Tíminn - 25.09.1955, Side 6
6
217. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 25. september 1955.
ÞJÓDLEIKHÖSID
Er á meffan er "
Gamanleikur í þrem þáttum
Sýning í kvöld kl. 20.00.
Nœsta sýning fimmtudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
GAMLA BÍÓ
Bess litla
(Young Bess)
Heimsfræg söguleg MGM-stór-
mynd í litum — hrífandi lýsing
á æsku Elísabethar X. Englands-
drottningar.
Sýnd kl. 7 og 9.
Músíhpráfessorinn
Með Danny Kaye og frægustu
jazzleikurum heimsins.
Sýnd kl. 2.
Sala hefst kl. 2.
Þau hittust á
Trinidad
(Affair in Trinidad)
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Cruisin dotvn
the river
Bráðskemmtileg scngva- og gam
anmynd í litum með hinum vin
sælu amerísku dægurlagasöngv-
urum:
Billy Daniels,
Dick Haymes,
Audrey Totter.
Sýnd kl. 6.
Tígrisstálhan
Geysi spennandi frumskóga-
mynd með
Johnny Weissmuller.
Sýnd kl. 3.
BÆJARBIO
HAFNARFIRÐI -
Sýnd kl. 7 og 9.
Töfrasverðið
Spennandi og skemmtileg ný
ævintýramynd tekin úr ævin-
I týraheimi Þúsund og einnar næt
I ur.
Töfrasverðið
Sýnd kl. 3 og 5.
NÝJA BÍO
Drottnin
sfárœningfanna
(Anne of the Indles)
Mjög spennandi og viðburða-
hröð, ný, amerísk litmynd byggð
á sögulegum heimildum um
hrikalegt og æfintýraríkt líf
sjóræningjadrottningarinnar
Önnu frá Vestur-Indíum.
Aðalhlutverk:
Jean Petcrs,
Louis Jourdan,
1 Debra Paget.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJARBÍÓ*
Kona handa pahba
(Vater braucht eine Frau)
Mjög skemmtileg og hugnæm,
ný, þýzk kvikmynd. Danskur
skýringartexti.
Aðalhlutverk:
Dieter Borsche,
ÍButh Leuwerik.
(Léku bæði í „Freisting læknls-
ins“.)
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 2.
HAFNARBIO
Síml 6144.
Hrahfalla-
bálharnir
Ný Abbott og Costello-mynd:
(A og C meet dr. JekyU og
mr. Hyde)
Afbragðs skemmtileg ný amer-j
ísk gamanmynd, með uppáhalds
leikurum allra og hefir þeim
sjaldan tekizt betur upp. — Eng
inn sleppir því tækifæri að sjá
nýja gamanmynd með
Bud Abbott,
Lou Costello.
Bönnuð bömum innan 12 ára,
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Teihnimyndasafn
10 afbragðs teiknimyndir með
„Villa spætu“ o. fl. ásamt spreng
hlægilegum skopmyndum.
Sýnd aðeins í dag kl. 3.
TJARNARBÍÓ
Sabrína
byggð á leikritinu Sabrína Fafr
sem gekk mánuðum saman á
Broadway. Sabrína er myndin,
sem allir verða að sjá.
Aðalhlutverk:
Audrey Heburn,
Humphrey Bogart.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Aldrei shal ég
gleyma þér
' (Act of Love)
Frábær, ný, frönsk-amerísk stór
mynd, er lýsir ástum og örlög-
um amerísks hermanns, er ger-
ist liðhlaupi f París, og heim-
ilislausrar franskrar stúlku. —
Myndin er að öllu leyti tekin
í París, undír stjórn hins fræga
leikstjóra Anatole Litvak.
■ Aðalhlutverk:
■ Kirk Douglas,
j Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Allt í lagi IVerá
Barnasýning ki. 3.
Aðgöngumiðasala frá kl. 1.
[>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ i
Hafnarfjarö-
arbíó
Sveitastálhan
Ný amerísk stórmynd í sérflokki
Mynd þessi hefir hvarvetna hlot
ið gífurlega aðsókn, enda er hún
talin í tölu beztu kvikmynda,
sm framleiddar hafa vrið, og
hefir hlotið fjölda vrðlauna. —
Fyrir leik sinn í myndinni var
Bing Crosby tilnfndur bezti lik
ari ársins og Grace Kelly bzta
leikkona ársins, myndin sjálf
bzta kvikmynd ársins og leik-
stjórinn, George Seaton, bezti
leikstjóri ársins.
Aðalhlutverk:
Bing Crosby,
Grace Kelly,
William Holden.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Þetta er mynd, sem allir þurfa
að sjá.
Sýnd kl. 3.
íslendiiigaþættir
(Framhald af 3. siðu).
vert. Slíkum vinum er líka
bezt að treysta.
Sigurjón læknir mun hafa
verið mjög tilfinningaríkur
maður og viðkvæmur. Þótt
hann dyldi bað, og virtist í
fljótu bragði Wð gagnstæða.
Og það hygg ég mála sann-
ast, að vanstilling sú, er ég
tel að stundum hafi komið
fram við iæknisstörf hans,
hafi verið sprottin af því, að
hann hafi orðið að brynja
sig hörku, svo viðkvæmnin
brytist ekki út. Því það má
staðhæfa, að vart mundi
annar hafa komist nær
mönnum og vera betri hugg
ari á raunastundum en Sig-
urjón læknir var, ef hann
beitti bví og það gerði hann
oft. Það mun þá líka ótaUnn
sá peningur, er hann gaf fá
tækum í sambandi við lækn
íshjálp, en lagði við bann að
getið væri. Þetta fundu menn
og geymdu í þakklæti. Það
er þetta framar öllu öðru, er
sveimar yfir minningunum
um Sigurjón lækni og lýsti
honum bezt eins og hann
raunverulega var innst inni.
Sigurjón læknir lét sveita-
mál og landsmál til sín taka,
var jafnvel í framboði tú A1
þingis fyrir Sjálfstæðisflokk
inn eitt sinn Hann var mjög
skeleggur bardagamaður,
skapheitur í orðasennum, rök
fimur og rennandi mælskur.
Hann bar hvergi kápuna á
báðum öxlum, þorði að
standa og falla með þeim mál
stað, er hann hafði kosið sér,
eftir því sem efni stóðu til.
Heigulsháttur, andleg leti og
yfirdrepskapur voru honum
viðurstyggð.
Sigurjón mun hafa skrifað
allmikið um læknisfræðileg
efni, og ýmislegt annað, og
ber það allt höfundinum lof
samlegt vitni, enda munu rit
störf og fræðimennska hafa
verið honum hugleiknust, þó
aðstæður leyfðu honum tak-
markaðar stundir til slíkrar
iðju. Var slíkt skaði, því Sig-
urjón mun hafa átt flesta
kosti vísindamannsins.
Sigurjón læknir gerðist
SvarfdæÞngur af beztu gerð.
Hann unni sveitinni og var
óspar á að vinna henni eftir
því, sem tími frá læknisstörf
um leyfði. Öll þau störf leysti
hann af hendi með þeim ágæt
um að á betra varð ekki á-
kosið.
Svarfdæhngar telja líka
læknishjónin frá Árgerði og
börn þeirra tU Svarfdæla
þótt þau hjón væru aðflutt
og þrjú eldri börn þeirra ekki
fædd í Svarfaðardal.
Svarfdælingar þakka Sigur
jóni lækni komu hans í Svarf
aðardal. Þakka honum störf
hans og vináttu. Þakka hon-
um áhuga hans fyrir fram-
gangi sveit'.'rinnar og bað að
hann vildi vera í þeirra hópi,
vera Svarfdælingur, lifa þar
og starfa.
Hlýr vinahugur og virðing
Svarfdælinga fylgir honum
því út í hina miklu óvissu
dauðans.
Tjörn, 18. september 1955
Þór. Kr. Eldjárn.
I VOLTI I
R
aflagnir
afvélaverkstæði I
afvéla- og
aftækjaviðgerðir f
í Norðurstíg 3 A. Sími 6458.1
i ;
aimiiiiiiimiiiumiiiimiiimiHiiiiiiiuiiiiiiimiimiiiiiii
J. M. Barrie:
50.
ESTURINN
og tatarastúlkan
bara á hattinn, sneri hún sér að þér og þú sagðir: — Var
það svarti hundurinh, pabbi?
—• Já, Gavin, Jra. skildi hún hvað fyrir hafði komið. Ég stóð
þarna og sá hang verða gamla og elligráa fyrir augum mér
á örskammri stúndu. Á þessu augnabliki hvarf öll lífsgleði
hennar og æskuroð'inn af vöngum hennar.
— Hann er kominn, hvíslaði hún.
Ég sagði henni, hvað ég hafði séð og bað hana enn að koma
með mér, en hún neitaði.
— Margrét, sagði ég. — Ég er þó faðir barnsins þíns.
— Adam er m'áðurinn minn, svaraði hún og lagði hendur
um háls mér. Miklu fleira sögðum við ekki. Við sátum við
eldinn og biðum komu hans, en þú lékst þér á gólfinu. Klukk-
an sló tíu og ekkert hljóð heyrðist nema gjálfrið i öldunum
við ströndina. Énn leið góð stund, unz Margrét rak upp
sárt vein, en þú hljópst og faldir þig bak við hana.
— Ég veit hváð þetta er, sagðir þú, það er maöur sem
slær öskuna úr pípunni sinni á hælnum á skónum sínum.
Svo ýtti hundurinn opnum dyrunum og Adam gekk inn.
Hann brosti fleðulega og var auðsjáanlega nokkuð drukk-
inn. Áður en ég fengi nokkuð aðgert hafði hann þrifið utan
um Margréti og kysst hana.
—* Hugsa sér, að ég skuli vera kominn heim aftur — svo
ætlar bara að líðá yfir hana. Ja, þetta kvenfólk, sagði hann.
— Við héldum, að þú værir dáinn, Adam, sagði hún, er
hún hafði jafnað sig.
— Ekki aldeilis sýáraði hann. Ég er við beztu heilsu.
— Hvar hefurðu verið allan þennan tíma? spurði ég
hörkulega. ;
— Þú þarft ekki að vera svona hræðslulegur á svipinn,
maður. Ég ber engan kala til þín fyrir það, sem þú hefir gert.
Ég fékk að heyra alla söguna um ykkur strax og ég sté hér
á land. _
— Þú skrifaðir mér ekki í eitt einasta skipti, sagði Margrét.
— Ég hef aldrei verið fyrir skriftir og hér er nokkuð, sem
er meira virði en þúsundir bréfa. Með þessum orðum slengdi
hann tveim smápokum fullum af gullpeningum á borðið.
Glingrið í þeim kom þér til að gægjast fram undan pilsum
móður þinnar.
— Nei, hver er. þetta? hrópaði Adam.
— Ég á hann, sagði ég. Komdu hérna, Gavin. En móðir
þín hélt þér kyrrum.
— Hvernig í fjandanum eigum við að fara aö þessu, taut-:
aði Adam og klóráði sér í hnakkanum. Svo sló hann á læriö.
— Nú veit ég það. Við skulum kasta um hann.
Hann tók upp hnífinn, sem nú liggur þarna í skrifboröinu,
spýtti öðrum megin á blaðið og kastaði honum svo upp í
loftið. Svo tók hann fram, að ef þessi hlið kæmi upp, þá
væri „hvolpurinn“ hans eign, en annars mín. Hann vann.
Svo gaf hann þér hnífinn og sagði þér að minnast þess fram-
vegis, að þú hefðir eignast nýjan föður.
Ég fór leiðar minnar og hef aldrei séð Margréti síðan,
fyrr en daginn, séni hún kom til Thrums með þér. En þig
sá ég aftur nokkrum dögum eftir að Adam kom heim. Ég
var í skólanum aö láta niður bækurnar mínar, en þú lékst
þér úti á balanum. Ég spurði, hvernig móður þinni liði og
þú sagðir: — Hún vill ekki fara út fyrr en þú ert farinn og
faðir minn ætlar að kaupa sér bát.
— Það er ég, sem er pabbi þinn, sagði ég. En þú svaraöir
og virÞst trúa því, sehi þú sagðir eins og nýju neti;
—• Þú ert ekki lifándi, mig dreymdi bara um b'g og ég
hefi lofað mömmu "0- láta mig ekki dreyma um þig aftur.
— Nafnið þitt er Gavin Ogilvy, sagöi ég.
-— Nei, svaraðir þú, ég hef fengið nýtt nafn líka. Mamma
segir, að ég eigi að heita Gavin Dishart. Hún sagSi líka, að
ég skyldi henda hnífnum, sem ég fékk frá pabba, en það
hef ég ekki gert, svo að þú mátt fá hann.
— Já, láttu mig fá hann, sagði ég, því að mér bjó ekki
gott i huga. Þannig eignaðist ég hnífinn. Skömmu síðar
flutti ég hingað, fannst það hæfilegur staður til að lifa
því sem eftir kýnni aS vera af mínu eyðilagða lífi.
— Þú hefir liðið mikið, faðir minn, sagði hann lágt. En
ég held, að þú h&fir rangt fyrir þér um tilfinningar mömmu
í þinn garð. Auðvitað gat hún aðeins hugsað um þig með
sorg í huga, unz. Adam Dishart var látinn, en eftir þa'S....
— Eftir dauða hans flutti hún frá Harvie án þess að segja
þar einum einasta mánni, hvert hún hefði farið. Svo hrædd
var hún við, aö ég kæmi á eftir henni.
Ég fylgdi honum út í rigninguna. Hann varaði mig við
að segja Margréti eða söfnuðinum nokkuð, sem ekki væri
sannleikanum samkvæmt.
—• Ég vers að senda boð til móður þinnar hið fyrsta um
að þú sért heill á húfi. Svo verð ég að tala við Tammas. Mikið
veltur á honum.;
— Þú ætlar þá ekki að heimsækja móður mína?
— Það geri ég ekki meðan hún á þak yfir höfuðið, svar-
aði ég.
— Ef til vill verður það ekki lengi, svaraði hann. Síðan
skildum við.
Ég var ekki kominn langt áleiðis, þegar ég heyrði fall-
byssuskot frá Spittgil. Þá getur Gavin sparað sér að fara
þangað, hugsaði ég, sneri við og fór á eftir honum. En