Tíminn - 26.10.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, miðyikudagmn 26. október 1955. -n 243. blað. í slendingaþætúr Níræður: Andrés Guðmundsson frá Ánasíöðum í dag verður 90 ára Andrés Guðmundsson, fyrrum bóndi á Ánastöðum í Hraunhrepp, en þar bjó hann allan sinn búskap. Tók hann viö jörð- ínni aí föður sínum og bjó þar rausnar- og myndarbúi, enda var Andrés harðdugleg ur bóhdi. Giftur var hann fraxriúrskarandi gæðakonu, Ingigerði Jónsdóttur frá Hamraendum, enda mat hánn konu sina og hennar ráð öllu öðru meira. Þegar hun dó árið 1926 hætti hann búskap og tóku þá við búi einkadóttir hans Guðiaug og tengdasonur, Þórarinn Sig- urðsson. — Hjá þeim hefir hann svo dvalið síðan, fyrst á Ánastöðum og svo í Borg- arnesi. Andrés er enn furðu ern þrátt fyrir marga og erfiða vinnudaga, fylgist með um- ræðum um landsmál og trú- mál af áhuga. Hann man vel æsku sína, sem var hörð barátta við sár- an skort og imkla fátækt. og gleðst hjartanlega yfir þeim miklu breytingum er orðið hafa' á lífskjörum almenn- ings. Óskum við, vinir og kunn- ingjar gamla mannsins, að ilur og birta þessa nýja og betri tíma megi gjöra hon- um ævikvöldiö og þennan síð asta tug aldar ævi hans á- nægjulegan. I.E. Ofanleitisprestakall samein- aö Kjalarnessprófastsdæmi S. I. sunnudag var héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis haldinn í Ilafnarfirði. Ilófst fundurinn með guðsþjónustu i Hafnarfjarðarkirkju. Séra Kristján Bjarnason prestur á Reynivöllum prédikað'i en séra Björn Jónsson prestur í Keflavík þjónaði fyrh altari. Prófast-sdæminu hefir nú bætzt fjölmenn sókn, þar sem Ofanleitisprestakall í Vestmannaeyjum var með lögum sameinað Kjalarness- prófastsdæmi um s. 1. ára- mót. Áhugi og einhugur ein- kenndu fundinn, þar sem mörg mál voru rædd og á- lyktanir gerðar. Þessar tillögur komu fram og voru samþykktar: „1. Héraðsfundur Kjalar- nessprófastsdæmis haldinn í Hafnarfirði sunnudaginn 23. okt. 1955, lýsir yfir þeirri skoð un sinni, að óhjákvæmilegt sé, að 2 prestar þjóni í Vest mahnaeyjum, m. a. vegna ein angrunar eyjanna og sam- gönguerfiðleika. Skorar fund urinn á hið háa Alþingi, sem nú situr, að samþykkja frv. er fari í sömu átt og það, er Jóhann Þ. Jósefsson flutti á s. 1. þingi, Þá litur fundurinn svo á, að brýna nauðsyn beri til aö heimila þiskupi að ráða prest til að þjóna um stundarsakir 1 þeim prestaköllum, þar sem prestur er veikur eöa kallið er prestslaust af öðr- um ástæðum. Mundi ráðning slíks prests að sjálfsögðu ekki leysa vapda Vestmanna eyja sérstaklega, vegna legu þeirra. 2. Héraðsfundur Kjalarness prófastsdæmis lítur svo á, aö stofnun kirkjuþings mundi verða veigamikill stuðningur fyrir kirkju og kristnihald í landinu. Telur fundurinn, að slíks þings bíði mörg og marg vísleg vérkefni, sem ekki vangi. Má í því sambandi benda á, að flestar helztu stéttir þjóðfélagsins telja sér nauðsyn ráðgefandi þings málefnum sínum til eflingar, og hefir ríkisvaldið löngu við urkennt þetta sjónarmið. Er það skoðun héraðsfundarins, að frumvarp það um kirkju- þing, sem Magnús Jónsson prófessor flutti á sínum tíma, fari mjög í rétta átt. Loks lýsir fundurinn fyllsta stuðningi sínurn við frum- varp það tU laga, sem flutt var á siðasta þingi um kirkju tök og sölu þeirra.“ Að loknmn héraðsfundin- um sátu prestar og safnaðar fulltrúar prófastsdæmisins boð prófastshjónanna, séra Garðars Þorsteinssonar og konu hans. Söregur og tal Siguröur Skagfield er einn okkar elzti og kunnasti söngv ari. Hann á að baki sér langa reynslu sem söngvari og söng kennari og hefir um langt skeið kynnt sér söngkennslu og kennsluaðferðir erlendra söngkennara. Nú hefir Sigurður skráð nið ur nokkuð af reynslu sinni og þekkingu á þessu sviði og gefið út litla bók, er hann nefnir Söngur og tal, fyrir skóla og sjálfskennslu. Fremst í bók- inni er stutt yfirlit um ís- lenzka söngmenningu. Þá kemur stuttorður og gagnorð- ur kafli um söngkennslu, emk um í skólum. Síðan liefst sjálf kennslubókin, sem er skipt í kafla og fylgja margar skýr- ingarmyndi’. Aítast í bókinni eru svo margar söngæfingar, „skalar“ sem frægir söng- kennarar hafa notað við kennslu sína. Það mætti ætla að þessi litla, laglega bók um söng- kennslu yrði vel þegin hér, þar sem söngáhugi er jafn almennur og raun ber vitni um. Sérstaklega ættu allir þeir er stunda söngkennslu í barnaskólum að notfæra sér þá þekkingu höfundarins, er hann hefir safnað þarna sam an, en það mun fyrst og fremst hafa vakað fyr’r höf- undi, að bókin komi að al- mennum notum við söng- kennslu í skólum landsins. Einn höfuðkostur hókarinn ar er hve höfundur setur skýr ingar sínar fram í stuttu og auðskildu mávli. Þetta gerir bókma mjög aðgengilega og einfalda í notkun, bæði fyrir nemendur og kennara. Er von andi að þessi söngkennslubók komi sem flestum að því gagni er höfundur ætlast til meö útgáfu hennar. E. B. Ný Ijóbabók „Stundir skins og skýja" Fyrir stuttu síðan kom út ný Ijóðabók, eftir Gunnar S. Hafdal, skáld og bónda að Sörlatungu í Ilörgárdal, sem hann nefnir „Stundir skins og skýja“. Bókin er 224 bls. og er ljöðunum skipt í 10 kafla og er formálserindi fyrir hverj um þeirra. Alls eru í bókinni 310 Ijóð og lausavíur, auk for ljóðs, sem er snilldarverk. Bók þessi hlýtur að verða góður fengur hverjum þeim manni, sem ann ram-íslenzkum Ijóð- um, því hún hefir margt sér til ágætis. Það, sem fyrst og fremst vekur athygli lesand- ans, er hin mikla bjartsýni og lífsgleði höfundar, sem ljóðin túlka svo fagurlega, því að þau eru þrungin af karl- mennsku og í þeim er við- felldinn hetjutónn, sem snert ir lesandann notalega. Minna sum ljóðin á Bjarna Thorar- ensen, amtmann, sem á sín- um tíma var einnig bóndi og skáld í Hörgárdal, án þess að um nokkra stælingu sé að ræða, því að Gunnar er full- komlega sjálfstæður i skáld- skap sínum og fer sínar eigin leiðir. Stingur þetta nokkuð í stúf við kveðskap ungu skáld anna nú á dögum, sem ein- kennist mjög af eymdartón og holtaþokuvæli. Braglýti hefi ég hvergi fyrirfundið í bókinni og er slíkt fágætara en maður á að venjast á seinni árum. Rímið er áferðar gott og fellur vel að efninu, en ekki leggur höfundur þó mikla stund á dýrt rím, sízt á kostnað efnisins. Hann get- ur þó brugðið fyrir sig dýru rími, þegar honum býður svo við að horfa, og yrkir þá engu að siður leikandi léti, sem cr bundið mál væri. Sem dæm’ má nefna þessi tvö erindi í, bls. 64 í bókinm: ,,Jón á Hvanná jafnan rann á vaðic, Aldinn hann á allra transt. ungur vann það brygðalaux;, Hafði völd I Mlfa ölö í dainurr, Dáir fjöldinn forsjá hans og fagra skjöldinn leiðtogans. Þannig getur höf. komic' fyrir í örfáum orðum þvi sen. hann þarf að segja, og er þac ólíkt skemmtilegra en þegar skáldin teygja lopann og gen. efnið að engu. Fretstandi vær að birta hér fleiri kvæði ú; bókinni t. d. kvæðið, sem hefsi, á bls. 44, en það yrði of lang í þessum stutta ritdómi. Ei.: þó get ég ekki sfcíllt mig tm að birta hér eitt kvæði, sen er á bls. 62, og nefnist Ljös er. Það er þannig: ,,Lj óst er, að lifsnauðsynjai lýður þarf ár um kring. Ég eyk þær með yrkju jarða:; og arði af búpening. Þe'm almennings orkugjafa ég ek á sölutorg. Gott væri, aö gerðu hið samr, géöskáld í höíuðborg. Ljóst er, að lánast fánm að lifa á kvæðagerð, þótt hún teljist þjöðieg og þyki mikilsverð. — i Að hneigja hug að starfi og handtök mikilvirk er bragasmiðum betra en biðja um skáldastyrk!“ <Pramöftlú 6 6. Kl#u>. rnmm CQAFL5 tlEKFIS 'I, 1 Kipptu kroppnum í lag 1 | með kortéri á dag. | | ATLASÚTGÁFAN | 1 Pósthólf 1115, Reykjavík. | verði afgreidd á öörum vett- IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIllllllllllllllllllll Tckkneskt byggingarefni úr asbest-sementi ÓDÝRT — VARANLEGT ÖRUGGT GEGN ELDI ' 1 S4ÍS5ÍÍSÍ$SSÍÍ$$Í5S$$$Í$Í$ÍÍ$5$ÍS$$$$$«$«554$5555ÍSÍSSÍSÍSSÍSÍSSS$ÍSSSÍ$ÍSSSÍ55ÍÍÍS^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.