Tíminn - 17.08.1955, Page 4

Tíminn - 17.08.1955, Page 4
4 TÍMINN, migvikudagfrin 17. ágúst 1955, 183; Blaff. Jóhanna Guðmundsdóttir Smith „Tak dauði heiftarharði við harla dýrum arði; tak þú við gulli, gröf! Þó Drottinn sorg þá sendi, er sárt að láta af hendi svo kæra, fagra, góða gjöf.“ Við fráfall frú Jóhönnu Guðajundsdóttur Smith komu mér í hug þessi fögru orð góðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, því þar hneig í val kona, er bjó yfir dýrum arði; þeim arði, er hvorki mölur né ryð fá, grandað. Spakur maður hefir sagt, að hver sá, er lifa vildi vel, ekyldi hvern dag lifa, sem hann væri sá síðasti í þessum heimi. Frú Jóhanna komst nær því en flestir, er ég hef1 borið gæfu til að kynnast, að vera að þessu leyti viðbúin að ganga gegn um hið þrönga hhðið. Ég hygg að fátt sé sár ara deyjandi manni en iðr unin, að sjá að baki athafnir, ®em eftirsjá er að eða ónotuð tækifæri til góðvildar og kær leika. Erfiðleikar frú Jóhönnu voru ekki þess eðlis. Hún gat horft um öxl án æðru, full viss þess, að hún hafði aldrei viljandi gert á hlut nokkurs manns og verið jafn kærleiks rík sem móðir, eiginkona, dóttir og systir. í lífi annarra var hún himinhreinn sólar geisli, er vermdi alla, er nutu návistar hennar. Hún var sumarrós, er féll í óvæntu hretviðri á miðju sumri.en þó bar gæfu til að gleðja aðra með lJt þeim og angan, er einum fylgir hreinleikanum. Við getum tekið undir orð þýzka skáldsins Hans von Jaden, og sagt um Jóhönnu: „Ein munarperla Ijúf er látin, sem lýsti svala norðurslóð; til hæða kvödd þó hér sé grátín, því heimi þessum var of góð.“ Frú Jóhanna er fædd að Utlu-Brekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu þ. 15. febr. 1922. Foreldrar hennar eru Guð- mundur Þorvaldsson bóndi þar og kona hans frú Guð- fríður Jóhannesdóttir. Þar ólst hún upp á mannmörgu heimili meðal systkina sinna við almenn sveitastörf. Fróð leiksfýsn hennar og gáfur létu snemma á sér bæra og brátt tók hún, hvött af skiln ingsríkum foreldrum, að afla sér menntunar; óstudd fyrst, en siðar með aðstoð góðra kennara. Þrátt fyrir augljósa örðugleika unglings búsetts f sveit, tókst henni með at- orku og dugnaði að ljúka stú dentsprófi frá Menntaskólan um í Reykjavík árið 1945. En nú stóð hugur hennar til ýtarlegra náms og innritaðist hún því í læknadeild Háskóla íslands árig eftir. En enginn veit_ sína ævina, fyrr en öll er. Árið 1949, er hún var langt komin með læknisfræðinám ið og starfaði við Ullevál- sjúkrahúsið í Osló, kynntist hún eftirlifandi manni sín- um Thorolf Smith blaða- manni. Giftust þau árið eftir. Bættust nú brátt skyldur eig inkonu og móður á herðar hennar, því þau hjónin eign uðust þrjú mannvænleg börn: Einar Pál, er verður fjögurra ára í haust, Hjördísi, tæpra tveggja ára og óskírða dótt- ur, aðeins fimm mánaða. Það er því eigi lítið skarð fyrir skildi, þar sem hún féll. Hún hafði imx nokkur ár kennt sjúkleika, er ágerðist mjög skyndilega í vor og leiddi til þess, að hún varð að gangast undir holskurð í maí s. 1. En henni varð eigi bjargað. Hún féll fyrir vágest inum 10. þ. m. eftir hetju- lega en vonlausa baráttu. Bláeyg og bjarthærð bjó hún yÞr þeúri fegurð, er streymir að innan og hlýjar nærstöddum um hjartarætur. Hún horfðist óskelfd í augu vig örlög sín, þótt henni dyld ist eigi hvert stefndi. Hún bjó yfir þeirri sjaldgæfu sálar- tign og ró, er einkennir þá, sem geta borið þján'ngar með bros á vcr. í hinu erfiða banastríði hugsaði hún um aðra til hinzta andartaks. Ég vi] með þessum fátæk- legu línum votta öllum að- standendum hennar og vin- um dýpstu samúð mína. En vini minum Thorolf Snúth vildi ég óska á þessum erfiðu tímamótum, að hann mætti tileinka sér orð skáldsins, er það segir: „Þú, Guðs son, stóðst í stríði er strangur dauðans kvíði þig heltók, herra minn. Ó, kenn mér höfuð hneigja í hjartans trú og segja: Ó, drottinn verði vilji þinn! En sof þú, lífs míns ljómi, mitt ljós og húss míns sómi, mín ást og augastemn; þitt mikla böl er batnað, þitt banastríð er sjatnað; en sárt er að standa eftir einn. Með ljós af þínu ljósi þú lifir nú í hrósi, mín brúður, ung og blíð; við skiljum hér í hrygðum; við hittumst Guðs í byggðum á náðarskærri nýárstíð-“ Ævar R. Kvaran. Ég hygg að svo sé flestum farið, er þekktu Jóhönnu Guðmundsdóttur Smith, að þeim sé „tregt tungu að hræra“ við fráfall hennar, eða líkt og Agli Skallagríms- syni, þegar hann hóf að yrkja Sonartorrek. Það hygg ég einnig, að minningin um ó- venjulegan glæsileika henn- ar og mannkosti, muni veita ættingjum hennar og vinum þann styrk, að þeir geti tek- ið undir með Agli í kvæðis- lokin, að „skal ek þó glaðr með góðan vilja ok óhryggr heljar bíða.“ Jóhanna sannaði vel, að þau fornu urnmæli hafa enn ekki misst gildi sitt, að í Mýramannaætt sé að finna glæsilegastar konur á íslandi. Hún hafði mikið hár og svo fagurlega glóbjart, að það „var sem gull barið,“ eins og fornsögur segja um hár Helgu fögru. Andlitið var óvenju- lega bjart, fagurt og svip- hreint, en augun blá og festu leg. Hún var há vexti og tígu leg og fas hennar og fram- koma bar meðfæddri háttvísi vitni. Ég hefi verið á nokkr- um mannamótum, bæði hér lendis og erlendis, þar sem Jóhanna var emnig, og minn ist ég þess ekki. að eftir ann arri konu hafi verið tekið meira sakir glæsúeika og lát- lausrar tiginmennsku. Það verður þó ekki glæsi- leiki Jóhönnu, er mun gera hana minnisstæðasta ástvin- um hennar og kunningjum, | þótt seint muni firnast í hug { um þeúra hið bjarta og svip fagra yfirlit þessarar glæstu konu. Þeir, sem þekktu hana bezt, munu samt enn betur minnast gáfna hennar og mannkosta. í fáum orðum verður andlegum eiginleik- um hennar sennúega ekki bet ur lýst en með því að rifja upp lýsingu Egilssögu á Þor- steini Egilssyni, en hún segir, að hann hafi verið vitur mað ur, hógvær og manna stúlt- astur. Gremd Jóhönnu má nokkuð marka á því, að hún lærði að miklu leyti utan- skóla undir stúdentspróf, er hún tók með góðri einkun, og var vel á veg komm með læknisnám, þegar heilsan tók að bila. Glæsileiki henn- ar og gáfur stigu henni þó ekki til höfuðs, heldur ein- kenndist framkoma hennar jafnan af látleysi og hlýju, sem var laus við alla upp- gerð. Undantekningarlaust mun hún líka hafa unnið sér vinsældir og traust þeirra, sem kynntust henni. Skapró hennar var svo mikil, að hik laust má telja hana fágæta. Það sannaðist bezt, er hún lá hina löngu og ströngu banalegu. Vafalaust hefir engum verið það ljósara en henni, að hverju stefndi. En hún ræddi aldrei um það við ástvini sína eða kunningja, heldur var jafnan róleg og hress í skapi, eins og henni hafði verið eiginlegt. Hún hafði ráð og rænu til nær hinstu stundar og skapstill- ing hennar entist jafnlengi. Margir komu á fund hennar hryggir í huga yfir þeim döpru örlögum, að þessi glæsi lega og gáfaða kona væri á förum löngu fyrir aldur fram frá þremur ungum börnum, en þeir komu ánægðari af fundi hennar eftir að hafa notið styrks af hinni óbifan- legu skapró hennar og hjarta hlýju. Minningin um slíkan hetjuskap hlýtur að reynast ástvinum hennar ómetanleg huggun. Henni var það eigin legt að vilja vera öðrum stoð og styrkur og þann vilja fékk ekki hm þyngsti sjúkdómur bugað meðan henni var fært að draga andann. Fráfalls Jóhönnu verður ekki svo minnst, að þess sé ekki getið, hve vel ástvinir hennar reyndust henni og gerðu sitt tU að létta henni hið þunga stríð. Maður henn ar reyndist sönn hetja í þeirri miklu raun. Tvær syst ur hennar komu heim frá Ameríku, önnur með manni sínum, til þess að vera við hlið hennar, og sú þriðja, sem þar er búsett, hefði þó sennilega komið fyrst, ef heilsan hefði leyft það. Önn ur systkini hennar reyndust á .sömu lund. Hlutur foreldr- anna lá og ekki eftir, þótt bæði séu komin á efri ár. Ég (Framhald & 6. EiCu). Þið, sem eigið matvæli geymd í frystihúsi voru, utan geymsluhólfa, verðið að hafa tekið þau fyrir 5. sept. n. k. Kaupfélag Borgfirðiuga Gunnar GuSmundsson á Reykj- um heíir kvatt sér hljóðs og ræðir einkum um saingöngumál: Mikið er talað um framfarir á öllum sviðum nú á tímum, enda þarf þess og mikið er líka gert. Við þurfum að nota fossaaflið í landinu til stóriðju og stórútflutn- ingsframleiðslu. Við þurfum að fá erlent fjármagn til að geta hrund- ið þessu af stað. Þegar Norðmenn byggðu háfjalls-járnbrautina milli Björgvinjar og Oslóar, fengu þeir fjármagn frá Englandi. Samning- ar Voru þannig, að járnbrautin var byggð fyrir hlutafé, að mestu frá Englendingum með því skilyrði, að Norðmenn mættu vera búnir að kaupa sjálfir öil hlutabréfin innan 25 ára. Þetta varð. Þeir áttu öll hlutabréfin í járnbrautarfélaginu eftir 25 ár. Sama var að segja með áburðarverksmiðjurnar við Rjuk- anfossana og á Heröya. Þar var það þýzka hlutáfélagið A. G. Farb- enindustrie, sem útvegaði mikið af hlutafé, með mjög líkum skilyrð- um, sem sé, að Norðmenn mættu vera búnir að kaupa öll hlutabréf- in sjálfir innan viss tímabils. Mér finnst, að við íslendingar gætum farið að eins og frændur vorir Norðmenn og fengið stofnféð þar sem hentugust kjör yrðu boðin. Þá eru það fólksflutningarnir úr sveitunum f kaupstaðina. Þar er eitt- stórt átumein í þjóðlífi voru, sem stefnir út í beinan voða. Ýms- um getum er að því leitt, hver or- sökin sé, en ég er ekki í neinum vafa um, hver sé aðalorsökin, og hún er samgönguerfiðleikarnir. Það er býsna furðulegt, hvað tiltölu- lega iítið fé er lagt árlega í veg- ina. Það er eins og þeir séu auka- atriði utan aðalleiðirnar t. d. norð- urleiðin til Akureyrar, svo og aust- urleiðin frá Reykjavík austur yfir fjall. Margir ungir menn þrá það, að geta fengið sér býli, en fá ekki, nema þar, sem byggð er að leggj- ast í eyði vegna vegaleysis, og er von að mönnum hrjósi hugur við því. Nútíminn krefst þess, að bænd ur þurfi ekki að nota reiðings- hesta til aðdrátta. Svo er það, að þeir, sem eru afskiptir með veg- ina, eru ekki samkeppnisfærir með framleiðslu, móti þeim, sem við góðar samgöngur búa. Nú er mikið notaður tilbúinn áburður á tún, og þeir, sem geta hvenær sem þeir vilja féngið áburðinn fluttan heim til sín á bifreiðum, eiga, eins og gefur að skilja, betra með að koma honum á túnin á hentugum tíma en þeir, sem vérða að flytja hann á annan hátt, eða hafa svo léleg- an veg, að hann er ófær bifreiðum fram i miðjan júní. Það er víða svo hér á landi, ennþá, að margir bæir eru þannig afskiptir með vegi, að ógerlegt er að koma þangað þung um jarðvinnslutækjum, t. d. jarð- ýtum og skurðgröfum. Mér finnst óréttlátt að liggja þeim bændum á hálsi fyrir slóðaskap í framkvæmd um, sem eru þannig afskiptir í tæknilegum íramkvæmdum. Þannig er þetta ástand hér á Reykjastrcnd í Skagafjarðarsýslu, sem er nú næst mér, og tek ég því það dæmi: Reykir, yzti bær •á Reykjaströnd, er 16—18 km írá Sauðárkróki/ og nú er þessi vegur kominn í þjóðvegatölu. Þessi veg- ur er fær bifreiðum út að Reykj- um oft aðeins 1—2 mán. af' árinu, nema í sérstakri þurrkatíð. Þetta gerir okkur, sem búum á útpart- inum cft ókleift að koma til ckk- ar áburði, íyrr en alltof seint, cg svo eru oft vandræði svo mikil með aðdrætti á haustin, kol, olíur o. fl. að til úrræðaleysis horfir. Svo er og með byggingarefni o. fl. Ómögulegt er að koma skurð- gröfu til ckkar, og er hennar þó mikil þörf. Hvernig er svo, ef ein- hverjir verða. alvárlega veikir cg þarf að ílytja þá til læknis.'týd. til uppskurðar eða þ. h.-éÞ'áð liggur við að þurfi að taka gamlai ílutn- ingstækið — kviktréð — svokallaða. Hvað mundu konur þær, og aðrir, sem alltaf hafa verið í kaupstað og þekkja ekki nema þægindin, segja við því, að setjast að á slfk- um stöðum? Er yfirleitt hægt að bjóða nokkrum upp á svona að- stöðu í okkar þjóðfélagi, eðá nokkru menningarþjóðfélagi? .G.tiu: Ameríkumenn byrja á _því að leggja vegi yíir óbyggt land, ,til að hæna fólk að landinu og landbún- aði. íslenzk stjórnarvöld hafa þraut pínt þegna sina á vegleys.um, ,þang- að til þeir gefast upp í baráttunni, og flytjast á mölina, og margir eru þeir, sem fara svo, fullir af sökn- uði og sorg, að þeir geta ékkj litið til baka fyrir tárum, yfir því að þurfa að neyðast til að fara frá sínu ættaróðali, sem þéir éi'u bornir og barnfæddir á. Hvað er t. d. með Vestfirðina? Það þarf ekki að spýrja, hvers vegna þeir eru að- leggjast í eyði, cg aðrar eins ágætis jarðir cg þar eru, margar hverjar. Ég býst við, að fólk mundi flytjást þangað svo lengi sem nokkurt býli væri autt, ef þeir væru komnir í það gott vegarsamband, að þaðan mætti fara á bifreiðum allári ársins hring. Svo er eitt cnn: Hvar eru stcfn- uð nýbýlahverfi? Er það ekki ein- mitt þar, sem þjóðvegir eru bíl- færir allt árið? Það sýnir m'áske betur en margt annað, hvað mönn um finnst vegirnir mikils virði, og hvar byggilegast e'r. En það er víðar byggílégí -en þar sem góðir bílvegir eru nú. Margar ágætar hlunnindajarðir eru ein- mitt í útskagasveitunum, sem eru einangraðar vegna vegaleysis, bæði með æðarvarp, selveiði, fiskveiði cg (Framhald á 6. siðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.