Tíminn - 21.08.1955, Side 4
4
TÍMINN, sunnudaginn 21. águst 1955.
187.rMaf\
SKRIFAÐ
Fyrir nokkrum dögum síð-
an, var birt forustugrein hér
i blaðinu, þar sem Sjálfstæð-
isflokknum var bent á, hvaða
nafn hann ætti að velja sér,
ef hann vildi heita réttu
nafni. Þetta nafn er: Ein-
okunarflokkur íslands.
Það er auðvelt að rök-
styðja þessa nafngift í stuttu
máli. Það þarf ekki annað
en að benda á, að forkólfar
Sjálfstæðisflokksins hafa
ætlað að ganga af göflunum
í hvert sinn, sem einhver
einokun hefir verið hrotin á
bak aftur. Þeir hafa hamast
gegn Samvinnutryggingum,
því að þær hafa brotið á
bak aftur einokun gömlu fé-
laganna. Þeir hafa hamast
gegn Skipadeild S.Í.S., því að
hún hefir brotið niður ein-
okun Eimskipafélagsins.
Þeir hafa hamast gegn Olíu-
félaginu, því að það hefir
brotið niður einokun olíu-
hringana. Þeir hafa hamast
gegn sérhverri tilraun til að
brjóta á bak aftur saltfisk-
einokunina. Svona mætti
halda áfram að telja dæm-
in nær endalaust.
Ástæðan fyrir þessari af-
istöðu forkólfa Sjálfstæðis-
flokksins er næsta augljós.
Flokkurinn er fyrst og fremst
hagsmunaklíka nokkurra
gróðamanna og braskara, sem
náð hafa eins konar einok-
unaraðstöðu á ýmsum svið-
um þjóðfélagsins. Takmark
flokksins er að viðhalda þess
ari einokun og færa út kví-
arnar, ef hægt er. Skipulag-
ið, sem hann vill koma á, er
einokun og alræði braskara-
stéttarinnar. Þess vegna ber
honum ekki annað nafn bet-
ur en að kallast Einokunar-
flokkur íslands.
Undir fölsku flaggi.
Hvað, sem um forkólfa
Sjálfstæðisflokksins verður
sagt, verður það ekki af þeim
skafið, að þeir eru klókir
menn. Þess vegna mun þeim
aldrei koma til hugar að
nefna flokk sinn hinu rétta
na<fni sínu eða lýsa stefnu
hans eins og hún er.
Þvert á móti reyna þeir að
klæða hann þeim búningi,
að hið rétta eðli hans sjáist
ekki. Þess vegna er hann
ekki sagður flokkur hrask-
aranna, heldur allra stétta.
Þess vegna er hann sagður
berjast fyrir frelsi og frjálsri
samkeppni, en ekki einokun.
Þess vegna er hann kallaður
Sjálfstæðisflokkur, en ekki
einokunarflokkur.
Því verður ekki neitað, að
þetta herbragð þeirra hefir
heppnast alltof vel. Þúsundir
manna, sem hafa gerólíka
hagsmuni við braskarana og
eru andvígir hvers konar ein
okun, hafa látið glepjast af
þessum áróðri. Þess vegna er
valdaaðstaða braskaranna
svo traust um þessar mundir.
Með því að fylkja sér um
Ejálfstæðisflokkinn, hefir
fólkið úr alþýðustéttunum
hjálpað braskarastéttinni til
að draga sér alltof ríflegan
skerf úr aski þess.
Þetta yrði þó miklu meira,
ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi
að ráða einn. Þá myndu
istjómarhættirnir fullkomlega
einkennast af einokun og al-
ræði braskarastéttarinnar.
Flokkarnir í Suður-Ameríku.
f Sú var tíðin, að Sjálfstæð-
Einokunarflokkur ísEands. — Undir fölsku flaggi.
— FEokkarnir í Sudur-Ameríku. ■ Sameiningar-
afl íslenzkra stjórnmáBa. — Sundurlyndið má
ekki fá yfirhöndina.— Ósamkomulagið til vinstri.
— Öruggasta leiðin til sígurs. -
isflokkurinn var ekki slíkur
flokkur. Undir handleiðslu
Jóns Þorlákssonar var hann
afturlialdssinnaður íhalds-
flokkur, líkt og svipaðir flokk
ar eru annars staðar í Evr-
ópu. Þá fylgdi hann ákveð-
inni þjóðfélagsstefnu. Nú fylg
ir hann engri slíkri stefnu.
Stefna hans, ef stefnu skyldi
kalla, er alger tækifærisstefna
eða hentistefna, sem miðast
hverju sinni við það eitt að
treysta völd flokksins og ein-
okunaraðstöðu gæðinganna.
Undir forustu núv. ráða-
manna sinna, hefir Sjálfstæð
isflokkurinn breytzt í flokk,
sem er algert einsdæmi í
Evrópu, a. m. k. vestan tjalds.
Til þess að finna hliðstæð
fyrirtæki, verður að fara
alla leið til Suður-Ameríku.
Þar hafa auðstéttirnar og
valdabraskararnir myndað
um sig flokka, sem oft kenna
sig við umbætur eða lýðræði,
en hafa ekkert markmið ann
að en að viðhalda völdum
og einokunaraðstöðu flokks-
leiðtoganna og gæðinga
þeirra. Engin meðul eru lát-
in ónotuð til að þjóna þessu
markmiði.
Blöð Sjálfstæðisflokksins
látast vera mjög hneyksluð,
þegar bent er á þetta. Sann-
ast vel á því hið fornkveðna,
að sannleikanum er hver sár-
reiðastur.
Sameiningarafl íslenzkra
stjórnmála.
í tilefni af því, að Tíminn
hefir að undanförnu reynt að
opna augu manna fyrir hinu
rétta eðli Sjálfstæðisflokks-
ins, hefir Mbl. varpað fram
þeirri spurningu, hvernig
Framsóknarmenn geti unnið
með svona flokki. Stjórnar-
andstæðingar hafa tekið und
ir þetta og spurt á líka leið.
Þessu er auðsvarað. Síðan
ísland varð sjálfstætt 1918,
hefir það aðeins komið fyrir
eitt kjörtímabil, 1924—’27, að
einn flokkur hefir haft þing
meirihluta og gaf það ekki
góða raun, því að þá sat að
völdum mesta afturhalds-
stjórnin á þessu tímabili.
ÖII hin kjörtímabilin, hefir
enginn einn flokkur haft
meirihluta. Afleiðingin hefir
orðið sú, að sambræðslu-
stjórnir hafa verið óhjá-
kvæmilegar. Það hefir orðið j
hlutskipti Framsóknarflokks
ins að vera sameiningarafl-
ið á sviði stjórnmálanna á
þessu tímabili. Til þess að
tryggja landinu starfhæfa
stjórn, hefir hann orðið að
vinna á víxl til vinstri eða
hægri eftir aðstöðu og mála
vöxtum. Við það hefir ekki
alltaf verið hægt að miða,
þó að samstarfsmennirnir
væru sem æskilegastir.
Mestu skipti að reyna að ná
þeim skársta árangri, sem
völ var á hverju sinni, og
reyna þannig að treysta
framfarasókn þjóðarinnar
og hið nýheimta sjálfstæði
hennar. . a
• 'vq r> n...
Innan mjög skamms tíma mun undirnefnd afvopnunar-
nefndar Sameinuðu bjóðanna koma samari til fundar. Nefnd
in kemur saman að því sinn* samkvæmt ákvörðun Genf-
arfundar æðstu manna fjórveldanna og gera menn sér því
me*ri vonir um árangur af störfum hennar en oftast áður.
Annars náðist verulegur árangur á fundum nefndarinnar í
vor. Myndin sýnir þinghöll og skrifstofubyggingu Samein-
uðu þjóðanna í Néw Vork.
Þótt stjórnarhættirnir hafa
oft verið öðru vísi en æski-
legast var, geta Framsókn-
armenn samt litið yfir þetta
tímabil með stolti. Aldrei
hafa verið meiri framfarir á
íslandi. Þess vegna býr þjóð-
in við meiri velmegun í dag
en nokkru sinni fyrr. Þess
vegna bíða hennar nú mikil
tækifæri til stórfelldustu
framfarasóknar, ef hana
brestur ekki hug og dug til
að nota þau.
Sundurlyndið má ekki
fá yfirhöndina.
Seinustu kjörtímabilin hef
ir flokkaskipun í landinu ver-
ið þannig háttað, að Fram-
sóknarflokkurinn hefir ekki
haft um aðra kosti að velja
en samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn eða stjórnleysi. Fram
sóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafa ekki haft
meirihluta saman og komm-
únistar hafa sjálfir dæmt sig
úr leik með Moskvuþjónustu
sinni. Undir þeim kringum-
stæðum kaus Framsóknar-
flokkurinn heldur samstarfið
við Sjálfstæðisflokkinn en
stjórnleysið. Þrátt fyrir allt,
gafst þannig tækifæri til að
þoka ýmsum nauðsynjamál-
um áleiðis. Það er og næsta
líklegt, að stjórnleysið hefði
orðið mest vatn á myllu
braskaranna og annarra öfga
afla.
í þessu felst að sjálfsögðu
engin viðurkenning á ágæti
Sjálfstæöisflokksins. Fram-
sóknarmenn hafa líka aldrei
unnið það til samstarfs við
hann að mega ekki lýsa hon-
um réttilega.
Andúð á einum eða öðr-
um aðila má aldrei verða
svo mikil, að vegna hennar
einnar sé rétt að hafna öllu
samstarfi við hann og það
undir hvaða kringum-
stæðum sem er. Þá væri illa
komið í okkar Iitla þjóðfé-
lagi, ef það leystist upp í
stríðandi smáhópa, er enga
samleið gætu átt. Inn á þá
braut vill Framsóknarflokk-
nrlnn ekki ganga. Hann vill
geta sagt andstæðingnum
til syndanna og varað við
rangri stefnu hans, en hann
vill ekki neita honum um
samstarf, ef hægt er að finna
viðunanlega málefnalega
samstöðu og upplausn og
glundroði vofir yfir þjóðinni
að öðrum kosti. Hann vill
ekki dæma neinn ósamstarfs
hæfan að órannsökuðu máli.
Þess vegna m. a. ræddi hann
einu sinni við kommúnista
um stjórnarsamstarf og hafn
aði því ekki fyrr en ljóst varð
að málefnaleg samstaða var
ekki fyrir hendi.
Ef Framsóknarflokkurinn
hefði ekki frá upphafi fylgt
þessu sjónarmiði, hefði hann
ekki á liönum fjörutíu árum
getað laðað andstæð öfl til
samstarfs og tryggt þannig
mesta framjaratímabil í allri
sögu þjóðarinnar.
Sundrungín tjí vinstri.
Framsóknarflokkurinn hef-
ir aldrei farið dult með það,
að hann teldi æskilegra, að
hægt væri að vinna til vinstri
en hægri, ef þess væri sæmi-
legur kostur. Framsóknar-
flokkurinn hefir heldur ekki
farið dult með það, að hann
sér marga galla á núv. stjórn
arsamstarfi. Það gerir hon-
um að vísu fært að koma fram
ýmsum umbótamálum, eins
og t. d. rafvæðingu dreifbýl-
isins. En það gerir það líka ó-
gerlegt að fylgt sé heilbrigðri
efnahagsmálastefnu, því að
braskararnir heimta ofþenslu
og alls konar gróðamöguleika
fyrir sig. Þess vegna er nú
jafn skuggalegt framundán í
efnahagsmálum þjóðarinnar
og raun ber vitni um.
Úr þessu verður ekki bætt
nema hin umbótasinnuðu og
frjálslyndu öfl geti samein-
ast. Sameining þeirra er
mikilvægasta verkefni ís-
lenzkra stjórnmála í dag.
Því miður horfir ekki vel
um sameiningu hinna vinstri
sinnuðu afla í dag. Alþýðu-
flokkurinn og kommúnistar
virðast enga samleið geta
* átt. Tilkoma Þjóðvarnar-
flokksins hefir enn aukið á
‘þessa sundþitngu. í skjóli
; þessarar sundrungar hyggst
Sálfstæðisflokkurinn að maka
j krókinn og er jafnvel farinn
að láta sig dreyma um meiri
hlutavald með tilheyrandi
einokun og alræði braskara-
stéttarinnar, sem hún myndi
ekki sleppa aftur.
Öruggasta leiðin til sigurs.
Gegn þessari óheillaþróun
eru ekki til nema tvö ráð.
Annað er það, að flpkkarnir
til vinstri þoki sér saman.
i Hitt er það, að Frampófear-
flokkurinn eflist og stýfkist
svo að þannig skapist mögu-
leiki fyrir því, að hann fái
meirihluta á Álþlngi, ásamt
öðrum lýðræðissinnuðum í-
haldsandstæðingum þar.1
Eins og nú horfir, er lietta
raunverulega eini möguleik-
inn. Því þurfa nú frjálslyndir
menn, sem áðut Káfa ýmist
fylgt sósíalistísku flokkúnum
eða Sjálfstæðjsflokknum a|f
misskilningi, að skiþá'séf um
merki hans. ía
... i. a'.cf. ójs ón
Þá mjmdi honum. reynast
auðvelt að vinna af.tixr þing
sæti hér í Reykjavík, Akur-
eyri, Barðastrandasýslu, V-
Skaftafellssýslu og bæði sæt
in í Eyjafirði, svo að nefnd
séu nokkur kjördæmi, þar
sem flokkurinri þarf aðeins
að bæta við sig fáum at-
kvæðum til að sigra, miðað
við úrslit seinustri 'kdsriinga.
Þetta myndi líka' riæ^ja til
að tryggja meirihWtá um-
bótasinnaðra íhaldsandstæð
inga á Alþingi.
Það, sem þjóðin hefir nú
raunverulega um að velja, er
frjálslynd og umbótasinnuð
stefna íhaldsandstæðinga und
ir forustu Framsóknarflokks
ins og einokunarstefna fSjálf-
stæðisflokksins. Undir merkj-
um Framsóknarflokksins hafa
frjálslyndir menn og íhalds-
andstæðingar eina örúgga
tækifærið til að sækja fram
til sigurs og tryggja þannig
meirihluta, sem getúr gert
nýja ríkisstjórn óháða þjón-
ustu við braskarana, Fyrir
frjálslynda menn er þetta
val því vandalaust.
Tilboð
óskast í bifreiðirnar R-2496 (Chrysler model ’41) og
R-3766 (Ford, model ’35) báðar eign bæjarsjóðs Rvíkur.
Bifreiðirnar verða til sýnis í porti Áhaldahúss bæj-
arins við Skúlatún næstu daga.
Tilboð i hvora bifreiðina um sg óskast send skrif-
stofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, og verðá þau
opnuð þar að viðstöddum bjóðendum, föstudagiriri 26.
ágúst kl. 10. .■.hn-x.isfíb'i