Tíminn - 20.09.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1955, Blaðsíða 5
812, blaff. TÍMINN, þriðjudaginn 20, september 1955. Þriðjud. 20. sept. Porkkala Sú fregn vekur að sjálf- sögðu mikla ánægju um öll Norðurlönd, að Rússar hafa ákveðið að afhenda Finnum aftur Porkkalaskagann hjá Helsmgfors, sem þeir neyddu Finna til í stríðslokin að leigja sér til 50 ára sem her- bækistöð. Þessi góða fregn kom ekki að öllu leyti á óvart. Fyrir 2—3 mánuðum byrjuðu finnsku blöðin að bera fram Jiógvær- ar óskir um það, að Rússar létu Porkkala af hendi. Þeir, sem þekkja til í Finnlandi, töídu ólíklegt, að finnsku blöð in hefðu farið as hreyfa þess- um óskum, nema þau gerðu sér nokkra von um fullnæg- ingu þeirra. Bæði í finnsku blöðunum og ýmsum öðrum blöðum var á það bent, að her stöð á Porkkala hefði mjög misst þýðingu sina vegna breyttra hernaðarlegrar tækni, enda hefði hún raunar aldrei haft annan hernaðar- legan túgang en að ögra Finn um. T. d. væri ólíklegt, að hún hefði þýðmgu í stórveldastyrj- öld, nema aðstæður allar ger- breyttust frá því, sem nú er. Hins vegar gæti her- og flota- stöð' Rússa í Petsamo haft meginþýðingu undir þeim kringumstæðum. Eftir seinustu styrjöld lögðu Rússar undir sig mikið af finnsku landi. Þeir tóku allt Kyrjálaeyði, ásamt stórborg- inni Viborg- Þá tóku þeir Petsamo og héraðið þar í kring. Við það misstu Finnar aðgang að íshafinu og Ianda- mæri Noregs og Sovétríkjanna urðu sameiginleg. Loks tóku Rússar svo Porkkalaskagann á leigu til 50 ára. Það er v>ssulega gleðilegt, að Finnar skuli nú heimta Porkkalaskagann aftur. Enn gleðilegra yrði þó það, ef áíramhald yrð> á þessu, og Rússar Iétu einnig Kyrjála- eíði og Petsamo. af hendi og Finnland fengi því aftur þau Iandamæri, er það hafði fýfir árás Rússa á það 1939. Einkum myndi það hafa mikil áhrif í kalda stríðinu, ef Rússar létu Petsamo af hendi, því að þar hafa þeir, einu herstöðina á ýinnsku landi ,er vestrænu þjóðirnar telja sér geta stafað hætta af. M. a. hafa Norðmenn mjög styrkt varnir sínar í Nórður-Noregi að undan- förnu og hefir það m. a. staf að af miklum viðbúnaði Rússa sehiustu misserin á Petsamosvæðinu. Við því er vart rétt að búast að Rússar láti þetta allt af hendi í einu. Hins ber engu síður að vænta, að afhending- Ú^.á Porkkala séu upphaf ann ars meira. Það er alveg óhætt að fullyrða, að afhending Porkkala hefði verið útilokuð meðan StaUn lifði. Óneitan- lega ber hún því vott um stefnubreytingu í Moskvu, þótt hennar þurfi enn að sjást gleggri merki og von- andi gerist það á fundi utan- ríkisráðherra fjórveldanna í Genf í næsta rnánuði- Skilyrði Rússa fyrir afhend Ingu Porkkala virðist aðallega hafa verið það, að framlengd ur yrði eitthvað breyttur samningur um vináttu ríkj- anna og gagnkvæma aðstoð, Thurgood Marshall Seiti lögfræðmgiu* svcrtingjasamtakamsa I Bandaríkjmmm hef Ir hann étt drýgstan þátt í afnámi aöskilnaöar milli hvífra og svartra harna í skólurn lanösins. Allt frá því að Abraham Lincoln hóf baráttu sína fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum, hafa svertingjar smám saman hlotið auk in réttindi þar í landi. í ýmsum borgum landsins mátti nú í september sjá þessa glögg dæmi. í Kansas City, Oklahoma og Charleston sátu nú hvít og svört börn í fyrsta sinn hlið við hlið á skólabekkjunum. Þetta er árangur- inn af tveimur dómum, sem hæsti- réttur Bandaríkjanna felldi 17. maí 1954 og 31. maí 1955, þar sem því var siegið föstu, að það væri brot á 14. grein stjórnarskrár Bandaríkjanna, að banna svörtum börnum setu í skólum hvítra manna. Það mannsnafn, sem alltaf hlýt- ur að verða tengt þessum ákvörð- unum hæstaréttar er Thurgood Marshall. Hann er lögfræðingur fyrir National Association for the Aðvancement of Colored People (skammstafað N.A.A.C.P.). Sjálfur iýsir hann því hóglátlega yfir, að þessi sigur sé ekki frekar sér að þakka en þúsundum annarra manna bæði hvítra og svartra. Sókn svertingjanna í Bandaríkjun- um til jafnréttis er ekki síður merki legt þjóðfélagshreyfing en ýmsar þær þjóðfélagsöldur og byltingar, sem eiga sér nú stað í Asíu, Afríku og Evrópu. En sá er munurinn, að þeim breytingum, sem í þessum heimsálfum hafa átt sér stað og eru að gerast, hefir verið komið i kring af byltingarforingjum og áróðursmönnum, en svertingjarnir í Bandaríkjunum hafa unnið sína sigra á lagalegum grundvelli ein- vörðungu, og þeirra foringi er venju iegur lögfræðingur. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er flókið skjal, sem samið var fyrir löngu síðan af heimspekilega sinn uðum stjórnmálamönnum, og þar við bætist, að ýmsar venjur og hefð ir hafa skapazt á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Það er því ekki heiglum hent að greina í frum- þætti þau lög, er gilda skuli, og vart á annarra færi en hálærðra lögspekinga. Og Thurgood Mars- hall er heilbrigður, samvizkusamur og hugkvæmur lögfræöingur, þó að kannske verði ekki sagt, að hann sé færasti lögfræðingur samtíðar Einnar. Nú eru lagaklækir og brögð ekki það, sem á riður fyrir stjórnarfars réttarfræðing að kunna. Hans hlut- verk er fyrst og fremst aö gæta þess, að stjórnarskráin staðni ekki í líflausum kennisetningum, Og Thurgood Marshall ber mikla virð- ingu fyrir stjómarskrá Bandaríkj- anna, en sú virðing hans stafar fyrst og fremst af umhyggju hans fyrir skjólstæðingum sínum, svert- ingjunum í Suðurríkjunum, sem hann telur, að ekki hafi enn notið þeirra réttinda, sem stjórnarskráin býður. Um leiðtoga Suðurríkja- svertingjanna hefir Marshall m. a. sagt: — Sú ógnun er ekki þekkt, sem þeir hafa ekki einhvern tíma orðið fyrir. Þeir hafa aldrei komizt út undan farginu. Ég held, aö ég myndi ekki þola að lifa lífi þeirra eina viku. Þeir hafa vanizt því að THURGOOD MARSHALL geta átt von á misþyrmingu og dauða á hverjum de:i á sama hátt og menn geta vanizt því að þá vanti aðra hendina. Thurgood Marshall er maður mik ill vexti. Hann er rúm sex fet á hæð og yfir tvö hundruð pund á þyngd, þó er hann léttúr á fæti. Rödd hans er breytileg, ýmist silki- blið eða rúm og rudda1eg, og það sama er um framgöngu hans að segja. Hann getur verið ruddalegur, en stundum er hann allt að því hátíðiegur. Hann er mjög tilfinn- ingaheitur og elskuleiki hans getur á einu augnabliki breytzt í ágengni Og mannleiki hans orðið minnis- ieysi, en slíkt stendur sjaldan lengi, því að kýmnigáfa hans færir hann alltaf að markinu. Starísdagur hans er tíðum lang- ur, sífelldir fund.ir, ráðstefnur og lögskýringar, og þegar kvöldar, hverfur hann heim í látlausa íbúð sína í Harlem, svertingjahverfinu á Manhattaney. Þar heldur hann áfram vinnu sinni, þrotlausum lestri, athugunum og skriftum oft iangt íram á nætur. Hann snæðir kvöldverð sinn á iitlum og ódýrum matsölustað í Harlem og þar taka honum allir opnum örmum. Ekki sérstaklega vegna þeirra réttarsigra, sem hann hefir unnið íyrir kynþátt sinn, heldur er hann þekktur sem maður, er kann endalausar, skemmtilegar sögur frá baðmullarekrum og slag boltaleikjum og gömlum körlum suður í Texas. Á sama hátt heilsa allir honum glaðlega, þegar hann gengur inn í hæstarétt, því að þar vita menn, að Thurgood Marshall er slyngur má’flutningsmaður og klókur lögskýrandi. Hann segir oft, að það sé mesti misskilningur, að negrarnir í Banda ríkjunum eigi nokkuð sameiginlegt með Afríkunegrunum, annað en að saga þeirra hefjist þar, og þá segir hann gjarnan sögu af langafa sín- um: „Auðugur plantekrueigandi í Bandaríkjunum fór eitt sinn til Afr.'ku til þess að skemmta. sér þar á villidýraveiðum og þar fékk hann svertingjastrák til þess að aka sér um á handvagni. Þegar hann hafði látið svertingjann draga sig um frumskógastica Afríku í nokkra mánuði, tók hann piltinn með sér til Ameríku, þar sem han lét nejr- ann vinna á búgarði sínum í Mary- land, og prturinn óx upp og varð : grannvaxinn og kraftalítill maður. Þá kom eigandinn til hans og sa. ði: — Þar sem þú ert liðónýtur og lat- ur, vil ég losna við þig, og ég skal segja þér, hvað þú mátt gera. Ef þú ierð frá mér, máttu verða frjáls Lan; afi minn sagði ekki orð. Bara eit á húsbónda sinn, tók saman löggur sínar og fluttist nokkrar •nílur burtu, þar sem hann síðan rafði ofan fyrir fjölskyidu sinni til dauðadags", Aíi hans fór aftur á móti í sigl- ’.ngar og kom heim sæmilega auð- uður maður og hafði þá orðið smekk 'yrir óperutónlist og Shakespeare- leikrit. Hann settist að í Baltimore og gerðist þar grænmetissali. Faðir Marshalls var þjónn í mat vagni hjá Baltimore & Ohio járn- brautarfélaginu, og Thurgood fékk íyrst vinnu, sem aðstoðarþjónn hjá þvi félagi. Þegar hann kvartaði undan því við yfirþjóninn, að buxurnar sínar væru oft stuttar, sagði sá: — Drengur minn, við eigum miklu hægara með að fá hæfilega stóran mann í þessar buxur en að fá hæfi legar buxur handa þér. Reyndu bara að láta þær síga svolítið nið- ur. — Auðvitað lét ég brækurnar síga, segir Marshal!. Móðir hans var kennari í Balti- more í 28 ár, og af þeim sökum var á fjölskylduna litið sem eins konar aðalsfólk meðal svertingj- anna, en sonur kennslukonunnar þótti heldur ódæll, og í hvert skipti, sem hann braut af sér, tók skóla- stjórinn hann niður í kjallara i skólahúsinu og hleypti honum ekki út fyrr en hann kunni utan að eina grein í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það varð fyrsta þekking þessa mál flytjanda á lögum lands síns. Síðan fór hann í Lincoln háskól ann í nánd við Chester í Pennsýl- vaniu. í þá tið var skólanum skipt í tvær deildir hvitra og svartra. Meðan hann var þarna i skólanum, hitti hann Buster Burey. Fyrst ákváðu þau að giftast fimm árum eftir að hann heíði lokið prófi, svo’ þremur árum og síðan tveimur. Endirinn varð sá, að þau giftust misseri áður en hann lauk pröfi. Þaðan fór Marshall í Howard .há skólann í Washington, þar eð ríkis- háskólinn í Maryland var honúm lokaður, og þaðan lauk hann lög- fræðiprófi. Árið 1936 tók hann að starfa fýrir N.A.A.C.P., og át-ti það’ einungis að vera til bráðabirgða, en þar vinhu? hann enn. Það kom í hans hlut að vera málílutningsmaður svért- ingjasamtakanna, þegar hæstirétt- ur felldi hinn sögulega úrskurð sinn um óréttmæti aðskilnaðar hvltra og svartra barna í -skólum. í því máli átti hann í höggiWið John W. Davis, einn kunnasta stj órnlagaf ræðing Band arik j ann a. í fáeinum setningum lýsti Thur- good Marshall afstöðu sinni til kyn þáttavandamálsins: — Mér skildist við umræðurnar hér í gær, að ef hvítt barn ætti að ganga í skóla með svörtum börn- en hann var gerður 1948 til 10 ára. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvaða breytingu Rússar kunna að krefjast. Ef til vill eru þær litlar eða eng- ar. Framlenging þessa samn- ings getur eigi að síður verið Rússum talsvert virði og vafa laust meiri en að halda Pork- kala í óþökk Finna. íslendingar taka fullan þátt í fögnuði Finna yfir því aö þeir fá nú Porkkala aftur. Jafnf. vænta íslendingar þess einlæg lega að batnandi samkomulag þjóðanna í heiminum leiði th þess, að Finnar fái aftur allt það land, sem ranglega var af þeim tekið í lok seinustu styrj- aldar. Rússar myndu hljóta af því mikin sóma. ef þeir létu Fina fá þessi lönd aftur. um t. d. í Virginia rii eða South Carolina ríki, þá myndi barnið missa einhvers. En allir vita, að þetta er ekki rétt. Ég hef horft á svört og hvít börn leika sér saman í þessum ríkjum. Þau eru saman í boltaleik og þau ganga- saman göt- una í skólann, en þegar þangað kemur eiga þau að fara sitt í hvert skólahúsið. Og þegar þau koma aít ur út, verða þau samferða heim og (Pramnald á 6. síðui. ________________________J Sáningin í vor og uppskeran í Iiaust Þessa dagana eru Iands- raenn sem óðast að bera í hlöð ur uppskeru verkfallanna f vetur er leið. Mun mörgum lítast hún ekki ósvipuð heyjun um, sem legið hafa úti í vot- viðrunum sunnan lands í allt smnar. En þau eru, sem kunn- ugt er, ekki lengur græn, held ur kolmórauð. Af þeim leggur fúalýkt, en ekki ilm gróand- ans. Þegar sáningin hófst undir verkstjórn kcmmúnista, virt- ust ýmsir gera sér vonir um, að haustverkin mundu verða með öðrum hætti, og hirtu þá, ekkert um veðurspár. En í sta8 sólskinsms, sem kommúnistar lofuðu, hafa stórrigningar dunið yfir. Dýrtíð flæðir á ný yfir landxð og sópar með sér því, sem menn héldu að þeir rnundu geta hirt í hlöðu fyrir s’g. Þannig hlaut þessi leikur líka að enda, og engum mun hafa verið það ljósara en kommúnistum. Enda réðu þe*r mestu í því pólitíska glæfra- spili, að nota þörf lægst laun- uðu verkamannanna til þess að hleypa af stað kauphækk- unarskriðu handa öllum stétt- um. Sú pólitík var utan og ofan við efnahagsgetu þjóðfé- lagsins, og því er nú kcmið sem komið er. En kommún>st ar ætla ekki að gera það enda sleppt í hræsni sinni og yfir- drepskap. Þegar öll kaup- gjalds- og verðlagsmál eru úr skorðum fyrir ábyrgðarlausar aðgerðir þeirra, belgja þeir sig út af vandlætingu yfir því, að bændur landsins skuli ekkl Ioka augunum fyrir vorverk- um forustumanna Alþýðusam bandsins. Ekki er hægt annað að sjá á málgögnum komm- únista en réttlætinu væri helzt þjónað með þvi nú, að kaupgjaldi bænda væri hald>ð í því sama og það var áður en verkföRin leystust, án til- Uts til þess, sem gerzt hefir siðan- Það skcrtir sem sé ekki, að nú sé rætt um afurðahækk unína, sem varð í bessari viku, í þeim tón, sem hún sé upphaf nýrrar dýrtíðaröldu, þegar staðreyndin er, að hækkun landbúnaðarvaranna er af- leiðíng þess, sem gerðist fyrr á árinu. Þannig ástunda kommúnistar enn þá íþrótt, að snúa við staðreyndum. Að- farirnar fyrr á þessu ári voru stríð gegn efnahagSkerfi þjóð arinnar, en ekki nejn jöfnun þjóðarteknanna. Og svo hefir nu farið í því stríði, eins og öílum öðrum eyðileggingar- styrjöldum, að heildin hefir tapað, einhverjir fáeinir spekulantar í pólitík og pen- ingum hafa e. t. v. auðgazt um stundarsakir á aukinni fá- íækt annarra. Þessir megindrættir i þróun efnahagsmálanna í sumar og haust voru nýlega dregnir fram í grein hér í blaðinú. Og voru kommúnistar sannar- Iega kallaðir t'I ábyrgðar fyrir skemmdarverk sín. En það var líka rætt um þá stað- reynd, sem öllum Iandsmönn- um mun vera Ijós, að ýmsir aðrir aðHar í þjóðfélaginu hafa reynt að noífæra sér upplausnarástandið og óviss- una í verðlagsmálum til að skara eld að sinni köku. Marg ar verðhækkanir hafa verið rökstuddar, cg eru eðlilegar og óumflýjanlegar eftir að hrundið var af stað kapp- hlaupinu í milli kaupgjalds og verðlags, en aðrar ekkk Undir þeini síðartöldu standa braskarar og spekúlantar i (Framhald á 6. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.