Tíminn - 22.06.1955, Síða 6
6.
TÍMINN, miðvikMdagimi 22. júní 1955.
137. b!a$j
GAMLA BÍÖ
Karnivul í Texas\
(Texas Carnival)
Pjörug og skemmtileg, ný, bandaí
rísk músík- og gamanmynd íj
litum.
Esther WiIIiams,
skopleikarinn
Red Skelton,
söngvarinn
Howard Keel,
dansmærin
Ann Miller.
Sýrid kl. 5 og 9.
Söngskemmtun kl. 7.
Fyrsta skiptið
AíburSa fyndin og fjörug, ný,
amerísk gamanmynd, er sýnir á
snjallan og gamansaman hátt
viðbrögð ungra hjóna, þegar
fyrsta barnið þeirra kemur í
heiminn. ASalhlutverkið leikur
hinn þekkti gamanleikari:
Robert Cummings og
Barbara Hale.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
HJlírNARFIRÐR -
Huydjurfir
hermenn
Sérstaklega spennandi og við-
burðarík, ný, amerísk kvikmynd,
er fjallar um blóðuga Indíána-
bardaga.
Aðalhlutverk:
Errol Flynn.
Sýnd kl. 7 og 9.
Simi 9184.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
NÝJA BÍÖ
I»egar Jörðin
nam staðar
Hörku spennandi, ný, amerísk
stórmynd, um friðarboða í fljúg
andi diski frfá öðrum hnetti.
Mest umtalaða mynd, sem gerð
hefir verið um fyrirbærið fljúg-
andi diskar.
Aðalhlutverk:
Michael Rennle,
Patricia Neal.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BfÓ
Nútíminn
(Modern Tlmea)
Þetta er talln skemmtilegasta
mynd, sem Charlíe Chaplin hef-
tr framleitt og leikið i. í mynd
þessari gerir Chaplto gys að véla
menningunni. Mynd þessl mun
koma áhorfendum til að veltast
um af hlátri frá upphafi til enda.
— Skrifuð, framleidd og stjórnuð
aí Charlie Chaplin.
Sýnd ki. 5, 7 og 9.
ÍLEIKFEIAG'
toKJA\lKIJg
Snn og út
um gluggan
Skopleikur í 3 þáttum
eftir Walter Ellis.
!
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala eftir kl. 2 í
dag. Sími 3191.
♦♦♦♦♦♦
AUSTURBÆJARBÍÓ
Verðlaunamyndin:
Húshóndi á sínu
heimili
(Hobson’s Choice)
Óvenju fyndin, og snilldarvel
gerð, ný, ensk kvikmynd. Þessi
kvikmynd var kjörin „Bezta
enska kvikmyndin árið 1954.“
Myndin hefir verið sýnd á fjöl-
mörgum kvikmyndahátíðum
víða um heim og alls staðar hiot
ið verðlaun og óvenju mikið hrós
gagnrýnenda.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
>♦♦♦♦♦♦♦<
HAFNARBIO
Bímá 8444
Höfuðpaurinn
(L’enneml Pnblic no. 1)
Afbragðs, ný, frönsk skemmti-
mynd, full aí léttri kímni og
háði um hinar alræmdu amer-
ísku sakamálamyndir.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum.
Suðrœnar syndir
(South Sea Smner)
Hin afar spennandi og viðburða-
ríka kvikmynd, er gerist á Suð
urhafseyjum.
Shelley Winters,
MacDonald Carey.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
»♦♦♦»♦ ♦♦♦»<»♦♦4
TJARNARBÍÓ
Greifinn af götunni
(Greven frán gránden)
Bráðskemmtileg sænsk gaman-
! mynd.
Aðalhlutverk:
Nils Poppe.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hafnarfjarð'
arbíó
Leyndarmál
stúlkunnar
Mjög spennandi og áhrifarík, ný
amerísk mynd um Iíf ungrarj
stúlku á glapstigum og baráttu
hennar fyrir að rétta hlut sinn.
Aðalhlutver:
Cleo Moore,
Hugo Haas,
Glen Langen.
Sýnd kl. 7 og 9.
-
n
68.
lh Henrik Cavling:
KARLOTTA
ástúðlega til Karlottu um leíð og hann lokaði dyrunum á
eftir þejm.
Hsnri mseldí þennan Englendmg, sem hafði verið enm
rneð konu hans undanfarnar sjö vikur, en eúis og venju
lega sáust engin svípbrigði á andliti hans.
— Fáið yður sæti.
Þeir settust sín hvoru megin við lítið reykingaborð. Henri
kveikti sér í vúidli og ýtti öskiunni til John Grahams.
Englendngurinn tók fyrstur til máls: — Hvemig stendur
á því, að þér geÞð farið frjáls ferða yðar hingað til Dan-
merkur?
Henri blés út úr sér reyknum.
— Sennilega a£ sömu ástæðu og er þess valdandi, að
kona mín hefir ekki veriö tekin föst og jafnframt gert henni
unnt, að veita yður húsaskjól í sjö vikur.
John Graham svitnaði og vissi vel að það var fyrst og
fremst af afbrýðigsemi. Sú hugsun, að innan fárra klukku
stunda mundi Henri vefja Karlottu örmum, var honum
óbærileg. En Henri var eiginmaður hennar, þeirri staðreynd
varð ekki breytt.
— Hafið þér gehgið tU samstarfs við óvinina?
Henri hristi höfuðið.
— Nei, það hef ég ekki og það skiptir heldur ekki máU,
hvað ég hef gert. Þaö skipÞr ekki máli þessa stundina, held
ur hvernig hægt er að koma yður út úr landinu.
— O, ég mun spjara mig.
Hann er stöðugt ástfanginn af Karlottu, hugsaði Henri
með sér, en annað hvort hefir hann ekki kunnað að nota
sér tækifærin, eða þá að Karlotta hefir ekki látiö- undam
Hann hallaðist heldur að því síðara, og hugsaði meö þakk-
læti í huga til konu sinnar.
— Þér getið ekki dvahzt hér lengur. Þér verðið að fara
þegar í kvöld, sagði Henri þurrlega.
Það kom reiðiglampi í augu Englendingsins og hann
sagði með biturð: — Öldungis rétt, enda þurfið þér nú líka
að hugsa um yðar eigið skinn. Það sem Henri sagði næst
kom mjög flatt upp á John Graham.
— Þér eruð mjög ungur, Graham, og þér eruð mjög ást-
fanginn af konu minni. Þetta tvennt veröur að endast yður
til afsökunar fyrir þau óvarkáru og móðgandi orð, sem þér
segið nú. Þér eruö sjálfsagt ekki heimskur maður, en þér
eruð hugsunarlaus....
— Má ég spyrja, hvað þér eigið við með....
— LáÞð ógert að gripa fram í fyrir mér, rödd greifans
var kurteisleg, en ákveðin, í sjö vikur hafið þér orðið þess
valdandi, að ungrar konu gætu beðið örlög, sem væru verri
en dauðmn — misþyrmingar í þýzkum fangabúðum — en
þar hefði Karlottu ver‘Ö vís vist, ef Beckstein hefði fundið
yður hér í dag eða hvaða annan dag sem vera skal þær
sjö vikur, sem þér hafið dvalizt hér. Þegar þér stofnið konu,
sem þér einnig eruð ástfanginn af, í svo hræðilega hættu,
verðið þér að láta. yður iynda, þótt jafnvel umburðarlyndir
menn kall1 yður heimskan eða huglausan. Ég kýs að álíta
yður hið síðara og ætlast ekki til að h.eyra nein frékari
mótmæli um það atfiði. Nú skuluö þér hlusta á, hvernig
þér geÞð komizt til Englands.
Augu John Grahams skutu neistum. Hann hafði næst-
um algerlega misst vald á skapsmunm sínm, þegar hami
sagði mjög hátt:-— Þakka yður fyrir, en það skal ég kom-
ast sjálfur, án yðar aðstoðar.
— Ný sönnun um athugaleysi yðar, hr. Graham.
— Hvað eigið þér við. John var að verða óöruggur um
sig. Hin miskunnarlausa rökvísi Frakkans og hnitmiðuð orð
hans voru farin áð hafa sín áhrif á hann. Samtalið fór
fram á ensku og John hélt að hann hefði aldrei talað við
útlendmg, sem hafði svo fullkomið vald á móðurmáli hans
og Henri. "
— Þér eruð neyddur til að gera ems og ég segi yður. Það
er stöðugt hættán, sem vofir yfir Karlottu, er ég fyrst og
fremst hef í huga i þessu má'Ii. Ef þér verðið tekinn hönd
um af Þjóðverjum hr. Graham, þá verðið þér pyntaður til
sagna og ef til vill neyddur til að skýra frá, hvar þér hafið
haldið yður. Þá er röðin komin að Karlottu. Það er varla
ætlun yðar að þannig skuli fara?
— John beit sig í vörina. Maður Karlottu hefir rétt fyrir
sér, hugsaði hann gremjulega.
— Ég hafði alls ekki hugsað út í það, slapp út úr hon-
um. »
John Graham tók eftir því, að Henri brosti í laumi. John,
sem myndi vel sín fyrri orð um tUlitsleysi, fannst hann
nú vera eins og’ferrHingardrengur.
Fjandinn sjálfur hifði hann, hugsaöi hann æfur af
vonzku.
— Kannist þér við Ekkenborg, spurði Henri.
— Stóra herrásetrið við Árósa?
Vei’mn hughraust.. .
(Framh. af 5. siðu.)
græðgi eða clrottnunargirndar. En
í höndum leiðtoganna og í höndum
hinna fáu liggja örlög og framtíð
hinna mörgu, okkar allra, já, allra
þióða. Við viljum mega treysta þess
um leiðtogum. Kalda stríðið hefir
þegar staðið alltof lengi. Mann-
kynið dauðþráir og þyrstir eftir
íriði og öryggi.
Ef að tíu árum liðnum þao heíði
tekizt að iækka veggi vigbúnaðar-
ins verulega, og rósemi og traust
ríkti í heiminum, hugsum okkur þá,
hversu stórkostlegum fjárhæðum
við gætum varið til verklegra og
félagslegra framfara, í sérhverju
landi um alian heim. Hugsum okk-
ur, hversu gífurlega mætti bæta
kjör mannanna á sérhverjum bletti
hnattarins, ef við spöruðum þó ekki
væri nema nokkuð af þeim meira
en 100 billjónum dollara, sem ar-
lega er eytt í vígbúnað og morðvéí
ar, og notuðum þetta fé til mann-
úðar- og menningarmála. Hugsið
ykkur öll þau fátæku, fáklæddu og
fákunnandi litlu börn, sem unnt
væri að veita hjálp, og opna útsýn
til bjartara lífs og betri framtíðar.
Slíkt nýtt viðhorf mundi víssulega
einnig létta af herðum mannanna
byrðum óttans og gefa þeim það
ljós, sem gerir lífið vert þess að
lifa því.
Þegar við viljum gera upp reikn-
inga Sameinuðu þjóðanna, þá höf-
um þetta í huga: Öll hin árlegu út-
gjöld Sameinuðu þjóðanna nema
aðeins sem svarar til þess sem
heimsstyrjöld mundi kosta í nokkr
ar klukkustundir. Það má mcð
sanni segja, að Sameinuðu þjóðirn
ar eru ódýrasta tilraunin, sem
nokkru sinni hefir verið gerð til
að bjarga mannkyninu frá hrylii-
legustu ógnum, sem unnt er að
hugsa Eér.
Ef síðan eftir önnur tíu ár að
við fáum að njóta tilveru Samein-
uðu þjóðanna, þá munu þær miklu
frekar en i dag rísa undir hinu
stóra nafni og vcrðskulda það. Þá
mundu aliar þjóðir heims vera í
bandalaginu.
Slík lækkun vigbúnaðar einstakra
ríkja, sem í dag mundi þykja óhugs
anleg, mundi síðar hafa það í för
með sér að unnt yrði að koma upp
varnarliði Sameinuðu þjóðanna,
sem stæði vakandi á verði um frið
og öryggi alls staðar í heiminum.
Með tíð og tíma, og stig af stigi,
mundi hið alþjóðlega varnarlið,
sem gert ér ráð fyrir í sjöunda kafla
Sáttmála Sameinuðu þjóðanna,
koma í stað og víkja á brott sem
óþörfum hinum geysifjölmennu
herjum og stórkostlega vígbúnaði
einstakra þjóða. Vígbúnaðarkapp-
hlaupinu væri hætt, og sérhver þjóð
byggði traust sitt og trú á varnar-
liði Sameinuðu þjóðanna, sem veitti
öllum vernd og öryggi.
Heimurinn á í dag um tvær leiðir
áð velja. Önnur er sú, að halda
áfram ósamlyndi, áróðri, þrætum
og deilum. Þessi leið hlýtur fyrr
eða seinna að leiða til styrjalda,
rústa og tortímingar menningarinn
ar. Hin leiðin er friðsamlegt sam-
líf og samvinna milli allra þjóða
og félagsskapur sannarlega sam-
einaðra þjóða. Það eru nær engum
takmörkum háð, hversu mikill vel
farnaður getur fallið í mannanna
skaut, ef leiðtogar heimsins vilja
koma sér saman um það að lifa í
friði og samlyndi, svo að ávextir
mannlegs vits, húgkværhni og fram
fara megi falla um allar jarðir, og
blessun og bætur hugsnilldar mann
anna fái að streym fram sem renn
andi lind, þessari og komandi kyn
slóðum til farndðar.
Mannkynið var ekki skapað til
þess að útrýma sjálfu sér og eyöa
jörðinni, heldur til að vera frjó-
samt, margfaldast og uppfylla jörð
ina og gera hana sér undirgefna.
Draumarnir frá 1945 eru enn þá
ekki orðnir að veruleika. Við getum
því enn látið okkur dreyma um
stund, en fljótlega verðum við að
vakna og heimta aðgerðir. Á þess
um stað og þessari stundu skulum
við ákveða að skapa betri héim, og
að gera hlut hvers manns sann-
gjarnan og lífið öllum Ijúft, eftir
því sem mannlegur niáttur fær ráð-
ið. Frið í huga og frið á jörðu. í
þeim anda skulum við stefna fram
á við allir saman, undir merkjum
og fyrir hugsjónir Sameinuðu þjóð
anna.
Verum hughraust, þvi að enn e'r
von!