Tíminn - 21.08.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1955, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 21. ágúst 1955. 187. blað GAMLA mé Geiievieve Víðfræg ensk úrvalskvikmynd í fögrum litum — talin vera ein ágætasta skemmtikvikmynd, sem gerð hefir verði í Bretlandi síð- asta áratuginn, enda sló hún öll met í aðsókn. Aðalhlutverk- in eru bráðskemmtilega leikin af: Dinah Sheridan, John Gregson, Kay KendalJ, Kenneth More. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Mynd, sem kcmur öllum f sói- skinsskap! Galtapagos Mynd tekin af Thor Heyerdahl og Per Höst. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Til ágóða fyrir íslenzka stúdenta garðinn í Osló. Guðrún Brunborg. Banasýning Sýnd kl. 3. BÆJARBÍÖ MAFNARFIRÐI - Gleðikonan Sterk og raunsæ ítölsk stórmynd úr lífl gleðikonunnar. Aðalhlutverk: Allda Vallf, Amedeo Nazzarl. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringartextl. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Borg gleðinnar Sýnd kl. 5. Geimfararnir Sýnd kl. 3. NÝJA BÍÖ Síðasta nóttin (Die letzte Nacht) Tilkomumikil og spennandi þýzk mynd, er gerist í Prakklandi á styrjaldarárunum. i Aðalhlutverk: Sybille Schmitz, Karl John, Karl Heins Schroth. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Merki Zorros Hetjumyndin skemmtilega með: Lindu Darnell, Tyrone Power. Sýnd kl. 3. Hafnarfjarð* arbíó Verzlað með sálir Mjög gamansöm frönsk mynd um hina Ulræmdu hvítu þræla- sölu til Suður-Ameríku. Aðalhlutverk: Jean Pierre Aumont, Rape de Mady. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (I< A fílaveiðum í Afrlku Frumskógamynd með Bomba. Sýnd kl. 3. AUSTURSÆiARBlÓ Hnetjksíiii í kvennaskólanum (Skandal im Mádchen- pansionat) Bráðskemmtileg og fjörug, ný, þýzk gamanmynd í „Frænku Charleys“ stíl, sem hvarvetna hefir verið sýnd við mjög mikla aðsókn. — Ðanskur texti. Aðalhlutverk: Walter Giller, Giinther Luders, Joachim Brennecke. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. HAFNARBÍÓ 8i»í S44A IJndrin í auðninni (It come from outher space) Sérstaklega spennandi og dul- arfull, ný, amerísk kvikmynd, um undarlegar verur frá öðr- um hnetti, er lenda geimfari sínu úti í auönum Arizona. Richard Carlson, Barbara Rush. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Teiknimyncla- safn 10 afbragðs fjörugar teiknimynd ir, ásamt skopmyndum með Chaplin o. fl. Sýnd kl. 3. | Sveitastúlkan (The Country girl) Ný amerisk stórmynd í sérflokki Mynd þessi hefir hvarvetna hlotið gífurlega aðsókn, enda er hún talin í tölu beztu kvik- mynda, sem framleiddar hafa verið, og hefir hlotið fjölda verð launa. — Fyrir leik sinn í mynd- inni var Bing Crosby tilnefnd- ur bezti leikari ársins og Grace Kelly bezta leikkona ársins, myndin sjálf bezta kvikmynd ársins og leikstjórinn, George Seaton, bezti leikstjóri ársins. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Grace Kelly, William Holden. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þetta er mynd, sem alllr þurfa að sjá. Elskhugiim mikli (The great lover) Hin sprenghlægilega ameríska gamanmynd. Aðalhlutverk: Bob Hope. Sýnd kl. 3. Fransmaður í frll (Les Vacances de monsieur Mulot) Frábær, ný, 'rönsk gamanmynd, er hlaut fyrstu verðlaun á al- þjóðakvikmyndahátíðinni i Cannes árið 1953. Mynd þessi var af gagnrýnendum talin önn ur bezta útlenda myndin sýnd í Bandaríkjunum árið 1954. Dómar um þessa mynd hafa hvarvetna verið á þá leið, að önnur eins gamanmynd hafi ekki komið fram, síðan Chaplin var upp á sitt bezta. Kvikmjmdahandrit, leikstjórn og aðalhlutverk: Jacques Tatl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1. Haldið I vesíurvcg (Framhald af 3. siðu). fæddur hér við Broadway. Hið fræga hótel Waldorf As- toria er hér skammt frá, en þar búa m. a. Herbert Hoover fyrrum forseti Bandaríkjanna og Douglas Mac Arthur, hinn frægi hershöfðingi í stríðinu við Japan. Frægustu jazzleik arar landsins blása hér lúðra sína og berja bumbur sínar — hér eru fræg nöfn eins og Louis Armstrong og Gene Krupa. Það er enn hinn seið- andi jazz suðursins — Dixie, sem hljómar þarna á Broad- way út frá veitingastöðunum. Það var suður í New Orleans, sem jazzinn hlaut sínar fyrstu vinsældir, en hefir nú breiðst út um heiminn í mörgum myndum, — en enn eru það svertingjar Suðurríkjanna, sem túlka hann bezt, eða svo segja þeir, sem vit hafa á þessum málum. Hérna geta menn lært að dansa hjá Fred Astaire • og kvikmyndaleikarar frá Holly- wood eru hér daglegir gestir. Kaupsýslumennirnir geta tekið sér neðanjarðarlest nið ur á Wall Street og fylgst með gangi málanna í heimi við- skiptanna. í New York er sannarlega eitthvað fyrir alla. Stjórn- málamennirnir geta skroppið niður að East River, en þar stendur hin glæsilega bygg- ing hinna Sameinuðu þjóða, sem má skoða sem eins konar „ríki í ríkinu“, eins og Vati- kanið í Róm. Hér búa frægir menn eins og sonur rússneska skáldsins Leo Tolstoy og hér á John Foster Dulles sitt heimili. New York-búar eru hreykn ir af borg sinni og mega gjarn an vera það. Við skulum bregða okkur inn I Empire State og líta yfir menn og mannvirki. Við förum upp í gegnum hinar 102 hæðir með lyftu — hér eru verzlanir, kvikmyndasal- ir og sjónvarpsstöð. Hér vinna að staðaldri um 25.000 manns. Það er farið að dimma og borgin skartar sinni miklu ljósadýrð. Þarna teygir Bro- adway sig eins langt og aug- að eygir. Þarna er Times Square-hús Sameinuðu þjóð- anna, virðist heldur vesæld- arlegt borið saman við skýja- kljúfa eins og Rockefeller- höllina. Hinum megin við Hudson-fljótið er New Jersey með ótal verksmiðjum og iðju verum. Langt í burtu eygjum við kyndil frelsisstyttunnar, sem er innsiglingarvitinn í New York-höfn. Fólkið niður á jörðinni verður eins og maurar — gul ir leigubílar skjótast fram og aftur. Allt er á iði og allir eru að flýta sér. Hérna skammt frá er Metro politan óperan og Carnegie Hall og geta þeir farið þang- að, sem hafa verið nógu for- ;j álir að tryggja sér miða í tíma. Hinir verða að skemmta sér annars staðar — og sann- arlega ættu þeir ekki að vera í vandræðum. Varla verður minnst á New York án þess að geta hins mikla aragrúa af matsölu- stöðum, sem þar eru og lang- fæstir amerískir. Þar eru rúss neskir, franskir, hollenzkir, kínverskir, ítalskir, spænskir og sænskir matsölustaðir. — Einna minnisstæðastir eru sniglarnir á franska veitinga- húsinu, sem boröaðir voru við sæmilega góðan orðstír. Við segjum nú skilið við Man hattan í bili og nú skulum við halda norður á Nýja-Eng land — en það er önnur saga. J. M. Barrie: 20. PRESTURINN og tatarastúlkan sem kemur bráðum héím og heyrir þetta. Ég vildi óska að ég værí dauð, þá myndi hann sleppa v^ð þessa hneysu.... Bara að þið hafðuð kömið að kvöldlagi. ... þegar dimmt var orðið. ' — Nei, þetta er aiveg óþolandi, þrumaði læknirinn, sem í rauninni var mjög goðhjartaöur maður. Hann gekk í átt- ina til dyranna og N/áiiny fylgdi auðmjúk á eftir honum. Gavin stóð enn kyrr á miðju gólfi. Bara að kraftaverk gæti nú orðið, hugsaði hann.... Og kraftaverkið gérðist. í dyrunum birtist á samri stund.... tatarastúlkáh.’Áður en nokkur gat komið í veg fyrír það, hafði Nanný-;yarþað sér á kné fyirr framan hana. — Þeir ætla aö fáráýnieö mig á þuríamannahælið. Ekki að láta þá gera það. •’. Tatarastúlkan lagðþýhandleggina utan um gömlu kon- una. Það hafði vel ^tt- halda að hún væri móðir, sem í æðisgengnum ofsa liiýst til varnar barni sínu, svo níst- andi var augnatillit það, sem hún sendi mönnunum tveim. — Gauð! hreytti hún út úr sér. Fegurð hennar hafði slík áhrif, jafnvel á kvenhatarann dr. McQueen, að hann talaði til hennar af sæmilegri kur- teisi. — Þetta er ósköp fallegt af yður. — En það er em- ungis kvenleg meðaumkvun.... Svona komdu nú Nanny. Kúguð og beygð gek'k Nanny aftur í áttina til dyranna, en tatarastúlkan tók í handlegg hennar. Þú skalt ekki þurfa að fara héðan. Þáð eru þessir tveir menn, sem eiga að fara héðan út: — Þú ætlar þá kannske að sjá fyrir Nanny, spurði lækn- irinn háðslega. — Já. — Hvar færðu peninga til þess? Sjö shillinga á viku. — Það er mitt að sjá um það. Hvað miklu nemur það þangað til bróðir hennar sleppur úr fangelsinu? Fimm pundum. Jæja, þér skuluð fá þau núna strax. Hún stakk hendinni í vasann, svo rólega að ætla hefði mátt að hún væri því vön að finna þar alltaf fullt veski af peningum. Svo gretti hún sig og kastaöi tveim shillingspeningum upp í loftjð. — Þessu gleymdi ég alveg. En þið skuluð fá pen- ingana. — Komdu nú Nanny, sagði læknhinn óþolinmóður, Þér hlýtur að vera fullljóst, að betlarastelpa eins og hún, hefir ekki peninga. — Leyfið þér yður að draga orð mín í efa? Þér getið hitt mig á morgun um sama leyti við lundinn í Cushie. — Nei, sagði læknirínn eftir stundarþögn. Ég fer ekki út í rjóðrið tU að hitta þig. — Hvernig ímýndarðu þér, að nokkur maður trúi því, að þú gerír útvegað fimm pund? Lepparnir, sem þú ert í eru ekki einu sinni fimm shillipga virði, ævintýraprinsessan mín. Hún dró demantshring af fingri sér. — Lítið á þetta. Tak ið það sem veð. Læknirinn athugaði hringinn vandlega. — Það er eitthvað gruggugt við þettá allt saman, sagði hann þungbúinn á svip. — Mér geðjast ekki að þessu. Hérna, taktu viö hringným þínum aftur. Komdu Nanny. Tatarastúlkan sneri sér eldsnöggt aö Gavin. — En þér trúið mér þó? Allt frá því tatarastúlkan birtist svo skyndilega hafðl Gavin verið ofurseldur andstæöum tilfinningum, sem tog- uðust á um yfirráð í huga hans. Nú svaraði hann og dró þó svarið við sig, eins og honum værí það þvert um geð; —■ Já. j — Hugsið yður vel um, aðvaraði læknirinn hann. — Eg vh ekki koma nærri þessu meira. Þér skuluð sjálfur fara og sækja peningana. — Já. 7 ' i Nanny tók hönd háns og kyssti hana. Læknirinn sagði gremjulega: — Þér áettuð ekki að fara sjálfur. Varið yður á slúðrinu í Thrums. Sendið annan í yðar stað. — Nei, sagði tátarastúlkan ákveðin. Hann verður að koma — og hann aleirín. Og þið verðið báðir tveir að lofa því að segja ekki hver það var sem hjálpaði Nanny og hið sama verður hún sjálf’að géra. — Gleymið því ekki, að þér berið hér eftir ábyrgð á öllu þessu sorglega máli, sagði læknirinn um leið og hann hneppti frakkanúm að sér. — Það mun ég heldur ekki gera, svaraði Gavin. — En þegar hún ætlaði að fá honum demantshringinn, sagði hann: — Nei, ég treystf orðum yðar. í fyrsta sinn horfðust þau lengi og alvarlega í augu. Læknirinn ypþti öxlum: — Jæja, þér fáið þá að súpa seyðið af þessu, Dishart. Þegar þeh voru komnir út, bættl hann við: — Þa'ð getur annars vel verið, að þér hafði rétt fyrir yður. Eg skil raunar ekki hvernig hún gæti haft nokk urn áhuga fyrir því að gabba okkur. Og það leit út fyrir að hún tæki sér þetta nærri Nanny vegna......... en guð má vita hver hún er. Flækingsstelpa aðra stundina, en hina talar hún eins og forfrömuð hefðarkona. — Hún er jafnmikil gáta fyrir mig eins og yður, svaraði Gavip. En ég er viss um a'ð ég fæ peningana. Og það er þó aðalatriðið. • ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.