Tíminn - 16.11.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1955, Blaðsíða 8
Stevenson ákveður aö bjóða sig f ram í kosningunum 1956 Kefauver og' Harriman keppinautar liaiss Ch*cag;o, 15. nóv. Adlaz Stevenson frambjóðandi demo- krata í forsetakosningunum 1952 tilkynnti formlega í dag, að hann myndi gefa kost á sér og leita eftir að verða fram- bjóðandi flokksins í kasnzngunum næsta ár. TUkynningu Jiessa fékk hann blaðamönnum rétt áður, en fjölmennur flokksfundur demokrata hófst hér í borginni. Tilkynning þessi kemur ekki á óvart, því að Ijóst hefir ver- ið upp á síðkastið, að Steven son hugðist sækja það fast að ná kosningu, sem fram- bjóðandi flokksins. Utigverjar unnu Svía Síöastl. sunnudag fór fram landsleikur í knattspyrnu í Budapest milli Ungverja og Svía. Ungverjar sigruðu með 4-2. Þetta er 10. landsleikur Ungverja á árinu, og þeim manni, sem skoraði þriðja markið í þessum leik, var heit ið talsvert hárri peningaupp- hæð, þar sem það yrði 50. mark Ungverja í landsleik í sumar. Fyrirliðinn Puskas skoraði þriðja markið með þrumuskoti frá vítateig og hlaut þar með verðlaunin. Nokkru síðar spyrnti hann framhjá úr vítaspyrnu. Ung- verjar höfðu talsverða yfir- burði í leiknum. Fyrir Svía skoruðu Sven Ove Svenson úr vítaspyrnu og Löfgren. Verkalýður Argcn- tínu á báðum áttum Buenos Aires, 15. nóv. Nokk uð' fer tvennum sögum af alls herjarverkfalUnu í Argentínu, sem hófst í gærkvöldi- í fyrstu virtist verkfallið ætla að fara algerlega út um þúfur, en er (Framhald á 2. slðu.) Ekk* einn um hztuna. Veikindi Eisenhowers for- seta, sem sennliega leiða til þess að hann býður sig ekki fram við næstu kosningar, hef ir oröið tU þess að sigurhorfur demokrata í forsetakosning- unum næsta ár, eru taldar miklu meiri en áður og því sækja ýmsir áhrifamenn demokrata það fastar en áður að vera fo'irsetaeffíni flokks- ins. Stevenson má því búast við nokkurri samkeppni. Er þar fyrstan að nefna Averell Harriman, fylkisstjóra í Newj York. Virð’ist fylgi hans fara i vaxandi og fyrir skömmu I lýsti Truman fyrrv. forseti \ yfir stuðningi vtö hann. Hafði hann áður stutt Stevenson mjög eindregið. Vinna á seinasta sprettinum, Það dregur úr möguleikum Stevensons td að verða fram bjóðandi að margir hafa htla trú á að bjóða fram mann, sem áður er búinn að tapa. Saga sýnir, að það hefir ör- sjaldan gefizt vel í Bandaríkj unum- Öldungadeildarþnig- maðurinn Estes Kefauver mun og sækja það fast að verða frambjóðandi. Hann sigraði Stevenson í mörgum ríkjum 1952 í prófkosningum meðal kjósenda, þótt hann tapaði að lokum. Hann mun senni lega taka upp sömu aðferð nú. Hörð barátta milli Stevensons og Kefauvers mundi emmitt koma sér vel fyrir Harriman. Hann hyggst ekki hafa sig mikið í frammi fyrst um sinn, en vinna á lokasprettlnum, þegar hvorugum keppinauta hans tekst að ná nægilegum meirihluta. Miklar endurbætur á Sandgerðishöfn í sumar Frá fréttaritara Tímans í Sandgerði. f sumar hefir Verið nnnið talsvert að hafnarbótum f Sandgerð*. Hefír þar verið um að ræða dýpkvun hafnarinn- ar og inns*glingar. Hefir kafari unnzð að undanförnu við sprengmgar á sjávarbotni í höfninn*. í sumar var dýpkunarskip- ið Grettir í Sandgerði og var þá grafið í innsiglingunni, svo að nú er stórum fiskibát- um fært inn hvernig, sem stendur á sjó. Ennfremur var grafið inn við aðalbryggjuna með góðum árangri, svo þar verður nú sæmilegt dýpi fyrir stóra fiskibáta, hvernig sem á sjó stendur. Nú þarf ekki að sæta sjávarföl/um. Áður þurftu menn að sæta sjávarföllum til þess að kom- ast á stórum bátum inn á höfnina og eins til þess að fá afgreiðslu við bryggjuna, þar sem stórir bátar flutu þar ekki um fjöru. Er slíkt mjög bagalegt í vaxandi útgerðar- kaupstað eins og Sandgerði. En bátafjöldi þar á vertíð- inni hefir vaxið mikið að und anförnu, sökum þess hve þægilegt þykir að sækja það an á mið, sem eru tUtölulega stutt undan. Þegar Grettir fór var nokk uð eftir að vinna við þessar framkvæmdir, einkum eftir að sprengja klappir í botni við br.yggjuna og í höfninni á öðrum stöðum. Er nú unnið að þessu með köfunum, en kranabíll notaður til að lyfta grjótinu upp úr sjónum. Ný búsáhaldabúð SÍS í Aiasturstræti S. 1. laugardag opnaði SÍS búsáhaldadeild í kjallarahæð verzlunarhúss þess, sem h*n nýja sjálfsafgreíðslubúð SÍS er í við Austurstræti. Þar eru á boðstólum allar helztu he*m*hs- vélar og áhöld, haganlega og smekklega fyrir komið á þann hátt, að viðskiptavinir geta geng*ð um alla búðina, skcðað hluthia og val*ðþá sjálfir. Þar er ýmislegt nýstárlegt að sjá og á boðstólum, t. d. hefir h*nn sérbyggði bökunarofn, sem komið er fyrir í réttri vinnu- hæð í eldhúsi vakið mikla athygli húsmæðra. Myndin sýnir hina nýju búsáhaldadeild. — Ólafi Ketilssyni lízt ekki á blikuna í gær hringdi Óiafur Ketils son, bifreiðarstjóri, til blaðs- ins og sagði frá vegabótum í Ölfusinu. ,,í vikunni sem leið var verið að ýta moid frá veginum. í gær var verið að ýta mold upp á veginn. í dag er verig að ýta mold ofan af veginum". Að þessu athuguðu kvaðst Ólafur leggja til að stjórnendur verksins yrðu teknir tU athugunar — and- legrar. — Aukin viðskipti milli Norömanna og Rússa Gerhardsen hmffí lcifítognm líússa heim Moskvu, 15. nóv. Samningaviðræðum norsku send*nefnd- arinnar í Mcskvu und’r forustu Gerhardsens forsætisráð- herra, sem þar heffr dval*zt í op*nberri he*msókn undan- farna daga, lauk í dag. Mun Gerhardsen og fylgdarlið Jaans vera á förum frá Rússlandi. Samkomulag hefir náðst unf uk*n verzlunarviðskipti mill* landanna, komið verði á sam- eiginlegri björgunarstarfsemi beggja þjóða á Barentshaf*, menn*ngarsamskipti verði aukin og bæði ríkin vilja Ieggja sig fram uin aö vinna að bættri sambúð þjóða á alþjóða- vettvangi. Nýju almannatryggingalögin styöja að félagslegu öryggi Það er nú upplýst, að ef hið nýja frumvarp félagsmála- ráðherra um almannatryggingar nær frain að ganga, mun það opna leið til að framkvæma m*kilvægar samþykktir Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar um félagslegt öryggi-, sem fram aö þessu hefir ekki verið liægt að framkvæma. Var gefin út sameiginleg yfirlýsmg, að viðræðunum loknum, þar sem frá þessu var skýrt. Um flest þau atriði, sem fjallað var um, verður síðar samið í einstökum at- riðum. t | Bauð þemi U1 Noregs. í lok viðræðnanna, sem fóru fram i Kreml, spurði Gerhard- sen hvort leiðto^ar Sovétríkj anna myndu ekki geta komið því við, að koma i nokkurra (Framhalcí á 7. síðu.) Vegabréf ekkl nauösyn Beg á Noröurlöndum Eins og kunnugt er geröist ísland aðili að Alþjóðavmnu- málastofnuninni 1945, en sú stofnun var sett á fót að lok inni fyrri heimsstyrjöld. Ein af þeim skyldum, sem aðilda ríkunum er á herðar lögð, er sú að leggja fyrir löggjafar- valdið samþykktir stofnunar- innar með það fyrir augum, að þær verði fullgildar af við komandi ríki ef unnt er. AÖeins þrjár samþykkfir. Af 104 samþykktum hefir ísland aðeins samþykkt þrjár og fjalla þær um félagafrelsi rétt stéttarfélaga tU að gera samninga og orlof sjómanna. Flest önnur aðildarríki hafa leitt í lög mun fleiri sam- þykktir. Þessi lága tala full- (Framha’.d á 7. síðu.) Með erindaskiptum milli ríkisstjórna ísiands, Dan- merkur, Finn'.ands, Noregs og Svíþjóðar hefir nú verið gengið frá að'ld íslands að samkomulagi Noröurland- anna frá 22. maí 1954 um að fella niður skyidu ríkisborg- ara nefndra landa til þess að hafa i höndum vegabréf eða önnur ferðaskilríki við íerðalög milli landanna. Jafnframt var felld niður skylda ríkisborgara hvers landsins til að' hafa dvalár- leyfi v*ð dvöl í einhverju hinna landanna. ísland hefir einnig um íeið gerzt aðili að Norðrulanda- samningi frá 14. júní 1952 um skyldu til að veita aftur við- töku ólöglega innfluttum út- lendingum. Gildistaka aðildar íslanda að framangreindum Norður- landasamningum -miðast við 1. desember 1955. (U tanríktsráðuney t*ð).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.