Tíminn - 05.08.1955, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 5. ágúst 1955.
173. blaff.
NiSurlag.
En þótt gott sé þarna að
una, er emnig gott að hreyfa
sig úti í veðurblíðunni, t. d.
taka sér stutta göngu, eða
jsvo finnst mörgum á Skods-
borg.
Um fjögur leytið höldum
við Margrét því til skógar,
en þangað er ekki langt að
fara Jægerhorg, sem er eitt-
hvert stærsta og fegursta
skóglendi Danmerkur, liggur
fast við Skodsborg, svo að eft
ir örfáar mínútur erum við
komnar gegnum stóra, rauða
hhðið með konungsmerkinu
og inn í sjálfan stórskóginn.
Þarna er logn og kyrrð þótt
gola sé við ströndina. Eigin-
lega finnst mér ég ekki vera
úti heldur í einhverri undra
stórri þúsund súlna höll, þar
sem ljósiö kemur allt að of-
an niður milli greinafingr-
anna á trjátoppunum, eins
og birta niður um þakglugga.
Nú hafði veturinn dregið frá
lauftjöldin hið efra, en lág-
skógurinn bar enn nokkuð af
bleikbrúnu blaðslöri. Við
löbbum nú áfram nokkra
stund, fyrst eftir breiðum
aðalvegi, en víkjum síðan inn
á hliðarstíg. Hann var dá-
lítið rómantískari. Fjöldi
spörva klifraði uppi í trjá-
greinunum. en hvergi gat ég
séð á loðið íkornaskott, því
miður. Enn síður að ég væri
svo heppin að sjá fagurfótu,
dádýri bregða fyrir milli trjá-
stofna. í Jægerborg ganga
nefnilega hirtir, dádýr og rá
dýr hundruðum saman, enda
er þetta friðaður þjóðgarður
sem enginn fær að hafa að
skotspæni, nema ef vera
iskyldi að kongurinn hefði
leyfi til þess að bregða sér
þangað í veiðiferð vissan
tima af árinu, eða svo var
það að minnsta kosti áður
fyrr.
Annars munu dýrin e’nkum
halda sig á svonefndri Dýra-
garðshæð (Dyrehavsbakken),
sem er grasivaxm hæðar-
slétta í suðurhluta skógarins
um háhtíma gang frá Skods-
borg. Á sléttunni miðri rís
Erimitttagen (Erimitthöllin)
eins og gamalt ævmtýr. Hún
er byggð í rokokkostíl. Ekki
höfðum við dugnað til þess
að ,ganga alla leið upp á
„Bakka“ í þetta sinn, enda
ekki vel vissar á veginum.
Snerum því v*ð svo búið heim
á ieiff, og gátum þá líka tek-
ið okkur litla hvíld fyrir
kvöldverðinn. En ég get bætt
því við, að löngu seinna geng
um við upp í Bakkann allt til
Eirmitttagen, og sáum þá
skógardýrin rása þar um í
hægðum sínum svo hundruð-
um skipti. Voru það næsta
fallegar og sak’eysislegar
iskepnur að sjá, liturinn emk-
um ljósgulbrúnn eða gráleit
ur og mörg dýrin sérkenni-
Jega golsótt að aftan. Ein-
staka voru sem næst alhvít.
Stærðin var mismunandi
eftir aldri og tegund, fiöld-
inn ekki stærri en ungkálfar.
Stærstir voru krónhjartar-
tarfamir — líkt og meðal-
nautgripir sýndist mér — með
geysfmiklar hornakrónur á
höfði.
Brátt líður að kvöldmat
hjá okkur, — seinna borð-
haldið er kl 6,30. Ég strýk
yfir hárið og fer í skárri flík
urnar, því að slíkt er siður
að gera hér fyrir kvöldverð-
inn. Síðan geng ég út úr
herbergi mínu og sný ekki
einu sinni lyklinum í skránni.
Hér er ekki þörf á að læsa,
því að hér kvað aldrei neinu
vera stolið, jafnvel þótt
hsegt sé að stíga af sjálfri
Ingibjörg Þorgeirsdóttir:
DVÖL í SKODSBORG
Strandgötunni í emu skrefi
beint inn til manns. Aftur
þarf stundum að sæta tölu-
verðri lagni t'l þess að kom-
ast klakklaust yfir Strand-
götuna. Bílaumferðm þar er
oft eins og hér i Aðalstræti
og ökuhraðinn furðu mikill
og gálauslegur, — og nú
leist mér sannarlega ekki á
blikuna. Svo langt sem auga
sá hlykkjaðist bílatrossan
eftir veginum líkt og tvö-
föld perlufesti, og ég hélt
að hún ætlaði aldrei að slitna
og leyfa mér yfir. Oft hafði ég
séð umferð um veginn en
aldrei svona stanzlausa.
Hvað var um að vera? Jú,
nú áttað' ég mig á hlutunum.
Þaff var bara sunnudagur og
Kaupmannahafnarbúar voru
að viðra sig dálítið út úr bæn
um. Og mér sem endilega
fannst vera mánudagur, því
að helgidagurinn hér á Skods
borg var í gær — laugardag-
inn. _____
Til kvöldverðar er heitur
matur etinn. Hefst máltíðm
með því, að 8—10 ungar stúlk
ur í svörtum kjólum en með
hvítar svuntur og kappa, og
4—5 ungir piltar í hvítum
jökkum ganga fram í borð-
salmn í einni fylkingu, ber-
andi brennheitar súpuskálar.
Er það einkar fögur sjón og
næsta örfandi fyrir matar-
lystina. Á eftir súpunni kem-
ur svo heitur réttur, oftast
tilbúinn úr emhverju úr
jurtaríkinu. Þó er þar alltaf
kjötréttur 1—2 í viku. Sein-
ast kemur gómsætur ábætir.
Að máltíð lokinni leggja
margir leið sína upp í setu-
salina tvo: — Litla- eða Stóra
sal, en þeir eru emkum dval-
arstaðir fólks eftir kvöld-
verð. Á hmum smekklega
Stóra-Sal er sérlega gott
næði til bóka- og blaðalest-
urs, en á Stóra-Sal er kaffið
eða teið veitt eftir matmn.
Þar situr fólk og spjallar
saman og lítur í blöð ,eða
hlustar á yfirlækninn leysa
greiðlega og oft mjög
skemmtilega úr ýmsum lækn
ingaspurningum, sem hælis-
gestir hafa lagt í spurninga-
kassann. Stundum er það
sr. Jensens kvöldkvöð að
svara guðfræðilegum sam-
vizkuspurnmgum um ástand
og örlög mannskepnunnar
handan við „móðuna miklu“
- og stundum er þar kon-
sert (emleikur á fylgil), eða
á sunnudögum og fimmtudög
um. Það verður því konsert,
sem viff fáum í kvöld. Stóri-
Salur er á annari hæð í suð-
urálmunnf, og súlnagöngm
tengja saman þessar álmur,
sem fyrr er sagt. Er ekki að-
eins hægt að fara um þau
úti á jafnsléttu, heldur einn
ig eftir þaki þeirra og að síð
ustu undir þeim — eftir upp
hituðum kjallaragangi. Og
reyndar er hægt að komast
eftir svona neðanjarðargöng
um um mestalla bygginguna,
meðal annars út í leikfimis-
sal og kirkju, enda eru þess-
ir gangar óspart notaðir, þeg
ar kalt er að vetrmum.
Stóri-Salur er geysimikil
setustofa, vel búin að smá-
borðum og stoppuðum hæg-
indum, auk venjulegra stóla.
Á hverju borði standa htfög
ur blóm, og fallegar Ijós-
myndir í gylltum römmum
af málverkum gamalla meist
ara prýða veggma, en kryst-
alsljfósakrónur hanga niffur
úr loftinu og spegla sig og
margfalda í tveim twggja
metra háum speglum í 19.
aldar stíl. Stórt borð er líka
fyrir miðju skammt frá dyr
um, hlaðið bollum og öðrum
kaffíáhcldum, en ungar meyj
ar standa og skenkja á hjá
hverjum, sem taka vúl bolla
með sér í sæti sitt. Þá er og
flygill mikill í salnum, sem
kemur í góðar þaríir „kon-
sert“-kvöldin. •
Klukkan er þegar hálfátta
og fólkið situr í smáhópum
við borð'in og rabbar saman
eða lítur í blöð. Heitt er mni,
en þc hafa margar frúr yfir
sér herðaslög úr dýrustu loð
skinnum, og bera auk þess
dýra stema og gullskart
margs konar. Innanum sést
þó einnig ekki svo fá sauð-
svört almúgakind — líkt og
ég — i emföldum kjól eða
dragt. Húsmóðir staðarins —
vertmnan, eins og hún er
nefnd, gengur á milU og ræð
ir við gesti og sér um, að
allir komi sér sem bezt fyrir.
Þetta er roskm kona, ungleg
á velli með myndarlegt en
broshýrt andlit og hlýtt-hand
tak, hvort tveggja í senn fyr
irmannleg og móðurleg. Nokk
v,o er hún dökk á húð, enda
dvaUð árum saman í Kenýa
í Afríku, áður en hún nú
fyrir skcmmu kom til Skods
borgar. Bráðlega lætur hús-
móðirin ryðja veitingaborð-
ið. Breiðir síðan á það dúk
og lætur fagurt blómker á.
Kv’eikir þvínæsit á tveimur
fimmálma siljfursftjökum,
stórum og fögrum. Einleikur
inn á að fara að byrja og
spilarinn gengur mn í salinn.
í þetta smn er það Willy,
aldraður, gamalþekktur lista
maður, kallaöur prófessor.
Hann er hvithærður og tog-
ineijtur öldungur, höfuðstór
og skrefstuttur mjög, að yfir
bragði allur þannig sem hann
væri að hálfri verund utan
við veröldina. Nú setzt hann
við flygilinn, og um leið og
slökkt er á aðalljósakrónun-
um, svo að hálfrokkiff verð-
ur, kynnir hann lágri og ó-
skýrri röddu tónverkið, sem
hann ætlar að leika. Fer það
að mestu framhjá mér, en
tónarnir sem streyma undan
höndum hans, eru fagrir og
ljúíir. Sumt sem hann spil-
ar lætur næsta kunnuglega
í eyrum, ef til vill heyrt áður
í útvarpinu heima. Mest spil
ar hann þýzk og austurrísk
lög og tónverk, enda víst þýzk
ur sjálfur að uppruna. Sein-
ast leikur hann fjörugan og
fagran dans eí'tfr sj.álfan
s5g. og fær dynjandi lófatak
fyrir.
Þá er þessum leik lokið og
stundin flogin hjá eins og
stuttur en fallegur draumur.
Fólk fer að tínast burt úr
salnum, hver inn tU sín. Hér
er yfirleitt snemma gengið
tU náða, sem að líkum lætur.
jafnvel þótt sunnudagskvöltí
sé. En vissulega er ekki svo
lítil sunudagsupplyftmg í því
að hafa um stund gengið á
vit hmnar göfugu gyðju tón
listarinnar. Aftur hefir mánu
dagskvöldið tU siðs að bjóða
upp á nokkuð léttari tóna
Þá er á sama tíma frjáls leife
fim> eftir músík í leikfimis-
salnum. Er farið í leikræna
göngumarza og æfðar léttar
fótæfingar, kylfusveifl o. fl.
Fyrir þessu eru- spilaðir á
píanó fjörugir marzar, eldri
valsar cg lcg. Auðvitað megá
þeir, sem vilja, vera með.
Reyndm verður þó sú, að að-
al þáttakendurnir eru ung-
ar stúlkur þar á staðnum,
— og einstaka pUtar slæð-
ast með. Af gestunum er það
líka heizt konurnar, sem
hætta sér með í leikmn
(minnsta kos-ti göngumarz-
inn), jafnvel gjörfulegar, grá
hærðar frúr. Svo smeygja
þær sér fljótlega úr, þegar
hoppin koma til skjalanna,
og iáta unglmgana ema um
þau. En hvað um það, enda
þótt festir létu sér nægja
áhorfendastöðuna, voru alÞr
sammála um að þetta væri
einhver bezta skemmtistund
in þar á staðnum.
Ég er nú komin út fyrir
„einn dag á Skodsborg" fyrst
ég fór að bregöa mér yfir tU
mánudagskvölds. Ef tU vill
I færi þá bezt á, að endingu,
! að líta inn í kirkjuna. Hún
! er hvort sem er áföst við leik
| fimissalmn. Má gera hvort
i tveggja að emum . sal með
því að taka niður skilrúmið,
sem á milli er. Það er oft gert,
begar margir sækja guðsþjón
ustur, t. d. á hátíðum.
Helgi Aðventista hefst á
föstudegi um sólarlag og
stendur til sólarlags á laug-
ardag. í Skodsborgarkirkj u
voru almennar guðsþj ónust-
ur á föstud. kl. 8 e. h. En á
. laugardögum er aftur gúðs-
i þjónustan fvrir hádegið} Á
undan 1 östud .guðsþ j óútrst-
unni var venjulegast æsku-
lýðssamkoma. Ennfremur
má geta þess, að stutt guð-
ræknisstund (15 m.in.V,-qr
höfð inni í Litla-Sal daglega
íyrir k. 1. .
Kirkjan á Skodsborg er -áll
rúmgóð, tekur hálft "‘þriðja
hundrað í sæti, Er hún skraut
laus mjög og. mmnir frekar
á samkomusal én' kirkju. Þar
er hvorki altari né altaris-
tafa, enda er presturinn að-
eins Itiæddur venjuegum
jakkafötum og prédikunar-
stóllinn er aðeins ivenjuJegur
ræðustóll á upphækkuðum
palli. Bak við hann er aftur
bekkur fyrir nokkra menn.
Þar sátu þeir, sem áiemhvern
virkan hátt tóku þátt i guðs
þjónustunni með prestinum.
Futtu bæn, ávarp eða- lásu
upp úr biblíunnl Oft töluðu
fleiri en einn og var þá sung
iff á milli. Söngurinn var &ð-
allega almennur safnaðar-
söngur og mikið sungið —
einkum á æskulýðssamkom-
unum. Undir sönginn er spd
?.ð á orgel eða píanó.
Yfirleitt má segja, að guðs
þiónustur þessar mmni frek
ar á fundarsamkomur en
messur í kirkju. En þrátt
íyrir skrautleysið og einfald
leikann, bæði á húsinu og
guðsþjónustuforminu, var
kirkjan ávallt þéttskipuð, og
bar þar mest á toriu uriga
starfsfójki á Skodsborg1/"
i5'I
Leipziger Herbstmcæe
HAUSTKAUPSTEFNAN í Leipzig 1958
4.-Ö. SEPTEMBER
Allar upplýsingar cg aðgönguskírtejpi,. sem
jafngilda vegabréfsáritun, fást bjá umboCs-
mönnum Kaupstefnunnar í Leipzig:
KAUPSTEFNAN Reykjavík
PÓSTHÚSSTRÖTI 13 - PÓSTHÓLF 504
SÍMI 1576
LEI P7.I G ER MESSEAMT POSTFACH 329
ORÐSENDING FRA
KRON
NESVEG 31.
Sendum vörurnar heim strax og pöntun er gerð.
Heimsendingarnar eru einkum til hagræðis fyrir þá
félagsmenn og aðra viðskiptavmi, sem lengra eiga áð
sækja.
■ MAl’VÖRUBÚÐ
NESVEG 31. — SÍMI 4520.