Tíminn - 10.09.1955, Qupperneq 3

Tíminn - 10.09.1955, Qupperneq 3
204. blað. TÍMINN, laugardaginn 10. september 1055. hSd .40 íúendingajpættir Dánarminning: Þorgrímur Stefánsson, Brúarhlíð Vlnnulúinn bóndi hefir lagt frá sér orf og skóflu og geng- ið til hvíldar eftir langan starfsdag. Því að langur var starfsdagur Þorgríms orðinn, enda þótt árin hefðu naum- ast fyllt hálfan sjöunda tug. í vissum skilningi var ævi hans öll einn óshtinn vinnu- dagur. Hann var barn þeirr- ar kynslóðar, sem aðeins að litlu leyti fékk notið þess léttis, er nútímatæknin veit- ir við daglegu störfin, kyn- slóðar, sem jafnan hlaut að yirjna. hörðum höndum og sjaldnast, ef þá nokkru sinni, alheimti daglaun sín að kvöldi. Saga Þorgríms í Brúarhlíð er eins og ótal sögur starfs- bræðra hans, íslenzkra ein- yrkjubænda, fyrr og síðar, við burðalitil saga og fábrotin á ytra borði og álengdar séð. En sé betur að skyggnst, á þó hver slík saga sinn sér- stæða hugblæ, mótaðan af atburðum heillar mannsævi, í einfaldleik sínum og marg- fcreytileik, sorg sinni og gleði. Þorgrímur Stefánsson var íæddur 19. marz 1891 í Ruglu dal i Bólstaðarhlíðarhreppi, efstu byggðu býli meðfram Blöndu. Þar ólst hann upp til 13 ára aldurs með foreldrum sínum, Stefáni Árnasyni og Guðrftou Bjarnadóttur, er í Rugludal bjuggu um allmörg ár. Árið 1904 fluttist Þorgrim ur með foreldrum sínum að Bergsstöðum í Svartárdal og ári síðar að Syðra-Tungukosti nú Brúnarhlíð í Blöndudal og var þar heimili Þorgrims æ síðan til dauðadags, 15. ágúst siðastliðinn. Árið 1916 gekk Þorgrímur að eiga eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Björnsdttir. Sama ár hófu þau hjónin búskap á jörðinni og bjuggu þar þang- að til á siðastliðnu ári, er þau afheptu jörðina dóttur sinni og tengdasyni. Þorgrímur gerði þannig ekki víðreist um ævina. Dvalarstaðirnir urðu aðeins þrír, allir innan sömu sveitarinnar og handtök hans öll í > hálfa öld voru bundin ábýlisjörð hans og síðar eign afjörð, sem hann unni meira en nokkrum stað öðrum. Lengst af búskapartíma síns bjó Þorgrímur við kröpp kjör einyrkjans. Fjölskyldan yar stór, en þar við bættist að mikil og langvin veikmdi steðjuðu að hemilinu æ ofan í æ og var löngum ekki ein báran stök í því efni. Þrátt fyrir þröngan skó fjárhagslega og að öðru leyti löngum hinar erfiðustu að- stæður hóf Þorgrímur snemma á árum að bæta jörð sína. Túnið færðist út, hæg- 'úm en jöfnum skrefum og nú er töðufall margfallt við það, senf áður var. Þorgrímur var ekki einn þeirra manna, sem láta sér títt um skarpa spretti eða á- :;hlaup á vettvangi starfsins. En hann seig á. Elja hans var mikil og þrautseigja hans við vinnu var með ólíkindum, þar sem hann gekk löngum ■ekki heUl tU skógar. Um langt árabil var hann ferjumaður við dragferjuna á Blöndu. Það var oft erilsamt starf og bindandi, en löngum lítið í aðra hönd. Á þeim árum, þeg ar sleðaferðir að vetrinum voru enn tíðkaðar, mun Þor- grímur hafa farið fleiri slíkar ferðir en nokkur sveitunga hans um þá daga. Suma vet- urna, emkum á hörðu árun- um fyrir og um 1920 var hann í sleðaferðum fyrir sveitunga sína samfleytt svo vikum skipti. Lætur að líkum, að ýmsu hafi hann mætt mts- jöfnu í þessum ferðum, þótt aldrei hlekkttst honum á í þeim svo talið yrði. Hér sem endranær, fylgdi hann regl- unni, að fara sér að engu óðslega, en síga heldur á. Var ekki fyrir að synja, að sumir þeir, er geystara fóru úr hlaði kímdu stundum góðlátlega að rólegu ferðalagi Þorgríms. en ekki óku þeh hinir sömu æ- tíg vagni sínum jafn heilum heim að kvöldi sem hann. Þorgrímur var vinnuglaður maður. Hann leit ekki á vinn una, sem illa nauðsyn eða ó- hjákvæmilegt böl. Hitt var böl í hans augum, að verða fyrir aldur fram ófær til þess að njóta starfsgleðinnar i fullum mæli. Mér er fyrir minni vor eitt, fyrir mörgum árum, er við Þorgrímur unn- um saman í vegavinnu nokkr ar vikur. Að loknu dagsverk' í veginum tók hann sér oft skóflu í hönd og vann í eftir- vinnu að skurðgrefti í túni sínu. Og þá var hann jafnan glaðastur, er við hittumst að morgni, ef skurðmum hans hafði miðað vel kvöldið áður. Á síðustu eykt ævidags síns vann Þorgrimur þaö þrekvirki, að reisa nýtt og vandað íbúðarhús á jörð sinni, þá farinn maður að heilsu og kröftum. Ýmsir töldu þá, og enda ekki sízt hann sjálfur, að örðugur mundi honum reynast sá baggi, er hann þá lagði sér á herðar og vandséð, að hon- um tækist nokkru sinni að sjá fram úr þeim skuldum, er hnnn þá komst í. En einnig hér ók hann vagni sinum heilum heim. Sem fyrr var sagt seldi hann jörðina í hendur dóttur sinni og tengdasyni á sl. ári. Á jörð- inni hvíldi þá nokkur hluti byggingarkostnaðarins í við- ráðanlegu láni th langs tíma. í'yrir sl. áramót liafði hann svo greitt að fullu allar skuld ir sinar. Þannig auðnaðist þessum emyrkjabónda, sem lengst af ævinnar barðist í bökkum fjárhagslega, að koma í fram kvæmd óskadraumi sínum um nýtt íbúðarhús á jörð smni og að lifa þann dag, að hver eyrir hinnar síðustu skuldar var ítð fullu greiddur. „Það eru raunar aðeins peninga- skuldirnar, sem ég hefi borg- aö upp'1, sagði Þorgrímur v'ð mig skömmu fyrir andlát sitt. „Hinar skuldirnar allar, þakk lætisskuldirnar \dð samferða- mennina, verð ég víst að láta standa þangað til yfir um kemur“. Hann kunni vel að meta og raunar stundum I Ávarp 1. 9. 1955 Heiðruðu gestir! Ég veit varla, hve vel getur tekizt, að ávarpið sé hálfkveðin vísa, en vona þó hið bezta. Skáld- inu vefst jafnvel tunga um tönn, þött talan sé snjöll og ræðan sönn, að dómi hinna göfugustu gesta. Þýðlega handtakið þakka ég þeim, er nú hafa aukið minn veg. Það minnmga safnast í sjóði. Það gelur svo farið, að þið finnið það fyrr eða síðar, að stefnt er að markvissu marki, í ljóði Ég finn að þið komið af heil- um hug hingað og víkið þeim drunga á bug, er sextíu árin að mér stundum hlóðu. Svo tökum við nú lagið og látum okkur syngja þau ljóð, sem kæta, fjörga og yngja. Gerið þið svo vel og verði ykkur að góðu! Heiðruðu gestir! Ég veit varla hve vel getur tekizt, áð ávarpið sé hálfkveðin vísa, en vona r þó hið bezta. Skáldinu vefst jafnvel tunga um tönn þótt talan sé snjöll og ræðan sönn, að dómi hinna göfugustu gesta. Þýðlega handtakið þakka ég þeim, sem að nú hafa aukið minn veg. Það minninga safnast í sjóði. Það getur svo farið, að þið finnið það fyrr eða síðar, að stefnt er að markvissu marki — í ljóði. Ég finn að þið komið af heilum hug hingað, og víkið þeim drunga á bug, er sextíu árm að mér stundum hlóðu. Svo tökum við nú lagið og látum okkur syngja þau Ijóð, sem kæta, fjörga og yngja. Gerið þið svo vel og verði ykkur að góðu. Kr. Breiðdal. miklaði um of fyrir sér, ef honum hafði verið rétt njálp arhönd. Þegar þyngst var fyr ir fæti. en vísaði að öðru leyti þeim skuldum sinum, er hann svo nefndi, til endanlegrar af greiðslu lífsins sjálfs. Við slíkt uppgjör verður niður- staðan löngum önnur en sú, sem reiknuð er út með tölum. Skuldin, sem vig svo nefnd- um, e-r stnkuð út og getur jafnvel verið breytt í inn- stæðu. Þannig ætla ég að líf- ið muni gera upp skuldirnar. sem Þorgrímur í Brúarhlíð taldi sig hafa stofnað til í samskiptum við samferða- mennina á lífsleiðinni. J. T. ðholl starfsemi Tvenns konar öfl birtast alls staðar í hinni Þfandi náttúru. Þau, sem byggja líf ig upp, og hin, sem eyða því eða ríía það niður. En þegar mennirnir veroa þrælar eyð- ingaraflanna og rífa með þe'm niður líf og heilsu, þá er voðinn vís. Stundum heyrist fólk ræða um áfengið eins og saklaust leikfang. Það segir, ag öðrum komi það ekki við, þó aö vín sé haft um hönd, og helzt ætti að selja það i hverri búð. Þetta fólk segir eins og Kain: „Á ég að gæta bróður míns?“ Það segir, að sér komfc það ekki við, þó að heimili eyöi- leggist af áfengisnautn og börnin búi við léleg uppeldis skilyrði. Það segir, að sér sé sama, þó að bifreiðaslys verði vegna ölvunar við akstur. — Bara ef það fær staupið sitt. Og þetta fóik segir fleira. Það segir að bindindisstarf- semi g;eri ekkert gagn. Jafn- vel þótt það hafi ekki hug- mynd um þá starfsemi. í síðásta* blaði „Einingar" er mjög glöggt yÞrlit yfir hina ýmsu þætti bindindis- starfs hér á landi síðastliðið ár. Ég vil benda öllum á, sem þess eiga kost, að kynna sér þessar greinar vel og ég hygg að þá sannfærist menn um, að talsvert víðtækt bindind- isstarf fer fram hér á landi, og að það er nokkurs virði. Þarna skýrir Brynleifur Tobíasson frá alþjóðaþingi Góðtemplarareglunnar, sem fram fór í Bournemouth í Englandi í sumar. Sterkust er Reglan á Norðurlöndum og eiga Svíar flesta fulltrúa í framkvæmdanefnd hennar. Þá er þarna skýrt frá komu Svíans Karls Wennbergs hing að tú lands í vor, en hann var sendur af hátemplar til að kynna sér starf Reglunn- ar á Islandi. Skýrt er emnig frá stór- stúkuþinginu í Reykjavík í sumar. Regluboði hennar á starfsárinu var Guðm. G. Hagalin cg voru stofnaðar 7 stúkur á árinu og 3 endur- vaktar. í Régluuni eru alls um 10 þús. félagar, með fé- lögum barnastúknanna og ýmsar almennai stofnanir starfa á hennar vegum s, s. Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar, ®skulýðsheim- ili templara á Akureyri, Skála. túnsheimilið í Mosfellssveit og barnaheimilið að Jaðrú Af þessu starfi Reglunnar er þarna skýrt frá tveimur þáttum, sem eru bundnir vit æskun.i í landmu Það en námskéið ivrir börn og ungl- mga, sem haldin hafa verit að Jaðri í sumar, og hafa vei ið á þessum námskeiðum yf- ir 200 þátttakendur. Hitt er skýrsla um Æskulýðsheimil templara á Akureyri í vetui Voru þar haldm 6 verkleg námskéið og opið æskulýðs heimili fyrir unga fólkið. Hvort tveggja þetta e. merkíleg uppeldisstarfsemi. sem er þess verð, að henni et gaumur gefinn. Loks er í „Einingu“ skýrslí áfengisvarnaráðs s.l. ár. Þess. nýja starfsemi, sem komic hefir til liðs við bindindisfé- lögin í landinu, hefir faric vel af stað. Brynleifur Tobíac son, áfengismálaráðunautui íikisins, héfir sýnt mikinn öi ulleik í því að kveðja Þ. starfa áfengisvarnanefndii um land allt. Vonandi bsitt þær vSér fyrir betri samkomu menningu, er stundir líöa, er. nú á sér stað all víða un. land. Þá er í blaðinu skýrt tví námskeiði Bir.dindisfélags is lenzkra kennara frá í sumar En þetta félag og Bindindis- félag Ökumanna, sem stóð ac góðaksturskeppninni nýlega eru nýjar greinar á meið. bindindísmálsins og lofs bæði gcðu. E'nnig er 1 þessu sama blaði faheg og hiýleg kveðjc ti! isienzkra góðtemplara frá h'm.um góðkunna Vestur-ís- lendingi Rikharð Beck. Þá he.fi ég drepið á helzti. greinarnar úr þessu blað „Einingar.4 Og hvað sým bær? Þær sýna það, að rekir, er í landinu þróítmik’I binc indisstarfsemi og margir gót ir mcnn leggja þar hönd í. plóginn. Og ef Þtið er ta hins hver nautsvn er á sliku starf.. verða tæp.ega um það skipt- ar skoðanir. Biþ.dindishugsjónin er gön ul, en þó alitaf ný. Undii merki hennar hafa barizr margir beztu hugsjónamem.. mannkynsins. Og enn er þa: þcrí vaskra drengja. Eiríkur Sigutðsson I Kvennaskóiinn á Blöndósi | I: Kvennaskólinn á Blönduósi verður settur 1. október | | n. k. Nemendur komi daginn áður. Vegna forfalla | | geta nokkrir nemendur komist að. — Umsóknir séu j | sendar forstöðukonunni sem gefur allar nánari uppl. | F. h. skólanefndar, l 1 HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR. \ Afgreiðslustarf | Piltur eða vön stúlka óskast í matvörubúð. | KAUPFÉLAG KÓPAVOGS, Álfhólsveg 32. Sívii 82645. « Bezt að auglýsa í TÍMÁNUM h s

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.