Alþýðublaðið - 13.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1927, Blaðsíða 2
ALPYÐuíbLáSjlÐ ALÞÝDUBLAÐIÐ | ! Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við * < Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. ► ! til kl. 7 siðd. ► < Skrifstofa á sama stað opin kl. ► ! 91/*—ÍO'/a krd. og kl. 8—9 síðd. { Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► ! (skriistofan). t ; Verðlag: Áskriitarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan t * í\ Rama hnsi Rftmn RÍmarV ► Sacco og Vanzetti. --- (Nl.) IV. Sacco og Vanzetti eru stjórn- leysingjar (anarkistar) að skoð- unum — ekki sameignarsinnar (kommunistar), eins og skeytin segja. Nú verður að gera ráð fyrir, að lesendur Alþýðublaðsins séu ekki svo þröngsýnir eða skyni skroppnir, að þeir undir eins setji þetta orð í samband við sprengikúlu”, morðrýtinga og ógn- arverk. Stjórnleysingjar eru ekkt verri en aðrir menn. Má þar t. d. benda áy að hinn ágæti vis- Trndamaður, rithöfundur og mann- vinur, Krapotkin fursti, var stjórn- leysingi. Sacco og Vanzetti eru báðár íheiðursmenn í hvívetr.a, sem aldreá fyrr höfðu verið í klóm lögreglunnar. Jú, einn blett hiöfðu þeir á skjöldum sínum, og sá blettur var auðvitað svartur í aug- um Ameríkumanna: Þeir höfðu báðir neitað að ganga í herþjón- ustu árið1 1917, þá er Bandaríkin steyptu sér út í styrjaldariðuna. Vanzetti hafði jafnvel gert tilraun til að komast út úr landinu — til Mexikó. Á því er engina vafi, að þeir menn, sem dæmdu þá félaga, höfðu á þeim pólitíska andúð- Á- standið í Ameríku á þeim árum var líka á þann veg, aði erfitt er að gera sér það í hugarlund. Ótt- inn og hatrið gegn öllu, sem að éinhverju leyti varð sett í sam- band við byltingahug eða „bolsi- visma' hafði heltekið þjóðina, svo að nærri stappaði vitfirringu. Æs- ingar stórblaðanna voru að gera fólkið vitlaust. Lögreglan fór hamförum og skeytti hvorki um skömm né heiður, lög eða rétt. Frankfurter prófessor nefnir mörg dæmi um hreinar og beinar lög- leysur áf hálfu lögreglunnar og færir fyrir því órækar skjallegar sannanir. Handtökur með þeim 'hætti, að skýlaus lagafyrirmæli voru fótum froðin, ósvífnar og ástæðulausar húsrannsóknir, eignanám og eignaspell, hervirki, misþyrmingar, ókvæðisorð — a!t var þetia svo að segja daglegt brauð. Jafnvel meðal 100"/<> Am- eríkumanna finnast margir, sem síðan hafa játað, að þeir beri kinnroða,fy ir þær óhæfur, er þá fóru fram. Hér .skal nefnt að eins eitt dæmi, sem stóð í nánu samðandi við réttarrannsóknina gegn Sar- co og Vanzetd. Stjórnleysingi einn, Salsedo að nafni, hafði ver- ið tekinn höndum og lokaður inni í klefa á 14. hæð í Park Row Building í New-York. Þar var hann béittur pyndingum og hon- um bannaðar allar bjargir, því að enginn vissi, hvar hann var niður kominn. Einhvern veginn tókst honum þó að koma bréfi til Vanzetti, sem hann þekti vel. Þar sagði hann frá höguni sín- urn og bað ufh hjálp. En þar var ekki hægt um vik. Og áður en honum kom nokkur hjálp, bar það til, að hann fanst einn morgun á gangstéttinni fyrir framan hús- íð, allur í einni kássu. Var sugt, að hann hefði stokkið út um glugga — frá 14. hæð. En hvort hann hefir ger¥ 'jiað sjálfur eða honum verið hjálpað til þess — 'CRh' það vita menn ekki ’ neitt. Vanzetti hafði í höndum sann- anir fyrir meðferðinni á Jressum manni og vlssi ef til vill meira en lögreglunni var þægilegt eða yfirvöldunum um gefið. I sliku andrúmslofti sem því, er nér að framan var reynt að lýsa, var að sjálfsögðu vandlifað. Ugg og óhug hlaut að' slá að hverjum- þeim, er hafði „hættu- legar“ skoðanir. Og engan skyldi það undra, þótt slíkum inönnum veittist örðugt að ná rétti sín- um. Sacco og Vanzetti voru meðal þessara manna. Vanzetti var auk þess , ,agitator“. Hann hafði eitt- hvað verið riðinn við verkföll og hann hélt stundum ræður á mann- fundum. Þegar þeir félagar voru hand- teknir, var Sacco með í vasanum ávarp, sem hljóðaði svo (nokkuð stytt): Þú hefir tekið þátt í styrjöld- um. Þú hefir þrælað fyrir auð- valdsherrana. Þú hefir flækst um mörg lönd. Hefir þú upp skorið ávöxt iðju þinnar? Hefir þú feng- ið nokkur sigurlaun? Er það þér hughreysting að minnast fortíð- arinnar? Bjtosir nútíðin við jiér ? Hefir ffamtíðin fyrirheit þér til hancla? Hefir þér tekist að finna nokkurn blett á þessari jörð, þar sem þú getur lifað lífinu svo sam- boðið sé mannlegri veru? Þessar spurningar verða teknar til með- ferðar af Bartolomes Vanzetti, sem ta’ar um efnið: Baráttan fyr- ir tilverunni . . . (tími og stað- ur). — Er það svo ólíklega til getið, að þetta skjal muni hafa haft svipuð áhrif á valdhaíana og hina virðulegu borgara í Massa- chusetts eins og rauð dula á mannýgt naut? Yfirleitt getur enginn vafi á því te-ikið', aö í þessu máli hafa réttvísi og póiitík fallist í faðina með innilegra hætti en menn eiga að venjast. Og er þá nokkuð sagt. Frankfurter prófessor telur jiað sannanlegt, að hjá mönrfum, er 'sátu í ábyrgðarmiklum stöðum og afskiíti höfðu af þessu mli, hafi fallið þau orð, að bezta ráðið til að losna við þessa pilta, væri að dæma þá fyrir ránmorðin. Við yfirheyrslurnar kom það einnig berlega í ljós, að- réttvís- inni var engu siður um það hug- að að fá að vita um stjórnmála- skoðanir þeirra félaga, heldur en um hugsanlega þátttöku þeirra i ódáðaverkinu. Sacco og Vanzetti vissu lengi rel ekkert hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir héidu, að þeir væru teknir fastir vegna skoðana sinna og pólitískrar starf- semi, en datt alls ekki í hug, að þeir væru sakaðir um morð. Frankfurter prófessor tilfærir langa kafla úr réttarbókunum, og verður ekki annað sagt, en að sumar spurningarnar séu alleiia- kennilegar og liggi nokkuð utan við má'ið. Hvað segja menn t. d. um spurningar eins og þessar: Ertu stjórnieysingi ? Ertu sam- eignarsinni? Hverjum augum lít- ur þú á stjórn Bandaríkjanna? Elskar þú þetta land? O. s. frv. Það var nú sök sér, þótt sækj- andi málsins væri ilívígur og ó- svífinn, héldi vitnum sínum í járnhörðum aga og hvetti með sterkum orðum dómnefndina til að gera skyldu sína og standa 'sameinaða (undirskilið: gegn út- lendum óróaseggjum). Hitt var verra, að sjálfur dómarinn hélt hreina og beina árásar- og æs- 'inga-ræðu, svo ósvífna og 'hneykslanrega, að ráðlegast hefir þótt að stinga henni undir stól og birta hana ekki í réttarbók- inni. Og mun það ráð hvergi hafa verið upp tekið fyrr en þarna í Massachusetts. Sacco- ;Og Vanzetti-máiið er orðið það stórmál, sem allur sið- aður heirnur iætur sig varða. Um víða veröld biða- menn úrslitanna meö öndina í hájsinum. Hér er ekki lengur um það að ræða, hVerjar stjórnmálaskoðanir eigi rétt á sér og hverjar ekki. Hér er teflt um þaö, hvort áfram skuli haidið torsótta braut siðfágunar og mannþroska eða hvort aftur skuli horfið til grímu'ausrar villi- mensku. Alt, sem til er af rétt- lætis- og mannúðar-anda á þess- ari jörð, hlýtur að komast í upp- nám yfir þeirri óhæfu, sem hér er verið að fremja. Það sýnir sig líka, að gremju- aldan rís hærra og hærra. Mót- mælahreyfingin magr.ast með degi hverjum. Verkamenn og jafnaðar- menn þjóðanna eru meginþung- inn í hreyfingunni, eins og rétt er og sjálfsagt. En þeir eru drengilega studdir af öllum rétt- sýnum mönnum. Og vel má segja Ameríku það til hróss, að þar er h~eyfingin hvað öflugust, ekki einungis meðal stéttarbræðra þeirra fé'aga, heldur annara líka, einkum mentamarma. Prófessorar, prestar og riihöfundar fylla óö- um þann fiokk, er krefst réttlæt- is í þessu máli. Jafnvel eitt af stórblöbunum — íhaldsb'.aðið „Boston Herald", sem lengi fylti flokk hinna gjammandi og glefs- andi varga, — hefir nú iðrast fólsku sinnar og talar máli rétt- arins. Víða um lönd hafa verið skip- aðar nefndir til að koma skipu- iagi á hreyfinguna og gangast fyrir framkvæmdum. Sacco- og Vanzetti-nefndin sænska sendi í vor Georg Branting lögmann vestur um haf til aö kynna sér málið. Hann dvaidi vestra mán- aðartíma, rannsakaði öll málsskjöl þau, er hann gat náÖ í, átti tal við flest aðalvitnin í málinu og heimsótti fangana margsinnis í klefum þeirra. Segir hann, að þeir hafi gefið upp alla von. Þeir eru beygÖir og daprir af 6 ára bið eftir dauðanum, en bíða hans þó enn með karlmannlégii ró. Nýlega voru þeir fluttir úr fangelsi því, er geyrnt heíir þá íundan farin ár, í arinað dimmra og að öliu óvistlegra. Telja marg- ir það tákn þcss, að úti sé um þá. Fyrir nokkrum dögum hættu þeir að neyta matar. Þetta, að 'sveita sig, er síðasta úrræðið, sem þeir grípa til. Þeir vilja ekki deyja án þess, að neyta síðustu orku til að mótmæla ranglætinu. Og það gera þeir á þenna hátt. Branting lögmaður endar grein, er hann skrifaði um þá nýlega, á þessa ieið: Sacco og Vanzetti eru saklaus- ir. Þeir hafa hvergi komið nærri glæpum þeim, sem þeir eru bún- ir að þjá'St svo mikið fyrir. Ég vil hrópa þetta út með allri þeirri orku, sem ég á til — sannfærður scm inaður og sem lögfræðingur,. eftir að hafa sjálfur rannsakað málið. Þeir voru dæmdir til dauða. af r-étti, sem var háðung gegn öllu réttarfari, og forhert þrjózka hefir hingað til virt að vettugi sanngjarnar kröfur um nýja rétt- arrannsókn. Á iandsstjóranum, Allan T. Fulles í Boston — hann er milljónamæringur og stórat- vinnnurekandi og af sumum tal- inn bezti Iandsstjórinn, sem Mas- sachusetts hefir áti — á honum hvílir ábyrgðin. Hann hlýtur að vita það, að Sacco og Vanzetti hafa verið hlutdrægni beittir af dómstólnum og að sckt þeirra er ekki sönnuð. Hvað gerir harni: svo? Hvað gerir þessi maður, sem nú hefir sæmd Bandaríkjanna í hendi sér? Á ákvörðun hans mun hgimuimn krefja Bandaríkin á- byrgðar og það roeð réttu. Hvað gerir hann? Er það hugsaniegt,. að hann veiji pólitík — sam- vizkulausa, skammsýna askloks- pólitík — í stað réttvísi? Alian T. Fulier í Boston — milljónamæringur og stóratvinnu- rekandi, bezti iandsátjódnn, sem farið hofir með völd í Massa- chusetts — hann hefir svarað síð- an Branting skrifaði þetta. Hann valdi pólitík’na. (Greinin var skrifuÖ áður en skeyti þau komu, sem birt eru i blaðinu í dag.) /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.