Tíminn - 10.11.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1955, Blaðsíða 4
4 TIMINN, fimmtudaginn 10. nóvember 1955, 256. blaff. Í.V.v 8§u?59®i‘§í*f{í» Tékkneskí byggmgarefiii úr asbesf-sementi ÓDÝRT — VARANIEGT (ÍRUGGT GEGN ELDI Veggplötur - þilplötur - báru- plötur - þakhellur. - Þrýsti- vatns-pípur, frárennslispípur og tengistykki. 'mmmmrn Einkaumboð: Mars Tradmg Company, Klapparstíg 20, — Sími 7373 |$£| Czechoslovak Ceramics, í*;v'-*-. ~" P;: '/ 'i .* IT.v.j-. • t* . , t • , • .ÍW*,. i r’-VsM HÚSMÆÐUR! - HÚSMÆÐUR! NYLONU er komið aftur Fæst í flestum nýlenduvöruverzluuum NYLONU: Eina hreinsiefnið, sem sérstaklega hefir verið framleitt til þess að þvo, bleikja og hýrga nælon, ull, silki og öll gerviefni. • NYLONU: Veldur því að guli og grái blærinn hverfur| af hvítu næloni, htir endurskírast, styrkir gerviþræðina. NYLONU: Er 100% öruggt til þess að þvo úr því viö- kvæmustu nælonsokka. Gerir nælonsokk- ana endingarbetri. NYLONU: Er viðurkennt af York Reserch Corpora- tion, hinni opinberu efnarannsókastofu fyrir hið víðlesna tímarit Readers Digest og American Hotel Association. Heildsölubirgðir: ÍSLENZKA VERZLIJIVARFÉLAGIÐ h.f. Laugavegi 23 — Sími 82943 i$$S$$S$$$$S$$$$$$$$$3$$$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$5S$$5$5$$ £$$3$$$$$$3$S$$$$$$$$$$$$$$$$33$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$R GARDINUSTENGUR Gardínubönd - krókar - lykkjur - hringar og klemmur. M&lmng & Járnvörur Laugavegi 23 — Sími 2876 5$$t$$$$$ÍS$$$$$$$$$3$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$jt$$$$$$$$-3$; ! Vlin/un^arájojoj.ct ÍIÍÍÍÍ: 1 Þúsundir vita | að gæfa íylgir hringunum | I frá SIGURÞÓR. S Útvarpshlustandi kveður sér hljóðs og vill heilsa upp á Helga Hjörvar, skrifstofustjóra útvarps- ráðs: „Má ég heilsa? Má ég kveðja? Þetta virðist eins konar regla hjá skrifstofustjóranum, Helga Hjörvar, þegar hann vill kynna sig fólki. Vafalaust er þetta einhver hirðsiða kurteisi, sem hann hlýtur aö vita beztu skil á allra nútíma íslendinga, þar sem hann hefir oft varið löng- um og dýrmætum tíma í að kenna fólki siðfágun og háttvísi alla. Þeir sem svo h'lustuðu á hann í útvarp- inu síðast liðið mánudagskvöld, þar sem hann talaði „um daginn og veginn“, töldu sjálfsagt að hann myndi spyrja:' „Má ég svara ná- unganum um alls konar ósóma?“ En — í þessu tilfelli gerði hann það ekki og mun mörgum hlust- endum hafa komið í hug að efast um réttmæti þess, sem þessi hátt- setti starfsmaður við útvarpið leyfði sér að tala til okkar út um byggðir landsins. Útaf erindi þessu viljum við hlustendur varpa fram nokkr- um spurningum, það er ef til vill réttara að nefna það kennslustund, þar sem skrifstofustjóri Helgi Hjörv ar vill áminna fólk meðal annars um það, að setja kommur og punkta á réttan stað .Við spyi-jum því fyrst: Er skrifstofustjórum yfirleitt allt leyfilegt framar öllum öðrum? Eða hefir skiúfstofustjóri útvarpsins ein- hver sérréttindi til að vera með áróður í útvarpinu, sem hefir þó verið yfirlýst að hlutlaust ætti að vera? Er honum leyfilegt að nota aðstöðu sína í útvarpinu til að lýsa á grófan hátt einkalífi og störfum fólks út um byggðir landsins? Má hann taka fyrir góða og gilda vöru óhróður sem óhlutvandir menn færa að honum í fréttaskyni' og ræða um það á jafn opinberum vettvangi og útvarpið er? Þessar og fleiri spurningar eru alltaf að koma fram í huga fólks- ins síðan Helgi Hjöi-var flutti er- indi sitt áðurnefndan mánudag og mun það frægt orðið fyrir litla hátt visi, og kom því úr hörðustu átt, frá sjálfum útvarpsmanninum, eins og hann oft nefnir sjálfan sig. Auö heyrt var að skrifstofustjóra fannst sér takast mjög vel að gefa glögga lýsingu af skemmtisamkomu, er hann telur að framfái’a'féiág sveitar þeirrar, er hann gerir sér svo títt um að lýsa, hafa ‘staðið að/.-og látið sér sæma að hirða ágóðann af án þess að hann eiginlega telji það hafa átt rétt tilrþess. Lýsingin er í hæsta lagi ófögur, en varla hefir skrifstofustjórinn þurft ,a3- seilast inn í sveitir landsins til að sjá þessa ófögru mynd af. því hrylli- lega ástandi, sem nú virðist svo sorglega ríkjandi í skpmmtanalífi ungu kynslóðarinnar. og á þar drykkjuskapurinn sinn stóra,.hlutrí- Hann hefði varla þurft aðstoðar- menn til að færa sér fréttir af slíku, hann hefði visstilégá getað fundið þetta nær sér, og' séð' með eigin augum, og svo góður ér Helgi Hjörvar í reikningi að hann hefði víst fengið ábyggilega tölu af flösk um og flöskubrotum, þött hann væri einn um að telja, einkum á svo björtum og fögrum ‘haustmorgni eins og hann lýsir. Það er sorgleg staðreynd að mjög skortir á hátt- visi þess fólks, sem þessar almennu samkomur sækja, auðvitað eru þar heiðarlegar undantekningar, og öllum hugsandi mönnum er ljóst, hvert þjóðarböl slíkt ástand er. Það er svo stórt mál, líklega stærsta og alvarlegasta mál íslenzku þjóðar- innar, að vonlaust er að skrifstofu- stjóri Helgi Hjöi'var leysi þann vanda. Enn spyr hlustandinn: Bera forráöamenn veitinga- og sam- komuhúsa ábyrgð á hegðun sám- komugesta? Annars eru þessi mál alvarlegri en svo að unnt sé að ræða um það hér. Næsta atriðið, sem skiifstofustjór inn Helgi Hjörvar tekur harla djúpt í árinni þar sem hann lýsir skóla og aðbúnaði skólastjóra í einu fræðsluhéraði landsins og fólki og yfirleitt allri háttsemi þess. Eins og öllum hlustendum er kunnugt, lýsir hann með fjálglegum orðum, svo sem hans er vandi, íegurð, gróðri og gæðum öllum í þessu sínu umrædda héraði, byggingum bænda fólksins jafnvel sjálfum kúnum, telur þær margar óvenju feitar og arðsamar og færi því bændunum mikla björg í bú, séu þeh því ríkir mjög, en ekki þar eftir örlátir við skóla sinn, tregh á allar umbætur við skólahúsið, sem hann telur að sögn skólastjóra mjög illa fyrir- (Framhald á 6. síðu.) Útdráttur úr notarialbók Suður-Mulasýslu Ár 1955, laugardaginn 15. október framkvæmdi not- aríus publicus í Suður-Múlasýslu útdrátt í happdrætti ungmennafélagsins i Helgustaðahreppi að viðstoddum undirrituðum vottum: Drátturinn fór þannig fram: 1. Peningar, kr. 2000,00 nr. 1190 2. Baðker — 2189 3. Stundaklukka — 765 4. Dívan ---4786 5. Peningar kr. 500,00 — 234 6. Peningar — 500,00 — 4500 7. Peningar — 500,00 — 3722 8. Peningar — 500,00 — 2728 9. Lamb — 2285 10. Lamb — -3259 11. Lamb — 233 12. Lamb — 1635 13. Raflampi — 2Q00 Þannig fram farið — Lúðvík Ingvarsson. Vottar: ....... Ásgeir Júlíusson, Aðalbjörg Karlsdóttir. S$$$$$3$$$5$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5$$$3$$$$$$í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.