Tíminn - 10.07.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn 10. julí 1955. 142. blað. 6 GAMLA BRS Uppreisn í Bœheimi (Dogheads) Tilkomumikil og fögur tékknesk kvikmynd í Agfa-litum um frels isbaráttu Tékka á sautjándu öld. Mynd þessi var valin til sýning- ar á kvikmyndahátíðinni í Cann es í vor. Aðalhlutverk: Vladimir Raz, Jarmila Kurandova, Z. Stephanck. Sýnd kl. 7 og 9. Eönnuö börnum innan 14 ára. Ðmgdrmimur Wulters Mitty með ÐANNY KAYE. Sýnd kl. 3 og: 5. Metjsm Afburða skemmtileg og athyglis verð, ný, amerísk mynd um líf og áhugamál amerískrar æsku. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu og þekktu leikarar John Dcrek Donna Reed. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íletjur Mróa Muttar Hin bráðskemmtilega mynd um son Hróa Hattar og kappa hans í Skírisskógi. Sýnd kl. 3. BÆJARBÍÖ Morfín Frönsk-ítölsk stórmynd I «ér- flokkl. — Aðalhlutverk: Daniel Gelin, Elcnora Rossi-Drag*, Barbara Laage. Myndin hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. Danskur skýr- ingartexti. Bönnuö bömunu Sýnd ki. 7 og 9, \irkiö við ána Óvenju spennandi amerísk mynd í litum. Sýnd kl. 5. ■! AUSTURBÆIARBÍÖ Skrlðdrekarnír korna (The Tanks Are Coming) ÍSérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd, er fjallar um framsókn skrið- drekasveita Pattons yfir Frakki land og inn í Þýzkaland í síð- í ustu heimsstyrjöld. Bönnuð börnum innan 16 ára.| Sýnd kl. 5 og 9. 4. vika. 51. sýning. Verðlaunamyndin: Músbóndi á sínn heimili „Bezta enska kvikmyndin árið 1954“ Sýnd ld. 7. Síðasta sinn. — Fyrri hluti. — í ríki undirdjúpunna Hin geysispennandi og viðburða- ríka ævintýramynd með: Ray „Crash“ Corrigan. | Sýnd aðeins í dag kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. HAFNARBfG (Rises fMÍ Auya fifrir auga Hörkuspennandi, ný, amerísk litmynd, er gerist í Kaliforníu á hinum róstursömu tímum, þeg| ar gullæðið stóð sem hæst. Bönnuð börnum innan 16 ára.| Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. § í útlendimja- hersveitinni (In foreign Legion) Hlátur frá byrjun til enda í steikjandi eyðimerkursól með hinum hraustu hermönnum: Abbott og Costcllo. Sýnd kl. 3. Eauða sokkabandið (Red Garters) Bráðskemmtileg, ný, amerisk söngva- og dansmynd í litum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjar^ arbíó , Einkariitirinn Chaplhi syrpu Sýnd kl. 3. Setjið mttrkið hátt I’d climb the Higliest Mountain Hrífandi falleg og lærdómsrík, ný, amerisk litmynd. er gerist í undur fögru umhverfi Georgiu- fylkis í Bandaríkjunum. Aðalhlutverk: Susan Hayward, Wiiliam Lundigan. Sýnd kl, 5, 7 og 9, Kínversk kvikm yndasýnintj (Kaupstefnan — Reykjavík) Sýningardaglega kl. 1,30—4,30. Bráðskemmtileg, íjörug, ný, amerísk gamanmynd um skopleg mistök, sem lá við að olli stór vandræðum. Ósvikin skemmtimynd. Aann Sheridan, John Lund. Sýnd kl. 7 og 9. _________Simi 9149.________ Ósýnileyi hnefttleiktirinn Sprenghlægileg gamanmynd með Abbott og Costello. Sýnd kl. 3 og 5. Nútíminm (Modern Tlms#) Þetta er talín ekemmtllegasts mynd, sem Charlie Cbaplin hef- ir framleitt og leikið i. í mynd þessari gerir Chaplia gys að véla menningunni. Mynd þessi mun koma áhorfendum til að veltast um af hlátri frá upphafi til enda. — Skrifuð, framleidd og stjórnuð af Charlie Chaplin. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. AHra síðasta shm. _____I M»l IIWII mihiiiiw# „Ef við okkl . . . (Framh. af 5. síðu.) in hafa lítið breytzt milli þessara aðila með árunum. Þeir segja okkur, að þannig skuli haldið áfram í langan tíma, í hálfa öld og jafnvel lengur. Og hvað á þá að taka við. Það er enginn, sem enn hefir getað svarað því. Það er ekki stýrt út á nein ákveð- in mið. Sennilega bíðum við eftir því að geta látið afkomendum okk- ar vandamálið óleyst í hendur, og fram tií þess tíma verður það jafn langt frá því að leysast og það er nú. Eigum við þá að lifa við það, að sifellt sé vígbúizt af meira kappi, og gjöreyðingarstríð sé eina breyt- ingin frá ríkjandi ástandi. Sérhver þjóð getur öðlazt frið, að minnsta kosti um tíma, ef hún ekki er reiðubúin til að fórna frels ishugmyndum sínum, en það er aðeins keyptur friður, sem veltir vandamálinu yfir á nœstu kynslóð. Þetta er sýndarfriður, sem ekki getur með öðru endað en stríði eða þrældómi. Ég minnist þess gjörla, þegar Jap anar þurftu að taka afstöðu til þessa vandamáls. Japanarnir eru raunsætt fólk, og eina fólkið, sem af eigin reynslu þekkir eyðilegging- armátt atómsprengjunnar. Eyjar þeirra liggja dreifðar á miili hinna strí'ðandi aðila, og þeim er Ijóst, að vafasamt getur orðið, hvort þeir lifi af næstu styrjöld, hvor aðilinn sem sigur kann aö vinna. Hinn aldraði og gáfaði forsætisráðherra þeirra, Shidehara, kom einu sinni til mín og skýrði frá því, að þeir óskuðu eftir að banna stríð sem pólitískt vopn til þess að koma mcð því í veg fyrir ■ gjöreyðingu þjóðarinnar. Og hann bætti við: „Það getur vel verið, að menn hæði okkur nú sem dagdrauma- menn, en eftir hundrað ár, verðum við kaHaðir spámenn." Ef mannkynið ætlar sér að lifa hlýtur það fyrr eða siðar að kom- ast að sömu niðurstöðu. Spurning- in er aðeins, hvenær uppgötvar það þennan sannleika. Hvenær kemur að því, að upp vaxi meðal þjóðanna sá persónuleiki, er geti leitt okkur á götu friðarins. Nú stöndum við á mörkum nýrr- ar aldar. Gamlar kenningar og hug sjónir falla um sjálfar sig. Við verð um að finna ný ráð og skapa ný verðmæti. Stórveldin verða að losa sié úr spennitreyju fortíðarinnar og sýna mönnum að þau séu fús til að lýsa styrjaldir í bann. Hver veit, hvað slíkt kann að hafa í för með sér? (Þýtt úr Reader’s Digest.) Kirk|u|Báttur (Framh. af 5. síðu.) sinn ytri mann, hvort heldur klœðaburð, útlit eða fram- komu. Aðeins þannig fæst og varðveitist hin fullkomna fegurð. Til þess að vernda og efla fegurð sálarinnar þarf að lauga andann við lestur góðra bóka og nautn fagurra lista í línum, litum og hljómum. En þó er enn mikilsverðara að varðveita huga og hjarta hreint af grómi hins illa, veita og þiggja sem mest af kær- leikshug og spegla sig í tær- um uppsprettulindum vonar og guðstrausts. Sú kona, sem þannig ann- ast um fegrun sálar sinnar, þarf aldrei að vera hrædd við fegurðarsamkeppni, hún þarf ekki að efast um sigur. Hin fíngerða fegurð andans eflist með árunum hvað sem lík- amanum líður eða útliti hans. Þar verður hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda, sem er dýrmætur í aug- um Guðs. Rvík 4. júlí 1955. .. , Árelius Níelsson. 77. Ib Henrik Cavling: KARLOITA — Kysstu mig nú að skUnaði, John, sagði hún svo. Hann skalf af geðshræringu. — Svona gerðu það, endurtók hún. John Graham tók hana í fang sér og kysstí hana. — Merkir þetta, að.... — Já, John það merkir það, að við verðum að gleyma hvort öðru fyrir fullt og allt. Henri er maðurmn minn. Ég get ekki yfirgefið hann nú. Þú hlýtur að skilja mig, John. John skildi hana — skildi hana einungis alltof vel. Hann hafði leikið og tapað, og hann vissi með sjálfum sér, að það var sá sterkari og betri, sem vann. Fontena's var of- urmenni. — Þú verður að reyna að skilja mig, John. Þú mátt ekki álíta mig hviklynda konu, sem ákveður eitt í dag til þess eins að skipta um skoðun á morgun. Ég Þnn — finn innst í leynum hjarta míns, að svíki ég Henri núna, þá er ég að fremja verknað, sem ég mun iðrast það sem ég á eftir ólifað. Hann þarfnast mín og ég hef vanrækt hann. Ég ber ábyrgð á því aö hann hefir elzt fyrir aldur fram. Ég get ekki boriö ábyrgð á því að leggja hann líka i gröf- ina. Um leiö og Karlotta sagði seinustu setninguna, varð henni Ijóst, að það var einmitt það, sem hún hafði ver'ð að gera. Með köldu blóð'i hafði hún næstum verið búin að drepa bezta manninn i öllum heiminum. Karlotta veitti þvi athygh aö það var gefið merki frá rennibrautinni. Framhurð bílsins var lokið upp og Victor smokraði sér í bílstjórasætið. Án þess að kveikja Ijósin ók hann með miklum hraða að syðri enda grasvallarins og stanzaði snögglega rétt aftan viö flugvéUna. — Karlotta, rödd Johns var hás. Hann vissi, að það mundi tilgangslaust, en hann vUdi ekki láta hjá líöa að gera þessa seinustu tilraun. Takmarkið var svo nálægt og þó svo viösfjarri------Ertu viss um, aö það sé rétt, sem þú nú gerir. Hún þrýsti hendi hans. Tárin streymdu aftúr niður kinn ar hennar. Nú grét hún hans vegna, grét yfir ást þeirra. — Já, John, hvíslaði hún, vertu sæll — vegni þér vel og gleymdu því liðna. — Margt get ég gert, Karlotta hvíslaði hann og bar ótfc á, en þér og fortíðinni get ég ekki gleymt. Það er óhugs- andi. Ég elska þig og mun halda áfram að gera það, una ég tek síðasta andvarpið. — Þú mátt ekki vera beizkur út í Henri, John.^ — Það er ég heldur ekki. Henri er karlmenni. Ég er ekkl lengur í vafa um, að hann er okkar tveggja sá betri. — Vertu sæll, John — ég ætla að vera hérna kyrr. John Graham steig út úr bílnum. Hann svimaði, þegar hann gekk í áttina til flugvélarinnar. Flugmaðurinn og þrír, fjórir menn aðrir stóöu við vélina. — Ifvar er farangurinn, spuröi Henri hvasst. — John togaoi i jakkaermina hans og gaf honum merkl um, að hann vildi tala við hann. Henri fylgdist meö hon- um nokkur skref út á grasvöllinn. — Hvað er það? Röddin var kuldaleg. — Karlotta verður hjá yður, tautaði John. Henri tók viðbragö og það kom kökkur í hálsinn á hon- um. Svo tókst honum að ná valdi yfir tilfinningum slnum. Hann greip í hönd Johns. — Þakka þér fyrir, John. Henri var óvenju fast-mæltur. — Það er hún, sem þér eigið að þakka, Henri. Henri var ljóst, hvernig John Graham mundi líða á þessari stundu og hann vildi ógjarnan gera honum erfiðara fyr'r en nauðsynlegt var. — TUbúnir tU brottfarar, kallaði hann hvatlega. Það er aðeins einn farþegi. Farið! John fékk ekki tækifæi’i tU aö segja eða hugsa fleira. Áð- ur en hann vissi af, sat hann uppi í flugvélinni. Hún fór þegar í gang með þrumuliávaða og rann af stað efSir grasvellinum. Augnabliki slðar var hún kom'in á loft. Henri horfði nokkra stund á eftir vél.inni. Svo gaf hanti Victor nokkrar fyrirskipanir og gekk síðan ttt bílsins, sein Karlotta beið hans í. Karlotta hafði skipt um sæti og sat nú fram í bílnura við hiið'na á sæti bilstjórans. Henri sté inn í bílinn hinvi megin. — Þú hlýtur að vera mjög þreytt, vina mín, sagði han:i lágt, nú flýtum við okkur að komast heim. — Án þess að segja fleira, setti Henri bílinn í gang og stundu síðar óku bau inn á aöalþjóöveginn, sem lá tli Parísar. — Fyrirgefðu mér Henri, hvíslaði Karlotta allt í einu. Hann sleppti hægri hendinni af stýrinu og tók utanuni herðar hennar. Hariii þrýsti henni ástúðlega að sér, en sagði ekki neitt. Hún þarf tíma ttt að jafna s'g og næði, hugsaði hann. Henri lagð1 bílnum fyrir framan Vttla Fonte og opnaöl síðan fyrir Karlottu. — Ég kem á eft'r meö farangurinn, sagði hann og gekk aftur niður útidyratröppurnar. Kaiiotta hélt að Birta mundi vera háttuð fyrir löngu, en. Birta var á fótum enn. Hún sat í bókaherberginu. Hún spratt upp úr hægindastólnum, þegar Karlotta kom inn,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.