Tíminn - 28.09.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.09.1955, Blaðsíða 4
« TÍMINN, miSivkudaginn 28. september 1955. I minningu Fljotstungubænda JúlímánuSur er talinn allra mánaða beztur á íslandi. í sveit og við sjó eru störf stund uð af kappi, enda er þá aðal bjargræðistími ársins. En þeir sem starfa sinna vegna geta slakað á, lyfta sér upp og ferðast um byggðir og óbyggð ir, því að sjaldan er indælla en þá að dveljast við ættjarð arskaut. Jafnvel í sveitum lyfta menn sér upp milli vor- og heyanna og fara lengri eða skemmri skemmtiferðir. Og þótt ekki sé um slíkar ferð ir að ræða, þá eru sum vor- störf svo skemmtileg tilbreyt ing að nálgast sumarleyfis- ferð. Grasaferðir eru nú að mestu afteknar, en enn er fénaður rekinn til fjalla og veiði sótt í heiðavötn. Við álftavatnið verður júlínóttin yndisrík eftir blessaðan sum- ardag. Örn Arnarson hefir fyrir margra munn mælt, er hann kveður: Eg nýt hins ljósa, langa dags á leig um eyðifjöll, um hrjósturmela, hraun og urð. Þar hverfa spor mín öll. Við heiðalandsins helgiró, mig hrifning grípur sterk. Hér brýtur ekkert borðorð Guðs, hér bletta ei mannaverk. Að þessu sinni hefir júlí- mánuður brugðist um vestan og sunnanvert landið. En í öðrum héruðum hefir hann reynst þeim mun betri. Skal ekki um það sakast, heldur glaðst, með þeim, er hafa ríkulega notið blíðu hans og yls. Laugardaginn 9. júlí lögðu bændurnir í Fljótstungu í Hvítársíðu, þeir Bergþór Jóns son og Hjörtur R. Jóhanns- son, upp i veiðiför á heiðar fram. Var förinni heitið að Úifsvatni, en það vatn hefir verið veiðisvæði Fljótstungu bænda árum saman. Hafði Bergþór bóndi sótt þangað til veiða hvert ár. Mikil önn liafði ríkt í Fljótstungu í vor, sem nánar verður skýrt frá siðar. Var því hugsað gott til þessarar farar sem hollrar til breytingar. Þeir tengdafeðg- arnir hverfa inn á heiðina. Veður er ekki gott og hvessir oft skyndilega með skúrum. Jafnan ber til hverrar sögu nokkuð. Og áður lengra er inn til að fylgja til grafar þessara tveggja manna til glöggvunar þeim, er ekki til þekkja. Bergþór Jónsson var fædd- rir að Fljótstungu hinn 8. okt. 1887. Voru foreldrar hans þau kunnu hjón Jón Pálsson og Guðrún Pétursdóttir, er þar bjuggu lengi. Bergþór ólst upp í föðurgarði í hópi kærra systkina. Festi hann slíka tryggð við byggð og ból, að hann hvarf þaðan aldrei nema skamma stund í einu, svo sem er hann stundaði nám i Hvítárbakkaskóla. Ár- ið 1919 kvæntist hann Krist- ínu Pálsdóttur á Bjarnastöð um, h'nni ágætustu konu. Hófu þau búskap í Fljóts- tungu og bjuggu þar alla tíð. Þau hjón héldu jörð sína með prýði. Hús voru reist og jörð grædd. Eiessaðist bú þeirra svo, að þau voru þess umkom 3n að veit? hina beztu forsjá og menntun börnum sínum iSjö, er öll lifa. Heimilisbrag- Hjörtur R. Jóhannsson ur var allur ljúfur, svo að að- komumönnum fannst þar gott að vera, enda ríkti þar gestrisni mikil að borgfirzk- um sið. Bergþór var gæfumaður. Hann eignaðist ágæta konu og góð börn. Hann fékk að dvelja í kærum átthögum alla ævi og undi þar við glað- an og góðan hag. Á síðkastið kenndi hann nokkurs las- leika, enda orðinn vinnulú- inn. Var þeim hjónum því kært að geta afhent hluta jarðarinnar nú í vor efnileg- um tengdasyni og kærri dótt ur. Gátu nú eldri hjónin horft fram til næðisrikari daga. Urðu þeir tegndafeðg- arnir með hverjum degi sam rýmdari. Virtist nú sönn gæfusól brosa við Fljótstungu er mundi efla unað, og gleði í gerði um komandi ár. Ber nú söguna að hinum yngra manni Hirti R. Jóhannssyni. Hjörtur R. Jóhannsson var fæddur að Arnarstapa í Breiðuvík hinn 21. sept. 1926. Voru foreldrar hans hjónin Jóhann Jóhannsson og Marta Hjartardóttir. Á tólfta ári missti Þann móður sína og íluttist þá að Syðri-Tungu í sama hreppi td hjónanna Emars Magnússonar og Guð rúnar Andrésdóttur. Reynd- ust þau hjón Hirti hið bezta en hjá þeim dvaldist hann um árabil. Hjörtur átti og á bak að sjá nokkrum syst- kina sinna. Var honum ekki sízt mikill harmur að missi Trausta bróður síns, 8 ára gamals, er fórst með vél- bátnum Hilmi á leið frá Reykjavík til Arnarstapa svo sem minnugt er. Þessi reynsla hafði djúp áhrif á næman hug Hjartar. Átti hann sterka trú á æðra líf og á ná vist látinna ástvina. Hjörtur var óvenju hjartahlýr mað- ur og hughreinn, enda hverj um manni kær, er þekkti hann. Eg hefi ekki laðast meir að öðrum manni við fyrstu sýn. Hinn 3. maí síðastliðinn gekk Hjörtnr að eiga heitmey sína Ingibjörgu Bergþórsdótt ur. Var giftingardagurinn sá sami og fyrri ættliða í Fljóts tungu. Það var bjart og hlýtt í Fljótstungu þann dag. Tók ust miklar tryggðir með Hirti og hinu nýja vandafólki hans. Má segja, að með þeim væri einn hugur hverjum degi meir, er leið. Ungu hjónin hófu svo bú- ss.ap í vor. Var þegar ráðist í framkvæmdir. Gekk Hjörtur þar ötullega að verki, enda dugmikill og starfsfús. Stóðu J ..J Bergpór Jónsson þessar framkvæmdir sem hæst, er skyndilega dró fyrir sól. Þeir tengdafeðgar koniu ekki heim á tilteknum tíma. Þótti því brátt sýnt, að slys hefði orðið. Leit var haíin. Ai'ir brugðust drengilega víð er að-máttu fara Við hin bið um átekta gripin ósegjanlegri scrg og samúö með aðstand- ennum. Eg hafði verið beðinn að koma að Fljótstungu þann 13. júlí til að skíra litla dreng inn ungu hjónanna. Frú Kristín varð sjötug þann dag. Þag átti að vera gleðidagur. Auðvitað fór ég, þótt ég vissi nú, að ekki yrði skírt. Leit stóð yfir. Enn hafði hún ekki borið árangur. Oft hafði ég komið að Fljótstungu um liðin 25 ár. Haustið 1930 kom ég þar fyrst. Þá skívði ég Ingibjörgu yngsta barn þeirra Bergþórs og Krtstínar. Oft hafði ég komið þar síðan. Og ætíð haíði húsbóncíinn komið á móti mér og tekið mér opn- um örmum. Nú var hann horf inn og elskulegi ungi brúð- guminn frá í vor líka. Skjótt hafði sól brugðið sumri. Eg er ekki karlmenni, enda áttí ég erfitt með að stilla harm minn, er ég nú gekk að dyrum í Fljótstungu. En þeg- ar inn var komið, varð allt betra. Rósemi og styrkur syrgjendanna veitti mér kraft. Yfir mæðgunum hvíldi göfgi mikillar sorgar, sem bor in var uppi af sterkri skap- gerð og mikilli trú. Eg sem ætlað'i að hugga, hlaut sjálf ur styrk. Eftir stundardvöl hélt ég heim auðugri en áður af reynslu og trú. Næsta dag, 14. júlí, fréttist að lík tengdafeðganna hefðu fundizt og verið flutt til byggða. Þann dag bar Jóhann föður Hjartar heitins að garði hjá mér. Helfregnin hafði borizt honum tveim dögum fyrr. Og nú var hann kom- haldið, skal litið yfir æviskeið eina syninum, sem hann átti eftir. Engum dylst að byrðin er þung. En hún er borin af hugsterkum manni, sem þeg ar hefir vikizt undir hana án mögiunar. Áður var það eigin konan og þrjú börn. Nú er það Hjörtur, efnisdrengurinn sem er horfinn. En ættir þú að aftni Krists að vera, þú átt um daginn drossinn hans að bera. Þannig er trú þessa lífs- reynda manns. Karlmennska og guðstraust gefa þessum erfiðismanni allt um allt sól arsýn. 219j;blað. Sérfræðingur í atvinnu- sjúkdómum staddur Eiér Flyííir fyrirlesíur um orsakir síarfsþreytu Um þessar mundir er staddur hér á lantíi norskúr sérfræð ingur í atvinnusjúkdómum, dr. Henrik Seyffarth að nafni. Er hann á leið til Bandaríkjanna, en bauð Læknafélagi Reykjavíkur að koma hér við í leiðinni, og halda hér fyrir- lestra um atvinnusjúkdóma, aðallega vöðvaþreytu. í fyrra- kvöld hélt hann svo fyrirlestur fyrir Læknafélagið, en í gær kvöldi annan fyrirlestur í Tjarnarbíói, og nefndi hann þann fyrirlestur: Orsakir starfsþreytu og atvinnusjúkdómar. Þann fyrirlestur flytur hann á vegum fræðslumála- stjóra, Fél. ísl. iðnrekenda, Landssamb. iðnaðarmanna, Vinnumálasamb. samvinnu félaga, Vinnuveitendasamb. ísiands, Iðnsveinaráðs A.S.Í., Iðju, fél. verksmiðjufólks, Iðnaðarmálast. íslands, Trygg ingarst. ríkisins, Öryggiseftir lits ríkisins og Alþýðusamb. íslands. 80010 á fyrirlesturinn. Ekki verður almenningi seldur aðgangur að fyrirlestr inum, heldur verður boðið á hann því fólki, sem ofan- greindar stofnanir ákveða. Seyffarth mun á þessum fyr irlestri ræða málin frá al- mennu sjónarmiði og skýra frá á hvern hátt sé helzt að íyrirbyggja atvinnusjúkdóma Hann mun sýna skuggamynd ir máli sínu til skýringar. Einnig hefir hann boðizt til að koma hér á vinnustað, at huga vinnuaðferðir fólks og leiðbeina, svo og að hafa tal af íþróttakennurum og skóla kennurum um þessi mál. Nrraðsyn að kwnna að hvílusí. Seyffarth hefir lagt sér- staka stund á að rannsaka or sakir starfssjúkdóma og taugaveiklunar, og m. a. ritað bók um það mál, er nefnd er „Slap af og bli frisk,“ og hefir hún komið út í þrem útgáf- um í Noregi, en auk þess ver ið þýdd á dönsku, sænsku og finnsku. Fréttamenn áttu tal við dr. Seyffarth í gær, og komst hann m. a. svo að orði, að núi, á öld tækninnar, væri mönnum meiri nauðsyn en nokkru stani fyrr að læra rétt ar vinnuaðferðir, og einnig að • KramnaiO ft b siftu • Ib Schönberg Iátinn S. 1. föstudagskvöld íézt einn fjölhæfasti leikari Danú, Ib Schönberg, 52 ára ,að aldri. Hann hefir um lang£ skeið verið þekktasti og.iún .efa skemmtilegasfi gamaniéikari Dana, og fýrir nokkrum ár- um vann hann sér glæsileg- an orðstýr sem skapgérðar- leikari. íslenzkum kvikmynda húsagestum verður , hann minnisstæður. í hlutverki of- drykkjumannsins í kvikmynd inni „Hótel Paradís." Það er 16. júlí. í Fljóts- tungu er húskveðjustund. — Fyrst skírði ég litla drenginn. Hann heitir Hjörtur Bergþór. Hann er ljós á heimilinu í allri sorginni. Það er haldið að Gilsbakka. Kisturnar eru bornar í kirkju. Bjarni organ leikari á Skáney leikur á með an á orgel kirkjunnar, af mik illi smekkvísi lagið: Þú blá- fjallageymur með heiðjökla hring. Ekkert átti betur við á þessari stund. Við kveðj- umst og höldum hvert til síns heima. Útför Fljótstungubænda fór fram 18. júlí. Fjölmenni var afar mikið sem vænta mátti. Menn þráðu að fylla samúðarhópinn. Sorgin gerir okkur samrýmdari og kallar fram hið bezta, sem með okk ur býr. Það er hennar bless- un. Slík sorg er hinn mikli friðþægjari mannlegs lífs. Náð Guðs og elska mann- anna mætast. Himinn og jörð Hálendi íslands býr yfir miklum töfrum, þeir, sem því verða handgengnir, leita þangað hugfúsir hvenær sem færi gefst. Bergþór í Fljótstungu hafði gist heið- ernar ár hvert síðastliðin 55 ár. Sótt þangað björg í bú og notið ríkulegs unaðar 1 helgi ró óbyggðáhna. Enn var hann kominn á gamalkunar síóöir á bökkum Álftavatnsins bjarta. Að þessu sinni átti hann ekki afturkvæmÚ Bát- urinn litli á Úlfsvatni reynd- ist ekki nægilega tráustur í misvindum og öiduróti eins júlidags. Því eigunm viö á baki að sjá tveim ágæt»s- mönnum og sár harmur er kveðinn að eftirlifendum. En yfir djúpi örlágánna hvelfist himinn Guðs, tákn um opinn náðarfaðm hans og eisku. Og þá minnist ég atbúrðaT, er gerðist fyrir meira en 19 öld um. Lærisveinar Jesú höfðu að boði hans lagt út á vatnið, en þar greip öldurótið bátinn svo að hann lá undir áföll- um. Þá kom'Jesús til þeirra gangandi á vatninu. Veðrinu lægði og allt varð kyrrt. Og sökkvandi lærisveinum sinum rétti hann hönd — og hreif hann úr greipum djúpsins. Að boði drottins erum við öll á ferð um ólgusjó jarð- nesks iifs. Við erum á leið til landsins fyrir handan. Kær- leiksvilji Guðs ætlar okkur öllum að ná því landi að lok um. Og ef við ætlúm að sökkva kemur Jesú og leiðir ckkur að landi. Eg veit að vinum mínum, F;jótstungubændum,. var 'xétt þessi hönd úti á Úlfsvatni. Eg veit að hún leiddi þá að landi. Einar Guðiiásön.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.