Tíminn - 10.09.1955, Page 6

Tíminn - 10.09.1955, Page 6
6 TÍMINN, laugardaginn 10. september 1355. 204. blað. * GAMLA BIO I Ástmey sviharans (Beautyful Stranger) jSpennandi og skemmtileg, ný, | ensk sakamálakvikmynd. Aðalhlutverk: Glnger Regers. Stanley Baker, Jacques Bergarac. Sýnd kl. 5, 7 og 9. [Bönnuð börnum innan 12 ára. Eina nótt í nœturlífinu (Une nuit a Tabarin) Pjörug og fyndin frönsk gaman mynd með söngvum og dönsum hinna líísglöðu Parísarmeyja. | Jacqueline Gauthier, RO' bert Dhery, Denise Bose, Guy Lou og hópur stúlkna frá Tabar- in. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - [ Prönsk-Itölsk verðlaunamynd. — [Leikstjóri: H. G. Clouzot. Aðalhlutverk: Yves Montand, Charles Vanel, Véra Clousot. [Mj-ndin hefir ekki verið sýnd [áður hér á landi. — Danskur | skýringartexti. Sýnd kl. 5, 7 og 9.- NÝJA BÍÓ Siyur lœUnisins (People WUl Talk) _ Ágæt og prýðilega vel leikin, ný, liamerísk stórmynd um baráttu lsog sigur hins góða. Aðalhlutverk: Gary Grant, Jeanne Crain. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2. Hafnarfjarð- arbíó TSegrinn og götu- stúlkan Ný, áhrifamikil, ítölsk stórmynd. Aðalhlutverkið leikur hin þekkta ítalska kvikmynda- stjama: Carla Del Poggio, John Kitzmiller. Myndin var keypt til Danmerk- ur fyrir áeggjan danskra kvik- myndagagnrýnenda og hefir hvarvetna hlotið feikna aðsókn. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur texti. Bönnuð bömum. Sýnd kl. 7 og 9. Ragnar Jónsson hsestp.réttariö(ímað«jr ! Laugavegi R — Slml 7752 Lögírœðbstörf og eígnaumsýsla f AUSTURBÆJARBÍÓ Bróðurvíg (Along the Great Divide) Hörku spennandi og viðburða-j rík, ný, amerisk kvikmynd. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Virginia Mayo, John Agar, ■Walter Brennan. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. DELTA RHYTHM BOYS kl. 7 og 11,15. . HAFNARBÍÓ Sími 6444. ZJr d júpi gleymskunnar (The Woman with no name) Hrifandi og efnismikil ensk stór Charles, sem kom sem framhalds saga í Pamelie Journalen undir nafninu „Den lukkede Dðr" — Myndin var sýnd hér1 árlð 1952. Phyllis Calvert, r Edward Underdown. Sýnd kl. 7 og 9. Töfrasverðið (The Golden Biade) Spennandi og skemmtileg, ný, ævintýramynd í litum, tekin beint út úr hinum dásamlega ævintýraheimi þúsund og einnar nætur. Rock Hudson, Piper Laurie. Sýnd kl. 5. ItjarnÁrbVó Götuhomið (Street Corner) Afar spennandi og vel gerð brezk lögreglumynd, er sýnir m. a. þátt brezku kvenlögreglunnar í marg víslegu hjálparstarfi lögreglunn ar. Myndin er framúrskarandi sspennandi frá upphafi til enda. Aðalhlutverk: Anne Crawford, Peggy Cummins. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<[ TRIPOLI-BÍÓ TSúll átta fimmtán (08/15) IPrábær, ný, þýzk stormynd, er llýsir lífinu í þýzka hemum, Iskömmu fyrir síðustu heimsstyrj jöld. Myndin er gerð eftir met- jsölubðkinni „Asch liðþjálfi gerir Juppreisn" eftir Hans Hellmut IKirst, sem er byggð á sönnum Iviðburðum. — Mynd þessi sló jöll met í aðsókn I Þýzkalandi jsíðastliðið ár, og fáar myndir I hafa hlotið betri aðsókn og Jdóma á Norðurlöndum. Aðalhlutverk: Panl Biisiger, Joachlm Fuchsbergcr, Peter Carsten, Helen Vita. Sýnd kl. 5, 7 og 0. Bönnuð börnum. VOLTI R aflagnir afvélaverkstæði afvéla- og aftækjaviðgerðir I Norðurstíg 3 A. Sími 6458. J 1%?>*"*<*"»*>*"+01"**>m*0* »ti II MMWKHKKUKt** Opið ákærubréf (Framhald af 4. síðu). þyrfti ég að fá leyfið þegar í stað, en þeir héldu nú ekki. Ég, sem hafði með frekju heimtað afgreiðslu eftir allt of stuttan tíma, margir höfðu beðið ár og voru þó mjög prúðir, auk þess hafði ég sýnt þeim þann rudda- skap að kæra þá fyrir skipu lagsstjóra ríkisins. Út á það hefði ég fengið þá hefnd. að þeir hefðu skotið á v>nafundi í néfndinni og samþykkt að ég skyldi ekki fá byggingar- leyfi _ um ófyrirsjáanlegan tíma. Ég gat þess, að ég hefði ekki fengið bréflega tilkynn ingu um afgreiðslu þessa. Slíkt töldu þeir smámuni, er þeir hefðu ekki áhyggjur af. Síðan héldu þeir álappalegir að bíl sínum og var ekki laust við svip hins kúgaða á bak- hluta þeirra. En ég stóð eftir með helsærðar athafnir mín ar t4l lausnar húsnæðisvanda máli minu. Mér fataðist stefnan um stund og lét fall ast niður á stéin, örþreyttur eftir langan starfsdag, sem þó var létt áð bera,. en það, að vera barinn til jarðar með reglugerðarflækjum af reglu gerðarbrjótum og’ valdaníð- ingum, var lítt beranlegt og það syrti að í vitund minni og hin dramatísku geðhrif til finninganna þrýstu á hugs- unina, er safnaði saman til afgerandi lausnar hinnar hugrænu baráttu og hlut- ræns úrræðis þessum úrslit um. : 1 Hæstvirt félagsmálaráðu- neyti íslands! Hæstvirtur bæj arfógeti Kópavogshrepps! í nafni hins íslenzka persónu- réttar einstaklmgsins, látið tafarlaust fara fram réttar rannsókn á afgreíðsluháttum og meðferð byggingarmála minna hjá byggingarnefnd Kópavogshrepps. Þar næst leit ég yfir mitt hjartfólgna stöðvaða verk, og mælti hugrænt á hljóða tungu: Megi gæfa mín og fjöl skyldu minnar ásamt hinum göfugu verndarvættum lands vors, fá verndað oss og skyldu afhafnir vorar fyrir atlögum hinnar heiðnu valdaófreskju, er læðst hefir inn í vígi stjórn- og félagsmálalöggjaf ar vorrar, undir yfirskriftinni Bræðralag og jafnrétti til nytja á gæðum jarðar vorrar. Megi merkisberar hinnar kristnu kærleikshugsjónar, er nú sækja fram til atlögu við Vald lýginnar, fá sigur, og færa oss rétt vorn og frelsi til frjálsrar og félagslegrar at- hafnar, vegna vor sjálfra, niðja vorra og menningu hinn ar íslenzku þjóðar. Reykjavík, 2.9. 1955, Konráð Bjarnason. Hygginn bóndi tryggtr dráttarvél sína tfiif/ýóil í 7wa*w .. --- ~ J. M. Barrie: 3 .. ■ oi«j;cfcnfc PRESTURINN og tafarastúSkan varð svo mikið um, að hann riðaði v>ð í hnakknum, missti tökin á taumunum, en hesturinn herti sprettinn. V>ð sá- um, að hann horfði ’stöugt um öxl, unz hann hvarf úr aug sýn við næstu vegbeygju. Ég ef aldrei séð jafn mikla undr- un í andliti nokkur's manns. — Hann þekkti þig sagði ég við tatarastúlkuna og var nærri eins undrandi og McKenzie. — Jú, svaraði -hún kæruleysislega. Fleira fór ekki okkar á milli, þangað 131 við komum til Windyghoul og staðnæmd umst við kofann hennar Nanny. Hliðgrindin slóst tJl og frá í vindinum, en dyrnar að . húskofanum voru lokaðar. Enginn var heima. Babbie skalf af skelfingu, sem nú jókst um allan helming. — Við komumst áamt inn í húsið og Babbie benti á eld- stóna. — Hún hefir ekki verið heima í margar klukku- stundir, sagði hún. Eldurinn er löngu dauður. Skiljið þér ekki.... allir hafa héyrt um séra Dishart og eru farnir til Thrums. Það sama hélt'ég. Þá vissum v>ð ekki, að Sanders Webst- ers var látinn laús úr fangelsinu þennan dag og Nanny gamla hafði farið alla leið tú Tilliedrum til að h>tta hann. Babbie hné örmagna niður á stól. Ég veit ekk> hvort hún heyrði, er ég bað hana að bíða, unz ég kæmi til bakaj'Sw flýtti ég mér til Thrums, því að ég varð að vita alla mála- vöxtu áður en ég íæri t>l prestssetursins og færð Margréti sorgartíðindin. Gangan til þorpsins var ömúfloig. Er ég nálgaðist húsin í útjaðri þorpsins sá ég svartklæddan mann koma út úr einu þeirra. Ég þorði ekki að trúa mínum eigin augum, en mér sýndist þetta enginn annar vera en Gavin. — Líður yður betur núna, spurði Gavin. Hann hélt að ég hefði orðið skyndilega veikur og ég hefð1 reika til hans eftir aðstoð, vegna þess að hann var sá eini, sem þarna var á ferli. Og ég lét hann standa í þeirri trú. Ég var svo glaður að ég þakkaði guði hátt og í hljóði fyrir, að hann skyldi enn á lífi. Hann fylgdi mér upp í fjallshlíðina, þar sem enginn gat heyít á tal okkar. Þegar þangað kom, hafði ég að mestu náð mér aftur og gat sagt honum, hvers vegna ég hefði komið til Thrums. Ég þagði einungis um það, hvernig mér hefði borizt vit- neskjan um dauða hans. — McKenzie flengreið hingað alla leið frá Spittal af sömu ástæðu sagði Gavin. En það er enginn nema sekkja- pípublásarinn sjálfur, sem hefir orðið fyrir slysi. Hann sagði mér svo, hvernig kvitturinn um dauða sinn hefði komizt á kreik. Þér hafið heyrt, hvað gerðist á Spittal og að Campell fór þaðan óður af reiði. Þegar hann kom til Thrums var hann bæði þyrstur og ~mál að leysa frá skjóðunni. Margir vildu gefa honum í staupinu til að heyra frásögn hans af því sem gerðist á Spittal. Þegar hann var orðinn vel kennd- ur fór hann að ympra á því að hann vissi eitt og annað um brúði jarlsins. Þér þekkið Rob Dow? — Já, svaraði ég. Og ég veit lika, hvað þér hafið gert fyrir hann. - r — Fyúr nokkrum klukkustundum gekk égvframhjá.véit- ingahúsinu Uxinn. Heyrði' ég að Rob var þar inni og talaði hátt og reiðulega. Gekk ég því inn. Þar sátu þeir Rob og Campell og drukku. -Ég heyrði Rob segja: — Ef þér segið satt Hálendingur, þá er þetta einmitt stúlkan, sem hann hefir leitað að í meír^, en hálft ár. Hvernig lítur hún iiti1 Ég gat mér til að þeir væru að ræða um brúöi jarlsins, en Rob kom nú auga á mig og sagði við drykkjubróður sinn: — Segðu ekki fleira um hana, svo að presturinn heyri. En Campell var orðinh fullur og engu tauti við hann kom- andi. Ég vil einmitt segja prestinum frá henni, sagði hann. — Þú veizt ekki hvað þú gerlr, æpt Rob og sió Campell um leið á munnmn. Ég reyndi að ganga á milli þeirra, en hafði ekki annað upp úr því en að mér var varpað til jarðar. Samstundis hljóp einhver út úr veitingastofunni og æpti um leið: — Presturínn hefir verið drepinn. Og rétt á eftir var sagan orðin.á þá leið, að Campell hefði stungið núg með hníf. Nokkrum stundum siðar var það okkur Gavin báðum undrunarefni, hvað. við hefðum verið skilningssljóir, en þá, skildum við ekki hvers vegna Rob barði Hálendinginn, áður en honum ynnist tími til að segja sögu sína í áheyrn prests- ins. — Nú verð ég að flýta mér t>l bænasamkomu, þar sem biðja á fyrir regni, sagði Gavin. En áður en ég fer, langar mig að spyrja þig, hvers vegna orðrómurinn um dauða minn gerði yður svona áhyggjufullan? Ég svaraði þessari spurningu aldrei beint. Kvaðst vita, hversu Gavin legði sig fram v>ð starf sitt í sókninni og ég mæti það mikils. Loks námum vð staðar á stað þeim, þar sem ég hafði mætt þeim Babbie og honum. Við lásum hugsanir hvors annars. — Ég hef ekki séð hana síðan þetta kvöld. Hún. er gjör- samiega horfin, sagði Gavin. Hvað átti ég að segja? Ég vissi þó, að Babbie var ’.aöeins i mílufjarlægð og þráði ekkert heitara en að hitta hann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.