Tíminn - 28.09.1955, Side 2

Tíminn - 28.09.1955, Side 2
2 TÍMINN, miðivkudaginn 28. september 1955. Ireið í rakettusleða Það lætur e'nkemiilega í eyrum, að mannslíkam*nn geti náð þyngd filsins. Engu að síður cru þetta sannindi. Flug- maður í þrýstiloftsvél, sem yfirgefur flugvél sína í mik*lli hæð og á m'klum hraða, verður fyrir hað mikium áhrifum af loftmótstöðunni, ?ð þyngd hans eykst 30—40 sinnum. Þá vaknar sú spurning, hvort nokkur maður geti lifað af slíkan þrýsting. Bandarískur læknir, Stapps offursti, hefir tekið sér fyrir hendur að færa sönnur á, að svo geti verið. í rakettu sleða sínum hcfir hann heyst um eyðimörk í Mexíkó ej náð nærri looo km. hraða og þar með hraðametinu, sem fæst þó ekki viðurkenpt, þar eð sleðinn rennur á járnbrautarteinum og ræður stjórnandinn engu um hraðann. uni þá, sem leita hins óþekkta, brjóta nýjar brautir og sigrast á erfiðleikum, sem virðast óyfirstíg- anlegir. Og þessar tilraunir Stapps hafa leitt i ljós, að flugmenn í þrýsti- loftsflugvélum eru nsegile;a örugg ir í stjórnsætum sínum, þótt hœttu beri að höndum. Þetta atriði var mönnum ráðgáta áður en Stapps hætti lííi sínu og limum við tilraun- irnar. Tilraunir á sögufræsum ataff. Tilraunir sínar gerir Stapps í foágu bandaríska flughersins og fóru þær seinustu fram í Alamo- gordo, en á þeím stað var íyrsta itómsprengjan sprengd. Tilraunirn ir hafa staðið yfir i sjö ár, og renn ar tilraunasleðinn eftir gríðarsterk ím betón-teinum. Stapps offursti er spenntur á deða sinn með ólum um ökla, hné, leggi, maga, handleggi, axlir og úln- liði. Sleðinn er stöðvaður með vatnsrennu, sem liggur milli tein anna. . | Stjórnsætt sleðans svipar mjög :il stjómsæta þrýstiloftsflugvéla, og Stapps er varinn fyrir loftþrýst- ingnum eftir beztu getu. Allur bún ingur hans, jafnvel glerhjálmurinn í höfði hans, myndi hrinda frá sér byssukúlu, en hvað er kraftur hennar á móts við loftþrýstinginn i þessari ógurlegu ferð? 15 sekúnda helreið. Sleðinn er knúinn áfram af nlu rakettum, og innan nokkurra sek- úndna hefir hann náð 950 km. hraða á klukkustund. Öll ferðin tekur ekki nema 15 sekúndur. Með an sleðinn geysist áfram, umlukinn rykskýi, sér Stapps' teinana fram- undan sér aðeins fyrst í staff, áður on loftið þrýstir honum svo kröft- uglega aftur í sætiö, að þyngd hans er 7—8 sinnum meiri en venjulega. En þrátt fyrir áreynsluna heldur 'hann meðvitundinni ferðina á enda, jafnvel þegar sleðinn stöðv- ast, en þá verður þyngd hans 38 ■sinnum meiri en venjulega. Þrýst- Utvarpíð 'iÚtvarpið £ dag. Fastir liðir eins og venjulega. í’,0,30 Ferðaþáttur: Frá kynnum mínum af íslandi í sumar eftir René Coppel kvikmynda tökumann frá Frakklandi (Guðmundur Þorláksson cand. mag. þýðir og flytur). .‘.T',00 Tónleikar (plötur). :U,20 Upplestur: Gísli Ólafsson frá Eiriksstöðum flytur frumort kvæði. :íl,30 Tónleikar (plötur). :il,45 Náttúrlegir hlutir. :22,00 Fréttir og veðurfregnir. :í2,10 „Lífsgleði njóttu". 22,25 Létt lög (plötur). 1Í3,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Erindi: Út á Stóra-Skæling; seinni hluti (Jónas Árnason). .20,50 Einsöngur: Kathleen Ferrier syngur lög eftir Schubert og Schumann (plötur). :21,10 Erindi: Sjötíu og fimm ára framfarafélag eftir Halldór Pálsson frá Nesi (Sigurður Arngrímsson flytur). 21,40 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 „Lifsgleði njóttu'1. .22,25 Sinfóniskir tónleikar (pl.). .23,05 Dagskrárlok. Árnab hmlla Hjénaefni. S. 1. laugardag opinberuðu trú- iofun sína ungfrú Xngibjörg Ey- þórsdóttír, Óðinsgötu 13, og Gauk- ■'jr Jörundsson, stud. jur., Kaldaðar ■’.iesi, Árnessýslu. John Paul Sta.pp Hraðskreiðasti maður í helmi. ingiu-inn, sem myndast, þegar sleð inn stöðvast, er því líkastur, að bifreið sé ekið á ofsahraða á stein vegg. Hélt hann hefði blindazt. Þegar Stapps var leystur úr stjórn sætinu, var hann altekinn sársauka í augunum. Það var því líkast, sem þau hefðu rifnað úr augnatóftun- um. Um skeið óttaðist hann, að hann hefði misst sjónina. Þegar hjálmurinn var tekinn af höfði hans, sá hann ekki glóru, gat ekki hrist höíuðið, hvað þá staðið á fótunum. En skyndilega hvarf allur sái's- auki jafnskjótt og honum hafði verið komið fyrir á sjúkrabörum. í stað rauðra neista, sá hann skyndi lega bláan himininn og hvít skýin. í heila viku var hann að jafna sig, áður en hann gæti tekið til starfa að nýju. Auk glóðarauga, sem þrýstingurinn hafði gefið hon um, bar hann sár undan öllum ólunum, sem hann hafði verið spenntur með. Og steinar og sand- ur, sem þeytzt höfðu á hann, höfðu sums staðar brotizt gegnum klæði hans og va'tíið sárum. Mórgum finnst vafalaust fífl- dirfska af offurstanum að láta nota sig sem tilraunadýr á þennan lífshættulega hátt. En því má svara með því að benda á hina ríku könn- unarhvöt mannsins, sem kom Lind- bergh til þess að fljúga yfir Atlants hafið á slnum tíma, Tenzing og Hilary til þess að klífa Mount Everest, og dæmin eru 6VO ótalmörg Nixon tekur að nokkru við for- setastörfum Denever, 27. sept. — Lækn ar segja líðan Eisenhowers forseta eftir vonum. Ef ekk- ert óvænt komi fyrir, meg' gera sér vonir um, að forset ínn nái fullum starfskröftum á ný. Nixon, varaforseti hefir tekið við nokkrum af störfum forsetans, en heðið er enn úr skurðar dómsmálaráðuneytis- ins um hvaða störfum hann megi gegna. Nixon kveðst muni fylgja í einu og öllu stefnu forsetans. SABRÍNA Því fór fjarri, að nokkur þeirra ágætu leikara, sem fara með aðal- hlutverkin í kvikmyndinni Sabrína, sem verið er að sýna í Tjarnarb'.ó, uppfyllti þær vonir, sem gera mátti til þeirra, endia handritið harla lélegt, þrátt fyrir gífurlega aðsókn að leikritinu á Broadway. Audrey Heburn breyttist þarna úr ösku- busku í „prinsessuna fögru“ í stað þess að fara úr prinsessugerfinu, eins og hún gerði í seinustu mynd sinni, sem sýnd var hér. En ösku- buskuhlutverkið fer hún ágætlega með, svo að aðrar gera ekki betur. Þar vantar hana ekki hrífandi svip brigði cg d^amlega eðlilegan leik, en það gengur erfiðlega að gera úr henni fegurðargyðju — á hálfhæla iikóm! Humphrey Boart kunni illa við sig i hlutverki hins ráðsetta við- skiptamanns. Honum varð einu sinni á að handfjatla skammbyssu, og mikið lifandi csköp varð hann viðkunnanlegur — um stund. William Holden er skapgerðarieik ari fyrst og fremst, og þótt hann sleppi skammlaust frá hlutverki spjátrungsins, eru þúsundir leikara í Hollywood, sem hefðu gert þvi miklu betri skil án þess að leggja nokkuð d sig. Hitt er svo annað mál, að víða má hlæja hressilega að skringileg- um atburðum — og nokkrum setn ingum — og þess vegna verður myndin sótt. —BH. IJOG togarar (Framhald af 1. síðu). miðunum, en Bjarni Ólafs- son os; Aknrey U1 Akraness, ailir með fullfermi. Þar sem mið hessi eru á tiitclulega litlu svæði, og um 100 togarar eru nú að veið- um þar, má búast við að þau verði fljótlega þurraushi. Þá má gcta þess, að fiskverð hefir lækkað talsvert í Þýzka .andi að uudanförnu, cg á- stæðan er sú, að um þessar mundir berst mikið af karfa t'l Þýzkalands og koma mörg skipin af miðunum fyrir vestan. Bretura enn lítið gefið ura Franco New York, 27. sept. Spánn hefir lagt fram formlega upp tökubeiðni á allsherj arþing- inu um inngöngu í S. Þ. Suð ur-Ameríkuríkin munu styðja upptöku Spánar svo og Banda ríkin. Bretar hafa hins vegar sagt, að þeir væru enn ekki reiðubúnir að taka afstöðu til málsins og kænú hún í ljós, er upptökubeiðnin verður rædd á þinginu. 1946 sam- ■"kkti allsherjarþingið, að Spánn skyldi ekki fá inn- göngu meðan Franco færi þar með völd. 219. blað. Rikisútvarpið Sinfóníuhljómsveitin í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 30. sept. kl. 8,30 síðd. Stjórnandi: Dr. Victor Urbancic Einsöngvari: Kristinn Hallsson. Viðfangsefni eftir Urbancic, Wirén, Haydn, Hándel, Verdi, Mozart og Borodin. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Sendisveir /< /< m ósteast strax. I OLÍUFÉLAGIÐ I WSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSj /< /< /< 7< z< /< l.f. /< iSSSSSSSSSSSSSSS $SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS&SSSSSS&a&SSSfi3«<y»W^$$<p>rerereyrc Dilkakjöt — Slátur Dilkakjöt 1 heilum skrokkum, slátur, mör, svið og lifur. Kjötverzlunin BÚRFELL Sími 8 27 50 ÍSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSS$5$JJ«5 ««SSSSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSÍSSSSSSSSSSSÍSSS3 Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, er verða til sýnis hjá Arastöðinni við Háteigsveg föstudaginn 30. þ. m. kl. 1—3 síðdegis. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Skólavörðustíg 12, sama dag kl. 4. Sölunefnd varnarliðsms. WSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSS Frá Barnaskólum Reykjavíkur Mánudaginn 3. október komi börnin í barnaskólana sem hér segir: Kl. 2 e. h. börn fædd 1943 (12 ára) Kl. 3 e. h. börn fæld 1944 (11 ára) Kl. 4 e. h. börn fædd 1945 (10 ára) Þau börn, sem flytjast milli skóla, skulu hafa með sér prófskírteini og flutningatilkynningar. Kennarafundur laugardaginn 1. okt. kl. 3 e. h. SKÓLASTJÓRARNIR. SSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSÍSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSS Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við and- lát og jarðarför GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Stóra-Ási. Vandamenn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.