Tíminn - 28.08.1955, Page 4

Tíminn - 28.08.1955, Page 4
TÍMINN, sunmidagjpn. 28. ágúst .1955. 193. blaff. SKRIFAÐ OG SKRAFAO Nokkuð óvenjulegur atburð ur gerðist á seinasta fundi sýslunefndar Vestur-Skafta- fellssýslu. Þegar kom að þvi að kjósa fulltrúa í skólanefnd Skógaskóla, reis sýslumaður á fætur og kvaðst þurfa að ílytja sýslufundinum skila- boð frá menntamálaráðherra. Menn tóku þessu aö sjálf- sögðu vel, þar sem líklegt þótti, að menntamálaráðherra færi ekki að senda sýslunefnd önnur skilaboð en þau, sem bæði honum og henni væri sómi að. Það mun hins vegar vera óhætt að segja, að jafnt sam herja sem andstæðinga ráð- herrans setti hljóða, er þeir heyrðu skilaboðin frá ráöherr anum. Efni skilaboðanna var í höfuðatriðum á þessa leið: Þeir tveir fulltrúar, sem sýslu nefnd Vestur-Skaftafells- sýslu hefir kosið í skóla- nefndina undanfarið, hafa báðir verið Sjálfstæðismenn. Ef sýslunefndin lætur þetta ekki haldast óbreytt áfram, mun menntamálaráðherra beita þeim refsiaðgerðum að skipta um formann skóla- nefndar, sem er stjórnskip- aður. Hafi- það ekki verið ætlun sýslunefndarinnar að skipta um fulltrúa, var hún ákveðin í því eftir þetta. Sýslunefnd- ín gat að sjálfsögðu ekki þol- að, að henni yrði þannig sagt fyrir verkum af óviðkomandi aðila. Niðurstaðan varð því sú, að annar Sjálfstæðismað- urinn féll við kosninguna. Menntamálaráðherra sá samt ekki að sér, heldur stóð við hótun sína. Björn Björns- son sýslumaður hefír verið for maður skólanefndarinnar frá upphafi og gegnt því starfi með miklum ágáetum. Svo mikla viðurkenningu hafði Björn unnið sér fyrir þetta starf, að enginn af fremstu ráðamönnum Sjálfstæðis- flokksins í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu víldí taka við formennskunni undir þessum kringumstæð- um. Eftir mikla leit fann ráð herrann loks mann, Magnús Sigurlásson að nafni, er fékkst til þess að þiggja út- nefningu hans. Vissulega er hér um ein- stæða framkomu að ræða. Fyrst reynir ráðherrann að hafa áhrif á gerðir sýslu- nefndar með hótunum. Síðan fremur hann pólitískt ofbeld- isverk á manni, sem að allra dómi hefir rækt starf sitt frá bærlega vel. Það eru svona verk, sem setja suður-ame- ríska stimpilinn á Sjálfstæð- isflokkinn og gera hann að arftaka einokunarherranna, sem misbeittu valdi sínu áð- ur fyrr. Sérkenni Framsóknar- flokksins. Útlendur maður bar nýlega fram þá spurningu, hver væru helztu sérkenni Framsóknar- flokksins, er greindu hann frá öðrum flokkum. Þessari spurningu er auðsvarað. Framsóknarflokkurinn vill leysa hin þjóðfélagslegu vandamál sem mest með úr- ræðum samvinnunnar. Framsóknarflokkurinn ber öðrum flokkum fremur mál efni hinna dreifðu byggða fyrir brjóstl. L_ J>etta tvennt er það, sem Skiiabob frá Bjarna Ben. - Sérkenni Framsókn- arflokksins. — Efling samvinnunnar og dreifbýi- isins. — Samvinnustefnan á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. — Stjórnarsamvinna fyr og nú. sérkennir Framsóknarflokk- inn mest frá öðrum flokkum. Framsóknarflokknum hef- ir vissulega heppnast furðu vel að vinna að þessum sér- málum sínum, þótt hann hafi aldrei haft þingmeiri- hluta. Samvinnuhreyfingin hefir óvíða eða hvergi náð meiri vexti en á íslandi, enda átt j einn meginþátt í hinni miklu framfarasókn þjóðarinnar. Þessum árangri hefði hún ekki getað náð, ef Framsókn- arflokkurinn hefði ekki verið henni skjól og skjöldur á hinu pólitíska sviði, þar sem stærsti flokkur landsins hef- ir frá upphafi reynt að vinna henni allt það tjón, sem hann hefir megnað. Þótt ísland sé harðbýlt land hefir fólksstraumur úr sveit um og sjávarþorpum verið sízt meiri hér á landi en auö býlli löndum. Þetta má eink um þakka því, að Framsókn arflokkurinn hefir barizt fyr ir framförum dreifbýlisins og komið fram mörgum mikil- vægum umbótum í þágu þess. ...... Fyrir þetta hefir Fram- sóknarflokkurinn verið upp- nefndur fjandmaður höfuð- staðarins ofe utanbæja^;- flokkur, enda þótt það sé ekki síður mál höfuðstaðar- búa en annarra landsmanna, að jafnvægi haldist í býggð landsins. Efling samvinnunnar. Þótt Framsóknarmenn geti verið stoltir af árangri bar- áttu sinnar á undaníörnum áratugum, eru þeir þó vel minnugir þess, að mikil verk- efni bíða þeirra í framtíöinni. Samvinnustefnan á enn mikið verk að vinna^fram- undan. Enn eru áhrif henn- ar alltof lítil á verzunarsvið inu. Enn hefir útgerðin ekki hagnýtt sér skipulag henn- ar, nema að mjög litlu leyti. Þess vegna hefir Mbl. nýlega komist réttilega svo að orði, að útgerðin sé mergsogin af milliliðum úr öllum áttum. Þess vegna er afkoma henn- ar stöðugt vandamál. Þessu verður ekki breytt fyrr en útgerðin sjálf og öll þjón- usta í sambandi við hana, verður rekin á grundvelli samvinnunnar. Á mörgum öðrum sviðum bíður samvinn unnar ónumið land. Það er meira en víst, að þessi útfærsla og efling sam- vinnunnar getur því aðeins átt sér stað, að Framsóknar- flokkurinn verði áfram áhrifa mikill og vaxandi flokkur. Enginn annar flokkur hefir áhuga fyrir eflingu samvinn- unnar, en sumir hinna flokk- anna eru beinlínis á móti henni. Efling dreifbýlisins. Á sviði dreifbýlismálanna bíða einnig mikil verkefni framundan, þótt miklu hafi verið áorkað að undanförnu. Það þarf að auka stórlcga Vegsummerki tíu ára hernáms eru nú óðum að hverfa á fyrr- verandi yfirráðasvæði Rússa í Austurríki. Rauða stjarnan hefir vérjð rifin af um það bil 300 verksmiðjubyggingum, en meðan Rússar réðu lögum og lofum, var hún fest upp á öll þau hús, sem á einhvern hátt voru á yegum rússneska her- námsliðsins. ræktunina í sveitunum, svo að haégt sé að reka bjarg- álnabúskap á hverju býli. Það þarf að efla útgerðina í sjóþorpunum,_ Eivsíðast, en ekki sízt, þarf að taka raf- orkuna- í þjónustu dreifbýl- isins í sívaxandi mæli. Þýð- ingarmjkil spor er nú verið að stíga í þá átt undir for- ustu Framsóknarflokksins. En miklu meira er þó ógert. Raforkan á ekki aðeins að verða til þess að færa birtu og yl inn á heimilin og létta ýms störf þar. Hún á einnig að skapa grundyöll fyrir smáan og stóran iðnað í dreif hýlinu og mynda þar anið- stöðvar líkt og Akureyri er nú. Þannig á að tryggja jafn vægið í byggð landsins og hindra það, að þjóðin setjist að við sunnanverðan Faxa- flóa í æ ríkari mæli. Engum flokki er betur treystandi til að vinna að þessum málum dreifbýlisins en Framsóknarflokknum. Það sannar bæði gömul og ný reynsla. Því meira og fyrr, sem flokkurinn eflist, þvi auðveldara verður^ hon- úm að vinna að framgangi þessara mála. ” Samvinnustefnan og S. Þ. Þróunin víða um lönd bendir nú eindregið til þess, að samvinnustefnan sé öðr- um þjóðfélagsstefnum frem ur stefna framtíðarinnar. Það kemur alltaf betur™og betur í Ijós, að hvorki kapí- talisminn eða sósíalisminn geta leyst ýms vandasöm þjóðfélagsmál svo að vel sé. Hins vegar hentar vel að leysa þau með úrræöum sam vinnunnar. Þetta hefir sannast mjög glöggt á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Efnahags- og félagsmálaráð þeirra (Eco- nomic and Social Council) hefir um nokkurt skeið fjall að um viðreisn landbúnað- arins í þeim löndum, þar sem hann. er enn á hálfgerðu fornaldarstigi, eins og t. d. víða í Asíu og Afríku. Meff þétta fyrir augum, samþykkti ráðið 1951 að afla upplýsinga um þátt sam- vinnufélaganna í eflingu landbúnaðarins í þeim lönd um, þar sem hann er bezt á veg komin. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árétt- aði þessa samþykkt í árs- byrjun 1952. Ýmsar sérstofn anir S. Þ. hófust síðan handa um að safna þe^sum upplýs- ingum. Þær lágu fyrir í bók- arformi í árslok 1953 og kom þetta rit út á vegum S. Þ. í ársbyrjun 1954 undir nafn- irtu „Rural Progress through Co-operatives.“ Þetta er all- mikið rit og gefur greinar- gott yfirlit um margþættan samvinnufélagsskap bænda í ýmsum löndum. Niðurstöð- ur ritsins eru svo í stuttu máli þær, að samvinnufé- lagsskapur bænda á ýmsum sviðum sé hin vænlegasta lyftistöng fyrir landbúnað- inn í þe>m löndum, þar sem hann er nú skemmst á veg kominn frá tæknilegu sjón- armiði. Á þingi Sameinuðu þjóð- anna í fyrrahaust, voru land búnaðarmál þessara landa enn á ný ítárlega rædd, m. a. á grundvelli áðurnefnds rits. í ályktun þeirri, sem sam þykkt var um þessi mál, má segja að höfuðáherzla hafi verið lögð á tvö atriði: Að sem flestir bændur yrðu jarð eigendur og að þeir leystu sameiginleg vandamál og við fangsefni með úrræðum sam- vinnufélagsskaparins. í mörgum þessum löndum hafa stjórnarvöldin heima fyr ir mikinn áhuga fyrir eflingu samvinnufélagsskaparins og styðja hann á margan hátt, t. d. mgðal bænda, sem eru lang fjölmennasta stétt þessara landa. Óneitanlega bendir þetta og margt fleira til þess, að öld' samvinnunnar sé nú að hefjast fyrir alvöru. Samvinnan um ríkisstjórn fyrr og nú. Eins og lýst hefir verið hér að framan, hafa það verið höfuöverkefni Framsóknar- flokksins að vinna að fram- gangi samvinnustefnunnar og eflingu hinna dreifðu byggða til lands og sjávar. Til viðbót- ar má segja, að þriðja verk- efniö hafi hvílt á honum frá upphafi vegna eins konar mið ! stöðu, sem hann hefir haft á vettvangi þjóðmálanna. Þetta verkefni hefir verið að tryggja landinu starfhæfa ríkisstjórn. Á þeim nær 40 árum, sem liðin eru frá stofnun rFram- sóknarflokksins, hefir einn flokkur haft meirihluta í að- eins eitt kjörtímabil eoa&.Ár- unum 1924—27 og fór þá með völd mesta afturhaldsstjórnin á þessu tímabili. Allan íiinn tímann hafa sambræðslu- stjórnir verið nauðsynlegar veg'na, flokkaskipunarinnar og það hefir oftast orðið hlut- skipti Framsóknárflokksins að hafa meiri eða minni förustu um myndurí" þeirra. Fyrstu ár sín varð hánn að standa að stjórnum með'íhaldsmönn um, síðan kom alllangt. tíma- bil, þegar hægt var að-vinna til vinstri, en nú að undan- förnu hefir ekki verið um annað að ræða én að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Oft hefir þurft að stjórna j allmikið öðru yígi en Fram sóknarflokkurinn hefði kos- ið á þessum árum. Niðurstað an hefir samt óumdeilanlega orðið sú, að aldrei hafa orð ið meiri framfarir á íslandi og íslenzka þjóðin stendur á allan.hátt betur að vígi í dag en hún hefir nokkru sinni áður gert. Því geta Fram- sóknarmenn liorft stoltir til baka. En framtíðin skiptir allt- af mestu máli. Þótt sam- vinnan við Sj álfstæöisflokk- inn hafi verið óhjákvæmi- leg, er hún ekki æskileg til frambúöar. Því vaída áhrif braskara og gróðamanna, er ráða Sj álfstæðisfiokknum. Á- reiðanlega væri þáð æskileg- ! asta þróunin nú, að Frajpsókn arflokkurinn og iýðræðissinn- uð vinstri öfl gæ'tu tekið hönd um saman. Til þess að skapa slíkan þingmeirihluta, þarf Framsóknarflokkurinn ekki meira en t. d. að vinna aftur þingsætið í Reykjavík; Vest- ur-Skaftafellssýslu, Sárða- strandarsýslu og anríáð sætið í Eyjafjarðarsýslú. Á það vant ar ekki nema herzlumuninn. Þetta mark murí nást, ef Fram sóknarmenn og aðrir frjáls- lyndir menn þekkja sinn’vitj unartíma í næstu kosningum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.