Alþýðublaðið - 13.08.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kýkomíð) Golftreyjur (silki) Svuntur á fullorðna 5. og börn. Kaffidúkar og margt fleira. | Matthildur Bjornsdóttir, Laugavegi 23. s I m f Landakotskirkju og Spítalakirk]- lunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. há-i messa. — í Sj'ómannastofunni kl. 6 e. m. guÖspjónusta. Allir vel- komnir. — í Hjálpræðishernum samkomur kl. 11 f. m. og 8V2 e. m. og sunnudagaskóli kl. 2. Þenna dag árið 1871 fæddist Karl P. A. F. Liebknecht. Sextugur ■er í dag skozki málfræðingur- inn og íslandsvinurinn William Al-exander Cráigie. Niels Bukh. Undirbúningur er hafinn undir komu hins fræga fimleikakennara, hæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu jiar, sein hann ætlar að halda sýningar. Áttræður verður á morgun Hafliði Magn-" ússon, sem búið hefir yfir 40 ár á Hrauni í Grindavík og var þar formaður á íimta tug vetrarver- tíða. Hann er bókhneigður mað- ur og glaðvær. Nú dvelur hann þar hjá syni sínum. Dóttursonur ■'Hafliða, Konráð Áinason, ungur bóndi í Grindavík, er eindregihn Alþýðuflokksmaður. Cfeiigi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 122 07 100 kr. sænskar '.... — 122,32 100 kr. norskar . . . . — 118,41 Dollar..................— 4,56',2 100 frankar franskir. , . — 18,07 100 gyllini hollenzk . . — 182,99 100 gulimfi''k Dýzk. . . — 108,40 Skemtiferð fer s'túkan ,,Verðandi“ á morg- un suður á Svartsengisilatir, sem eru við Þorbjörn eða Þorbjarn- arfell, spöikorn í norður frá Grindavík. Síðasti spölur vegar- :ins pangað er einhver alirabezti vegur landsins, gegn um lllti- hraun. Eigi kemur mönnum sanian um, hvort grasflatir þær, er ferö- inni er heitið til, heita upphaflrga Svartsengi, kendar við mann, er Svartur hafi heitið, og sagt er, að átt hafi heima á Hrauni i Grindavik, eða að nafnið eigi við íjalliö norðaustan við Þorbjörn, og heiti það Svartshengi, sökum dökkleitu klettanna í því. — Af Svartsengisflötum er stutt að Alilr ætt11 aH brunatryggja - strax! Norðisk Brandforsikriuu 1.1. býður lægstu fáanlegu iðgjöld og fljóta afgieiðslu. Sími 569. Aðalamboð Vesturgötu 7. Pósthólf 1013. ganga upp á Þorbjörn. 1 honum er hin nafnkunna Þjófagjá. Af Þorbirni er víðsýnt. Þaðan má m. a. eygja húsaþyrpinguna hér í Reykjavík. Og nágrenni hans miun mörgum finnast einkennilegt. Gamalmannaskemtun verður a morgun, eT veður leyfTr, á túni , etlíheimilisins Grundar. Til skemtunar verður söngur, ypplestur og ræðuhöUl. Gamla fólkinu verður veitt kaffi. Skemtunin b.yrjar kl. 1 e. h Ósk- að er, að þau gamalmenni, sem iíru svo hress að geta komið að- stoðarlaust, geri það, því að fá- ,ar bifreiöar verða til taks, en elíihrumt og farlama fólk verð- ur sótt heim, ef látið er vita um það í simum 1414, hjá Þorkatli C.lementz, 1080, á Grund, eða 236, hjá Sigurbirni Á. Gíslasyni í Ási. Jafnaðarmannafundur á Þing- völlum. Jafnaðarmannafélagið (gamla) gen’gst fyrir því, að haklinn verði jafnaðarmannafundur á Þingvölium anr.an sunnudag. Far- gjalcl fram og aftur mun v. rða einar fjórar krónur og fimmtíu aurar. AJlir jafnaðarmenn vel- kommr.. Nánar um förina verður augiýst hér í blaðinu á mi^viku- (kicjinn. Munið að taka eftir aug- lýsingunni. Fél-igi. Prestkosning til Mosfellskalls í Kjósarsýslu íer fram á morgun. Kosið verður á kirkjustöðunum i prestakallinu. Séra Björn Stefánsson á Auðkúlu hefir tekið aftur umsókn sína, og er séra Hálfdan Helgason því einn í kjöri. Togararnir. „Menja“ fór á veiðar í gær- kveldi. -Skipafréttir. „Skaftfellingur" fór í austurtferð í gærkveldi. ,,Union“, fiskiúr- gangstökuskipið', kom hingað aft- ur í gærkveldi sökum bilúinjar. ,„Bri arfoss“ fer Ivéðau annað kvöld kl. 6 vestur og norður um iand og þaðan utan. ,,ísland“ er væntanlegt hingað amíað kvöld úr Akureyrarförinni. ísiendingasundið er merkasta sundmót, er fer fram hér árlega. Það hefif lengst tíðkast, alt frá 1911. Nú. á það að fara fram ó rnorgun kl. 4 síðdegis. Er mér sagt, að vel sé til þess vandað að þessu sinni og mörg skemtileg sund fari fram um ieið. Sundíþróttinni lvefir fleygt fram hér nú á síðustu ár- um og veldur því sérstaklega sá almenni og sterki áhugi, er rnenn hafa fyrir þessari fögru íþrótt. Það er því ekki h.ætt við öðru en að það verði fjölmenni, er horfir á Islendingasundið að þessu slnni.-Ög ekki mun það draga úr, að nokkrar ungar og fagrar meyj- ar munu ætla að sýna dýfingar og ýmis konar sundleikni. Eru það nemendur ungfrú íngibjarg- ar Brands. Hún slasaðist fyrir nokkru og stjórnar því frú Lilla Möller fyrir hennar hönd. Ungfrú Ingibjörg mun hafa kent sund hér í. bærnim í samfieytt tuttugu ár. Hún hefir gegnt því starfi af stökum dugnaði og elju, og á hún sinn ósvikna þátt í þeirri vakningu sundíþróttarinnar, sem nú stendur yfir og meðal annars lýsir sér í þvf, að hópur ungra kvenna tekur nú orðið þátt í hverju sundmöti. - Allir út í eyju á morgun tii að horfa á sundléikni æskulýðsins. héðan úr bænum. Á annan hátt verður ekki betur launað margra ára erfiði til að vinna . þe.ssari fögru og hoilu íþrótt gengi. S’indvinur. Leiðreítting I greininni í gær um Sacco og Vanzetti, 2. d.., 24. I. a. n., átti að standa: Vitnin sum þóttust þekkja menn úr flokknum, en ekki: Vitnin, sém. Veðrið. ■ Hiti 10—5 stjg. Stinningskaldi við Breiöafjörð. Amiars staðar lygnara. Regnsltúrir sums staðar á Suður- og Vestur-landi. Þurt annars staðar D.álitil loftvægis- lægð yfir Suðurlandi á leið til suövesturs, en hæð yfir Græn- landi. Útlit: Hér um slóðir norð- austlæg átt, úrkomulítið, og hér verðfjr senni'ega al'gott veður á morgun. Víða um land rignir nokkuð, einkum á Norðurlandi og Austfjörðum. Við Breiðafjörð verour allhvast. Skemtiför „Fáks“ á morguu. Alþýðublaðið hefir verið beðið að minna þá á, sem þátt ætla að taka í skamtiförinni á morg- un, aö þeir eigi að mæta kl. Ð'/e .tjarnarmegin við Bárnaskólann, og að lagt verði af stað kl. 10, hvernig sem veður verður. En eft- ir spádómum Veðurstofunnar að dæma, þarf yarla að efast urn þaö, að gott verði veður. Eins og áður er getið, er svo til æílast, að Hafníirðingar mæti- Reykvíkingum á skeiðveliinum. Og má búast við fjöimenni úr Hús jafnan til sölu. Hás tckin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11, Heima 10—12 og 5—7. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fastéigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Verzlíö viö Vikar! Þaö veröur notadr#gst Agæiai’ íiýjar rófur og nýj- ar islenzkar kartöfiur fást i verzl- un Þórðar frá Hjalia. Rjómi fæst allan daginn í Ai- þýðubrauðgerðinn. Hafnarfirði, þvi mikill viðbúnaður hefir verið Jrar til að ná í hesta. Skemtifarir eins og þessar, sem „Fákur“ stofnar nú til, hafa alt af nokkurn kostnað í för með sér. Og ætlar því félagið að selja merki í förinni, er kosta 1 krónu, og mun enginn þátttakandi láta sig rnuna um að kaupa það. En gott væri, að hver hefði með sér afskamtaða peninga, því ekki mun reynast þægilegt að fá peningun- um skift uppi hjá Lyklafeili, þö þar sé eflaust margt góðra vætta enn. Skemtilegast væri, að fararmenn héldu sem rnest hópinn, einkum þegar fárið er upp úr bænurn. Er mikið kömið undir þátttakendum sjálfum, hvort gott skipulag verð- ur á samreiðinni eða ekki, og hve mikill skenitun verður að henni. En fararstjórinn á þar og mikinn hlut að máli. Og verða menn að beygja sig undir fyrirskipanir hans og leiðsögn um al'a sambeldni og til- högun. Enginn efi er á því, að í góðu veðri verður þetta hin skemtileg- asta för. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Halibjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.