Tíminn - 26.10.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.10.1955, Blaðsíða 4
* 4 TÍMINN, migy»kudaginn 26, október 1955, 843. blag,; TVÖ ÁR Fyrir röslrum tveim . árum ■— 27. júní 1953 — var haf- izt handa um að grafa fyrir grunni að vesturálmu við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. — Var þetta erfitt verk og kostnaðarsamt, þar sem sprengja þurfti miklar klappir og lækka lóðina að vestanverðu allverulega. — Þó var hægt að steypa kjall- ara þá um haustið og sleitu- laust haldið áfram, og er nú þessi þriðja viðbygging að mestu fullgerð. — Standa von ir tjl að í vetur verði hægt að taka kjallara einnig í notkun. Bæjarsjóður hefir lagt fram kr. 1000.000,oo til þess- ara byggingaframkvæmda, er kosta munu um 2.600.000,oo, en með öllum húsbúnaði og á höldum mun viðbyggingin kostá nálægt kr. 3000.000,oo, sem er að sjálfsögðu verulegt fé — en telja verður ódýrt, þegar þess er gætt að með þessari viðbót fást 50 sjúkra pláss og má fullyrða, að það eru ódýrustú sjúkrarúm, sem fáanleg eru nú hér á landi. Tryggingarstofnun ríkisins gerði kleift að ráðast í fram- kvæmdir og er ljúft og skylt að þakka þeim Haraldi Guð- mundssyni forstjóra og dr. med. Sigurði Sigurðssyni heilsugæzlustjóra fyrir ómet- anlega aðstoð. — Þá hefir og bæjarstjórn Reykjavíkur og borgarstjórinn Gunnar Thor- oddsen sýnt hlýhug sinn og skilning til þessa velferðar- máls eldra fólksins með því að samþykkja fyrrnefnda fjárveitingu. — Margir vejunnarar stofnun arinnar hafa og sýnt skiln- ing sinn og traust með því að lána stórar fjárhæðir — og er þessum aðilum og fleir- um að þakka, að núi er hægt að segja þessa viðbyggingu að mestu fullgerða. — Þá skal og ekki gleymt að minnast á þátt lánastofnana. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefir alltaf verið hliðhollur og lánað stórfé og Landsbankinn einnig, en þó er það séfstaklega banka- stjóri Eúnaðarbankans, HHm ar Stefánsson, sem hjálpað hefir yfir örðugasta hjallann. Þessu mun gamla fólkið, er hingað leitar síðustu æviárin seint gleyma, heldur launa að verðleikum. Styrktarfélag lamaðra hefir einnig lánað 200.000,oo vaxtalaust. — Þessi tvö ár hafa verið iær dómsrík fyrir mig um leið og þau hafa verið erfíðustu ár ævi minnar. — Lærdómsrík vegna þess, að ég hefi fundið hversu lítið fólk metur það, sem reynt er að gera fyrir það. Skilningur virðist svo lítill á því, að hér er verið að byggja fyrir þá, sem búnir eru að slíta sér út fyrir okkur sem yngri eru. — Skuldabréf voru gefin út — þau bjóst ég við að fjöldi manns myndi kaupa — flestir búast við að verða garnhr og það er gott að geta leitað í skiól í ellinni. — En það eru ekki skuldabréf sem keypt eru. — Happdrætt isseðlar seljast — ekki alltaf vegna málefnis, heldur vegna vonar um skjótfenginn mik- inn gróðá, — en við munum ekki selja happdrættisseðla fyrir þessa stofnun. — Hann átti rúmlega 5000 kr. hjá okkur og hafði sú skuld staðið alllengi. — Það var erf itt að greiða hana. — „Hvað varðar mig ura Elli- heimilið — ég þarf að fá mitt fé“ var svarið hans, og skiln- ingur á miklu vandamáli, er ég ætlaðist til að hann hjálp aði til að leysa með því að lána þessa upphæð lengur. — En þeir eru líka til — Guð1 sé lof — sem hugsa og breyta öðruvísi. — „Þessi skuld er mikil og .gömul — en ef ég greiði hana þá getum við ekki haldið á- fram að byggja,“ sagði ég við e'nn af lánadrottnum stofn- unarinnar. — „Haldið áfram að byggja — hættið aldrei að byggja og greiðið þegar þið gctið“ þannig var svarið hans. — Sumir skilja tilganginn með þessu starfi —- en all- flestir ekki. — Þeir gera að- einc kröfur um að vistpláss séu tU fyrir þá og þeirra, en hafa aldrei gert neitt til þess að hjálpa til í þessum málum — Þeir eru fljótir á sér, ef eitthvað fer aflaga — ef allt er ekki í lagi. — Ef hækka verður vistgjöldin vegna sí- hækkandi verðlags, þá eru þeir fljótir til og fara að tala um að okrað sé á gamla fólk- inu, vistgjaldið jafnhátt og dvöl á Hótel Borg eða eút- hvað álíka gáfulegt. — Ef skortur er á starfsfólki og því ekki unnt að láta í té þá þjón ustú, sem æskúeg væri, þá kemur fólk ekki og býður. fram aðstoð sína til að lið- sinna og hjálpa — nei, þá er talað um óhæft starfsfólk — enda þótt þetta sama starfs- fólk leggi sig allt fram til að leysa störf sín í þágu gamla fólksins, sem bezt úr hendi. En þessi tvö ár eru nú lið- in. — Markinu er náð. — Við höfum þegar getað bætt við um 40 vistmönnum í Reykja- vik og í Hveragerði höfum við ásamt Árnessýslu komið upp Elli- og Dvalarheimilinu Ás, en þar eru nú um 30 vist- menn. — Samstarfsfólki mínu öllu þakka ég ágætt samstarf — hefir það lagt sig fram um að vinna þessari stofnun vel og dyggilega. — Stjórn stofnunarinnar hefir og lagt sinn stóra skerf til þeirra framkvæmda, sem hér hafa átt sér stað. — Á Grund dveljast nú 245 konur og 95 karlar eða sam'- tals 340 vistmenn, þar af um 200 rúmliggjandi sjúklmgar. í Ási í Hverageröi eru 27 vist menn, 11 konur og 16 karlar, eða samtals 367. — í vetur þegar kjallari viðbyggingar- innar er fullgerður, verður hægt að bæta við — einnig nokkrum í Hveragerði, og og geri ég ráð fyrir, að pláss verði fyrir um 350 vistmenn í vetur samanlagt. En enda þótt þessi árang- ur hafi náðst, þá þarf margt að gera í þessum málum. Eldra fólkinu í landinu fjölg ar stöðugt'. Sjúkrahúsvand- ræðin eru slík, að um langan tíma hafa stór vandræði hlotist af. Dvalarheimili sjó- manna mun að sjálfsögðu hjálpa nokkúð í bili — á sín um tíma — en þó verður nú að gera stórt átak í þessum málum. ef vel á að fara. — f- búðir fyrir eldra fólkið eru enn þá óreistar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um það mál, og var svo óvarkár, að sýna líkan af einu slíku húsi. — Hugmyndin er góð — en hún kemur ekki að neinu haldi nema að hún sé fram- kvæmd. — í Hveragerði höf- um við hafist handa og keypt lítið hús, lagfært það og selt síðan afnotarétt af því tU æviloka. — Vonandi verður hægt að vori að bæta einu húsi viö — og svo smátt og smátt fleiri húsum og íbúð- um. Hvoragerði er ákjósanlegur staðúr fyrir eldra fólkið, einn ig þá sem lasburða eru. Verð ur vonandi fyrr eða síðar reist ar þar stærri og minni stofn anir til viðþótar þeim, sem þegar eru þar. Það hefir oft verið minnt á þá ósanngirni og ranglæti, að vistmenn sem á Grund dveljast, skuli ekki njóta sömu réttinda um greiðslur frá Sjúkrasamlagi Reykjavík ur og t. d. þeir, sem eru á hliðstæðri stofnun í Hafnar- firði. — Nýlega hitti ég kunn ingja minn. — „Hann Jón var ekki lengi hjá ykkur, hann er kominn til Hafnarfjarðar, það er reyndar erfitt fyrir konuna hans aö fara á milli daglega, en sjúkrasamlagið borgar ekkert hjá ykkur (átti við daggjaldið) og konan hans hafði ekki ráð á að borga mismuninn“ (til Við- bótar við það sem kemur frá Tryggingunum). — Hversu lengi slíkt og þvílíkt getur viðgengist veit ég ekki — on fyrir þá, sem fyrir verða er þetta óskiljanlegt rang- læti. Fólkið borgar árum saman til Sjúkrasamlagsins. — Þeg ar það veikist þá er erfitt fyrir gamla fólkið að fá pláss á sjúkrahúsunum — en á sjúkradeildum þessarar stofn unar er stundum pláss — en þar borgar Sjúkrasamlag R- víkur ekki — aðeins í Hafn- arfirði. — Því verður víst svarað að Grund hafi ekki sjúkrahúsréttindi — það er rétt — en við höfum leyfi til að hafa 30 sjúklinga (þeir eru nú um 200) en ekki er heldur' greitt fyrir þá frá Sjúkrasam laginu. Á þessu verður nú vonandi bót bráðlega. Grund hefir sótt um leyfi til að hafa 150 sjúkl inga — sem ættu að fá sömu réttmdi og aðrir sjúklingar, sem eru á hliðstæðum stofn unum. — Þessi grein á ekki aðems að skýra frá hvernig gengur með viðbygginguna — held- ur er einnig ætlunin með henni að vekja enn emu sinni athygli manna á vandamáli, sem meiri gaum verður að gefa í framtíðinni. — Gísli Sigurbjörnsson. amPCR I Raflagir — Viðgerðir f Rafteikningar I Þinúholtsstræti 21 I Sími 8 15 56 í WKAKmnJiÐMSScn LOGGILTUR SK.1ALAMOANDI • OG DÖMTULK.UR I ENSK.U • SHSJUS78LI - úm 8185S ATHUGASEMD Vegna frásagnar af verk- falli hljóðfæraleikara, sem birtist í Mbl. í dag, vill stjórn Félags ísl. hljóðfæraleikara gera nokkrar athugasemdir. Taxti sá, sem auglýstur var í blöðum bæiarins ný- lega og nú er deilt um, er hinn sami og verið hefir síð- an 1949. Hljóðfæraleikarar fara ekki fram á neina grunn kaupshækkun, heldur 'er krafa þeúra einungis að fá greidda fuila vísitöluuppbót á grunnkaupið, sem hefir ver ið það sama á 7. ár. Það var hvergi á þetta minnst í um- ræddri frásögn. Eins langar stjórn félags- ihs til að benda á þaö að í janúar s. 1. þegar hljóðfæra- leikarar gerðu tilraun til að lagfæra kaupið, en sú lagfær ing fór út- um þúfur, þá hækk uðu veitingamenn verð að- gþngumiða til að mæta vænt anlegri kauphækkun, sem ekki varð neitt af, og hafa haZofiff því verffi uppi sí'Sdn. Það sama gerðist nú fyrir viku síðan í riokkrum veit- ingahúsum, verð aðgöngu- miða var hækkVð og verð gosdrykkja einnig, til þess aö mæta kauphækkunarkröfu hljóðfæraleikara, en síðan neita veitingamenn að greiða kaup samkvæmt hinum nýja taxta félagsins. Stj órn F. í. H. sendi veitinga mannasambandinu bréf í á- gúst s. 1. og óskaði eftir við- tali við þá um gagnkvæma samr.inga, en veitingamenn svöruðu á þá 1 eið að þeir haíi ekkert við hljóðfæraleik ara að tala. Þrátt fyrir það sendi stjórn F. í. H. veitinga- mönnum samningsuppkast í byrjun okt. þar sem veitinga- mönnum var boðin veruleg lækkun á tímakaupi hljóð- færaleikara ef þeir vildu tryggja örugga vinnu og fleiri klst. í viku. Þessu svör (PramhaJd a fl. slSu) ÞER KOMIST ALLT AÐ 10% LENGRI LEIÐ Á SAMA ELÐSNEYTISMAGNI, EF ÞER NOTIÐ NY PMiR mim&m CHAMPION KERTI. Einkaumboð á íslandi: H.f. Egill Vilhjálmsson Laugavegi 118 — Sími 8 18 12 Allt d sama stað DIF hreinsar auðveldlega flest óhreinindi. DIF er fljótvirkt, auðvelt í notkun og betra en allt, . sem þér hafið áður reynt DIF er ómissandi á öllum vinnustöðum og á hverju heimili. O. Johnson & Kaaber h.f. ÍÍÍÍÍSIÍS4SSSÍS5SSSSíaa!5í!íí*ÍStS£Sfi5ÍMMÍ<»«í«W<«««i!M««««*i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.