Tíminn - 27.10.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 27. cktóber 1955.
24-4. blaff.
Blómlegt atvinnulíf skapar öryggi
og eykur þrótt einstaklinganna
Framsöguræða Elríks Þorstcinssouar al-
þingismanns fyrir frumvarpi til laga
um stofnun Jafnvægislánadcildar við
Framkvæmdabanka íslands
Herra forseti.
Á þingskjali 31 flytjum við
hv. þ. m. Austur-Skaftfellinga
frumvarp til laga um Jafn-
vægislánasjóð víff Fram-
kvæmdabanka íslands. ______
Ástæðan fyrir því, að við
flutningsmenn teljum nauð-
syn bera til að flytja frum-
varp, slíkt og þetta, er eins og
segir í greinargerð fyrir því,
hinn stöðugi straumur fólks
og fjármagns til vaxandi
bæja við Faxaflóa, úr bæjum
og þorpum við sjávarsíðuna á
Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum svo og úr sveit
unum. Nokkur viðleitni, af
háifu alþingis og ríkisstjórn-
ar, hefir nú undanfarið átt
sér stað, til að ráða hér bót á,
en þéttbýlið syðra, með fjár-
magni sínu og öðru því, er
það hefir upp á að bjóða dreg
ur fólkiff til sín eins og segull.
Jafnvægisleysið færist í auk-
ana en í víðáttumiklum frjó
sömum og fögrum byggðum
landsins á sér víðast stað
fólksfækkun eða er yfirvof-
andi.
, —
150 millj. til Ikna.
í lagafrumvarpi þessy er
gert ráð fyrir, að stofna skuli
við Framkvæmdabanka ís-
lands sérstaka lánadeild, er
nefnist Jafnvægislánadeild.
Hlutverk deildarinnar er að
veita lán til að auka atvinnu
rekstur í þeim landshlutum,
sem erfiðasta aðstöðu hafa
sakir skorts á atvinnutækj-
um. Gert er ráð fyrir að Jafn
vægislánadeild sé undir sér-
stakri umsjón þiggja manna
stjórnar, sem annist lánveit-
ingar úr deildinni. Stjórnina
. skipa samkv. frumvarpinu
skrifstofustjórar í félagsmála
ráðuneytinu, atvinnumála-
ráðuneytinu og fjármálaráðu
neytinu og er skrifstofustjóri
félagsmálaráðuneytisins for-
maður stjórnarinnar. Fjár í
Jafnvægislánadeild er gert
ráð fyrir að afla þannig, að
ríkissjóður greiði með jöfnum
famlögum á næstu fimm ár-
um eftir gildistöku laga þess-
ara 50 milljónir króna, sem
er stofnfé deildarinnar. Til
viðbótar því ábyrgist ríkis-
sjóður allt að 100 milljón kr.
lán, sem Jafnvægislánadeild
tekur til starfsemi sinnar.
Skulu ríkisstjórnin og Fram-
kvæmdabankinn hafa for-
göngu um útvegun lánsfjár-
ins.
Bæta úr skorfi
atvinnutækja.
Gert er ráð fyrir að jafn-
vægislánadeild veiti tvenns
konar lán. A-lán af lánsfé
deildarinnar, gegn 1. veðrétti
í botnvörpuskipum og iðnað-
arfyrirtækjum, sem geta ekki
fengið lán úr Fiskveiðasjóði
íslands eða . Ræktunar'sjóði
íslands. B-lán af stofnfé
deildarinnar, gegn síðari veð
rétti í fiskíbátum og skipum,
iðnaðarfyrirtækjum og félags
mannvirkjum. Ætlast er til
að þau lán, sem veitt verða úr
Jafnvægislánadeild, verði
fyrst og fremst miðuð við
það, að bæta úr skorti á at-
.vlnnutækjum, á þeim stöðum
Eiríkur Þorsteinsson,
alþingismaður
sem verst eru settir. Verja má
1/10 stofnframlags deildar-
innar til þess að greiða til
bráðabirgða rekstrarskuldir
atvinnutækja, sem lán er
veitt til, úr henni, þar sem
um byrjunarörðugleika er að
ræða.
Unga fólkiff ilytur broft.
Eins og alþjóð er kunnugt,
og ég hefi áður minnzt á hafa
aðgeröir alþingis og ríkis-
stjórnar ekki hrokkið til að
halda uppi jöfnu örygg í at-
vinnulifi hinna ýmsu bygða
landsins. Fjármagnið og notk
un þess er um of bundið við
höfuðborgina ög nágrenni
hennar. Árstíðabundið at-
vinnuleysi veldur brottfluth-
ingi fólks úr kauptúnum og
sveitum landsins. Unga fólkið
sem leita þarf burt frá heima
högum einu sinni, hverfur
ekki heim aftur að jafnaði.
Nýjar iSngreinar.
Víðs vegar kringum landið
hefir mjög dregið úr fiskveiði
E.s. Bröarfoss
fer héðan laugardaginn 29.
þ. m. til Vestur-, Norður- og
Austurlandsins.
Viðkomustaðir:
ísafjörður,
Siglufjörður,
Akureyri,
Húsavík,
Seyðisfjörður,
Norðfjörður,
Eskif i örður,
Reyðarfjörður,
Fáskrúðsfjörður.
H.f. EzmskipaféZag lslands.
á bátamiðum fyrir ágang tog
ara eða af öðrurn ástæöum.
Ennbá hefir ekki verið gerð
néin alhliða ráðstöfun, sem
vegur hér upp á móti. í mörg
um sjávarþorpum vantar því
tilfinnanlega fisk til verkun-
ar í fiskiðjuver, sem komið
hcfir verið upp með ærnum
kostnaöi, en eru m. a. af þess
um ástæðum rekin með tapi.
Samtímis verða heimamenn
að leita sér atvinnu í öðrum
landshlutum. Hér þarf nýrra
aðgerða við. í mörgum tilfell
um veröur að skipta um at-
vinnutæki. Nýjar iðngreinar
þurfa að rísa og vera opnar
fólkinu og geta tekið við fólks
fjölguninni hver á sínum
stað. Blómlegt atvinnulíf
skapar öryggi og eykur þrótt
einstaklinganna til alhliða
framkvæmda og dáða.
Þolir ekki bid.
Það frumvarp, sem hér Hgg
ur fyrir, á að gefa þeim stöð-
um, sem erfiða aðstöðu hafa,
möguleika th að fá fjármagn
til uppbyggingar atvinnu-
tækja. Það á að verða virkur
þáttur í að skapa nauðsyn-
legt jafnvægi í byggð lands-
ins og lífi þjóðarinnar, en
það' á ekki að verða neitt loka
átak heldur vakning fyrir nýj
um aðgerðum, sem hver fram
af annarri eiga að auka við-
námsþrótt þjóðfélagsins til
menningarlegrar og efna-
hagslegrar uppbyggingar. í
trausti þess vona ég að hátt
virt alþingi sé mér sammála
um að afgreiða þurfi máliö á
þessu þingi.
Enska knattspyrnan
UrsHt s. 1. laugardag.
1. deild.
Birmingham—Manch. City 4—3
Burnley—Bolton 2 —0
Charlton—Portsmouth 6—1
Everton—Aston Villa 2—1
Luton Town—Arsenal 0—0
Maneh. Utd.—Huddersfield 3—0
Newcastle—Wolves 3—1
Preston—Chelsea 2—3
Sheff. Utd.—Biackpool 2—1
Tottenham—Sunderland 2—3
West Bromwich—Cardiff 2—1
2. deild.
Barnsley—Plymouth 1—2
Bristol City—Bristol Rov. 1—1
Bury—Liverpool 1—4
Fulham—Leicester 3—2
Leeds Utd.—Lincoln City 1—0
Midalesbro—Stoke Cir.y 1—3
Notts County—Blackburn 1—2
Port Vale—Sheff. Wed. 0—1
Rotherham—Nottm. Forest 2—1
Swansea—Hull City 4—1
West Ham—Doncaster 6—1
Wales vann England í
landsleiknum á laugardaginn
með 2—1 og er það fyrsti sig-
urinn yfir Englandi síðan
1938. Vörn enska liðsins var
mjög góð, en framlinan náði
sér aldrei á strik, og tókst
aldrei að skora. en John Charl
es var svo óheppinn að slcora
sjálfsmark hjá Wales. Hann
var þó bezti maður liðsins og
hélt Lofthouse alveg mðri.
Wales skoraði bæði mörkin á
sömu minútu í fvrri hálfleik.
Portsmouth varð fyrir
þeirri óheppni, að markmað-
urinn, Uprichard, en hann
leikur í, írska landsliffinu,
meiddist alvarlega eftir 15
mín. og var borinn út af. Fór
þá einn framvörðurinn i mark
en leikur liðsins var í moium
á eftir, þar sem það hafði
| manni færra og óvanan mann
i marki.
Sunderland náði forust-
unni í 1. dedd með því að sigra
Tottenh. með oddamarkinu
af fimm, en Tottenham, sem
er neðst í deildinni, lék mikiu
betur en í fyrrj leikjum í
haust og hefði verðskuldað
jafntefli. Telja sérfræðmgar,
að iiðið komist fljótt af botn-
inum. Biackpool tapaði fyrir
Sheff. Utd. og ástæðan var
sú, að Matthews lék með
enska landsliðinu, Blackpool
tapaði fyrir Sheff. Utd. og á-
stæðan var sú, að Matthews
lék með enska landsliðinu.
Blackpool hefir tapað þrem-
ur leikjum, og þá hefir ,.gamli
maðurinn“ ekki verið með.
Við tapið féll Blackpool niður
í þriðja sæti. Deildarmeistar-
arnir, Chelsea, unnu fjórða
leikinn í röð, og eru að ná
sama styrkleika og í fyrra,
en Úlfarnir vhðast í mikilli
afturför.
í 2. deild er Swansea enn í
efsta sæti og vann Hull ör-
ugglega, þótt þrír beztu menn
liðsins lékju með Wales í
landsleiknum. Port Vale tap-
aði í fyrsta skipti heúna og
féll nokkuð við það. Hull virö-
ist í vonlausri stöðu. NeU
Franklin er meiddur og Mann
ion er hættur með félaginu
og leikur nú með iiði, sem
stendur utan deUdanna.
Staðan er nú þannig:
Sunderland
Manch. Utd.
Blackpool
W. Bromw.
Everton
Charlton
1. deild.
12 9 0
7
7
7
7
14
13
13
14
14
35-23
30-23
30-19
18-14
18-17
28-27
18
18
17
17
16
16
(Framhald 4 6. slCu).
ÍSSSSS33SS35S3SSSS3SSSSSSÍ3SSS5S553SS3S353SSÍ35S«35SÍ5SSS5SSSSSS$S3SSÍÍSS3S3Í3SS$SÍS3S3Í5ÍSÍ3SÍSSÍS35S33SSS3I
Tékkneskt by^ingarefni úr
asbest-sementi
ÓÐÝRT — VARANLEGT
ÖRIJGGT GEGN ELDI
^®5;Í;Í;Í!5«ÍÖÍÍ«Í«Í«Í««««S«SSÍSSSS3«SSSSSSÍSSSSSSSSSÍSS««3!SSSSSSSÍSSS«SSSSSSSSSS«SSSSÍS«SSSSSSSSS«««I