Tíminn - 06.08.1955, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, >augardaginn 6. ágúst 1955.
174. b!áð»
Gróðurríki íslands er fá-
iskrúðugt. Þegar frá eru tald
ar smátegundir fífla og unda
í'ífla, fylla fræplöntur og
byrkningar, eða hinar svo-
mefndu æðri plöntur, tæp-
lega hálft fimmta hundrað.
í>ar er um að ræða þær teg-
undir, sem innlendar eru
taldar og vaxa hér án að-
hlypningar mannsins, eða að
minnsta kosti með lítilli að-
hlynningu. Þó er þess að gæta
að allmargar þeirra vaxa
naumast nema í eða við rækt
aö land, og myndu sennilega
deyja úit, éf byggð hyrfi úr
landinu. Af þessum nær 450
tegundum er það fullvíst, að
23 tegundir hafa flutzt til
landsins viljandi eða óvhj-
andi síðustu aldirnar, og þar
af langflestar síðustu 50—100
árin. Einnig má telja full-
sannað, að verulegur hluti
hinna innlendu tegunda hafa
ílutzt til landsins, þegar það
var numið í öndverðu. Inn-
flutningur plantna með til-
■styrk mannsins er því engin
nýjung í gróðursögu lands
vors. Auk áðurnefndra, inn-
lendra tegunda, eru enn
nokkrar tegundir, bæði slæð
ingar og yrkiplöntur, sem eru
á mörkum þess að ílendast,
þar á meðal nokkur skógar-
tré, en auk þess allmikill
íjöldi garðjurta, sem árlega
ná hór góðum þroska, en þó
vafasamt um, hvort þær gætu
vaxið hér villtar, enda eru
þær yfirleitt úr hópi þeirra
tegunda, eða afbrigða, sem
fyrir löngu eru orðrjar yrki-
piöntur og vaxa helzt ekki
nema með aðhlynningu
mannsins.
í greinum þeim, sem ég
ritaði í Ársrit Ræktunarfélags
ins sl. ár, voru raktar ástæður
þess, hversu fáskrúðug flóra
landsins er, og einkum færð
rök að því, að þar sé mest um
að kenna einangrun landsins
siðan jökultima létti, er, að
honum loknum var llóran
harla fáskrúðug. Ekki skal
því fjölyrt fremur um það
efni hér. Hins vegar skal bent
á þá staðreynd, að víst er,
að miklu fleiri tegnudir gætu
vaxið og dafnað hér en nú
gerist, enda þótt loftsiag sé
isvalt, ef þeim einungis væri
opnuð leið inn í landiS.
Næst verður þá fyrir oss
spurningin, hvort æskilegt sé
að fjölga tegundum í land-
inu, og gera gróður þess fjöl-
breyttari, eða láta guð og
lukkuna ráða eins og hingað
til, hvað hingað kunni að ber
ast af plöntutegundum. Svar
íð við þessari spurningu hlýt
ur að hvíla á því, hvort hægt
sé að fá hingað tegundir, er
séu th hagsbóta á einhvern
hátt. Enginn vafi getur á því
hvílt, að slíkar plöntur eru
fáanlegar. Landið er skóg-
laust, og vonlaust er, að hér
verði ræktaður nytjaskógur,
nema með innflutningi trjá-
tegunda. Fóðurplöntur þær,
er vér ræktum, eru að vísu
ekki miklu fáskrúðugri en
gengur og gerist meðal ná-
lægra þjóða, þegar frá eru
teknar belgjurtir, en vel er
hugsanlegt, að fá mætti þó
grös eða jurtir, sem væru í
senn fljótsprottnari og gæfu
þá meiri eftirtekju en fóðúr-
jurtir vorar, og hentuðu þann
ig vel fyrir hið skammvinna
sumar vort. Ekki er ósenni-
legt, að fást kynnu fjölhæf-
ari beitarplöntur en nú eru í
landmu, og síðast en ekki
sízt plöntur, sem hefðu meiri
viðnámsþrótt gegn landeyð-
ingu af völdum náttúrunnar.
Ef unnt væri að fá eitthvað
iaf þessu, þá væri mikið unn-
Steindór Steindórsson frá Hlddum.:
Eigum vér að fjölga plöntu-
tegundum í landinu?
ið, og það er sannfærmg min
að þetta sé kleift.
Vér skulum þessu næst at-
huga, hvað þegar hefir verið
gert í þessum efnum. Tvær
þær grastegundir, sem mest
gætir í frælöndum þeim, sem
notaðar hafa verið í nýrækt-
ir vorar um langt skeið, eru
innfluttar, þ. e. háliðagras og
vallarfoxgras. Hin síðar-
nefnda hefir að vísu vaxið
alllengi hálfvilt hér á landi,
en vafalaust er hún slæðmg-
ur í fyrstu, þótt vér getum
ekki sagt um, hvenær hún
hafi fyrst komið til landsins.
Sömu sögu er að segja um
hávingul, sem vex vúltur á
einum stað á landmu, en hef
ir nú verið fluttur inn og
ræktaður með nokkrum á-
rangri, þótt hann standi hm-
um tegundunum að baki. Lík
legt er, að fleiri tegundir tún
grasa vorra hafi flutzt til
landsins með landnámsmönn
um, má þar til nefna snar-
rótarpunt, hálíngresi, vallar-
sveifgras og ef til vhl fleiri.
Mikla athygli hefir sandfax-
ið vakið, en það var flutt
inn fyrir fáum árum til rækt
unar á eyðisöndum, þar sem
aðrar tegundir voru sein-
sprottnar. Hefir það þegar
gefið góða raun, að mmnsta
kosti í fyrstu lotu, þótt en sé
að vísu ekki fullreynt, hve
endmgargott það verði, né
hvort það muni geta breiðzt
út og haldið velli án áburðar
og ræktunar. Áður hafði það
verið ræktað í s'áösléttum,
ásamt öðrum tegundum, sem
lítt gætti í fræblöndum. En
ekki hafði það vakið nokkra
athygli í nýræktunum, þótt
það hms vegar yrði svo vöxtu
legt í hinu nýja umhverfi.
Ýmsar fleiri tegundir fóð-
urplantna eru að staðaldri í
þeim fræblöndum, sem notað
ar eru. Sumar gefa allgóða
raun, að minnsta kosti í
fyrstu, t. d. rauðsmári, aðrar
virðast endmgarlitlar, þótt
þær ef til vill gefi nokkra upp
skeru fyrsta árið. En athuga
vert er að fræblöndur þær,
sem hér eru á markaðinum,
eru oftast frá stöðum, þar
sem loftslag og staðhættir eru
ólík því, sem hér er, og gæti
það valdíö nokkru um hversu
sumar tegundirnar eru end-
ingarlitlar, og myndu stofn-
ar sömu tegunda, er ræktað-
ir væru við líkari skilyrði og
hér eru, gefa betri raun.
Ein merkilegasta tilraunin,
sem enn hefir verið getð með
innflutningi nýrra tegunda til
landsins, eru tilraunir Skóg-
ræktar ríkisins. Með skóg-
ræktina horfir að því leyti
öðru vísi en um grasræktina,
að eftir að tréð hefir verið
gróðursett í hið væntanlega
skóglendi, nýtur það engrar
aðhlynningar, og verður það
því algerlega háð staðháttum
hvort tréð fær dafnað eða
eigi. Það verður með öðrum
orðum að sjá um sig sjálft,
þar sem túngrösunum er ár
lega hyglað með áburði. Til-
raunir þær, sem gerðar hafa
verið á innflutningi skógar-
trjáa gefa vonir um fúll-
komna gjörbyltingu í skóg-
ræktarmálum landsms.
í meira en þrjá tugi ára
hafði skógrækt vor íslend-
inga snúist að mestu um frið
un misjafnlega vöxtulegra
birkikjarra, og grisjun þeirra
og ræktun á skógarmanna
vísu. Reynslan sýndi að sum
kjörrin gátu ajdrei orðið að
skógi, og þótt önnur tækju á
gætum þroska, þá var samt
sýnt, að erfitt yrði að fá af
þeim verulegan nytjaskóg.
Ekki skal hér gert litið úr því
friðunarstarfi sem skógrækt
in hefir unnið. Þaö hefir blátt
áfram verið lífsnauðsyn, til
að forða landauðn á mörgum
stöðum, og getur síðar haft
stórfellt gildi fyirr skógrækt-
ina sjálfa, þótt birkikjarrið
verði ekki stórvaxinn skógur.
En hitt er jafnvíst að þessar
aðgerðir voru ekki til þess
fallnar að skapa áhuga á skóg
rækt eða trú á það, að hún
gæti orðið landinu til veru-
legra beinna hagsbóta. Menn
höfðu ekki trú á, að birkiskóg
urinn yrði nokkurn tíma til
meiri nytja en sem eldsneyti
og ril smíða á smámunum,
þegar bezt léti. En þá hug-
kvæmdist skógræktarstjóra
að leita nýrra fanga og flytja
ir.n skógartré, sem ekld höfðu
vaxið hér áður, siðan jökul-
tíma létti, en döfnuðu prýði
lega við líka staðhætti lofts-
lags og hér eru, þótt i fjar-
lægum lendum sé. Önnur eru
að vísu alin við allólíks lofts
lag en óblíð veðurkjör. Nokkr
ar smærri rilraunir sem áður
höfðu verið gerðar hér á skóg
ræktarstöövunum v'-oru já-
kvæðar þótt ekki hefðu verið
dregnar af þeim þær ályktan
ir, sem. eðÞIegast var, og Gutt
ormur skógarvörður á Hall-
ormssl að hafði fyrstur ma nna
íeynt að gróðursetja reglu-
legan skóg, vaxinn upp af er-
Iendu fræi í íslenzkum jarð-
vegi. Enn getum vér sagf, að
varla sé hægt að fullyrða um
árangur skógræktartilraun-
anna, en allt, sem gerzt hefir
I þeún efnum, heirir góðu um
íramtíðina, og engin skynsam
leg ástæða mælir gegn því,
að hér geti vaxið arðvænlegir
og vöxtulegir skógar ýmissa
barrtrjáa, sem flutt verði inn
frá norðlægum löndurn. Lönd
þau, sem einkum hefir verið
leitað t.il, eru Alaska og Norð-
ur-Ameríka .vestan hafs. en
Norður-Noregur og Rússland-
Sibería í , gamla heinúnum.
Triáfræ frá öllum þessum
stöðum hefir gefið góða raun
og vafalítið er, að enn megi
í þessum lcndum finna vmsar
tegurdir trjáa, sem hér geti
komið að notum.
Grasræktm, eða hm al-
menna jarðrækt, hefir dreg-
izt hér aftur úr skógræktinni
þrátt fyrir margar og stór-
felldar framíarir á sviði henn
ar. E.nn hefir lírið verið að
því gert að ieita fyrir sér um
nýjar tegundir, umfram þær
sem byrjað var á þegar i önd
verðu í túnræktmni, og alls
ekkert herir verið gert í þvi
skyni, áð athuga hvcrt ekki
væri unnt að fá beitar- eða
úthagaplöntur, sem auðgað
gætu flcru landsins, og gert
viiiigróður þess 1 senn fjöl-
breyttari cg hagnýtari. Revnsl
an, sem fensizt hefir af trján
um, gæti til þess bent, að
fieira úr gióðurriki þeirra
landa, sem þau eru komin frá
gæti komið oss að halcii. En
latum söguna aftur hverfa ti!
skogrækíavmannanna. í för
sinni vestur til A.laska sá Há
kon skógræktarstj óri ýmsar
plöntur, sem honum lék hug
ur á að vita, hvort ekki gætu
dafnað hér heima á íslandi.
Tók hann nokkrar þehra
heim með sér. Ein af þeim,
Alaska-lúpínan, hefir þegar
sýnt sig vera þess umkomna
að nema hér land án sérstakr
ar umhirðu. Suður á Markar-
fljótsaurum vaxa nú stórar
breiöur af þessari jurt, og hún
sýnist ver þess megnug að
breyta grcðurlitium aurum
jökulánna cg áreyrum yfirleitt
i gróið land á skcmmum tíma.
Mér er að visu ekki kunnugt
um, hvort Alaska-lúpínan er
hæf til íóöurs eða beitar, sum
ar belgjurtir eru það ekki, en
hitt er íullvíst, að hún vinn-
ur að iarðvegsbótum sem aðr
ar belgjurtlf, því að á rótum
hennar lifa hnúðbakteríur,
sem vinna köfnunarefni úr
loftinu. Eru miklar hnúð-
myndanir á rótum hennar
suður á Markarfljótsaurum.
Er það eigi lítils virði til und
irbúnings jarövegsins fyrir
annan gróður, að þarna hefir
fengizt jurt, sem sjálf sér
landinu fyrir köfnunarefnis-
áburði.
Dæmi þetta sýnir Ijósast það
sem fyrr var á bent, að oss
er ekki nóg að einblína á hin
ar eiginlegu yrkiplöntur, þótt
þær vitanlega verði ætíð að
sitja í fyrirrúmi íyrir öðrum,
sem mikilvægasti hluti. gróð-
urs’ns en vér vorður einnig
að skyggnast um eftir áhtleg
um tegunduin, sem skapað
gætu fjölbreytn’- í úthaga og
beitilöndum, og ef slíkar teg
undh finnast, þá eigum vér
að kosta kapps um að fJytja
þær til landsins og reyna
hvort þær geti vaxið hér, og
að því fullreyndu láta þær
sjálfráðar, en létta undú' með
dreifingu þeirra.
Á fleira þarf enn að lita
en að afla nytsamra fóður-
og beitijuta. Gróðurlendi lands
vors er í sifelldri hættu vegna
ágangs náttúruaflanna.
Skriðuföll, vatnságangur og
síðast en ekki sízt uppbiá'st*
ur og sandfok granda hinu
gróna landi. Villigróður;iáhds
ins hefir sýnt, að viðnáms-
þróttur hans er takmárkáður
í baráttunni við eyðingaröfl-
in, ef til vill rneðal annars
vegna þess hve tegundirhar
eru fáar, cg hann er víðast
seinn að nema land. ,Melur-
inn er eina plahtan, sem veru
lega hefrir sandfok, það væri
áreiðanlega ekki lltils virði, ef
hægt væri að hafa upp á- fleiri
tegundum, sem stutt gætu
hann í því, án þess að um
ræktun landsms væri að
ræða. Alaska lúpinan hefir
þegar sýnt. að hún er fljót
að græða áreyrar. Ef - til vill
mæfeti finna fieiri ,:jafnoka
hennar í því efni. eða tegund
ir, sem vel hentuðu ril ný-
gróðurs á cðrum sviðum. Og
enn má minnast þess, að æski
legt væri, ef vér gætum feng
ið til landsins runna eða aðr-
ar plöntur með ætum berjum
eða aldinum, sem ekki þyrftu
mik'llar umönnupar, en gæfu
árlegan ávöxt til fæðubóta
landsmönnum. i
í stuttu máli sagt, vér þurf
um að leita að fóður- og beiti
jurtum, plcntum ril verndar
gegn eyðingu gróðurs og berja
rúnnum, ril þess að gera gróð
ur lands vors fjölbreýttari og
enn nytsamari en haiin þeg
ar er. Einnig tel ég sennilegt
að það yrði skógræktinni létt
ir, að eitthvað yrði flutt inn
af skógsvarðargróðri þeim, er
fylgir þeim helztu tegundum
skógartrjáa, sem hingað eru
ílutt.
En ef eitthvað á að gerast
í þessum efnum verðum vér
að hefjast handa um fram-
kvæmdir. Dæmi skógræktar-
innar sýnir glöggt hvað gera
á. Það er ekki nóg, að skrifa
stofnunum eðá mörihum ér-
lendis. bótt það sé góður únd
irbúningur. Vér verðum að
senda menn til rannsókna og
skoðunar, í þau lönd, sem
vænlegast má þykja að flytja
tegundir frá. Þeri verða að
kynna sér villigróður þeirra
og velja þar það, sem væn-
legast má þykja til innflutn-
ings hér. Ef að þessu er unn
ið með skynsemi og atorku,
þykir mér trúlegt, að vér gæt
um auðgað flóru lands vors
að ýmsum tegundum plaritna
óbornum kynslóðum til'i á-
nægju og hagsbóta.
_ (Úr Ársriri Ræktunarfélags
Norðurlands).
.WWWWWVWWWWWWWWUWWWVWWWWiraW*
Nýjar og fullkomnar fatahreinsunarvélar ásamt
•vcnum fagmcnnum tryggir yður góða vinnu. Stuttur
afgreiðslutími.
I Fatapressan Perla
jjj HVERFISGÖTU 78.
AWAVWrVW.WAWVAV.W/.V/AV/A'.WAWAV
SS555SSS5555SSS55SSSSSSSSSSS555SS555S55SSS5555SS5S5SS5SSS5S4S5SS5S5SS555
SKRIFSTOFA
Afengisvarnarráðs
verður lokuð vegna sumarleyfa og brottveru
frá 6. til 25. ágúst
»555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555«