráðlaust til aöalstöðvanna í London.
Flugvélinni var veitt eftirtekt og hún elt af • þýzkum
orustuflugvélum:. Það var von flugmannsins að ná til Sví-
þjóðar, en yfir N-Sjálandi hafði hann fengið banaskeyti frá
þýzkum næturorustuflugmanni.
John Graham ieit á sjálflýsandi skífuna á úrinu sinu.
Dögun hlaut að vera skammt undan, ályktaði hann. Svo
heyrði hann, að mótorinn stöðvaðist. í sama vetfangi kallaði
flugmaðurinn í hátalarann: — Við komum honum ekki 1
gang aftur. Við erum staddir yfir ströndinni nálægt Hels-
ingj aeyri — stökkvið þegar út í fallhlíf — gangi þér vel!'
Þetta var skipun. Sekúndu síðar sveif John Graham
gegnum loftið.
Eins og svo oft áður opnaðist fallhlífin þá fyrst, er liann
hafði gefið upp alla von um að hún myndi nokkurn tíma
gera það. Svo straukst þýzk orustuflugvél fyrir oían höfuðið
á honum. John fylgdi henni með augunum og sá hvernig
hún réðst á litlu ensku könnunarflugvélina, sem skömmu