Tíminn - 25.10.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.10.1955, Blaðsíða 5
UZ. blað. TÍMINN, þrigjudaginn 25. október 1955. 5 Þriðjud, 25. oht. Sanieinuðu þjóð- irnar 10 ára ERLENT YFIRLIT: Genfarfundur utanríkisráðherranna Blöð vestnrveldanna eru trnlxtll á, að sáxnkomalag náist að slxmi í Þýzkalaxtdsmálunum eða afvopnunarmálunum Samemuðu þjóðirnar voru stofnaðar eftir beizka reynslu þjóðanna af ægilegri styrjöld. Meira en fimm ár höfðu myrk ský ófriðar og haturs grúft yfir mörgum þjóðum heims. Fjölmörgum mannslífum hafði verið sóað og gnægð verðmæta glatast. Þessi bitra reynsla var leið- togum þjóðanna rík í huga við lok styrjaldarinnar. Út í baráttuna hafði verið lagt til að koma í veg fyrir yfirgang öfyrirleitinna harðstjóra og með það fyrir augum að varð veita frelsið og tryggja frið- inn i heiminum. En þó var ekki nóg að vinna «igur í styrjöld. Ef hin fagra hugsjón um varanlegan frið átti að verða að veru- leika, þá varð að koma á við- tækum og öflugum samtök- um margra þjóða. Stofnfundúr Sameinuðu þjóðanna var haldinn í San Franciskó 1945. Þá gengu 50 þjóðir til samstarfs. Síðan hafa bætzt við a. m. k. tíu þjóðir. Markmið samtakanna er hin fagra hugsjón aö tryggja friðinn og skera úr deilum milli ríkja á friðsamleg an hátt. . Öryggisráð S. þ. hefir því hlutverki að gegna að finna lausn á ágreiningsmálum milli ríkja og hlutast til um, að skorizt verði í ieikinn, ef til friðslita dregur. Efnahagsráðið vinnur að þyí. að skapa heiibrigt fjár- rnálaástand í rikjum, sem eiga aðild að S. þ. Verndárgæzluráðið hefir eftirlit með stjórn nokkra þjöða eða þjóðflokka, sem hafa ekki sjálfsstjórn. Auk þess er alþjóðadóm- stóllinn í Haag, sem fer með dómsvald ( millirikjamálum, í beinum tengslum við S. þ., þar sem sumir dómararnir eru kosnir af öryggisráðinu. Ýmsar fleiri stofnanir eru í nánu samstarfi við S. þ., svo sem Alþjóðasambandinu og Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin. ; x Þétta sýnir hve starfsemi bandalagsins hefir orðið víð tæk' á þeim tíu árum, sem liðin eru frá stofnun þess. Á þessu tíu ára tímabili hafa S. þ. ekki komizt hjá að sýna, hvaða’vald þeim er fengið í hendur Með því að koma af stað styrjöld í Kóreu var tendraður neisti, sem orð ið gat að miklu ófriðarbáli. Samkvæmt ákvörðun öryggis- ráðsins sendu þá Bandaríkin her til Kóreu til að skakka þann leik, sem þar var haf- : inn. Og nú er það stríð til - lykta leitt. En meginstarf S. þ. hnígur að því að boða þjóðirnar til samstarfs og lyfta þeim til efnalegrar velmegunar og aukinnar menningar. í fram haldi af stefnu og starfi S. þ. hafa svo komið viðræður leiðtoganna, fjórveldafundur- inn í Berlín síðastliðinn vet- ur og fundurinn í Genf í sum ar. Og enn stendur fýrir dyr um fundur utanríkisráðherra stórveldanna. Ef til vill er ekk ert jafn áhi-ifaríkt úl að tryggj a friðinn og viðræður New York, 20. okt. Bandarísku blöðin ræða nú mikið iira hinn íyTirhugaða fund utan- ríkisráðherra fjórveldanna, sem hefst í Genf 27. þ. m. Niðurstaða þeirra er yfirleitt sú, að ekki megi vænta mikils árangurs af fundin- um. „The Christian Science Moni- tor“ oröar þetta sameiginlega álit vel, er það kemst svo að orði, að það megi teljast góður árangur, ei hægt verður að láta líta svo út, að fundurinn hafi ekki alveg mis- heppnazt. Eins og kunnugt er, var þessi fundur utanríkisráðherranna á- kveöinn á Geníarfundi æðstu manna stórveldanna á síðast liðnu sumri. Segja má, að ákvörðunin um að halda hann hafi verið hin eina jákvæða niðurstaða, sem náð- ist á Genfarfundinum síðast liðið sumar. Að sumra dómi var þetta þó ekki meira en ákvörðun um að fresta því að gera það opinskátt, að enginn beinn árangur hefði náðst á fundi æðstu manna fjór- veldanna. DtiLLES A Genfarfundi æðstu mannanna s. 1. sumar, var ákveðið að utan- ríkisráðherrafundurinn skyldi ræða þrjú mál fyrst 6g fremst. Pyrsta málið var öryggi Evrópu og sam- eining Þýzkalands, annað. málið var afvopnunarmálið og hið þriðja var aukin samskipti milli austurs og vesturs. Almennast er nú spáð, að lítill árangur muni nást-i tveimur fyrst nefndu málunum. Hins vegar er ekki vonlaust um, að eitthvert sam komulag muni nást um aukin skipti milli austurs og vesturs, t. d. varð- andi aukin ferðalög og ýms menn- ingarleg samskipti. Slíkt samkomu- lag gæti orðið til þess, að fund- urinn yrði ekki alveg árangurs- laus. Vesturveldin munu nú hafa komið sér saman um að bjóða Rússum að koma á fót sérstöku' öryggis- kerfi fyrir Evrópu, en Rússar hafa talið sér ókleift að fallast á sam- einingu Þýzkalands, nema öryggi Evrópu væri tryggt áður. Samkv. öryggistillögum þeim, sem vestur- veldin hafa undirbúið, á það að vera tryggt, að Rússar þurfi ekki að óttast árás af hálfu Þjóðverja. Skilyrði vesturveldanna fyrir þessu öryggiskerfi er, að Rússar fallist á sameiningu Þýzkalands á grundvelli frjálsra kosninga í báð- um hlutum Þýzkalands og hið sam- einaða Þýzkaland fái síðan að ráða því sjálft, hvort þáð kýs sér stöðu í Atlantshaísandafaginu eða velur sér heldur vopnað eða óvopnað hlutleysi. Það er talið nokkurn veginn víst, að Rússar muni hafna þessum til- MOLOTOFF sé hægt að setja frjálsu Þýzkalandi þvingunarkost-i, eins og reynslan eftir fyrri heimsstyrjöldina haíi sannað, heldur verði að gefa því algert frjálsræði í þessum efnum, eins og hverju öðru fullvalda ríki. Almennt er og litið þannig á hér, að Rússar hafni sameiningu Þýzka lands ekki raunverulega af þessari ástæðu. Hinar raunverulegu ástæð- ur -þeirra séu aðrar eða fyrst og fremst þessar: í fyrsta lagi vilji þeir ekki eiga ■ á hættu, að hinu kommúnistíska skipulagi verði koll varpað í Austur-Þýzkalandi, en það yrði líklega afleiðing af samein- ingu Þýzkalands. í öðru lagi telji þeir, að þeim stafi sennilega minnst hætta af Þjóðverjum meðan Vestur Þýzkaland er í Atlantshafsbanda- laginu og er háð skilmálum þess að heyja aðeins’ vamarstyrjöld. í þriðja lagi telja Rússar svo, að þeim sé pólitískt hagkvæmt að draga lausn Þýzkalandsmála á lang inn, því að það geti vajdið sundr- ungu í Vestur-Þýzkalandi meðan kommúnistar styrki sig í sessi i Austur-Þýzkalandi. Af þeim ástæðum, sem hév hafa verið raktar og raunar ýmsum ] væru hins vegar stórt spoi' í þá i átt að útrýma tcrtryggninni, eí j þær næðu fram að ganga, og gætu ' þannig myndað grundvöll íyrir I samkomulagi um afvopnunarmálin | slðar. RúsSar hafa ekki hafnað ! þeim, .heldur haía færzt undan að I taka beina afstiðu til þeivra. Margt j bendir ti’, að þeir muni gera það I áfrarn á Genfaríundinum. Nánari ( vitneskja urn þetta fæst ef.til vill ] á fundi áfvcpnúnarhéfndar S. Þ., j sfem cr kclluð sarnan til fúndar á morgun (21. okt.) vegna sérstakrar beiðni Rússa. Spádómar brezkra blaða um utan ríkisráðherrafundinn eru nokkuð svipaðir og bandarísku blaðanna. Þau gera sér yfirleitt ekki teljandi vonir urn árangur í Þýzkalandsmál- unum eða afvcpnunarmálunum. Þau eru þó enn svartsýnni í sam- bandi við Þýzkalandsmálin og byggja það einkum á þeirri skoð- un, að Rússar vilja ekki fyrir neina muni sleppa tangarhaldinu á Aust- ur-Þýzkalanöi vegna þess, að það geti valdið þeim miklum erfiðleik- um í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Þrátt fyrir það, þótt ekki sé spáð verulegum órangri i sambandi við Þýzkalantísmálin eða afvopnunar- málin, gera bandarisku og ensku blöðin sér nokkrar vonir um, að fundurinn misheppnist ekki alger- íega. Vonir um nokkurn árangur af fundinum eru einkum bundnar við þriðja helzt-a dagskrármálið, þ. e. aukin samskipti milli austurs og vesturs. Ýmsir gera sér vonir um, að samkomulag muni nást um að ýmis konar samskipti verði aukin, t. d. á sviði ferðalaga og menning- armála. Slíkm' árangur gæti reynzt þýðingarmikill fyrir framtíðina, því að aukin kynni eru líkleg til að draga úr tortryggni og geta þann ig lagt grundvöll að víðtækara sam komulagi síðar meir. Það getm að sjálfsögðu ráðið miklu um framvinduna, hvernig niöurstöður fundarins verða túlk- aðar, ef ekki næst teljandi sam- komulag í Þýzkalandsmálunum eða afvopnunarmálunum. Yfirleitt virð ist búizt við þvi, að brcði Rússar og Bandaríkjamenn muni ekki gera mikið veður út af þvi, þótt árang- ur fundarins verði ekki mikill. Það er í samræmi við stefnu -Sovét- stjórnarinnar nú að telja friðar- horfui'nar batnandi. Bandaríkja- stjóm mun og telja sér hagkvæmt að halda því sama fram vegna for- setakosninganna á næsta ávi. lögum. Þeir hafa hingað til gert j f]en-Um, virðast blöðin hér trúlítil það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir sameiningu Þýzkalands, að hið sam eináða Þýzkaland væri ekki í nein- um vaxnarsamtökum. Vesturveldin hafa hins végar hafnað þessu skil- yrði með þeirri forsendu, að ekki hinna stóru ýmist opinber- lega eða í einrúmi Hvarvetna um heim mun sú skoðun ríkja, að bezta af- mælisósk S. þ. til handa sé sú, að beim takizt að láta „andann frá Genf“ verða sem áhrifamestan með öllum þjóð um heíms. Á þessu veltur fremur en flestu öðru fram- tíð alls mannkyns á þessari jörð. á það, áð nokkuð muni ávinnast í Þýzkalandsmálu’num á Genfar- fundi utanríkisráðherranna. Þau virðast og trúlítil á það, að ár- angur náist á sviði afvopnunarmál- anna. Þar hefir nokkuð þokazt i samkomulagsátt seinustu .misserin, en eftir er hins vegar að brúa verstu torfærurnar og virðist al- mennast litið svo á, að það þurfi enn nokkurn tíma að útrýma þeirri tortryggni, sem þar er mestur þrösk uldur i vegi, ef það þá á annaö borð tekst. Af hálfu Bandaríkjamanna verð- ur sennilega lögð mest áherzla á eftirlitstillögurnar, sem Eisenlrow- er lagði fram á Genfarfundinum f sumar. Þær verða að vísu ekki tald- ar beinar afvopnunai-tillögur, en Ef draga ætti saman niðurstöður af skrifum bandarískra og brezki'a blaða nú fyrir utannrikisráðherra- fundinn verður það eitthvað á þessa leiö: í náinni framtíð er tæpast að vænta samkomulags málli Rússa og vesturveldanna um stærstu deilu málin. Stríðshættan er þó miklu minni en áður, því að báðir aðilar óttast kjarnorkustyrjöld. Kalda stríðið mun hins vegar halda á- fram meðan helztu ágreiningsmál- in jafnast ekki og méöan þau jafn- ast ekki mun hvorugur aðilinn draga úr vörnum sínum að ráði. Vænlegasta leiðin tii að greiða fyrir samkomulagi er að stuðla að auknum' kynnum og samskiptum milli þjóðanna. Sérhver árangur, sem næst í þá átt, er því mikils- verður. Hins vegar hlýtur það að taka sinn tima, að aukin kynni éri tilætlaðan árangur. Það getur reynzt hættulegt að vera of bjart- sýnn, en „það getur líka reynzt jafnhættulegt að vera of svartsýnn, þótt hægar gangi en æskilegt sé. Þ.Þ. Gr minkor á bak við Morgunblaðið? Fjórir Framsóknarmenn. þe*r: Gísli Guðmundsson, Karl Kristjánsson, Andrés Eyjólfsson og Skúli Guð- mundsson fluttu fyr>r nokkr- um dögum í sameinuðu A1 þ*ngi svofellda þingsályktun- artillögu: „Alþingf ájlyktar að fela ríkisstjórninni að láta í sam ráði við Búnaðarfélag ís- lands fara fram athugun á möguleikum til eyðingar refa og minka, og þá sérstaklega, hvort ekki sé tiltækilegt að taka upp nýjar aðferðir til útrýmingar þeim.“ Kunnugt er, að refir vinna mikið tjón víðs vegar á land- inu. Þeim virðist fara fjölg andi, þrátt fyrir það, að mikið fé hefir verið lagt til höfuðs þeim. Samdráttur . byggðar- innar hér og þar gefur þeim aukið rými og bætt lífsskil- yrði. Villiminkaplágan er þó ekki síður uggvænleg. Hún færist í aukana og útbreiðist. Egg- ver eyðast. Veiðivötn spillast. Sums staðar má ekki veiði- maður víkja sér frá fiskum á árbakka, svo minkurinn grípi þá ekki. Fuglalíf geldur afhroð. Alifuglar eru jafnvel í hættu heima á bæjum, Ár frá ári leggur villiminkur inn undir sig ný og ný lands- svæði. Haldi áfram ems og horfir, fer hann um landið allt innan skamms. Þetta er svo alvarlegt mál, að ekkert dund má eiga sér stað í aðgerðum gegn minkn um. Hið opinbera verður að láta til sín taka og stofna t*l skipulegrar herferðar t;l eyð- ingar þessum vargi með þeim áhrifaríkustu aðferðum, sem tiltækilegar eru, og kveðja þar til ráðgjafar há, sem helzt hafa þekkmgu og kunnáttu í slíkum hernaði. Ætla hefði mátt, að í land- inu fyndist enginn maður, sem væri því andvígur, að ýtt væri v*ð hinu opinbera í þessu skyni. En hvað skeður? Dag- inn eftir að áðurnefnd tillaga kom fram á Alþingi stendur þessi fyrirsögn í Movgunhlað inu með áberandi letri: FRAMSÓKNARMENN ÝTA UNDIR FALSKAR VONIR Í)M EYÐINGU MINKS.“ Og und»r fyrirsögnmni stendur þessi klausa: ,Fjórir franisóknarmenn hafa komið fram á Alþingi með t‘llögu um að ríkisstjórn- in láti rannsaka, hvort ekki er hægt að taka upp nýjar að- ferðir við eyðingu refa og minka. Munu þe»r eiga við það að koma af stað sjúkdómum meðal dýranna, með sama hætti og gert hefir verið með rottur og kanínur o. fl. dýr. Þessir Framsóknarmenn, sem flytja þessa tillögu munu vita það að dr. Björn Sigurðs- son á rannsóknarstcfu Háskél ans á Keldum, er einmitt að gera slíkar rannsókmr og hann mun einn’g fylgjast ná- kvæmlega með slíkum rann- sóknum erlendis, en ekkl telja tímabært, að segja frá þeim, af þvi að þetta hefir ekki enn gefið góða raun og illa farið að vekja upp von»r manna með tillögum, sem alls óvíst er, hvort koma að nokkru gagni. Þrátt fyrir þetta víla þessir þingmenn Frainsóknarflokks- ins ekki fyr»r sér að koma mcð slíkt í tíllöguformi á AlþingL Þeir vita ekkert nema að með þessu séu þe»r að gefa alger-< (Framhald á 8. Blðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.